Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. ágiíst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir ÍFLATEY A bryggjunni i Flatey. Baldur er aö leggjast upp aö. Hann kemur tvisvar i viku. A mánudögum og föstu- dögum. i sumar var ég i Flatey i tvær vikur. Ég var aö passa lítinn strak sem heitir Ragnar isleifur. Nína og Bragi# pabbi hans og mamma, eiga lítið hús i Flatey. Þegar við komum að Flatey var margt á bryggjunni, allir íbúar eyjarinnar. Þegar bátur- inn kemur og fer safnast allir saman niður á bryggju. Þegar við komum í land var ég hálf vönkuð eftir ferðina með bátnum. Ég var lika óróleg. Þetta var svo ólíkt þvi sem ég er vön, en ég róaðist alveg þegar ég sá fólkið. Það var svo vinalegt og rólegt. Allir höfðu eitt- hvert erindi á bryggjuna. Sumir voru að taka á móti gestum og kunningjum, aðrir voru að ná i kostinn sinn frá kaupfélaginu í Stykkishólmi, því það er engin verslun i Flatey. Allir þurfa að panta gegnum símstöðina, og enn aðrir komu til þess að fylgjast með lifi og hreyfingu á bryggjunni. í Flatey tekur maður mikið meira eftir lífinu í kringum sig, til dæmis dýralífinu. Þegar maður gengur niður á Skúlagötu og sér máf eða einhvern fugl, þá tekur maður ekkert eftir honum, það er svo margt sem spillir: ,Bílar, hávaði og fleira. En í Flatey tekur maður eftir öllu lífi, allri hreyf- ingu, öllum hljóðum, því þar allt svo friðsælt og kyrrt. Það er eins og ævintýri. Maður trúir ekki að þessi f egurð sé til. Þar er svo margt að sjá: Sjórinn, fjöll í fjarska, aðrar eyjar, fuglar, kindur, selir, náttúra, gömul falleg hús, vina- legt og frjálslegt fólk og svo er eins og himinninn þar sé friðsælli en í Reykjavík. Á kvöldin er fallegast finnst mér. Sólin er að setjast og það er daufur roði á öllu, sjónum, húsunum, himninum, jafnvel á fólkinu. Ég fór oft út á kvöldin, settist á stein við sjóinn og horfði á alla þessa fegurð. Allt er vakandi, nema lömbin og fuglarnir, flest fólkið er vakandi. Sumir menn eru úti að vinna í netunum. Allt er svo dásamlegt og það hvílir friðsæl ró yfir öllu. I rigningu er ennþá meiri ró. Fólkið heldur sig inni við, við lestur, vinnur heimilisstörf. Enginn er timabundinn. Enginn fer eftir klukku. Maður fer að sofa þegar maður er syfjaður, borðar þegar maður er svangur og vaknar þegar maður er útsofinn. Ekki eru samt allir sem geta þetta. Sumir fara út að veiða á nóttunni eða snemma á morgnana. Þetta er gamli timinn. Ég vona að hann breytist aldrei. Svo kom ég aftur til Reykjavíkur í nýja timann. Hann breytist, verður nýrri og nýrri. Kristín R. Lárusdóttir, 13 ára, Leifsgötu 17, Reykjavík. Frystihúsið er nú notaö sem geymsla. í einu herberginu þar býr þýskur málari sem heitir Jan. Gömui hús i Flatey. Bengtshús, þar búa sumargestir. Vinaminni, þar búa gömul hjón sem heita Anna og Bjössi. Þau eiga kind og hænsni. Lengst til hægri er stórt hússemheitir Vertshús. Fólk úr Reykjavik á þaö og kemur bara á sumrin. KOMPAN RÆÐIR VIÐ KRISTÍNU R. LÁRUSDÓTTUR UM TRÉ, FROSKA , ENGISPRETTUR OG FLEIRA SKEMMTILEGT ENGISPRETTURNAR SUÐA FALLEGA Kompan: Hefurþúekki verið í sveit? Kristín: Aldrei. Við höfum farið að Lauga- vatni og verið nokkra daga á Edduhóteli. Svo hef ég komið að Skafta- felli. Við höfum tjald og vorum þar um verslunar- mannahelgina einu skinni. Kompan: Hvað í Flatey hafði svona sterk áhrif á Þig? Kristín: Ég fékk svo mikinn tíma til að hugsa. Kompan: Hvaðgerirþú venjulega þegar þú átt frí? Kristín: Þegar veðrið er gott er ég úti að leika mér. Það eru hérna tvö frændsystkini mín frá Bandaríkjunum. Við er- um á líkum aldri og leik- um okkur saman. Kompan: Hvernig leik- ið þið ykkur? Kristín: Við förum oft á túnið við Heilsu- verndarstöðina og erum þar í eltingaleik og svo veltum við okkur og hlaupum í brekkunni. Stundum förum við í ameriska leiki sem þau hafa kennt mér. Það eru hlaupaleikir líkir íslensk- um leikjum eins og t.d. eitri í flösku. Kompan: Ferðu ekki í frí áður en skólinn byrj- ar? Kristín: Ég fer til Dan- merkur á föstudaginn (4. ágúst) til að heimsækja systur mína sem býr þar. Ég fer ein, en þau koma út á Kastrup að taka á móti mér. Kompan: Hefur þú komið til útlanda áður? Kristín: Já, ég fór til Danmerkur í f yrra og svo hef ég farið sex sinnum til Bandaríkjanna. Kompan: Hvar í Bandaríkjunum hefur þú verið? Kristín: í Rochester í New York fylki. Elsta systir mín var þar að læra og bróðir minn. Ég fór að heimsækja þau. Svo fékk pabbi ágæta vinnu þar og við bjuggum þar öll í eitt ár þegar ég var fimm ára. Þar var gaman að vera. Kompan: Kanntu þá ekki ensku? Kristin: Jú, ég lærði hana þar úti, svo hef ég alltaf haldið henni við — lesið enskar bækur og skrifað bréf á ensku. Bróðir minn giftist amerískri stúlku og hún á systur sem er ári eldri en ég, við skrifumst á. Kompan: Nú hefur þú kynnst vel öðrum lönd- um, myndir þú vilja eiga heima í útlöndum? Kristin R. Lárusdóttir. Kristín: Ég vildi helst eiga heima í Flatey, en það er gaman bæði í Dan- mörku og Bandaríkjun- um. Trén eru svo stór og tignarleg. Mér finnst gaman að horfa á tré. Það er skemmtilegt í skóginum. íkornar hoppa milla trjánna og það er hægt að tína hnetur og í tjörnunum eru froskar. Sumir eru litlir og brúnir. Þeir hoppa upp og segja: KVAKK KVAKK. Svo eru stórir grænir f roskar sem ropa. Við krakkarnir höfðum gaman af að elta frosk- ana og taka þá upp og halda á þeim, en svo slepptum við þeim alltaf. Eins fannst okkur gaman að elta engisprettur. Það var erfiðara að ná þeim, því þær hoppa miklu hærra og eru svo litlar og fela sig i grasinu. Engi- spretturnar suða fallega. Ég var hrædd við vesp- ur, þær stinga. Einu sinni, þegar ég var sex ára, lá ég uppi i hengirúmi og mamma kallaði á mig. Ég hoppaði niður og beint ofan á geitung. Mér varð svo hverft við að ég kall- aði: ROSTUNGUR, ROSTUNGUR! Á eftir varð ég að hafa fótinn of- an í bala með köldu vatni og það var settur við hann klaki, samt bólgnaði fót- urinn. Svo er lika mikið af brenninetlum, en ég lærði nú fljótt að þekkja þær. Kompan: Þú hefur næmt auga fyrir náttúr- unni. Áttu nokkurt gælu- dýr? Kristin: Ég á kött sem heitir Dagur Fellini í höf- uðið á italska leikstjóran- um. Hann er bröndóttur og mjög fallegur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.