Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Siðferði og sönn ást ,yeldi tilfinninganna” og súrrealistarnir Ástarsögurnar gegnum tímann eru óendanlega margar. Flestar hafa þær þó sameiginlegt að elskendurnir af hinum breytilegustu ástæðum ná þar aldrei að njótast. Sið- ferðið (mórallinn) hefur ætíð boðað algjöra frustrasjón, jafnt á sviði ástarinnar sem öðru, í okk- ar kapitalíska neysluþjóð- félagi. Samkvæmt kenn- ingum þess hefðu Rómeó og Júlía orðið hundleið hvort á öðru ef þau hefðu fengið að njótast og upplifa tilf inningar sínar á eðlilegan hátt. Og enn í dag lætur fólk bjóða sér upp á sögu þeirra, sem ímynd sannrar ástar — eða hreinnar ástar, eins og það myndi vera orðað á kristi- legan máta. Og það er einmitt hin kristna kirkia, sem s.iálf boðar „ást og bræðralag”, sém er einn fyrsti og langllfasti óvinur ástarinnar. Hún hefur notfært sér ástina út i ystu æsar til þess að hafa hemil á fólki, og skipta þvi niður i gott og illt eftir aðferðinni: bú átt aö elska mig þvi það er ást sem ég boða. A meðan er hin eðlilega og ódauð- lega tilfinning sem lifir meðal manna kölluð synd. Sönn ást er ekki til nema þvi einungis að hún sé frjáls, sprottin upp án allra hafta og án þess að valkostir séu settir. Þannig brýt- ur hún lika allar reglur kapltalismans, eignarrétturinn er að engu hafður, skipulag fjöl- skyldunnar óvirkt, siðferði kirkj- unnar er sett i rúst, og ástin þar með kölluð synd eða klám. Súrrealistarnir hafa ætið hug- leitt mikið þetta óstjórnlega afl mannsins, sem er jafnframt sterkast og æðst allra hans til- finninga. Hvernig þetta þjóðfélag hefur reynt að hefta ástina á alla vegu og hvernig hún er siðan virkt i hinum ýmsu afbökuðu formum: Ostöðvandi þunglyndi, eirðarleysi, bilafægingum og eldhúspússi, iþróttamanium, ofstæki, hatri og ofbeldi. Þessar „tilfinningar” eiga allar sinar eðlilegu skýringar i kapitalisku þjóðfélagi, en ástin ekki nema sem geltur þræll kirkjunnar og siðferði hennar. 1 bók sinni „L’AMOUR FOU” segir André Breton, einn helsti leiðtogi súrrealistanna: „Ast, eina sanna ást, holdleg ást, ég dái þig, get aldrei hætt að dá þinn skæða skugga, þinn ban- væna skugga. Og það mun koma sá dagur sem maðurinn mun viðurkenna þig sem sinn eina dómara, og mun virða þig i öllum þinum dularfulla afbrigðleik, sem þú sveipar hann með.” Kvikmyndin „Veldi tilfinning- anna” (eða AI NO CORRIDA eins og hún hét upphaflega á frum- málinu, þ.e. Astarat) eftir Nagisa Oshima, nær mjög langt i þvi að túlka þessi orð Bretons, þótt stað- ur og stund séu allt annar. Oshima fjallar nefnilega i mynd sinni um hina sönnu holdlegu ást, með öllum sinum erfiðleikum til uppdráttar, i ofsafenginni leit sinni að sifellt nýju formi og túlk- un, að sterkari ástriðum og af- brigðum að hinni fullkomnu fullnægingu, sem getur varla þýtt annað en dauðann. Samfarirnar verða þvi tákn endalausrar lifsbaráttu, sem að lokum er fullnægt. Sagan segir frá ungri stúlku, sem kemur sem vinnukona inn á velstætt heimili. Af vinnufólkinu er hún ásökuð fyrir að hafa áður unnið sem gleðikona og ein geishan reynir strax að fá hana til lags við sig, og til þess aö fá hana til þess að þýðast sig, leyfir geish- an henni að koma með sér að njósna um húsbændurna. Unga stúlkan hrifst strax af húsbónda sinum. Þegar hann kemur að henni við vinnu sina og stingur hendinni upp undir pilsið hennar, þá svarar hún hreinskilnislega og með óvenju mikilli ástúð, sem kemur honum á óvart. Innan skamms eru þau orðin elskendur, og það verður fljótlega hann, sem getur ekki án hennar verið, en ekki öfugt eins og þaö var i upphafi. Þau hverfa á brott frá heimili hans, til þess að geta notist betur og gefa sig hvort öðru á vald með viðeigandi athöfn (hvort sem hún var nú sönn eður ei, enda skiptir það ekki máli). Viðstaddar eru geishur eins og allstaðar, imynd borgaralegrar úrkynjunar sem reyna að notfæra sér ástarleik elskendanna til þess að þær sjálf- ar geti veitt likama sinum fullnægingu. Þau lofa að elska hvort annað til dauðadags og siðan hefjast stanslausar ástarsenur. Hún elskar hann til hins itrasta7hælir honum, ögrar, hótar og æsir eftir þvi sem með þarf. Hann striðir henni og lætur vel að henni og elskar hana aftur og aftur þar til hann er að þrotum kominn, en þá tekur hún við. Þau geta vart slitið sig frá hvort öðru. En i þessu þjóðfélagi þarf fólk á peningum að halda til þess að lifa, svo hún tekur það ráð að hverfa nokkra stund og selja sig gömlum viö- skiptavini svo peningavandamál verði ekki til þess að stöðva þennan óhemjufulla ástarleik þeirra. Hann fer svo til konu sinn- ar og liggur með henni, þótt hann hafi lofað þvi að svo skyldi aldrei verða. Hún njósnar um þau um nætur eins og sárþjáð dýr og þaö eina sem fær hana til þess að bera þetta af, er sönnunin um þaö, að hann fær ekki þá fullnægingu sem hann fær hjá henni. Samkvæmt venjulegri formúlu heföi henni liðist að aflifa elsk- huga sinn af afbrýöissemi — en það gerist ekki, þar sem hún elsk- ar hann allt of heitt og þráir hann einungis aftur tii samlifis við sig. Og þegar hann snýr aftur til hennar eru þau aftur fullkomlega hamingjusöm I sinni einstöku ást, og hún segist vilja hafa hann að eilifu inni i kvið sinum. En ástarleikir þeirra verða tryllingslegri. Sársaukinn sem þau hafa orðiö vör við endur- speglast i atlotum þeirra. Hún egnir hann til þess að liggja með gömlum geishum og nýtur þess að horfa á, þau elskast út á gluggakistunni, hún vill vera bar- in og hann uppgötvar það að fullnæging hans er meiri þegar hún pinir hann um leið. „Hið óvenjulega er óaðskiljan- legt frá ástinni, sérstaklega hvað einstaklingsbundnar og sam- eiginlegar uppgötvanir varðar. Kynfæri manns og konu dragast hvort að öðru vegna einstakra hæfileika sinna til þess að innbyrða hvort annaö — i stöðugri óvissu, sem endurfæöist i sifellu, likt og steypiflug smáfugla, sem láta fægja á sér fjaörirnar út i ystu myrkur.” André Breton Og atið heldur áfram milli þessara tveggja holdlega ástsjúku einstaklinga. Hún er hæna hans og drottning og hann nýtur þess til fullnustu að finna fingur hennar stöðva andardrátt sinn um leið og hann fær fullnæg- ingu. Hún verður ein eftir og ótta- slegin og sker undan honum þaö sem hún hafði aldrei viljað skilja við sig. Lokasenan úr „Veldi tilfinninganna” Ég óska ykkúr æðisgenginna ásta. Róska útgerdarmenn -skipstjórar! Plasteinangrun h/f á Akureyri, framleiöir nú trollkúlur. Vönduö íslenzk framleiösla á góöu veröi. Hafið samband viö einhvern eftirtal- inna veiðarfærasala: Á Akureyri: Heildverzlunina Eyfjörö h/f — Skipaþjónustuna h/f Á ísafirði: Sandfell h/f, Umboðs heild- verzlun í Reykjavík: Kr. Ó. Skagfjörð h/f — Landssamband ísl. útvegsmanna - — Seifh/f — Sjávarafurðadeild Sambandsins — Þ. Skaftason h/f. Plasteinangrun hf. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafuróadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.