Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 13. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 17 sjilkrahúsbyggingarinnar. Þar hittí blaöamaöur þrjár systur, sem sjá um rekstur prentsmiöj- unnar. Þær eru frá þremur þjóöum.systir Rosaer frá Belg- iu, systir Petra er frá Hollandi og systir Lucileer frá Kanada. Þæreiga þóekki ineinum erfiö- leikum aö skilja hverja aöra, þar sem þær tala allar frönsku. Þær eru einnig altalandi á is- lensku nema systir Lucile, sem er tiltölulega nýkomin til Is- lands. Blaöamann rak i rogastans þegar hann kom inn i prent- smiðjuna og hélt aö hann væri kominn inn á prentvélasafn eöa eitthvað þviumlikt, þvi annaö eins hreinlæti i prentsmiöjusal hefur undirritaöur aldrei séö. Allar vélar voru eins og spánýj- ar og ónotaöar, þótt margar þeirra væru talsvert komnar til ára sinna. Þarna var m.a. prentvél frá upphafi prent- smiöjunnar 1953, sem þá var keypt notuö. 1 dag er hún i full- um gangi og er eins og nýkomin út úr framleiösluverksmiöjunni. Undrun blaöamanns jókst enn, þegar hann heyrði ftigla- söngi prentsmiöjunni. Viö nán- ari athugun kom i ljós, að syst- urnareru þarna meö páfagauka i búrum, enda var lærifaöir þeirra og dýrlingur, heilagur Fransiskus frá Assisi, mikill fuglavinur. Eina kaþóiska prent- smiðjan Systir Rosa útskýröi fyrir blaöamanni aö allir hlutir ent- ust betur og skiluöu betri ár- angri ef þeir fengju góöa meö- höndlun. Systirin talar af reynslu þvi hún hefur fengist viö prentun frá blautu barnsbeini. Faöir hennar var frægur skrautprentari i Belgiu og vann hún jafnan meö föður sinum i prentsmiöjunni, þegar hún var ung.og hélst prentsmiðjan i ætt- inni eftir að faöir hennar lést, þvi systir hennar giftist prent- ara, sem tók viö af tengdafööur sinum. Systir Rosa kom hins vegar hingaö til lands áriö 1952 og hleypti prentsmiöju systr- anna af stokkunum ári siöar. Prentsmiöjan prentar nær eingöngu kaþólsk kirkjurit og bæklinga fyrir kaþólska söfnuö- inn á Islandi, en hefur einnig tekið aö sér minni háttar prent- un fyrir bæjarbúa i Stykkis- hólmi. 011 prentun fer fram i blýi, og þegar blaðamaöur spuröi þær systur, hvort þær heföu ekki i hyggju aö fylgja þróun timans og snúa sér aö off- setprentun, fussuöu þær og sögöust ánægöar meö prent- smiöjuna i núverandi horfi. Þaö veröur heldur ekki annaö sagt um systurnar en að þær kunni aö meöhöndla vélar sinar, og þorir blaöamaöur aö leggja höf- uö sitt aö veöi, aö snyrtilegri og hreinlegri prentsmiöja fýrir- finnst ekki á tslandi. Myndir og texti: IM Systumar í Stykkishólmi sóttar heim Ein systranna aö störfum I rannsóknarstofu spltalans urnar væru 15 talsins, og kæmu ellefu þeirra frá Belgiu, þrjár frá Hollandi og ein frá Kanada. Tala systranna ‘hefur lltiö breyst gegnum árin, þött starfsemin hafi stöðugt aukist. Sjálf sagöist systir Renée hafa dvalist i 21 ár á Islandi, enda talaöi hún islensku reiprenn- andi. Hún sagöist kunna mjög vel viö sig á Islandi og fannst einstaklega gott og þægilegt aö umgangast Islendinga. Hún undirstrikaöi einnig, hve ánægö hún værimeð islenska starfsliö- iö á spitalanum, en þar vinna tæplega 40 Islendingar. Auk þess starfa tveir eöa þrir viö barnaheimiliö og leikskólann. Hreinlegasta prent- smiðja landsins. Nunnurnar starfrækja einnig prentsmiöju i Stykkishólmi og er hún til húsa á fyrstu hæð Séö inn i eitt herbergja leikskólans Systurnar á bæn I klausturskapellunni. Þrjár nunnureglur eru starf- andi á tslandi, St. Jðsefs-reglan I Reykjavik, Karmel-reglan I Hafnarfiröi og Fransiskusar- systur i Stykkishólmi. Blaöa- maöur Þjóöviljans áttí nýlega leiö um Stykkishólm og kom þá viö i nunn uklaustrinu og forvitn- aöist um starfsemi systranna. Systir Renée Lonton er prior- inna klaustursins og leysti hún greiölega úr spurningum blaöa- manns. Sagði hún, aö sjúkra- húsiö heföi verið reist áriö 1935, en fýrstu nunnurnar höfðu kom- iö ári áöur, en fengu ekki leyfi aö reisa sjúkrahúsiö, fyrr en Priorinna klaustursins, systir Renée Lonton. þær höfðu lært viöunandi is- lensku. Nú væru 30 sjúklingar á spitalanum auk 10 geösjúklinga frá Kleppsspitala i Reykjavik. Systir Renée kvaö þaö vera mikiö kappsmál systranna aö reisa heilsugæslustöö viö spital- ann til aö veita betri sjúkra- þjónustu, og væri þá m.a. ráö- gert, aö héraöslæknir heföi þar aösetur. Fransiskusarsystur hafa starfrækt leikskóla i Stykkis- hólmi siöan 1958 og er þaö sá eini sem starfandi er i bænum. Þarna hafa veriö i vetur um 80 börnáaldrinum 2-6ára. Þá hafa nunnurnar einnig starfrækt barnaheimili á sumrin og hafa börn dvaliö þar mánaöarlangt ogkomiö úr öllum landshlutum. Aðallega hafa þó börnin veriö úr Reykjavik og eftirspurnin svo mikil, aö þessi 40 pláss hafa engan veginn hrokkiö til. Systir Renée sagöi, aö nunn- Systir Petra og systir Rosa I prentsmiöju klaustursins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.