Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 7
Köstudagur 14. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Vitanlega hlýtur stjórnmálaflokkur ad taka mid af þvi í stjórnarmyndunarvidrædum hvern framgang baráttu- mál hans fá, en úrslitum hlýtur að ráða nidurstaðan i þeim málum sem eru örlagarikust, efnahagsmálunum Vésteinn ólason lektor STJÓRNARMYND- UNARVIÐRÆÐUR Er nokkuð á dagskrá þessa daga nema stjórnarmyndun? Hvarvetna þar sem tveir eða þrir koma saman er hún til umræöu. Viröist þó enginn vita hvaö er að gerast eöa hvert stefnir. Kannski eru þeir ekki miklu nær um niðurstööuna sem þó hafa setið á samninga- fundum til undirbúnings stjórnarmyndun. Þeirri skoöun heyrist fleygt að engan flokk muni nú langa I ríkisstjórn, nema Sjálfstæðis- flokkinn sem alltaf langi, af ólta við að stjórnaraöild muni þýöa fylgistap i næstu kosningum. Þetta væri ekki stórmannleg afstaða, ef rétt væri til getið, og naumast líkleg til að efla traust eða fylgi til langframa. Vita- skuld ætlast kjósendur til að kjörnir fulltrúar þeirra leggi sig alla fram um að eiga þátt i myndun rikisstjórnar þar sem sjónarmiö þeirra fái viðunandi framgang. Eins og málum er nú komið hljóta Alþýöubandalags- menn að spyrja hvort felenskir launþegar, og þa umfram allt hinn griðarstóri hópur lág- launafólks, hafi ráö á annarri rikisstjórn sem i grundvallar- atriðum fylgi sömu stefnu i kjara- og efnahagsmálum og sU sem nii er aö fara frá. Þeir hljóta lika að spyrja hvaða áhrif það muni hafa á stöðu þjóð- frelsis- og sjálfstæðismála ef haldið yrði áfram skulda- söfnunarstefnu fráfarandi stjórnar. Auövitaö hlýtur Alþýðubandalagiö aö leggja mikla áherslu á það i stjórnar- myndunarviöræðum að fá inn i málefnasamning ákvæði um brottför hersins en i endanlegri ákvörðunyrðivitaskuld aölita á það mál í samhengi við aöra valkosti sem fyrir hendi eru og þá ekki sist i sambandi við hin efnahagslegu sjálfstæðismál. Þjóð sem hefur glatað efna- hagslegu sjálfstæði sínu i hendur peningastofnana og fjármálavalds Vesturlanda munekkihafa mikið svigrúm til frjálsra ákvarðana um utan- rikismál sin, afstöðu til Nató og Bandarikjahers. Vitanlega hlýtur stjórnmálaflokkur aö taka miö af þvi i stjórnar- myndunarviðræðum hvern framgang baráttumál hans fá i heild sinni en Urslitum hlýtur aö ráða niðurstaða i þeim málum sem nú eru örlagaríkust, efna- hagsmálunum. Kosninga- baráttan var framar ööru háð til að hnekkja stefnu fráfarandi stjórnar i þeim málum og hUn yrði marklltil ef ekki yröi reynt að fylgja unnum sigri eftir. A þá Alþýðubandalagið að reyna að komast I rikisstjorn hvað sem það kostar til að geta verið með i ráðum um stjórn efnahagsmála? Auðvitað ekki. Vitaö er að ýmis stjórnmálaöfl vilja ólm fá Alþýðubandalagiö með i rikisstjórn i von um aö fylgismenn þess i verkalýös- hreyfingunni yröu þá fáanlegir til að una viö ráöstafanir af hefðbundnu tagi sem færðu launþegum kjaraskerðingar dn þess að bjarga nokkru i efna- hagsmálum nema i fáar vikur. Alþýðubandalagiö á ekkert erindi i ríkisstjórn sem reynir að hamla gegn veröbólgu og afleiðingum hennar meö launa- pólitik eina að vopni (og bætti áreiðanlega litið Ur skak þótt sú rikisstjórn tæki upp þá vaxta- pólitDt sem formaöur Alþýöu- bandalagsins boöaöi i sjónvarpi skömmu fyrir kosningar). Þjóöin er farin að þekkja lyktina af þeim efnahags- ráðstöfunum sem engu likjast meira en þvi gamla bragöi aö pissa i skóinn sinn til að hlýja sér á tánum. Alþýöubandalagið hlýtur að gera kröfur um miklu róttækari uppstokkun á efnahagslifinu, uppstokkun sem veröur að koma alvarlega við gróðamögu- leika i innflutningi, þjónustu og milliiiðastarfsemi hvers konar. Þetta getur auðvitað ekki orðið nema slátrað verði ýmsum heil- ögum kúm frjálshyggjunnar sem ihaldið (og reyndar að vissu marki kratar) hafa hampað mjög um skeiö, og vel getur verið að vinstri menn eigi lfka eitthvað af slikum naut- peningi sem yröi að slátra eöa amk. taka úr umferö um stundarsakir. Mérþykir óliklegt aðverulegumárangri verði náö i baráttu við veröbólgu og skuldir nema meö ráöstöfunum sem hafi þaö i för meö sér að sá hluti launþega sem betur er staddur gefi eitthvaö eftir af kröfum sem við eölilegar aöstæöur mætti kalla sjálf- sagðar. En þvi fæst auövitað aldrei framgengt i friöi nema jafnframt komi til vissa um aö breiöu bökin veröi ldtin bera mestan þunga. Telja veröur afar litlar likur til að rikisstjórn sem Sjálfstæöisflokkurinn á aðild að mundi framfylgja slikri stefnu. Þess vegna hljóta Alþýöubandalagsmenn aö fagna þvi frumkvæöi sem flokkurinn hefur haft um að draga Fram- sóknarflokkinn inn í þær undir- búningsviðræðursem fram hafa farið undanfarna daga, þótt sjálfsagt sé aö stilla bjartsyni i hóf. Myndir og tónar í Gallerí Suöurgötu Laugardaginn 15. júli n.k. kl. 4 opnar i Galleri Suðurgötu 7 sýn- ing á verkum listamannsins Peter Schmidt. Er sýningin hing- að komin frá Paris, en var upphaflega i London. Peter Schmidt er fæddur 1 Berlin 1931, en býr og starfar i Bretlandi. Hann nam myndlist við „The Goldsmith's college of Art" og „The Slade school of Fine Art" til ársins 1957. Hann hefur spannað mjög mörg svið á lista- mannsferli sinum, og fengist ma. við kvikmyndun, tónlist, ljósasýningar, graflk og bóka- gerð, en seinustu árin hefur hann helgað sig vatnslitatækninni, og má sjá afrakstur þess á þessari sýningu. Meðan á sýningunni stendur verða leikin af segulbandi 2 verk eftir tónlistarmanninn Brian Eno, en þeir Peter Schmidt hafa haft með sér samstarf siðastliðin ár, og hafa sameiginlegan áhuga á „hinu lágværa og yfirlætislausa" eins og segir i fréttatilkynningu frá Gallerii Suðurgötu 7. Eno er fæddur Breti 1948, og hefur komið viða við i tónlistarheiminum. Hann hefur gefið Ut 7 eigin hljómplötur frá 1973, og er stofn- andi hljómplötuútgáfunnar „Obscure", sem hefur það markmið að kynna tilraunatónlist nýrrar kynslóðar breskra tónlistarmanna. Peter Schmidt mun dveljast hér meðan á sýningunni stendur, en hún verður opin daglega frá 4-10virkadaga og 2-10um helgar, fram til 30. þessa mánaðar. Handprjónasambandíð opnar njja verslun - Fagranesið við bryggju á lsafirfti. (Ljósm. Haukur Bjarnason). Hornstrandaferð meö Fagranesinu Undanfarin ár hefur Ferða- félag íslands efnt til ferða um Hornstrandir og hafa þær notið sfvaxandi vinsælda. Laugardaginn 7. júlí sl. fór um 100 manna liopur á vegum félags- ins á þessar slóðir. Var lagt af stað frá Isafirði með m.s. Fagra- nesi og siglt alla leið til Furu- fjaröar. Þar fóru þeir i land sem ætluðu að ganga þaðan til Horn- vikur. Aðrir þatttakendur ferðar- innar stigu á land i Hornvik eða Aðalvik og þar dvelja þeir I tjald- búðum þessa viku. Munu þeir fara daglega stuttar gönguferðir á þá staði I nágrenninu, sem þekktastir eru og merkastir. N.k. laugardag, 14. júli fer Framhald á 14. slðu stefnt er á útflutning Fyrir nokkru síðan opn- aöi Handpt jonasambandiö nýja verslun aö Klappar- stíg 25-27/ á Horni Klappar- stígs og Hverf isgötu. Áður hefur félagið starfrækt verslun að Skólavörðustíg 19. Hin nýja verslun er í af- skaplega rúmgóðu hús- næði/ auk þess sem góður kjallari fylgir, og er ætlun- in að nýta hann f yrir pökk- un á útflutningsvörum/ en sambandið stefnir að því að hef ja útf lutning um leið og nauðsynlegum undir- búningi er lokið. Auk þess hefur Handprjóna- sambandið látið gera sölubæk - ling, sem sendur verður viðskipta vinum erlendis, og I bigerð er að útbúa annan bækling, sem yrði nokkurs konar kynningarbæk - língur fyrir sjálft sambandið. A seinasta aðalfundi var mikill hugur í prjónakonum, en nú eru i félaginu konur frá öllum lands- hornum, og hafa þegar vel á 6. hundrað félaga staðið full skil. Ennfremur kom fram, að allir að- ilar, sem þær hefðu leitað til um fyrirgreiðslu, hefðu tekið fjarska vell það, og nyti málstaður þeirra greinilega mikils skilnings viðast hvar. Hin nýja verslun Handprjóna- sambandsins verður opin á venjulegum verslunartima, og eru menn hér með hvattir að lita þar við og verða sér úti um hlýjar og vandaðar peysur fyrir ferðalög og vetrartima. jSj.- m Þetta er merki handprjónasam- bandsins, sem þaft hefur nýlega látið gera. Áuglýsingasiminn er S1333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.