Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 27. ágúst 1978 ARNI BLANDON: SÁLARFRÆÐI OG LIST — FYRRI HLUTI I þessari grein verður fjallað um bókina ,,Sálar- fræði leikarans'' eftir Yoti Lane, sem kom út i briðiu útgáfu árið 1976 (fyrsta útg. kom 1960). Lane skrif- aði bók þessa í tilefni af því að honum ofbauð sóun sú sem á sér stað í leiklistarmenntuninni: Sálar- Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast meö árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu ( rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUN mátninglf ”HafiÖ þið heyrt um hjónin sem máluðu húsið sitt meó HRAUNI fyrir 12 árum. os æda nú að endutmála það í sumar bara fll að breyta um tti.” fræði Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. Er leikarinn asni? leikarans ,,....ef leiklistarnemar skildu sjálfa sig betur, myndu margir þeirra aldrei hafa reynt að læra leiklist". Staðreyndin er sem sé sú að stór hluti þeirra sem útskrifast úr leiklistarskólum verða aldrei leikarar og býðst aldrei neitt að gera á því sviði. Vitað er að ákveðin sálfræðileg sameinkenni eru fyrir hendi hjá þeim sem velja sér sömu starfs- grein að ævistarfi. Þannig er t.d. sameinkenni læknanema á íslandi sjálfsagi og viljastyrkur, sem ekki er þörf á i ymsu öðru námi. Blómasáli og jarðýtu- stjóri vildu liklega ógjarnan skipta um starf þvi sálarlif þeirra er væntanlega nokkuð ó- likt. Lane leitaði að þeim þáttum sem sameiginlegir eru I sálarlifi góðra leikara og notaði ýmsar að- ferðir til að komast að niðurstöðu. Hann er leiklistarkennari og hefur þvi fylgst með þróun leik- araefna og hvernig þeim vegnar siðan i sinni starfsgrein. Hann lagði spurningalista fyrir leik- listarnema, gerði könnun á leik- urum og bar niðurstöðurnar undir vel þekktan geðlækni. Þar sem Lane reynir ekki að vera visinda- legur, heldur e.t.v. fremur skemmtilegur, ber að taka niður- stöður hans með fyrirvara, enda ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikarinn og starf hans Lane telur leikara vera við- kvæmar tilfinningaverur sem háðir séu viðurkenningu og lofi. Starf leikarans veitir honum sál- ræna fullnægju á ýmsan hátt t.d. meö þvi að möguleikar eru á að leika út ýmsar bælingar og draumóra, árásarhneigð fær viðurkenndan farveg o.s.frv. Merkileg er upphafssaga leik- konunnar i þjóðfélaginu. í dag er staða konunnar talsvert breytt frá þvi sem áður var. Eftir að konur fengu leyfi til að leika á leiksviði var leikhúsið nær eini starfsvettvangurinn, þar sem konur stóðu jafnfætis karlmönn- um. Leikkonan var þvi fyrsta konan til að slita hlekkina við eldhús og rýjuþvott. Leikarinn og hjónabandiö Alþekkt er hversu erfitt þekktir kvikmyndaleikarar eiga með að tolla i einu hjónabandi. Lane telur ástæðuna ekki vera óheilindi leik- aranna, heldur er tilfinningalif leikarans svo stormasamt að makinn á i erfiðleikum með aö bregðast rétt við i það og það skiptið. Einnig er leikarinn sér- fræðingur i tilfinningalifi og finn- ur fljótt inn á skapbreytingar annarra og vill ræða málin i hreinskilni. Þannig er álag á til- finningalifið meira i hjónabandi leikarans en gengur og gerist i öðrum hjónaböndum. Auk þess er leikarinn ætið i öðru hjónabandi þ.e. hann er gift- ur starfi sinu. Leikarinn hefur þvi minni tima en aörir til að rækta hjónabandið og fjölskyldulifið. Þar að auki skapast sérstætt vandamál i hjúskap hans þvi makinn á það á hættu að týna eigin persónuleika; fólk man ekki nafn makans en segir: ,Þetta er konan hans Palla leiiara” eða „Þetta er maður Fjólu íikkonu”. Kynvilla leikara Þáttur Lane um kynvillu á að ýmsu leyti illa við á Islandi þar sem kynvillumafia er ekki starf- andi i islensku leikhúsi. Richard Burbage, sem lék hetjurnar I verkum Shakespeares þegar verkin voru frumflutt I leikstjórn höfundar. Likiegt er talið að um sjálfsmynd Ríkharðs sé að ræða. Er leikarinn fangi tilfinninga sinna? Fólk hefur stundum velt þvi fyrir sér hvernig sé háttað sam- bandinu milli kynvillu og leikara. Lane telur kynvillu leikara hvorki orsök né afleiðingu af leiklistar- störfum þeirra, heldur hafi kyn- villingar einfaldlega áhuga á leikhúsi og sæki i störf þar. Kyn- villingurinn fær tvær óskir upp- fylltar i leiklistinni: Honum gefst tækifæri til að leika hlutverk þroskaðra og tilfinningalega heil- brigðra persónuleika og auk þess gefst honum kostur á aö skipta oftar um föt en i öðrum störfum. t kringum árið 1930 var meðal- talsfjöldi kynvillinga I erlendum leikhúsum u.þ.b. eitt stk. i hverju leikhúsi.30 árum siðar sagði ung- ur leikari: „Þegar ég tek til starfa hjá nýju leikfélagi, finnst mér öruggast að gefa sér þá for- sendu að allir karlmennirnir séu kynvilltir þar til annað sannast. Ég þykist heppinn ef það er einn eðlilegur maður i hópnum.” Douglas Byng (karl-kerling). Ef hommarnir eru þriðja kynið, eru þá iesbiurnar það fjórða Ýmsir vilja kynvillingana i leikhúsunum feiga, þvi þeir mynda með sér neðanjarðar- hreyfingu I leikhúsinu. En það er hægara sagt en gert að útiloka þá og ráða eingöngu heimilisfeður I þeirra stað þvi eins og einn leik- hússtjórinn sagði: „Þó þú réðir aðeins gifta leikara i störf hjá leikhúsinu er það engin trygging fyrir þvi að þeir séu ekki kynvillt- ir. Menn gleyma þvi að Óskar Wilde var giftur og átti börn”. Auk þess skortir kynvillingana ekki sjálfstraustið, sem alltaf er þörf fyrir i einhverjum mæli i leiklistinni. Einn sagði: „Viðkyn- villingarnir erum listrænnri, næmari og skynugri en venjulegir karlmenn og þess vegna erum við betri leikarar. Við erum þriðja kynið og fólk verður bara að taka þvi”. Leikarinn og borgarinn Sumir telja leikara vera and- félagslega furðufugla, jafnvel drykkjusvin og svallara og þaö er ótrúlega stutt siðan leikarar fengu viðurkenningu sem alvar- legir listamenn. Enn i dag myndu menn liklega telja Jón Shake- speare (ef hann væri á lifi) virtan og heiðarlegan hanskagerðar- mann i sátt og samlyndi við um- hverfi sitt, en aftur skoffinið son- ur hans, leikarinn Vilhjálmur, væri sjálfsagt talinn hálfgerður ræfill sem ekki nennti að vinna, sérvitur og taugaveiklaður skáld- bullukarl. Smæsta leikhúsið samanstend- ur af tveim persónum: leikara og áhorfanda. Þar sem áhorfandinn er svo mikilvægur list leikarans er ekki úr vegi að athuga þann hluta starfsvettvangsins. Erfið- ustu sýningar leikarans eru yfir- leitt frumsýningarnar vegna þess að þær sjá afar sérstakt fólk. Það eru. t.d. þeir sem segjast vilja mynda sér sinar eigin skoðanir á sýningunni óháð skoðunum ann- arra; þeir sem eru að lyfta sér upp meðal fina fólksins; þeir sem koma til að horfa á ákveðinn leik- ara, en ekki til að sjá leikritið; snobbfólkið sem hefur unun af að vera ónauðsynlega gagnrýnið og hart i dómum, svo nálgast áráttu. Það talar hátt og setur upp sitt eigið leikrit á göngum leikhússins I hléinu svo viðbrögð þess og sleggjudómar fari nú ekki fram hjá neinum; gagnrýnendur sem oftast eru fordómafullir og illa upplýstir. I leikdómum slnum gera þeir sér far um að fela sem vandlegast hversu illa þeir eru að sér með þvi að slá um sig með að- keyptum rykkornum. Þess vegna getur hvaða skriffinnur sem er orðið gagnrýnandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.