Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júli 1978 Föstudagur 14. jiili 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Blaöamaöur og ljósmyndari Þjóðviljans brugðu sér i bæjar- ferðá dögunum I leit að skólafólki i vinnu. Var hvarvetna fjöldi mannsvið vinnu, margtskólafólk á öllum aldri. Fyrst varlitið við í Hljómskála- garðinum, þar sem Vinnuskóli Reykjavikurborgar starfrækir hluta af vinnuskóla sinum. Þar voru meðal annarra nokkrir hressir strákar, sem röðuðu sér upp fyrir framan Ijósmyndarann, um leið og þeir greindu frá þvi, að þeir hefðu 345,- krónur á timann. Jafnframt vildu þeir, að komið yrði tU skila, að kaupið hjá Vinnu- skólanum mætti gjarnan hækka. Vinnuskólinn er nú starfræktur i aðeins tvo mónuði á sumri, en krakkarnir i Hljómskálagarðin- um hafa yfirleitt haldiö vinnu sinni eitthvað lengri tlma, þvi þetta er stór garður og krefst mikils viöhalds á sumri hverju. 1 Hljómskálagarðinum starfa að staðaldri milli 30 og 40 piltar og stúlkur á aldrinum 14-15 ára. A aöalpóststofunni i Reykjavlk hittum viö 'fyrst fyrir Magn- ús Ingvar Torfason, póstaf- greiðslumann I sumar, en á vet- urna stundar hann Menntaskól- ann við Sund. Þetta er hans fyrsta sumar á póstinum, og var hann ánægður með starfiö þar. Hann kvaðst geta haft rúmar 300.000 krónur á mánuöi, en launin fyrir átta stunda vinnudaginn voru þó ekki nema 137.000. Ofanáleggið fæstmeð vaktaálagi ogyfirvinnu, og sagði Magnús að hann ynni vanalega 12 tima á dag. Eins kvaöst Magnús verða var viö svona almennt, að stúlkurnar væru yfirleitt I störfum er lægra væru launuð. Sigrún Maria Ingjaldsdóttir flokkar bréf annað sumariö i röð. Hún vinnur rúmar 12 stundir á dag og hefur uppúr þvi svipaö kaup og Magnús, en fastakaup þeirra er hiö sama. Hún segir iaunin nægja fyrir bókum á haustin, en hún lauk prófi frá verslunarbraut Fjölbrautaskól- ans I Breiöholti i vor, og svo entist þetta eitthvaö fram á veturinn. Sigrún sagði, aö hún ynni llka um jóiin á póstinum, en það gerði þó gæfumuninn að búa I foreldra- húsum. Hún er ekki ráðin i hvað rabbað við skólafólk á ýmsum vinnustöðum gera skuli næsta vetur, en hyggur llklega helst á stúdentsprófið. Sigrúnu likar vinnan á póstinum vel, og segir vinnufélagana besta fólk. A höfninni var ys og þys, og þar var Jón Þorkelsson að ljúka við að afferma vörubil, en hann vinn- ur á lyftara. A veturna stundar hann nám viö Flensborgarskóla en þetta er annað sumarið hans hjá Eimskip. Hann sagðist hafa um 50.000 krónur fyrir 60 tima vinnu á viku, og væri það sist of mikið, þetta værifarið að þynnast verulega þegar á liði veturinn. Vinnan hér er ágæt, og ég vinn með þrælfinu fólki, sagði Jón um leið og hann kvaddi okkar. Og lauk hér bæjarferð. Þessir fegra Hljómskálagarðinn. Frá vinstri talið: Karl Jónas, Þorsteinn, Óli, Jói, Reynir, Jón, Gaui og Orri. Það gUdir að safna í vetrarsjóð I laufskrúði trjánna mátti sjá glaðlynda krakka snyrta og fegra i vinnuskólanum. Allar myndirnar tók Kik. Sigrún Maria Ingjaldsdóttir flokkar bréfin á pósthúsinu ásamt fjölda annarra 12 tima á dag. Magnús Ingvar Torfason starfar við póstboxin, og er þvf stundum nefndur „boxari”. Þessi litia stytta stendur á stalli I Hljómskálagarðinum ómerkt með öllu, svo vonlaust er að vita hver skóp hana eða hvað hún heitir. Hér má úr bæta. Jón Þorkelsson undir stýri á lyftaranum: Ekki veitir af kaupinu Fjölmennur hópur láglaunaðra krakka framkvæmdu ágætlega heppnaðar aðgerðir I gær. Hér sést framan á gönguna á ieið frá Guðrúnu Helgadóttur borgarfulltrúa til Hafliða Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavikurborgar. Sjá nánar á bls. 9 Meiri vinnu — meira kaup! — velheppnaðar mótmælaaðgerðir krakka í vinnuskóla Reykjavíkurborgar I gær lögðu krakkarnir, sem vinna við gróðursetningu og fleira I Heiðmörk á vegum Reykjavik- urborgar, niður vinnu og héldu á fund ýmissa forsvarsmanna borgarinnar til að leggja fram kröfur sinar um hærra kaup og meiri vinnu i ágústmánuði. Þarf vart að taka fram, að hér er um mikið hagsmunamál þessara krakka að ræða, en kaup þeirra nemur nú kr. 345.- á timann fyrir eldri aldursflokkinn, en 305.- krónum á klst. fyrir þann yngri. Þetta eru krakkar á aldrinum 14-15 ára, sem stunda skóla á veturna, en samkvæmt upp- lýsingum sem blm. afiaði sér, nemur kaup hinna eldri rúmum 100.000 yfir sumarið, en hinna yngri um 60.000.- Og kom fram hjá þeim sumum, sem rætt var við I gær, að þau geta áætlaö um 60.000.-krónum tilkaupa á skóla- bókum og klæönaöi þegar haust- ar. Um morguninnvarhaldið niöur á Borgarskrifstofur i Pósthús- stræti og þar ma. rætt við Gunn- laug Pétursson, borgarstjóra. Hann sagöi. að ekki væru til peningar hjá borginni, en hann lofaði að athuga máliö. Eins ræddu þau við Björgvin Guö- mundsson borgarráðsmann, sem lofaöi þeim stuðningi sinum. Hann ætlaöi aö beita sér fyrir að einhverju yrði bætt á kaupið þeirra. Þessu næst var haldið 1 Trygg- ingastofnun rikisins og héldu full- trúar hópsins á fund Guðrúnar Helgadóttir borgarfulltrúa. Hún iofaði að taka málið upp fyrir þau við Sigurjón Pétursson, forseta borgarstjórnar, og hét þeim jafn- framt öllum mögulegum stuðn- ingi. Má þvi með sanni segja, að krakkarnir i vinnuskólanum hafi staðið sig með ágætum. En að lokum var haldiö á fund Hafliða Jónssonar garðyrkju- stjóra Reykjavikurborgar, og var þar annað uppi á teningnum. Fulltrúar hópsins báru upp þá krófu sina, að þau vildu hærra kaup, og fengu það svar, að þau hefðu alveg nóg kaup. Þegar Hafliöi fékk það svar, að krakk- arnir i Vinnuskóla Kópavogs hefðu hærri laun fyrir sömu vinni, svaraði hann þvi tii, að foreldrar Kópavogskrakkanna virtust vera bara svona betur stæö og gætu borgaö hærri skatta. Þegar full- trúar hópsins, spurðu, hvort Haf- liði gæti bent þeim á einhvern annan til að tala við kom svarið: „Nei, ég ætla ekki aö egna ykkur á neinn annan!” með þá makalausu fullyröingu, að reyndar væri nú hægt,að nota ákveðin eiturefni i staö þeirrar vinnu sem þau inntu af hendi! Hann átti hins vegar engin svör við þvl, hvort eiturefnin ágætu Eftir nokkurt þóf, kom Hafliöi gætu gróðursett plöntur, málað leiktæki, rakaö og innt önnur nýt störf af hendi. Eftir aö hópurinn var farínn, staldraði blm. Þjóöviljans við, og lét Hafliöi þá þessi orð falia: „Þaö þýðir ekkertað vera aö rök- ræða við þessa krakka! ” Slíkt til- svar skýrir sig sjálft, eða hvaö? Beöið fyrir utan Skúiatún 2, meðan fulltrúar hópsins héldu á fund Haf- liöa. Og hér ræða fulltrúar krakkanna I Vinnuskóia Reykjavlkur við Hafliða. Ljósmyndir tók —eik-.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.