Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 20
ÞWÐVIUINN Sunnudagur 13. ágúst 1978 A&alsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I slma- skrá. Spjallað við Jón Ásbergsson fram- kvæmda- stjóra Loðskinns h/f Flesta rekur minni til gærustríðsins svonefnda fyrir nokkrum árum# eða þegar SiS neitaði að afgreiða gærur til sútunarverksmiðjunnar Loðskinns h/f á Sauðárkróki. Mikil blaðaskrif urðu um málið á sínum tíma og Sam- bandið sakað um einokunarstarfsemi og að vera drag- bítur á frjálsa samkeppni. Blaðamaður Þjóðviljans átti leið um Sauðárkrók á dögunum og leit við í sútunarverk- smiðjunni og tók framkvæmdastjórann, Jón Asbergsson, tali. Jón Asbergsson, framkvæmda - stjóri -Starfsemin hefur gengiö vel. Veltan á siöasta ári var um 400 miljónir. Viö höfum keypt 240 þúsund óunnar gærur af Sam- bandinu og er það fjóröungur af öllu gærumagni siðastliðins hausts. Megnið af þessum gærum er unniö til hálfs og selt út sem forsútað skinn. — Hvernir eru helstu kaupend- ur erlendis? — Helstu markaðir fyrir for- sútaö skinn hafa verið i Póllandi og Sviþjóð en einnig i Finnlandi og Noregi. Við höfum reynt að afla okkur sambanda viðar, og vonum aö fleiri markaöir opnist. — Hve margir starfa hér? — Hér vinna 25 manns. Við höf- um haft þann hátt á að stööva rekstur verksmiðjunnar i einn mánuö á sumrin og veitum þá starfsfólkinu fri á fullum launum. Einnig höfum við greitt vinnu- fólki 10% meira en kauptaxti seg- ir til um. Við gerum þetta til að halda góðum starfsmönnum enda erum við mjög ánægðir með nú- verandi starfslið. — Hverjareru framtiðarhorfur sútunarverksmiðjunnar? — Við reiknum með að byrja i haust að vinna fataskinn eöa mokkaskinru þeas. að fullvinna gæruna. Verðmætisaukning mun þá tvöfaldast og með aukinni vinnslu eykst starfsmannafjöld- inn. Við teljum ekki óeðlilegt aö innan fjögurra ára starfi 40-50 manns við verksmiðjuna. — Hvað með gæruöflun i fram- tlðinni? — öflun hráefnis er undir SIS komið. Kaupfélögin og Samband- ið eru með 90% af allri slátrun í landinu. Sláturfélagið er einnig meö sútunarverksmiðju, sem er samkeppnisaðili að vissu marki. En staðreyndin er sú, að aðgang- ur að hráefnum hefur verið mjög ótryggur, og án hráefnis verður verksmiðjan hér ekki langlif. — Var ekki uggur i ibúum Sauðárkróks að byggja verk- smiðju með jafn ótryggum rekstrargrundvelli? — Eg get sagt þér litla sögu i þvi sambandi. Þegar verksmiðj- an var tiltölulega nýreistr kom bæjarbúi á niræðisaldri að máli við mig og sagði: „Jæja, ef þið farið með þetta allt á hausinn, þá farið þið alla vega ekki með húsið með ykkur”. Forsútaðar gærur. Fullunnar gærur sjást I bakgrunni. Séð yfir hluta vélasalarins. Hér eru gærurnar þvegnar. Fyrst I köldu vatni, en siðan i heitum sápulegi. Gærurnar eru siðan klipptar og þurrkaðar og fituhliðin skafin, áður en sútunin hefst. Sútlögurinn gerir það aö verkum, að eggjahvituefnin bindast i gærunni, lifræn efni breytast I ólifræn og gæruskinnið verð- ur mýkra og meðfærilegra. Ljósmyndir og texti: IM 'urrkað ■ ■■ jsí iMr ■ mnlm Eirtnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum í póstkröfu um land allt. Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.