Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. ágiíst 1978 lafnrétti misrétti Annar hluti útvarpsermdis dr. Gunnlaugs Þórðarsonar: Fyrir nokkru ræddi ég hér i út- varpi um launamisréttið af þvi tilefni að nýlega var genginn hæstaréttardómur i fyrsta launa- jafnréttismálinu, sem komið hef- ur fyrir islenska dómstóla. 1 svo stuttu erindi var auðvitað ekki viðlit að fjalla um allt það, sem þe ssi dómur gaf tilefni til. Hitt er staðreynd, að launamisréttið eða e.t.v. öllu fremur stöðumisréttið er mjög almennt i okkar velferð- arþjóðfélagi. Kinkum I bönkum og stjórnarráöi og opinberum skrifstofum. Þar er það fátitt að konur skipi hæstu launaflokk- ana, en karlmenn eru þar i yfir- gnæfandi meirihluta. Aftur á móti eru konur nær eingöngu i lægstu launaflokkunum. Þótt freistandi væri að fjalla frekar um launamisrétti eða möguleika á launajöfnun, þá verður ekki af þvi i þetta sinn, heldur farið nokkrum orðum um misrétti kynjanna á öðrum sviö- um og misrétti milli kynsystra. Misréttið er á svo mörgum svið- um hjá okkur og er það ærið um- hugsunarefni á timum, þegar hæst er talað um jafnrétti, eins og var fyrir siðustu þingkosningar. Nú einmitt að nýloknum kosn- ingum er full ástæða til að gefa gaum aö jafnrétti kynjanna á stjórnmálasviðinu, hvernig það sé i reynd. Barátta fyrir lýöræöi Áður en það skal gert þykir mér eftir atvikum rétt að skýra frá persónulegri reynslu minni af þvi að reyna að koma á auknu jafn- rétti og lýðræði i einum stjórn- málaflokki sem ég var félagi i um 20 ára skeið og meira en helming þess tima átti ég sæti i miðstjórn hans, þótt seta min þar væri æði slitrótt, eins og mér persónulega finnst eðlilegt.þótt aðrir kunni að fyrtast við að falla við kjör i mið- stjórn eftir nokkurra ára setu i flokksforustu. Fyrsta fall mitt úr miðstjórn þessa flokks var þegar ég beitti mér íyrir þvi að i kjöri til miöstjórnar skyldu nöfn allra þeirra manna sem stungið væri upp á standa i stafrófsröð á kjörseðlinum, en ekki aðeins höfð nöfn þeirra, sem svokölluð nefnda-nefnd styngi upp á, þ.e. samkvæmt ábendingum tveggjá eða þriggja manna i forustunni, en þar komu yfirleitt helst til greina þeir, sem höfðu átt sæti i miðstjórn áöur. Þannig haföi þessu verið hagað áratugum saman; nöfn þeirra væru vélrituð á efri helming kjörseðilsins, en á neðri helminginn skyldu menn rita nöfn þeirra, sem þeir vildu kjósa úr hópi þeirra, sem aðrir höfðu stungið upp á. Þetta hafði haft þá þýðingu að þeir, sem höfðu haft nöfn sin rituð á kjör- seðilinn voru nær eingöngu kosn- ir, svo miðstjórnin hélst á sinn hátt örugglega i höndum þeirra 3ja manna er áður greinir. Þvi auövitað gátu kunnugir þekkt rit- hönd flestra manna, sem kusu, ef þeir kærðu sig um. — Þetta var að minum dómi ekki þeir lýðræðis- hættir, sem ég hafði vænst og ekki eins og vera bar, enda fékkst þessu breytt á umræddu flokks- þingi, þannig að nöfn allra þeirra, sem voru i kjöri voru vélrituð i stafrófsröð á kjörseðlinum. — Nú hefur sami flokkur tekið upp próf- kjör, aö visu svokallað opiö próf- kjör, sem hefur sina kosti og galla, svo sem reynslan hefur sýnt. Baráttumaðurinn fyrir þeim breytingum er áður getur féll sem fyrr segir i það sinnið úr miðstjórn umrædds flokks, hvort sem ætla mátti að það hafi verið refsing eða ekki. Konur í öðru hverju sæti Sams konar barátta fyrir auknu lýðræði og jafnrétti hafði önnur endalok 4 árum siðar eða árið 1958, er ég geröi að tillögu minni að konur skyldu skipa annað hvert sæti á öllum framboðslist- um flokksins og enginn skýldi vera þingmaður i sama kjördæmi lengur en 12 ár óslitið. — Þetta voru vissulega lýðræðislegar hugmyndir, en fundu samt ekki náð nema hjá tiltölulega fáum fulltrúum á flokksþinginu. Hins vegar endurtók sagan sig á þann hátt að tillögumaður náði ekki endurkjöri i miðstjórn i það skipt- ið. Hugsanlega af sömu ástæðum og fjórum árum áður. 1 útvarpserindi i ársbyrjun 1975 voru þessar hugmyndir minar itrekaðar, en á þá lund, að leidd skyldu i lög, þ.e. sett i stjórnar- skrána, ákvæði i þvi skyni að tryggja betur stjórnmálalegt lýð- ræði og jafnrétti kynjanna.sem sé þau ákvæði er lögbyðu að konur skyldu skipa annað hvert sæti á öllum framboðslistum stjórn- málaflokkanna og jafnframt ákvæði til þess að sporna viö ævi- setu manna á þingi. Mönnum kann aö þykja það vera merkilegt afrek hjá einum manni aö sitja t.d. um 40 ár á þingi sleitulaust — en að minu mati er það tilræöi við lýðræðiö og ekki réttur skilning- ur á lýðræöinu að halda heilli kynslóö i burtu meö þrásetu sinni. Hugsanlegt væri aö slikur þing- maður hefði ekki flutt eina ein- ustu tillögu sjálfur til þjóöarheilla og jafnvel varla tekið til máls. má jafnan ganga úr skugga um þetta við athugun á þingtiðindum, eða lýst skoðunum sinum á mál- um. Nei.alþingismaður, sem ekk- ert hefur látið að sér kveöa á þingi i 12 ár á ekkert erindi þang- að aftur — hins vegar eru til und- antekningar frá öllu, og ef þing- maður er i bili ómissandi að mati flokksmanna, þá væri einfaldlega sá möguleiki til lausnar vandan- um að bjóöa hann fram i öðru kiördæmi. Konur á Noröurlandaþing- um En hverfum frá þessu og látum okkur aðeins skoöa hvernig hið stjórnmálalega jafnrétti er i reynd hjá bræöraþjóöum okkar á Noröurlöndum, áöur en viö litum á hið nýkjörna Alþingi Islendinga og hver hlutur kvenna er þar. A danska þjóðþinginu eiga 28 konur sæti, af 179 þingsætum. Um helmingur þeirra er i danska jafnaðarmannaflokknum, en hin- ar i öörum flokkum. Þannig skipa konur nærri 16 af hundraöi af þingsætum danska Þjóðþingsins. Af 155 þingmönnum norska Stór þingsins eru 38 konur. Þar af eru 22 i jafnaöarmannaflokknum eöa verkamannaflokknum norska eða næstum 2/3 hlutar kvennanna á þinginu. Nærri fjóröungur norsku þingmannanna i dag eru konur eða 24%. Af 340 þingsætum sænska Rikisdagsins skipa konur 80 þingsæti eöa hlutfallslega aöeins færri en i Noregi eða um 23 af hundraði þingmannanna sænsku. Skiptast þær nær að jöfnu milli jafnaðarmannaflokksins og annarra þingflokka. Þvi má bæta við, að við siöustu kosningar hjá frændþjóöum okkar voru að sjálf- sögöu talsvert fieiri konur i kjöri en náðu kosningu. Við lauslega athugun séstað þær pru um 40% i sætum ofarlega á listum i Noregi og Sviþjóð, en um 35% i Dan- mörk. Mér hefur hér öðru fremur orðið tiörætt um jafnaðarmanna- flokkana, en það stafar af þvi, að þeir eiga það sammerkt aö telja sig öðrum flokkum fremur berj- ast fyrir jafnrétti og lýðræði. Ungu stjórnmálamennirn- ir vilja vera einir um hit- una Freistandi hefði verið að athuga fyrst hvernig útkoman yrði að þessu leyti, ef kynjaskipt- ingin yrði athuguð miðað við úr- slit i siðustu sveitarstjórnarkosn- ingum, en hér verður aö þessu sinni látið nægja að fjalla um nið- urstöður að þessu leyti miðað viö siðustu alþingiskosningar. En áð- ur en það skal gert, þykir mér rétt til gamans að rifja hér upp svip- myndir úr dagskrárliö i sjónvarpi frá s.l. vetri, þar sem forystu- menn yngri manpa i stjórnmála- flokkunum gerðu grein fyrir til- lögum i þá átt að reyna að gera kosningar manna til Alþingis persónulegri en ella. Þáttur þessi var að sinu leyti mjög athyglis- verður, fyrir þá sök, að i þeim dæmum, sem sýnd voru, komu hvergi fram nöfn kvenna,heldur einungis karla. Sem sé engum af þessum ungu mönnum datt i hug, að neinn kvenmaður kæmi til greina til þess aö taka sæti á þingi. — 1 þessari svipmynd kristallast uppeldisáhrif genginn- ar kynslóðar. Konur koma ekki til greina-, þær eru annars flokks þjóöfélagsþegnar. Hlutur kvenna slæmur hér á landi Skal nú skoðaö hvernig stjórn- málalega jafnréttinu er varið hjá stórnmálaflokkunum okkar. Fyrst skal athuguð staðan hjá litla bróður jafnaðaramnnaflokk- anna á Norðurlöndum, Alþýðu- flokknum. Þar verður útkoman all-iskyggileg. Þar má segja að engin kona virtist vera örugg um að ná kjördæmakosningu, ein virtist koma til greina sem upp- bótarþingmaöur. Urslit uröu hins vegar þau, sem öllum kom m jög á óvart, að kona þessi náði þvi að verða kjördæmiskosin og er hún fyrsta kjördæmiskosna konan, sem Alþýðuflokkurinn hefur átt á þingi, lika eina konan, sem var i kjori i einu af fimm efstu sætun- um á framboðslista flokksins i höfuðborginni, og þegar eru talin með þrjú efstu sætin i öllum öðrum kjördæmum á landinu, sem sagt einfaldlega aðeins ein kona skipaöi þessi þýðingarmestu sæti á framboðslistum Alþýðu- flokksins við siðustu kosningar. Aftur á móti er útkoman hjá Alþýðubandalaginu þó nokkuð betri, að þvi leyti að þar var sá munur, að öruggt var talið, aö kona myndi ná kjördæmiskosn- ingu, svo sem raun varð á. Af fimm efstu sætunum i Reykjavik og þrem efstu sætum á framboðs- listum Alþýðubandalagsins á öllu landinu skipa þrjár konur sæti og er það tiltölulega betra en hjá hinum stjórnmálaflokkunum, sem fengu þingmenn kjörna. Hjá Sjálfstæðisflokknum skipa tvær konur tilsvarandi sæti og var önn- ur þeirra i öruggu sæti, en hin haföi verið uppbótarþingmaður en náði nú ekki kosningu, sem er illa farið út frá jafnréttissjónar- miði. Hjá Framsóknarflokknum voru tvær konur i kjöri i tilsvar- andi sætum, en hvorug haföi von um að ná kosningu, hvað þá held- ur uppbótarþingsæti eöa vara- þingmannssæti, sem gæti leitt til þingsetu. Við athugun á þvi hvar konur voru helst i framboöi og hvernig þær skiptast milli kjör- dæma, kemur i ljós aö i tveimur kjördæmum eru engar konur i kjöri i umræddum sætum, en það er i Noröurlandi vestra og á Suð- urlandi. Hins vegar eru flestar konur i kjöri á höfuðborgarsvæöinu, enda fléstir kjördæmakosnir þingmenn þar. Ef við litum á hvernig þetta horfði við eftir næst siöustu alþingiskosningar, þá kemur i ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn haföi sýnt konum hvað mest traust, þvi þá átti hann tvær kon- ur á þingi og stundum fleiri vegna setu varaþingmanna. Alþýðu- bandalagið átti eina konu á þingi og að auki aðra, sem um langt skeið sat á þingi vegna veikinda ’Hafið þið hcyrt um hjónin sem máluðu húsiÖ siu meÖHRAUNl fýrii Iðánun, os ætla nú að endurmála það í sumat bata til að breyla um lil," rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUI málninghlf Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftirað HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.