Þjóðviljinn - 09.07.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. jlHI 1978 Sigurganga aft aflokinni úthaldskeppni. CASANOVA ÁNRÓMANIÍKUR Það fer víst ekki á milli mála að meistari Fellini var einmitt rétti maðurinn til að kvikmynda söguna af Casanova. Að vísu lét hann lengi vel sem þetta hefði verið eins og hvert annað slys— hann hefði verið bú- inn að undirrita samning um gerð myndarinnar áður en hann las æviminningar Casanova, sem honum þóttu svo grautfúlar þegar til kom, en þá varð ekki aftur snúið: peninga- mennirnir voru komnir í gang. Hann segist hafa fyllst andúð á persónunni Casanova, og vissulega sýnir hann þennan fræga elskhuga ekki í neinu rómantísku Ijósi. Alltaf einn Fellini gerir Casanova aö harmsögupersónu: manni sem lifir i fjötrum sinnar eigin imyndar. Hann er eigingirnin og sjálfsdýrkunin holdi klæddar. Hann kemur aldrei nálægt ööru fólki, er alltaf einn meö sjálfum sér, jafnvel í endalausum mara- þon-uppáferðum. Hann þykist vera sérfræöingur i að skilja „sál konunnar”, en i raun og veru skilur hann engan, og allra síst konur, sem eru honum aðeins tæki til aö sýna getu sina. Þetta kemur best i ljós i samskiptum hans við vélknúnu brúöuna — hún er sú ástmær sem hann minnist af mestri eftirsjá i ellinni. Auganu veisla Fellini er fyrst og fremst myndasmiöur, og i raun er út i hött að ætla sér að tala um myndir hans — þær eiga menn að sjá og upplifa. „Casanova” er auganu veisla, frá upphafi til enda. Þar er ekkert raunverulegt, jafnvel hafið er úr plasti. Það sem við sjáum á tjaldinu er draumur, eða kannski öllu heldur martröð. Þeir sem hafa séö aörar myndir meistararns kannast við ýmislegt sem gengur aftur i hverri mynd: sirkusstemninguna, dvergana og risana, barokkstilinn. Allt þetta tilheyrir heimi Feliinis, og sér- hver mynda hans veitir áhorf- endum sýn inn i þennan heim, þar sem allt getur gerst. Persónurnar virðast stiga beint upp úr undir- meðvitund listamannsins. Þessi mjög svo persónulegi blær minnir á Ingmar Bergman, og er reyndar ekki fjarri lagi að bera þessa tvo meistara saman, þeir eiga margt sameinginlegt þrátt fyrir ólikan uppruna og for- sendur. Átakanleg afrek Casanova lifir i goðsögn, ástlaus og firrtur, og samtiminn viður- Framhald á bls. 15 Casanova og vélbrúöan rrannar' Vinkonumar Mánudagsmyndin um þessar mundir heitir á islensku Vin- konurnar, en á frönsku Lum- iére, sem þýðir ljós eða birta. Hún er einkum merkileg fyrir þá sök, að fræg leikkona, Jeanna Moreau, hefur skrifað handritið og stjórnað myndinni, og er þetta frumraun hennar á þvi sviði. Ekki verður annað sagt en vei hafi tekist til, frá tæknilegu stjónarmiði. Myndin er afskaplega atvinnumannsleg og falieg að allri gerð. Vinkonurnar eru fjórar, allar leikkonur. 1 fljótu bragði mætti ætla að myndin fjallaöi um þær og vináttu þeirra. En mér er þó nær að halda að þessar fjórar konur séu i raun ein og sama persónan: leikkonan á ýmsum stigum þróunarferils sins. Séð af þessum sjónarhóli virðist myndin vera dýrðaróður um Jeanne Moreau og litið annaö. Yngsta leikkonan og jafn- framt sú sem styst er komin á frægðarbrautinni, er Caroline. Hún er ennþá á þvi stigi, aö hún getur þurft aö upplifa niður- lægingar og hverskyns mótbyr, ef hún ætlar að verða sér úti um hlutverk og framamöguleika. Ik Jeanne Moreau i hlutverki „hinnar guðlegu Söru”. Julienne er svolitiö reyndari og hefur valið milli einkalifs og leiklistarinnar (les: frægöar innar). Laura hefur aö mestu lagt leiklistina á hilluna, hún er gift rikum kvikmyndaframleið- anda og leikur aðeins öðru hverju I myndum hans, en helg- ar sig að öðruleytieiginkonu- og móöurhlutverkinu. Og svo er það drottningin, Sarah Dedieu, sem leikin er af Jeanne Moreau sjálfri. Sjálft nafnið er annað- hvort ironiskt eða sjálfsdýrkun- arkennt: Sarah eins og Sarah Bernhardt, gyðja franskrar leiklistar, og Dedieu sem þýðir „af guði” — hin guölega Sarah. Persónur myndarinnar lifa allar nema ein i kvikmynda- heiminum, sem virðist vera gjörsamlega einangraður frá þjóöféiaginu.Þessieinasem ekki er i „bransanum” er visinda* maðurinn Gregoire, besti vinur Söru, sem fremur sjálfsmorð þegar hann kemst að þvi að hann gengur með ólæknandi krabbamein. Ef til vill er það sambands- leysi við umheiminn og skortur á félagslegri vitund sem gerir það aö verkum að myndin verð- ur aldrei verulega áhugaverð. Samskipti kynjanna i þessari mynd eru ákaflega hefðbundin og svo virðist sem Jeanne Moreau telji sig ekki hafa neitt við jafnrétti að gera. Ekki svo að skilja að ég vilji banna mönnum að sýna „gamaldags” sambönd, en ég er á móti þeim skorti á gagnrýni eða þó ekki væri nema meðvitund um eöli slikra sambanda, sem myndin er gegnsýrð af. „Vinkonurnar” er tæknilega fullkomin, vel leikin, en yfir- borðsleg kvikmynd um innan- tómt líf og tilbúin vandamál. MacseimBaBSfiSBBBBBggzaMaiaaiWitgMPB

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.