Þjóðviljinn - 09.07.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júH 1978 Þaö var norski rithöfundurinn Mette Newth, sem hér er ásamt manni sinum, Phii, sem mælti fyrst gegn Nordsat á þinginu. Hún notaöi m.a. grein Eliasar Daviössonar úr Þjóöviljanum máli slnu tii stuönings. Að mata böm á ofbeldi er að beita þau ofbeldi mord SAT NEÍ5A' Mette Newth teiknaöi þetta and- ófsmerki gegn Nordsat á þinginu og voru nokkrir þingmenn komnir meö þaö utan á sig undir lokin. ,,Börn koma í þennan heim meö augun Ijómandi af gleði, leikþyrst og ein- læg, forvitin um lífið og annað fólk. Við köstum skít í augun á þeim. Við látum dunandi straum af vélframleiddri mannfyrir- litningu loka vitum þeirra og tilf inningum, huga þeirra og hjarta. Við látum fjölþjóðlegan afþreyingar- iðnað leika sér að því að trylla okkur og börn okkar. Herða okkur. Taka frá okkur getuna til að f inna til með öðrum og reiðast þegar fólk er beitt valdi í veruleikanum. Við látum hann níða niður mann- eskjuna i okkur." Þessi spakmæli Kerstin Stjarne heföu getað veriö einkunnarorö ráðstefnu norrænna barna- og unglingabókahöfunda núna i júni. Þar var verið aö ræöa um mann- skemmandi áhrif vitundariðn- aðarins á börn og ekki sist hvað vandaöar bókmenntir eiga erfitt uppdráttar i samkeppninni við hasarblöðin og hasarbækurnar sem eru svo miklu ódýrari og sem er svo miklu auöveldara að nálgast þar sem sjoppu- bókmenningin er oröin háþróuð. Það voru sænskir rithöfundar sem stóöu fyrir þinginu i þetta sinn, en norrænir barna- og unglingabókahöfundar þinga á tveggja ára fresti. Sviar völdu Uddevalla (skyldu það vera Iðavellir?) sem fundarstað, bæ spölkorn norðan við Gautaborg. Mestan veg og vanda af ráð- stefnunni höfðu rithöfundarnir Inger Brattström og Stefan Mahl- qvist og ritari sænska rithöfunda- sambandsins, Sonja Thunborg. Það er skemmst frá þvi að segja að allt var með miklum ágætum i öllu fyrirkomulagi. Bohusgarden, þar sem þátttakendur bjuggu og þinguðu, er snoturt hótel með sundlaug og öðrum þægindum. Einnig sköffuðu Sviar fyrirtaks- veöur þessa tæpu viku. Sumum fannst þó dýrðin nokkuð dýr, og danirnir höfðu viö orð að halda næsta þing á þess konar stað þar sem fólk þyrfti að elda ofan i sig sjálft i sameiginlegu eldhúsi og sofa i heimavist. Fyrirlestrar og hópvinna Þingið sóttu eitthvað i kringum hundrað manns, langflestir frá Sviþjóö eðlilega, næstflestir frá Noregi. Frá Danmörku komu ein- ungis tiu manns, sjö frá Finnlandi og fjórir frá tslandi. Töluvert var kvartað yfir þvi að fólk skildi ekki annarra þjóöa mál. Flestar kvartanir bárust frá dönum á hendur svium og öfugt. Ekki bárust kvartanir frá þeim aðiium sem alltaf urðu að nota önnur tungumál en sitt eigið, finnskumælandi finnum og islendingum. Vinna var mjög ströng á þinginu eins og verða vill þegar timi er naumur og margt að segja. Fjöldamargir fyrirlestrar voru haldnir, og á milli þeirra vann fólk i tiu manna hópum. Allir hóparnir fengu sömu spurn- ingar að glima við og þaö fannst mér timaeyðsla. Vandinn er svo margur þegar ræöa á skemmti- iðnaðinn og baráttuna gegn honum, það hefði hver getað fengiö sitt mál að leysa. Að visu fékk hver hópur sina bókina til að skoöa og skilgreina, en minn hópur komst aldrei svo langt. Þaö var raunar „vestri”, furðuleiöin- leg útþynning á High Noon. Tjáningarfrelsiö er misnotað I þeim mæli að það hættir að vera heilagt. Börn vilja lesa góðar bækur Þaö er engin leið aö gera öllum fyrirlesurum skil I stuttri frásögn og engin ástæða til þess heldur. Ég ætla þess vegna aö velja á hlutdrægan hátt þá úr sem mér fannst mestur fengur að heyra til. Jan Gehlin, formaöur sænskra rithöfunda, setti þingiö og drap á mál sem var á döfinni allt til loka: tjáningarfrelsi og tjáningarhöft. Vitundar- iðnaðurinn með sorprit og klám- blöð i fararbroddi hefur misnotað tjáningarfrelsið svo gróflega að þaö fer að hætta aö vera heilagt. Einkum verður að vernda börnin fyrir þvi versta af þessu tagi, og þá jafnvel meö þvi aö setja tján- ingarfrelsinu einhverjar skoröur. Norömaðurinn Einar ökland kom aö þessu aftur daginn eftir og kvaö ennþá fastar að orði en for- maöurinn. Kjarninn i máli hans var sá að norrænar þjóðir yrðu að vernda markaö sinn fyrir erlendu rusli sem er selt á niðursettu verði, m.a. vegna þess að fyrir það þarf ekki að greiða höfundar- laun, „höfundarnir” eru iöulega verksmiöjur þar sem fólk situr við ritvélar og fyllir inn i for- múlur eftir ákveönum reglum. Einar vill að ákveöið verði lág- marksverð á bókum sem enginn megi undirbjóða, og hann var sannfærður um það að þá yrðu innlendar bókmenntir handa börnum ekki undir i samkeppn- inni. Til vara hvatti hann þó til að samfara verðlagseftirliti yrði skipuiögð vakning meðal barna og forráöamanna þeirra heima og i skólanum, þeim bent á góðar bækur og þau þjálfuð i að lesa þær. Þessa tillögu studdi frásögn Kerstin Rimsten-Nilsson af könnun sem hún gerði meðal skólabarna. Það vantar hlekk milli barna og góöra bóka, þann hlekk þarf skólinn aö smiða. Og það verður ekki til einskis, þvi börn eru sólgin i matarmiklar bækur, þaö uppgötvaði Kerstin meðan hún vann að könnuninni. Börnin voru fús til að lesa bæk- urnar og ennþá fúsari voru þau til til aö ræöa um þær á eftir við kennara sina og forráðamenn könnunarinnar. Sveinn og mannæturnar Skemmtilegasti fyrirlestur þingsins var haldinn að morgni annars dags. Þann hélt Sven Wernström, vondur kommi sem fordjarfar barnssálir hvenær sem honum gefst færi á. Hann hóf mál sitt á langri frásögn af djarfri fjölþjóöakvikmynd sem núna er veriö að taka á Italiu og heitir Mannæturnar. ! myndinni eru framdir ýmsir spennandi verknaðir, ofbeldi er beitt, konum er nauðgaö, ungar stúlkur eru skornar i bita og þær étnar siöan. Þetta verður afleit mynd, segjum við, en er nú vist að það sé rétt? Þegar dæmt er um það verður að hafa I huga hver tilgangurinn er meö þvi að gera slika mynd, og þá kemur lika i ljós aö þetta er góð mynd! Hún ergóð miðað viö þann eina tilgang sem henni var ætlað- ur: að sljóvga almenning og safna peningum i hlt fram- leiöenda sinna. Þaö er sama hvert litið er, sagði Sven, það sem er gott fyrir kapitalismann er vont fyrir fólkið. Og ef við ætlum aö ráðast á afþreyingariðnaöinn þá ætlum við aö ráðast á það þjóöskipulag sem nærist á hon- um: kapitalismann. Aðsparka í sjálfansig Fjóröa daginn töluöu tveir rit- höfundar sem gagn og gaman var aö. Fyrir hádegi hélt Antti Jalava erindi um stöðu innflytjenda- barna i Sviþjóð. Hann er sjálfur innflytjandi frá Finnlandi og þekkir aðstæður af eigin raun. Hann var haröur i horn að taka og talaði af miklum hita sem smitaði fundarmenn. Stjórnir Norður- landa gera upp á milli fólks, sagöi hann. Af þeim stendur meiri hætta en samkeppnis- og sölu- þjóðfélaginu. Það er fasískur kjarni i samfélagi okkar. Börn innflytjendanna eru „ööruvisi” og einangrast þess vegna. Þau eru hædd i leik og skóla, geta hvergi farið og týna sambandi við eigið sjálf. Þau eru skemmti- iönaöinum auöveld bráö, aug- lýsingunum og afþrey’ingar- bókunum. En þar er lika hæðst að þeim og þau niðurlægð. Þegar búið er að hæða þau nógu lengi fara þau að fyrirlita sjálf sig og uppruna sinn, tungutak og Silja Aðalsteinsdóttir segir frá ráðstefnu bama- og unglingabókahöfunda

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.