Þjóðviljinn - 09.07.1978, Síða 17

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Síða 17
Marx heimtaOi heinair strax næsta morgun.... Hannes Sigfússon Ný Ijóðabók eftir Hannes Sigfusson Mál og menning hefur gefiö út nýja Ijóðabók eftir Hannes Sigfússon og nefnist hún örvamælir. Geymir bókin 35 ljóð. Hannes SigfUsson hefur veriö i fremstu röö islenskra ljóðskálda allt frá þvi hann gaf Ut fyrstu bók sina, Dymbilvöku, áriö 1949; var sU magnaöa og myrka bók mjög notuð til sóknar sem árása i deilum um nýja ljóð- list, þánefndan atómskáld- skap. Siðan hefur Hannes bættviðþrem ljóöabókum — hið siðasta þeirra, Jarteikn, kom út 1966. Hannes hefur og samið eina skáldsögu og gef- ið Ut mikið safn þýðinga á norrænum ljóðum. SKÁKÞÁTTUR Karl Marx tefldi líka og þoldi illa aö tapa Wilhelm Liebknecht (f. 1826 - d. 1900) var þýskur stjórnmála- maöur. Tók þátt i byltingarhreyf- ingum sem áttu sér staö 1848 og 1849. Fluttist til Sviss og þaðan til London eftir aö honum haföi veriö visaö úr landi. Var I vinfengi viö Marx og Engels. Ariö 1867 var hann ásamt August Bebel (fyrstur) kjörinn sem þingmaöur vinstri flokks i Þýskalandi. 1869 stofnaöi Liebknecht einnig ásamt Bebel Sósialdemókratiska verka- mannaflokkinn. Sonur hans var Karl Liebknecht sem mjög kom viö þýsk stjórnmál á fyrstu ára- tugum þessarar aldar og myrtur ásamt Rósu Luxemburg áriö 1919. Wilhelm Liebknecht segist svo frá þvi hve ástriðufullur skák- maður Karl Marx var i bók sinni: Minningar um Karl Marx. (Hann er að fjalla um London á sjötta áratug 19. aldar:) ,,1 byrjun sjötta áratugarins tefldum við flóttamennirnir i London mikið. Við höföum meiri tima og þrátt fyrir að (timinn) tirue is money — minna fé heldur en okkur þótti gott og undir leið- sögn Wolfs hins raða, sem hafði i Paris verið i hópi bestu skák- manna oghafði lesið sér töluvert til, var „iþrótt hinna vitru” dyggilega æfð. Oft voru haldin baráttu-mót. Sá sem tapaöi fékk heldur betur að heyra það. Meðan skákirnar stóðu yfir var reyndar einnig glatt á hjalla og stundum ærið hávaðasamt. Þegar Marx lenti i þrengingum varð hann ergilegur og þegar hann tapaði skák varö hann óður af bræði. 1 matar- og gistihúsinu i Gamla Comptonstræti, þar sem margir okkar bjuggu nokkuö lengi fyrir 3 shillinga og 6 pence á viku, var ævinlega hópur af Englendingum umhverfis okkur sem fylgdist af mikilli athygli meö okkur og skemmti sér að sjá þessa lifmiklu og ærslafengnu tilburði. Vöktu tveiriÞjóðverjar meiri eftirtekt en sex tylftir Englendinga. 1 Eng- iandi var skák mikið stunduð og ekki sist meðal verkamanna. Dag nokkurn tilkynnti Marx sigri hrósandi að hann hefði upp- fundið nýjan leik sem mundi leggja okkur alla að velli. Menn tóku áskoruninni. Og raunar vann hann okkur alla, hvern af öðrum. Smám saman lærðist manni þó af tapskákunum hvernig átti að vinna og tókst mér að máta Marx. Þá var orðiö mjög áliðið og hann heimtaöi æfareiður hefndir næsta morgun og þá i ibUÖ sinni. Klukkan ellefu — sem er mjög snemmt i London — var ég mættur. Marx fann ég samt ekki i herberginu en hans var von bráð- lega. Konu Marx var hvergi að sjá. Lenchen var ekkert allt of vingjarnleg á svip. Aður en ég gæti spurt hvort eitthvaö hefði komið fyrir, gekk „Márinn”, en svo var Marx stundum kallaður, inn, rétti mér höndina og náði strax i skákborðið. Og nU hófst orrustan, Marx hafði upphugsað betrumbætur á leik sinum um nóttina og ekki leið á löngu þar4til ég hafði ratað i ógöngur sem ég komst ekki Ur. Ég varð mát og Marx fagnaði — hann var aftur kominn i gott skap, pantaöi eitt- þvað að drekka og nokkrar' brauðsamlokur. Og ný orrusta upphófst...” (W. Liebknecht. Karl Marx' zum Gedá’chtnis. Ein Lebensabriss und Erinnerungen. Nlírnberg 1896 bls. 66 o. áfr.) Karl Marx var einnig góöur i byrjunum, einkum i kóngsganibit sem var i miklu aðhaldi á hans tið. Hann kunni góð skil á hinum ýmsu afbrigðum hans. Það sýnir eftirfarandi skák: Hvitt: Marx Svart: Meyer 1. e4 e5 2. f4 exf 3. Rf3 g5 4. Bc4 g4 5. 0-0 gxR 6. Dxf3 Df6 7. e5 Dxe5 8.d3 Bh6 9. Rc3 Re7 10. Bd2 Rb-C6 11. Ha-el Df5 12. Rd5 Kd8 13. Bc3 Hg8 14. Bf6 Bg5 15. Bxg5 Dxg5 16. Rxf4 Re5 17. De4 d6 18. h4 Dg4 19. Bxf7 Hf8 20. Bh5 Dg7 21. d4 R5-C6 22. c3 a5 23. Re6+ Bxe6 24. Hxf8 + Dxf8 25. Dxe6 Ha6 26. Hfl Dg7 27. Bg4 Rb8 28. Hf7 Gefið. Merkileg tilraun í barnaskóla: Þjóðfélagið reyndist allsherjar hneyksli! Stjónin var svo spillt að með eindæmum þótti. Seðlafölsun var algengt afbrot. Smáfyrirtæki lögðu upp laupana vegna mik- illar verðbólgu. Algengt var að múta opinberum starfsmönnum. í miðri ringulreiðinni hrifsaði ein- ræðisherra til sín völdin og kom á aftur „lögum og reglu" Allt þetta gerðist i barnaskóla — nánar tiltekið i tilraun einni sem gerð var á sjöttubekkingum i skóla einum i Kaliforniu. Kennarinn i bekknum George Muldron, leiðbeindi nemendum sinum við aö setja upp „gerfiriki” til að sýna þeim hvernig kapital- iskt lýðræðisriki starfar. Forseti var kosinn, embættismenn voru skipaðir, peningar prentaðir, lög voru skráð og fyrirtæki hófu rekstur. En nemendurnir stóðu hinum fullorðnu hvergi að baki i þvi að snúa á kerfið: þeir mUtuðu lögreglumönnúm, sviku banka og einn af ráðherrunum setti á stofn glæpahring til aö falsa seðla. Lögreglan, sem skirð var „Fegrunardeildin i anda 'Georges Orwells, tók fingraför af hverjum manni. Þegar kennarinn komst að þvi, hvernig nemendur hans hegöuðu sér, þreif hann i hár sér: Herra minn sæll og trUr, við erum búnir aö koma okkur upp Watergate! — og þar meö tók hann sig til og lýsti sjálfan sig einræðisherra. Allir nemendur hans nema fimm (af 27 i bekknum) höfðu tekið þátt i svinariinu. Þegar nemendurnir voru spurðir eftir á, hvað þeim hefði best likað viö tilraunina, þá nefndu þeir sérstaklega fjár- kUgun og peningafölsun. Sunnudagur 9. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 ÓDÝRAR * BÓKAHILLUR fáanlegar ú eik, furu og Louro Petr (dökkar) Stœrð: Hæð 190 ct Breidd 90 a Dýpt 26 cm Verð aðeins: Eik 36.700 Fura 39.500 Dökkar 48.200 Husgagnadeild J|1 Jón Loftsson hf. A A A A A T T'fflT i l.TT IM.I *•-> Mi,; OTl Hringbraut 121 Simi 10600 tf* k þrjár góóar 03 El^ctrolux /:S2r, Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæöi 2.0 rúmm/min.) Hún slckkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Ilregur snúruna inn i hjóliö. Vcgur aðeins 7 kg. og er mcö6 m. langa snúru. /:sor> Kraflmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregsl inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykiö dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500,- /:S02 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en meö góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Vcrð aðcins kr. 52.500.- Vörumarkaðurinohf. ÁRMULA 1A — SÍMI 86117

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.