Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júli 1978 Sigurdis Arnarsdóttir (t.v.) hlaut fyrstu verðlaun i teiknimyndasam- keppni skólabarna, sem tileinkuð var efninu „Maðurinn og hafið," og PáU V. Kristjánsson hlaut 1. verölaun fyrir ritgero sina, „Samanburð- ur á gamla og nýja timanum." Sigurgeir Jónsson formaður Æskulýðs- ráðs Vestmannaeyja (t.h.) afhenti þeim, verölaunin. Vioa er hrikalegt að horfa niður af Stórhöföa, en rollurnar tvœr sem bitu gras á bröttum fhíka voru hvergi smeykar. Menningin blómstrar í skjóli af nýju hrauni Kristinsson við ljóð Jóns Rafns- sonar, en verkiö var samið sér- staklega i tilefni menningardag- anna. A laugardaginn var utidag- skrá fyrir og eftir hádegi, þar sem m.a. var sýnt sprang og •bjargsig, siglt I Fjós og ekiö á Stórhöfða. Grima frá Færeyjum sýndi „Kvæðið um kópakonuna" og flutt var blönduð dagskrá, „Lög og ljóð". A sunnudagsmorg- un var siglt meö Herjólfi kringum eyjarnar undir leiðsögn Asa i Bæ og Arna Johnsen, og siðdegis var flutt samfelld dagskrá um bar- áttu verkakvenna á vegum starfshóps úr Verkakvennafélag- inu Snót. Að sjálfsögðu var svo dansað af miklu fjöri i tveimur húsum fram á nætur. Mikið var um að vera á menningardögum sjó- manna og fiskvinnslufóiks, „Maðurinn og hafið '78", sem fram fóru i Vestmannaeyjum um siðustu helgi. Þetta er i fyrsta sinn, sem norrænir menning- ardagar verkafólks eru haldnir hér á landi, en slíkir menningardagar hafa verið haldnir á öllum hinum Norðurlöndunum á undanförnum árum. Sýningar á hverju strái Margar sýningar voru opnar þessa menningardaga. Kvik- myndasýningar voru daglega. Myndlistarsýning Vestmanna- eyja var i Akoges-húsinu og voru þar sýndar myndir eftir 19 Vest- mannaeyinga. Þetta var afskap- lega skemmtileg sýning með myndum eftir ólika listamenn, eins og öldu Björnsdóttur, Astþór Jóhannsson, Guðna Hermansen, og þann ágæta „naivista" Kristin Astgeirsson. En maður saknaði mynda eftir hina ágætu myndlist- arkonu Jóhönnu Bogadóttur, sem er borinn og barnfæddur Vest- manneyingur. í Akoges-húsinu var einnig ljósmyndasýning. Listasafn alþýðu sýndi I matsöl- um ísfélagsins og Vinnslustöðv- arinnar, sýingin „Verkmenntun" var i vurkmenntaskólunum þremur og sýningar á myndum Ur verðlaunakeppni skólabarna voru á tveim stöðum. Sýning á verka- lýðsbókmenntum var I Bókasafn- inu og þar voru einnig tií sýnis póststimplar og írimerki. I Byggðasafninu var sögusýning og sýning á listaverkum I eigu bæjar- ins og NáttUrugripa- pg fiskasafnið var opið, vinsælt og frábærlega vel rekið safn. Aö efla umræðu og skilning Menningardagarnir i Eyjum voru haldnir af Menningar- og fræðslusambandi alþýðu i sam- vinnu við bæjarstjórn Vest- mannaeyja, sjómanna- og verka- lýðsfélögin og fjölmarga aðra að- ila i Vestmannaeyjum. Mótið var liður i samvinnu fræðslusam- banda verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum og tilgangurinn með þvi er að varpa Ijósi á störf og menningu þeirra sem vinna viö sjávarútveginn, á sjó og landi, ef'la umræðu og auka skilning manna á milli. í vandaðri dagskrá, sem gefin var út vegna menningardaginna, segir: „Vart er hægt að hugsa sér eðlilegra umhverfi fyrir slika há- tið en Vestmannaeyjar, þar sem öll afkoma fólks hefur frá ómuna- tið byggst á sjósókn og fisk- vinnslu og flestir ibúanna vinna störf sem tengd eru sjónum á einn eða annan hátt". Jafnréttiskröfur i menningarmálum f dagskránni segir Snorri Jóns- son varaforseti ASI, m.a.: „Þegar nú, i fyrsta skipti, er efnt til sérstakrar hátiðar og um- Samkórinn frumfluttí „Dufþekju" eftir Sigursvein D. Kristinsson við ijóo .lóns Rafnssonar. Mikið fjöimenni var við setningarathöfnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.