Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júll 1978 Siglaugur Brynieifsson skrifar um erlendar bækur The Anatomy of Human De- structiveness. Eric Fromm. Penguin Books 1977. Höfundur skrifar i inngangi að bókinni að svo virðist sem árás- arhneigð og eyðingarhvöt hafi aukist með mönnum á siðustu áratugum og þvi hafi ýmsir orðið til þess að reyna að kryfja þessa þætti mennskrar hegðunar og finna ástæður fyrir þeim. Hann getur i þessu sambandi kenninga Freuds um dauðahvötina, sem hann segir að hafi horfið i skugga fyrir kynlifskenningum Freuds, en hafi verið annar höfuðþáttur' inn i hvatakenningum hans. Nagandi ótti Ottínn ýtti mjög við mönnum á sjöunda áratugnum, vegna ým- issa atburða sem virtust votta slikan árásarlosta að ýmsir sái- og liffræðingar og fleiri tdku að i- huga þessa þætti nánar. Afleiðing inn ber i sér hvata til þess að ráð- ast gegn þeim sem ógna honum, eða þá að hann gripur til flóttans. Þetta er sameiginlegt viðbragð meðalmanna ogdýra. Hin tegund árásarhneigðar er einskorðuð við manninn, sem er árásarhneigð byggð á grimmd og eyðingar- áráttu. Sú hvöt finnst ekki meðal hryggdýra. Meðal manna virðist tilgangurinn vera að fullnægja „sadistiskri" lostasemi. Fromm leitast við að finna á- stæðurnar fyrir þeirri tegund árásarhvatar sem einkennist af sadisma og hefur þann tilgang að valda sem mestum kvölum fórn-. ardýrsins og sem mestri losta- semi kvalarans. Hann lýsir margvislegum aðstæðum, sem vekja þessa tegund árásar- hneigðar. Lorenz gerir ekki grundvallarmismun á þessum tveimur tegundum árásarhneigð- ar og telur báðar vera af sömu rót og vera einkenni manna, þ.e. grimmd og sadismi séu mönnum meðfæddar hvatir. ERFÐA- Bíllinn er ástmögur þjóðanna. þeirra athugana urðu' m.a. rit Konrads Lorenz, ,,Das sogen- annte Böse, Zur Naturgeschichte der Agression", sem kom út 1963. Höfundurinn er fyrst og fremst dýrafræðingurog hefur rannsakað hátterni ýmissa fugla og fiskteg- unda. Höfundurinn var ekki tal- inn sérstaklega hæfur til þess að fjalla um mennska eiginleika, samkvæmt skoðun sálfræðinga og liffræðinga, en bdk hans varð engu að siður mjög lesin og kenn- ingar höfundar teknar sem loka- niðurstaða um meöfædda árásar- hneigð mannsins. Fleiri höfundar tóku sig til og skrifuðu meðal ann- ars ,,Nakti apinn" (Desmond Morris) og ,,On Love and Hate" (Eibel-Eibelsfeld, sem var læri- sveinn Lorenz). Fromm álitur að hljómgrunnur sá er þessar bækur fengu stafi af þvi að fólk, kvalið af nagandi ótta við styrjaldir og dsköp, hafi tekið þessum kenningum svo vel, til þess að geta réttlætt ótta sinn og jafnframt réttlætt fyrir sjálfu sér vanmegnan sina til að breyta nokkru til bóta. Kenningar Lor- enz urðu á skömmum tima að fullvissu um meðfædda árásar- hvöt og henni varð ekki breytt. Þessar kenningar féllu i gdðan jarðveg meðal þeirra, sem tala um óbreytanlegt mannlegt eðli og telja manninn eitthvert illviljað- asta rándýr jarðarinnar og að maðurinn sé manninum úlfur. Samkvæmt dauða-hvöt Freuds og árásarhvöt Lorenz er visa Nathans rétt lýsing á mennsku eðli: - Hrekkja spara má ei mergð manneskjan skal vera hver annari hris og sverð hún er bara til þess gerð. Atferliskenningarinnar eða ,,behaviorismans" tók að gæta upp úr 1920 og nú ráða kenningar Skinners rikjum i sálfræðideild- um bandariskra háskóla. Sam- kvæmt henni má móta menn eins og hunda Pavlovs. Atferlissál- fræðin hentar nútima iðnaðar- samfélögum einkar vel. Sam- kvæmt henni geta stjórnvöld og fjölþjóðahringar mótað manninn i þá átt, sem hentar best til fram- leiðslu og hegðunar á hverjum tima. Tvenns konar árásarhneigd Bdk Fromms f jallar um þessar kenningar og þriðja afliö, sem hann telur að geti bjargað mann- kyninu frá þeim öflum sem vilja nýta manninn sem villidýr eða þægan þræl. Fromm telur að greina megi milli tveggja tegunda árásar- hneigðar meðal manna. Maður- SYNDIN Þeir sem telja manninn eitthvert illviljaðasta rándýr jarðarinnar (Mynd: Kjartan Guðjónsson) Dýrkun dauðra Fromm álitur að þessar kenn- ingar Lorenz ásamt núverandi samfélagsformum og fram- leiðsluháttum, samkeppni og mötun, einkenni nútimasamfélög. Með þvi að telja hina ,,neikvæðu" árásarhvöt grundvallaða i mennsku eöli má réttlæta þau einkenni nútimans, sem Fromm telur þjóna öflum dauðans. Tryllta samkeppni, mengun, framleiðslii gjöreyðingarvopna og dýrkun dauðra hluta, eyðilegg- ingarmátts og tækni. Þessvegna einkennir hann þessa rikjandi stefnu, þ.e. i nútimasamfélögum, með hugtakinu „necrophilia" eða lostafulla dýrkun dauðra. Nútima öfugþróun er andstæð lifinu, eðli- legum þroska mannsins, og leit- ast er við að finna tilgang i dauð- um hlutum. Tilgangurinn er að sigrast á náttúrunni. „Framfar- irnar" byggjast á mótun vél- vædds heims þar sem maðurinn verður nokkurskonar viðbót við vélina, og vélheilinn ræður ferð- inni mataður af vélmennum eða tæknikrötum. Höfundurinn segir að F.T. Marinetti sé fyrsti frumkvöðull dauðadýrkunar i bdkmenntum i Fútúrista-manifestinu frá 1909 og að aðdáun þessi komi glöggt fram i listum og bókmenntum siðustu áratuga, dýrkun alls þess sem er rotið, dautt, eyðileggjandi og vél- rænt. 1 öðru manifesti frá 1916 tala fútúristar um hraðann. Dýrkun hraðans er eitt einkennið, ,',með hraðanum komist menn næst guðnum, vélinni". Biladýrkunin er áberandi. Fromm segir að svo virðist sem billinn sé ástmögur þjóðanna, menn kjassi hann og klappi, sinni honum likt og ungbarni, þvoi hann og bóni og eyði fritimum sinum mestan part i það að hirða um blikkbeljuna, Sama eigi við ýmiskonar önnur vélræn fyrir- brigði. Myndavélaæðið og idiotisk myndataka við öll möguleg og ó- möguleg tækifæri byggist á löng- uninni að „eiga" fyrirmyndina, það er ekki nóg að horfa á ein- kennileg náttúrufyrirbæri eða landslag, það verður að festa þetta á mynd, það er aðalatriðið. Menn leggja á sig ferðalög til þess eins að taka myndir. Sama er varðandi hljdmburðartæki, það er ekki endilega hljómlistin sem sóst er eftir, heldur kjánaleg gleði yfir að sjá hvernig sjálfvirk appa- rötin hlýða, þegar ýtt er á vissa takka. „Vinnusparandi" tæki eru svo eftirsótt, að fólk leggur á sig helmingi meiri aukavinnu til þess að vinna fyrir peningum til þess að geta keypt þau, heldur en sparast við notkun þeirra. Forheimskun Æðsti draumur tæknikrata er að geta útbúið vélmenni, rdbdt, sem gæti leyst af hendi ýmis verkefni, en nú er svo komið viða, að ef slikur rdbót tæki að ganga um meðal okkar, myndum við likast til finna litinn mun á honum og venjulegum mennskum vél- mennum. Rýrnun meðvitundarinnar, til- finningasljóleiki, græðgi og gróf framagirni ásamt hlutadýrkun virðist einkenna ýmsa hópa nú- tima samfélaga. Fromm lætur liggja að þvi að þessi einkenni minni mjög á schizophreniu á lágu stigi að þvi leyti að fdlk lifir með þessum einkennum i ákaf- lega þröngum heimi, lokuðum heimi nútimans þar sem engin tengsl eru við fortið og sögu og lit- il manna á milli, og þá einkum aðeins á yfirborðinu. Hann talar um hugtakið „normala" geðbilun 1 þessu sambandi og vitnar i Spin- osa, sem skrifar i Siðfræði sina „að græðgi og framagirni séu i rauninni tjáning geðbilunar, venjulegt fdlk fyrirliti þessháttar einstaklinga", en nú á dögum fer þvi fjarri að þessháttar einstak- lingar séu fyrirlitnir, „þeir eru dáðir og þannig eiga einstakling- ar að vera", bætir Fromm við. Framleiðsluöflin hljðta að á- stunda forheimskun einstakling- anna til þess að geta grætt á þeim. Þvi verða þeir fjölmiðlar sem ná viðast og eru beint og d- beint á snærum framleiðsluafl- anna að stefna að þvi að sem mest sé hægt að selja af ðnauðsynleg- um varningi. Ef þaö væri dger- legt, myndu hjdlin stöðvast. Gódur vilji? Lýsing Fromms á nútimasam- félögum gæti vissulega átt við samfélög fyrri alda að nokkru, en aðalmunurinn er fdlginn i þvi, að nútimasamfélög byggjast á mengun og eyðileggingu, þannig að með samskonar framhaldi verður jörðin dbyggileg innan viss timaskeiðs. Þvi stefnir nú- verandi öfugþrdun að ragnarök- um. Fromm tekur nokkur dæmi um samfélagsform frumstæðra þjdða og þjdðflokka til þess að sýna fram á mismunandi afstöðu þeirra til árásargirni. En i þvi sambandi hættir honum til þess að ætla að frumstæðar mannteg- undir hafi verið gæddar svipuðum eiginleikum dg siðari tima teg- undir. Meginmunurinn er sá að meðvitundarlif einstaklinga á frumstigi manna var mjög tak- markað, hdplifið var mun meiri þáttur en siðar yarð og hdpmeð- vitundin réði gerðum ættflokks- ins, einstaklingurinn hvarf inn I hjörðina og meðvitund hans var bundin meðvitund hjarðarinnar. Það er áberandi að þetta er ein- mitt að gerast i ýmsum nútima- samfélögum og örlar á þessu i ýmsu formi t.d. i sambandi við hdpefli og kommúnulif. Þaö virð- ist sem stefnt sé að hdpmeðvit- undinni, en það er nijög hagstætt fyrir þá aðila, sem ráða fram- leiðsluháttum og kapitali. Fromm lýsir nokkrum persdn- um sem haldnar voru „sadist- iskri" árásarhneigð og leitast við að skilgreina hvað varð til þess að þeir sýktust. Þessar persdnur eru Himmler, Hitler og Stalin. Kafl- arnir um Hitler er mjög itarlegi r. 1 bdkarlok ræðir Fromm um úr- kosti sem hann telur að séu fyrir hendi til þess að hamla gegn feigðargöngu mannkynsins. Gdð- ur vilji ndgu margra og stöðug skirskotun til mennskra kennda og upplýsingar um ástandið eru helstu úrkostirnir. Þðtt bdkin sé mjög frdðleg og kenningar höf- undar séu reistar á mikilli þekk- ingu og raunsæi þá verður mann- kyninu ekki bargað með gdðum vilja meðan „necrophilar" ráða ferðinni. Nýtt tímarit Proutista Komið er út nýtt timarit sem nefnist Vitund og Veruleiki og er gefið út af Þjóðmálahreyfingu tslands og Samtökum um Fram- tiðarhyggju. Þjóðmálahreyfingin er deild úr hinni alþjóðlegu hreyf- ingu Proutist Universal. Hún by6g>r •' nýrri þjóftfélagsheim- speki, Progressive Utilisation Theory (PROUT) og mun starfa að menningar. og félagsmálum. PROUT er altæk hugmyndafræði er hefur sina eigin söguskoðun, stéttagreiningu, hagfræðikénn- ingar og bendir á nýjar leiðir I uppeldis, menntunar og þjóðmál- um. PROUT er I andstöðu við bæöi hughyggju og efnishyggju þó hún tengi saman sannleikann i þeim báðum. Samtök um Framtiðarhyggju er dháður og dpdlitfskur vett- vangur fyrir áhugasama ein- staklinga til að sameinast i um- ræðuhdpa,rannsóknarhdpa og starfshdpa er taka fyrir málefni er varða félags og menningarmál samtimans. Fyrsta tölublaðið er fjölbreytt aðefni og inniheldur m.a.: Hring- borðsumræður um mannúðar- stefnu, kynningu á bandariska sálkönnuðinum Erich Fromm og heimspekingnum Buckminster Fuller. Greinar eftir Birgi Svan Simonarson, Egill Egilsson, Gutt- orm Sigurðsson o.fl. Einnig er i þessu fyrsta tölu- blaði ljdö eftir Gunnhildi Heiðu Axelsddttir, Bardús og Sigurð A. Magnússon og myndverk gerð af Guðmundi Oddi Magnússyni.. Blaðið er ritstýrt af Guðmundi S. Jdnassyni og prentað hjá Offset- tækni s.f. Það fæst I helstu bdka- verslunum og er ákriftarsiminn 29434 milli kl. 5—7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.