Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júli J978 Krossgáta nr. 131 Stalirnir mynda islensk- orð eða mjög kunnugleg erlend heiti, hvort sem lesið er lárétt eða lððrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn viö lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið, og á þvi að vera næg hjálp, þvi að með þvi eru gefnirstafir i allmörgum öðrum orðum. Það eru þvi eðlilegustu Viíinubrcgðin aö setja þessa stafi hvern i sinn reit eftir þvi sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að i þessari krossgátu er geröur skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið i stað á og öfugt, VERÐLAUNAKROSSGÁTAN / 2 3 s 6 ? s 0? 8 T~ 8 8 /o II 12 <J> /3 IH /3 <?> II IS' 4 7 / )b ii 75“ T~ V )H ¥ 10 /? 7T~ W 20 J~ 9 V iH TT~ 20 V )to 2) 9 /t <? /? ID W~ <?> 20 b 9 /? 13 <? ? 75“ Ka lo H )S <J> 43 13 10 22 H 20 JO 20 8 7 <V H 22 w b 2o . T~ 7 2? 3 7 d /3 20 22 2Í 20 TT~ 13 T~ <? 2 5 ¥ ¥ V H T% 26' 2S ? 20 /3 20 2b )S <? 8 42 l? ¥ /3- ¥ /¥ / O <? /3 // 2? 2V )J <y 8 3 13 T~ V 20 13 1S <? H *S 2o 10 <? W~ 7 2¥ 22 7 d 13 ZH 7 <J> 9 // <? 8 20 $ y 8 20 /? )0 20 )b 47 H 27 V /3 u ÍS /7 i $ 7 S2. 13 2 L? TT~ S2 3 S2. 3o 1 A 2 A 3 B 4 O 5 Ð 6 E 7 E 8 F 9 G 10 H 11 1 12 i 13 1 14' K 15 L 16 M 17 N 18 O 19 O 20 P 21 R 22 S 23 T 24 IJ 25 IJ 25 V 27 X 28 V 29 Y 20 Þ 31 Æ 32 O 1 /7 !(p ii 13 Setjið rétta stafi i reitina neð- an við krossgátuna. Þeir mynda þá islenskt karimannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Siðumúla 6, Reykjavik, merkt „Krossgáta nr. 131”. Skilafrest- ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Verðlaun að þessu sinni eru bókin Tvær Bandingjasögur eft- ir JónDan. Bókin kom dt hjá Al- menna bókafélaginu sem bók mánaðarins i febrúar 1960. I bókinni eru tvær sögur, Nótt i blæng og Bréf að austan. Fyrri sagan er saga hins unga og óþreyjufulla Hrafns Ketilsson- ar. Hann er maður ásta og karl- mennsku en yfir honum hvilir skuggi hins nagandi gruns um nálægð dauðans. Aðalpersónan i siðari sögunni er Óli Finnur sem i uppeldinu er særður þvi sári sem aldrei grær. Hann berst ör- væntingarfullribaráttu fyrir lifi sinu og sinna en sviði hins gamla sárs ræöur geröum hans. A valdi tilfinninga sinna berst hann að feigðarósi. Verðlaun fyrir krossgatu nr. 127 Verðlaun fyrir krossgátu nr. 127 lilaut Kristján Brynjólfsson, Gnoðarvogi 48, Reykjavlk. Verðlaunin eru skáldsagan Arf- leifð skógarins eftir Sigurð Ró- bertsson. — L'ausnarorðið var SENEGAL Útvarp á morgun kl. 20.55: Menningar- dagar í Eyjum Annað kvöld kl. 20.55 er á dagskrá 55 minútna langur þáttur, „Maðurinn og hafið 78”, dagskrá frá menningardögum sjómanna og fiskvinnslufólks i Vestmannaeyjum um fyrri helgi. Umsjón. með þættinum hefur Ásta R. Jóhannesdóttir. Maðurinn og hafið 78 1 þættinum verður reynt að gera þeim málefnum skil, sem rædd voru á ráðstefnunni „Rétturinn til vinnu — gegn at- vinnuieysi — rétturinn til menn- ingarlifs.” Guðmundur Þ.B. Ólafsson bæjarfulltrúi segir frá niöurstöðum umræöuhóps, sem fjallaði um réttinn til vinnu — gegn atvinnuleysi. Sagöi hann i viðtali við Astu, að Norðurlanda- búar sem þátt tóku i ráöstefnunni hefðu viljað vita um ástæðuna fyrir hinum lágu atvinnuleysis- tölum hér á landi, og hefðu þeir skýrt frá stöðu þessara mála á Norðurlöndum. Vilborg Sigurðardóttir fyrrver- andi formaöur verkakvenna- félagsins Snótar i Vestmannaeyj- um og ólafia Siguröardóttir stjórnarmaður i Snót segja frá þvi helsta, sem fram kom I um- ræöunum um konuna og fisk- vinnslustörfin. Vilborg héit erindi um þetta efni á ráðstefnunni, og segir hún litillega frá þvi. Vilborg sagði m .a. aö þegar rætt var um skort á atvinnuöryggi fisk- vinnslukvenna og það aö hér á landi væru konur sendár heim þegar enginn afli bærist, heföu Norðurlandafulltrúarnir skýrt frá þvi, að þegar lftill afli bærist þar áland ynni verkafólkið við niður- lagningu á sild og hrognum, en þetta hráefni væri flutt inn til niðurlagningar frá Islandi, jafn- vel frá Vestmannaeyjum! Það er þvi sjálfsögö krafa, aö tslending- ar hætti aðflytja óunnið hráefni út úr landinu, meðan vinnuafl er fyrir hendi til aö vinna það hér heima. Rætt er viö Guömund Hall- varðsson stjórnarmann i Sjó- mannafélagi Reykjavikur um sjómennskuna i dag, rétt sjó- manna til menningarlifs og niður- stöður starfshóps sem ræddi um sjómennskuna undir heitinu „Hrafnistumenn”. Þá ræðir Ásta við Stefán ögmundsson formann MFA um réttinn til menningarllfs, en hann flutti mjög greinargott inngangs- erindi um þetta efni, og við Jón Kjartansson, formann fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna i Eyj- um, um markmið menningardag- anna. Auk þess verður reynt að gera dagskráratriðum hátiðarinnar nokkur skil, en þau voru mjög fjölbreytt. Siglt verður i Fjósin, fagran sjávarhelli i Stórhöfða. Ólafur Granz, skipstjóri á hrað- bátnum Bravó, lýsir leiðinni og segir frá ýmsu sem fyrir augu ber. Sönghópur frá Alþýðuleik- húsinu f lytur þrjú frumsamin lög úr dagskrá, sem samin var; sér- staklega fyrir þessa menningar- daga og nefndist Litil samantekt um mann og haf. Einnig kemur Nafnlausi sönghópurinn fram i þættinum. Dagskráin um menningardag- ana i Eyjum hefst eins og áður sagði kl. 20.55 annað kvöld. — eös Siglt i Fjós. Ólafur Granz segir frá, Ásta með hljóðnemann og Sigurður tæknimaður ,,á kafi” I græjun um. (Mynd: eös) t Vestmannaeyjum við gerð þáttarins um menningardagana I Eyjum, „Maðurinn og hafiö 78”. Þarna er Asta R. Jóhannesdóttir að ræöa viö Jón Kjartansson formann Verkalýösfélags Vestmannaeyja. Sigurð- ur Ingóifsson tæknimaður fyrir miðju. (Mynd: eös)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.