Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 menningu, og sparka loks í sig sjálf. Heimanað fá þau engan stuðning og ekki geta þau snúiö aftur til gamla landsins. Það er engin leiö til baka. Algengt bragð þeirra sem ofan á þeim sitja er aö etja hverjum minnihlutahóp gegn öðrum. Láta þau berja á þeim sem þau eiga mest sameiginlegt með. Það kemur i veg fyrir samtök og uppreisn. Um þessi börn eru ekki skrifað- ar bækur, allra sist á þeirra eigin máli. Það borgar sig ekki, engin gróðavon i þvi. Hins vegar borgar sig að láta þau tyggja tyggjó og lesa andrés önd, þar sem allir minnimáttar fá herfilega útreið. Vinur Franks og Jóa Norski rithöfundurinn Tormod Haugen (sem Vilborg Dagbjarts- dóttir skirði Þormóð frá Haug- um) er ennþá óþekktur hér á landi en virðist helsta vonar- stjarna meðal ungra norskra barnabókahöfunda. Hann hélt verulega hrifandi fyrirlestur að kvöldi fjórða dags um upplifun sina i bernsku á sériubókum Enidar Blyton og öðrum slfkum. Þá var búið að gera marga merkilega úttekt á efni og ein- kennum þeirra bóka, sundurliða þær eftir bókmenntagreinum og skoða hugmyndafræði þeirra, en upplifun barnsins hafði orðið út- undan. Tormod sagðist fátt hafa lesið annað i æsku en flokka af- þreyingarbóka, hverja bókina af annarri, hvern flokkinn af öðrum. Og það var stöðug martröð. Þaö versta var auðmýkingin. Hann tilbað hetjur bókanna, Nansi, Jonna og Finn, Frank og Jóa, og ekkert þráði hann heitar en verða vinur þeirra. En það gat aldrei orðið á jafnréttisgrundvelli, þau voru ofurmenni og honum óendan- lega miklu æðri. Hann varð að koma skriðandi og mæna til þeirra i bæn - og eins vist að hon- um yrði hafnað samt. Aldrei varð hann saddur af þessum bókum, þvi innihaldið var froða sem belgdi út en mettaði ekki. Þess vegna þurfti hann alltaf að lesa fleiri og fleiri bækur. Martröðin var eilif. Börnin i þorpinu þar sem hann bjó notuðu bækurnar i leikjum sinum. En þær orkuðu ekki hvetj- andi á imyndunarafliö heldur letjandi. Ekki mátti vikja við orði i samtali án þess að einhver kæmi með bókina og segði: „Nei, hún sagði það ekki, sjáðu, hún sagði hinsegin." Þessar bækur veita sýndar- ánægju, af þvi að það sem þær sýna er sýndarveruleiki, þótt þær þykist jafnan vera raunsæjar. Hetjur þeirra eru sýndarmann- eskjur en ekki raunverulegt fólk, til þess skapaðar að auka á minnimáttarkennd lesenda, traðka á og niðurlægja mann- gildishugmyndir þeirra. Baráttuleiðir Niðurstaða þingsins var sú aö það þyrfti að gera harða hrið að þessum fjölföldunariðnaði, nú væri nóg komið af analýsum og mál að bretta upp ermarnar. Heistu andófsleiðir liggja gegn- um skóla og bókasöfn, og vildu mennstórauka notkun barnabóka i kennsiu og stórauka starfsemi bókasafna til að kynna börnum og unglingum bókmenntir. Slagorðið er: Þar sem börn eru eiga lika að vera bækur'. Barnabókmenntir ber að meta eins og bókmenntir handa full- orðnum, gefa þeim sama rými i fjölmiðlum og greiða höfundum þeirra jafnhátt verð fyrir. Þýddar afþreyingarbækur á ekki að selja á lægra veröi en innlendar barna- bækur og reyna ber að stöðva strauminn af þeim á markaðinn með barnabókaverndunarlögum af einhverju tagi. Þar má visa til ákvæða mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna um bann við þvi að notfæra sér hrekkleysi barna i gróðaskyni. Jafnframl skal reynt að dreifa vandaðri bókum viðar og betur, kynna þær i dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og reyna aö halda verðlagi á þeim i skefjum ef kostur er svo aö allir geti leyft sér að kaupa þær. Slagorðið er: Börn eiga rétt á bókmenntum! Ýmsar fleiri uppástungur komu fram sem of langt mál yrði að telja nema kannski eina til gam- ans: Það ber að lækka kosninga- aldur og gefa börnum rétt til að kjósa ársgömlum. Þá fá stjóm- málaménn áhuga á þeim. Nordsat Eitt helsta umræðuefnið siðustu dagana var norræni sjónvarps- gervihnötturinn, Nordsat, sem þátttakendur þingsins vildu telja með öðrum fjölföldunariðnaði og ekki skárri en sorpritaframleiðsl- una. Það eru fjölþjóðaauðhringar sem koma til með áð leggja fram fé og þar af leiðir að þeir fá að ráða efni og stefnu lika. Danir sögðu ljótar sögur úr þeim héruð- um þar sem fólk horfir mikið á þýskt sjónvarp, norðmenn voru ekki hressir yfir ofgnótt af sænsku sjónvarpi i sinu landi heldur. Þetta hefur mjög slæm áhrif á málfar, ekki sist barna, og menningaráhrif önnur eru ófyrir- sjáanlega geigvænleg. Margar þjóðir og þjóðabrot myndu venj- ast þvi að sjá aldrei efni á siníi eigin máli eða gert af sinnar þjóðar fólki. Skemmtiþættir ætl- aðir svo margvislegu fólki að þeir verða i raun ekki fyrir neinn verða allsráðandi. Menning norðurlanda flest út og rcnnur inn i þá sérkennalausu, yfirborðslegu lágkúru sem einkennir allt sjón- varp sem rekið er af auðhringum. Fólkið á þinginu Þarna i Uddevalla voru auðvit- að margir sem forvitnilegt var að sjá og kynnast, dagarnir bara allt of stuttir. Þar var t.d. Palle Petersen frá Danmörku sem hef- ur fengið það verkefni frá útgef- anda sinum að skrifa bók handa dönskum börnum upp úr ein- hverri islendingasögu. Hann hef- ur áður gert fræðandi sögubækur m.a. um járnöld, steinöld og vikingatímann. Ég ráðlagði hon- um eindregið að segja dönskum börnum frá æsku Egils á Borg, þar, væru svo krassandi barna- sögur. Þarna var lika Inga Borg sem teiknaði svo undurfallegar myndir af tslandi i bókina sina Plúpp fer til tslands, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu i fyrra. Róbert Fisker, höfundur Pésa pjakks og Bröndu, var þarna á- samt konu sinni sem lánaði mér baðf öt svo að ég gætinotið sólar á kroppinn. Róbert er hæst launaði rithöfundur dana, er mér sagt, en litið þekktur hér á landi. Annar danskur rithöfundur, Thea Bank Jensen, bar sig upp við islensku fulltrúana og sagðist standa i stappi vegna þess að Æskan hefði get'io út bók eftir hana án þess að fá leyfi til þess og án þess að geta um nafn höfundar. Fólk sem þekkti bókina hafði komið auga á hana i buðarglugga og klagað i Theu, sem sárnaði þetta afar mikið eins og von var. Upp úr um- ræðum um bók Theu spruttu ýmsar frásagnir af islenskum út- gefendum sem höfðu gefið út þýddar bækur án þess að fá leyfi hjá höfundum — og án þess þá að borga þeim nokkra þóknun — og jafnvel án þess að geta nafns höf- undar. Menn nefndu fræg dæmi til af bókum Lamorisse, Rauðu blöðrunni (Leiftur) og Foco og villihestinum (Stafafell), sem báðar voru gerðar eftir marg- frægum verðlaunakvikmyndum höfundar. Eins og menn geta skilið varð litið úr islendings- bjálfum undir þessum lestri. Við sögðumst bara vona að islenskir útgefendur gerðu svona nokkuð aldrei framar. Eftirmáli Um það leyti sem ég fór af þingi, seinni hluta næst-seinasta dags, var ég búin að komast að þvi að svona samkomur eru furðugagnlegar bæði fræðilega og mannlega. Þátttakendur læra margt og kynnast hver öðrum. Þarna voru margir samningar i uppsiglingu og barnabókaþýð- endur voru töluvert vinsælir! Ef vel gengur aö framkvæma „handlingsprógramm" verður þingið lengi i minnum haft og jafnan nefnt þegar fornleifafræð- ingar grafa upp hauga af Bob Moran, Chris Cool, Gunsmoke og Bonansa úr rustum fornra sjoppa. Silja Aðalsteinsdóttir hljóm- plötur Undra- hattur Asa í Bæ í Undrahatti Asa í Bæ eru 13 lög. 8 þeirra eru ef tir Ása og allir textarnir nema 2, Ég vitja þín æska eftir Þorstein Erlingsson og Kyssti mig sól eftir Guð- mund Böðvarsson. Þarna eru gamalkunn lög eins og Maja litla sem Erlingur Ágústsson söng við miklar vinsældir fyrir meira en áratug, lag Odd- geirs Kristjánssonar við Ijóð Ása —Ég veit þú kem- ur — og svo Göllavísur. Karl Sighvatsson sá um útsetn- ingar og upptöku og leikur íaín- framtfrábærlega vel á hljómborð (það eru nú engar fréttir). Bæjarsveitin sér um undirleik og það eru ailir vel með á nótun- um i sveitinni þeirri — greinilega gott samband við höfuðpaurinn — en Hðsmenn eru auk Karls: Tóm- as Tómasson (bassi), Þórður Arnason (Gitar). Sigurður Karls- son og Guðmundur R. Einarsson (trommur, Grettir Björnsson (dragspil), Viðar AHreðsson (horn og trompet), Gunnar Ormslev (tenor-sax.). Hafsteinn Guðmundsson (fagott og altosax) og Jón Heimir Sigurbjörnsson (flauta). Eins og áður segir rikir mikill „samhugur" I Undrahattinum, en þó ein undantekning til aö sanna regluna — útsetning á Göllavisum finnst mér ekki vera i neinum tengslum við textann — þetta er óttalegur truntutaktur og kulda- legur. Og þá er það Asi sjálfur — text- arnir hans eru skemmtilegir og blátt áfram, um Eyjarnar og lif sjómannsins — og svo Landsvisa til allra landsmanna um fjalla- drottninguna og Sam. Og það er indælt að hlusta á Asa syngja þetta á sinn sérstaka og einlæga hátt. — Mjög vel unnin plata —- og umslagið lika, með ljósmynd Arna Johnsen, hannað af Agli Eð- varðssyni. • • Osku- buska Ein af þeim fjórum hljómplötum sem Iðunn gaf út um daginn (hinar 3 eru meðÁsa í Bæ,Melchior og Megasi) er úr hinni bráðskemmtilegu sýningu Þjóðleikhússins á Osku- busku sem frumsýnd var 24. janúar síðastliðinn. Tónlistinn er éftir Sigurð Rúnar Jónsson, fjölbreytt og skemmtileg og mjög vel flutt af leikurunum. Hljóðfæraleikarar eru þau Pét- ur Þorvaldsson sem leikur á selló, Manuela Wiesler á flautu, Viðar Alfreðsson á trompettog horn Jón Sigurðsson á kontrabassa, Sig- urður Karlsson á trommur.og svo sérSigurður Runar um allan ann- an hljóðfæraleik og er leikur hans á pianó,fiðlu og gitara alveg ljóm- andi. Söngtextar eru eftir Þórarin Eldjárn, smellnir, á eölilegu máli og falla vel að lögunum og án efa i kramið hjá börnum. Stefán Baldursson leikstýrði og samdi leikgerðina á plötunni, sem að sjálfsögðu er styttri en sýning Þjóöleikhussins, , en mjög heil- steypt og söguþráðurinn heldur sér alveg. Það eina sem mætti kannski fetta fingur út i er i sam- bandi við upptökuna (sem annars er góö) — en sumsstaðar er tal- mál of lágt miðað við tónlistina. En þetta er smáatriði — þetta er hressileg barnaplata sem á áreið- anlega eftir að verða vinsæl og langlif. RANDVER Steinar h.f. hafa nú sent frá sér fyrstu plötuna á þessu ári. Er þar um að ræða nýja plötu með Rand- ver, sem ber nafnið „Það stendur mikið til" og á eru 14 lög. Randver skipa: Ellert B. Þor- valdsson, Ragnar Gislason, Guðmundur Sveinsson og Jón Jónasson, en 3 lög plötunnar eru samin af þeim siðastnefnda við texta eftir þá Ellert, Ragnar og Káinn. Auk þessa á granni þeirra, Matthias A. Mathiesen, 1 lag á plötunni, „Júninótt", við texta Arna G. Finnssonar, en þetta mun vera i fyrsta skipti, sem lag eftir Matthias kemur út á hljómplötu. Ýmsir þekktir tónlistarmenn aðstoða Randver við flutning lag- anna og upptbkustjóri var Tómas M. Tómasson. Pétur Halldórsson hannaði umslag. (ÚrfréttabréH)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.