Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. ágiist 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af eriendum veiivangi Dæmisaga um mann- réttindi og menningar- hefð Seint í april í vor geröist það að miljónamæringur einn steig upp í einkaþotu sina í Montreal í Kanada á- samt systrum sínum og fleira fólki,og var í hópn- um ung kona i hjólastól. Vegabréfaeftirlitsmenn litu lauslega á skílríki þessa fólks en gáfu flug- vélinni ekki sérlegan gaum að öðru leyti/ enda var mil- jónamæringurinn þekktur athafnamaður sem hafði talsverð umsvif i Kanada, og flaug þotan síðan áleiðis til flugvallar í Bandarikj- unum. 1 þúsundir ára hefur staða konunnar ckkert breyst i Alsir. Mannráníð í Montreal Þaö var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum siöar aö þaö kom i ljós, aö konunni i hjólastólnum haföi raunverulega verið rænt: henni haföi verið byrlaö sterkt eiturlyf i „kvöldveröarboöi” og hún slðan flutt meövitundarlaus um borð I einkaþotuna, en á bak við þetta mannrán stóö miljóna- mæringurinn — sem var bróöir konunnar. Mönnum verður v arla láö þótt þeim finnist að þessi saga liti út eins og upphaf á einhverri nauöa- ómerkilegri glæpasögu eöa sjón- varpsþætti sem framleiddur er á færibandi, enda eru hér saman komnar ýmsar grundvallarklisj- ur þeirra svo sem glæpir og eitur- lyf meðal auðkýfinga. En svo vill þó til, aö i þessa atburöi flækjast ýmis önnurvandamál sem vert er að i'huga og snerta bæöi alþjóölegt siögæöi og viöhorf vinstri manna til ýmissa þjóöa þriðja heimsins, aö ógleymdri stööu framandi menningar- og trúarhefða I ver- öld nútimans. Það er þvi ekki úr vegi að rifja hér upp sögu, sem sumum fyndist kannski að ætti betur heima i vikublööum. Ariö 1974 kynntust tveir stúd- entar i háskóla Algeirsborgar: ung alslrsk stúlka aö nafni Dalila Zeghar og ungur maöur af fransk-alsirskum ættum sem hét Denis Maschino og ákváðu þau fljótlega að trúlofa sig. En þá kom babb i bátinn, þvi að fjöl- skyldu stúlkunnar leist miöur vel á þennan ráöahag. Hún var nefni- legasystir eins auðugasta manns Alsirs, Messaoud Zeghar: hann hafði tekiö virkan þátt i frelsis- striði Serkja 1954-1962 og siðan oröiðnáinn vinur BUmediens, for- seta Alsfrs, sem komst til valda 1963. Eftir það haföi hann haft mikil umsvif, og aö sögn franska blaösins „Le Nouvel Observate- ur” á hann nú: tvö flugfélög I Bandarikjunum, oliufélag i Suður-Ameriku, verslunarfélag i Sviss, einkaþotu, ibúö i Paris, aðra ibúð i Genf og volduga land- areign i Bromont i Kanada, — fyrir utan það sem hann á i Alsir og enginn hefur hugmynd um. Nú mátti þó segja aö tengda- sonurinn tilvonandi væri ekki að öllu leyti framandi og ósamboð- inn sliTcri fjölskyldu, þvi aö faöir hans, Maurice Maschino, hafði á sínum tima tekið afstöðu með Serkjum i frelsisstriði þeirra, hann haföi kvænst alsirskri menntakonu, Fadelu M’Rabet, sem skrifaöi bók um stööu alsirskra kvenna eftir að landið fékk sjálfstæöi, og búiö i Alsir allt til ársins 1971. Denis Maschino, sem var hagfræðistúdent, var þvi Alsirbúi með bæöi franska og al- sirska menntun. En Messaoud Zeghar taldi sig hafa fullt vald yfir systur sinni, samkvæmt fornri hefö, og hafði hann hugaö henni annan ráöahag. Þegar svo var komið fór Denis til Frakk- lands. Nokkru siðar, áriö 1975, fékk Dalila leyfi til aö fara i heilsubót- ardvöl til Sviss. Að sjálfsögöu var sendur-meö henni sérstakur lif- vörður og gæslumaður, en virð- ingin fyrir alirskum hefðum var mun minni i Alpafjöllum en i heimalandinu og þvi tókst henni að strjúka burt til Frakklands. Þar hitti hún Denis Maschino aftur og giftust þau fljótlega. En sagt var að Messaoud Zeghar hefði svarið þess dýran eiö aö hann skyldiná systur sinni aftur á sitt vald. Eftir nokkra stund töldu Denis og Dalila sig þvi ekki leng- ur óhult i Frakklandi, og fluttust þau þá til Montreal. Arið 1976 leit út fyrir að þessi lélegi fjölskylduróman ætlaði aö fá góöan endi, þvi að Messaoud kom nú til Kanada, en að þvi virt- ist einkum til aö ná sáttum viö systur sina. Tvær aörar systur þeirra fluttust einnig til Kanada með fjölskyldu sina, og var þá gott samkomulag á yfirboröinu i þessum systkinahópi, En svo var Denis og Dalilu boðið heim til systra hennar 24. april i vor. Denis gat þá ekki komiö, en Dalila varaöi sig ekki á neinu og gekk I gildruna. Hún sást ekki eftir það, og þegar maður hennar gerði lögreglunni viövart um hvarfið var einkaþota bróðurins komin með hana langleiðina til Algeirsborgar. Það spurðist siðan að Dalila værihöfð i haldi i E1 Euma, um 350 km fyrir suð-austan Algeirs- borg. Hún var neydd til að skrifa lögfræðingi sinum I Montreal bréf þar sem hún sagðist hafa farið til Alsirs af fúsum vilja, og stúlka sem sagðist vera Dalila talaði við franska útvarpsmenn og sagði þá að i rauninni hefði Denis rænt henni en bróðir hennar bjargað henni (kunningjar hennar könn- uðust þó ekki við röddina). En hinni raunverulegu Dalilu tókst að smygla bréfi til manns sins, þar sem hún sagði það skýlaust að sér hefði verið rænt og sér liði nú mjög báglega. Þetta mál vakti um stundar- sakir gifurlega reiði i Kvi- bekk-fylki, og reyndu Kanada- menn að leysa það eftir diplómat- iskum leiðum, en alsirsk yfirvöld sögðu þá að þetta væri einkamál, sem þeim kæmi ekki viö; „gætu þau ekki neytt stúlkuna að fara aftur til Kanada ef hún vildi það ekki sjálf”! Yfirvöldin svöruðu ekki bréfum Denis Maschino og endursendu þau einungis, en þau höfðuþóþauafskiptiaf málinu að þáu létu gera upptæk öll erlend blöðsem fjölluðu um ránið á Dal- ilu og banna sölu þeirra i Alsir, þannig að ekki gat leikið vafi á raunverulegri afstöðu beirra A Vesturlöndum brugðust menn misjafnlega við þessum at- burðum. Sums staðar mun hafa veriðgerð úr þeim æsifrétti viku- blaðastfl eins og sagan gaf tilefni til, en i Frakklandi, þar sem fjöl- skylda Denis Maschino bjó, virt- ust vinstri menn hins vegar frem- ur vandræðalegir og feimnir við að koma fram með beina gagn- rýni á stjórn Alsirs. Ýmsum þeim, sem litið þekkja tilmála kann e.t.v. aðþykja þessi afstaða franskra vinstri manna nokkuð furðuleg, en hún á sér þó vissar sögulegar forsendur. A dögum Alsir-striðsins tóku fjöl- margir vinstri menn þá stefnu að veita Serkjum fullan og skilyrðis- lausan stuðning i frelsisbaráttu þeirra. Franska nýlenduvaldið reyndi vitanlega að réttlæta sin yfirráð með þvi að nauðsynlegt væri að „mennta” þessa „frum- stæðu” og „hjátrúarfullu” þjóð og losa hana við það „ofstæki” sem hún sýndi evrópskum menn- ingarfrömuðum, en eina svarið við þvi var að leggja áherslu á þá meginreglu að sérhver þjóð hefði rétt til að ráða málum sinum sjálf og velja þann lifsstil og menningu sem húnvildi. Nú brugðust Serkir sjálfir við nýlendustjórninni bæði meðblóðugriuppreisn og með þvi að righalda i forna siði og trúar- hefðir sem Frakkar reyndu að uppræta. Það fór þvi svo, að stuðningsmenn Serkja veittu stuðning þeim, sem kallaðir voru glæpamenn og „hryðjuverka- menn” og vörðu rétt þeirra til aö halda fast við „úrelta hjátrú og siði”. Vegna þessarar fyrri afstöðu áttu margir vinstri menn erfitt með að gera upp afstööu sina á nýjan leik — enda var það ekkert efamál að þetta mannrán var ekki einstakt mál heldur I nánum tengslum við siði Alsirbúa og við- horf þeirra til kvenna. Við þetta bættist að viöa á Vesturlöndum er nú farið aðgrafa um sig djúpstætt hatur á Aröbum og múhameðstrú, og töldu menn hættu á þvi að rök- studd gagnrýni á siðum þeirra — ekki sist ef hún kom frá vinstri — kynni að hella oliu á þann eld, ef hægter að nota slika samlikingu. En þögn um mál af þessu tagi var þó ekki annað en heigulshátt- ur, og gat ekki hjá þvi farið, að franskir vinstrimenn tækju af- stöðu sina til rækilegrar endur- skoðunar. Vitanlega gat niður- staðan ekki orðið nema á einn veg: það er grundvallarmunur á þjóð, sem er að berjast fyrir sjálf- stæði og þjóð, sem hefur þegar unnið sigur og skipað sér i flokk með öðrum fullvalda þjóðum. Og þótt sjálfsagt sé að styðja þjóð, sem berst fyrir tilveru sinni og tilverurétti sinnar menningar, breytir það engu um hitt, aö þeg- ar þjóð hefur unnið sigur i þeirri baráttu verður hún að vera undir sömu sökina seld og aðrar þjóðir og sæta gagnrýni ef þvi er að skipta. (Þvi má bæta við, að al- rangt væri að túlka slika gagn- rýni, hversu hörð, sem hún er, sem einhvers konar „viðurkenn- ingu” á að fyrri stuðningur við baráttu þjóðarinnar hafi verið rangur eða einhvers konar mis- tök). Trúarbrögð og siðir eru að visu mismunandi, en samt verður aðlita svo á, að til séu viss grund- vallaratriði sem alls staðar eigi að gilda; það er t.d. ekki hægt að réttlæta pyndingareða þrælahald undir neinum kringumstæðum. Og glæpur hins vellauðuga Messaoud Zeghars — eins og sú meðferð á konum sem er undirröt hans — er einmitt brot gegn slik- um grundvallarmannréttindum. Vegna rótgróinnar samúðar með löndum þriðja heimsins hefur það oft vafist fyrir vinstri mönnum að hugsa þessa hugsun til enda og fylgja henni eftir, en hjá þvi verður þó ekki komist. En ekki er þó nægilegt að setja fram slikar reglur og fordæma aðgerðir eins og mannránið i Montreal, enda létu franskir vinstri menn heldur ekki við það sitja. Það þurfti lika að huga aö undirrót atburöanna. Mannfræð- ingar skýröu frá þvi, að afstaða Messaoud Zeghars til systur sinn- ar væri afleiðing af vissu viðhorfi til konunnar, sem hefur það m.a. i för með sér, að bræður hafa ó- skertvald yfir systrum sinum, en einnig hitt (sem okkur kann að þykja jákvæöara), að bróöir getur ekki skorast undan að að- stoða systur sina i erfiöleikum hversu mjög sem honum finnst að hún hafi brotið gegn honum eða rikjandi siðum. En þetta viðhorf, segja mannfræðingar, að hafi verið ri'kjandi i Miðjarðarhafs- löndum (i ýmsum myndum þó) og komi einnig fram i kaþólskum löndum Suður-Evrópu, — en sé hins vegar ekki sérstakt einkenni arabiskrar menningar og ekki tengt múhameðstrú sem slikri. Það væri þvi jafn fráleitt aö nota það til árásar á múhameðstrúar- menn eins og að kenna kristin- dóminum um ofátýmissa manna á jólunum. Dæmi Búrgiba sem hefur persónulega látið byggja veglegt bænahús i fæðingarborg sinni sem gjöf til borgarbúa en samt beittsér mjög ötullega fyrir bættri stöðu kvenna i Túnis sýnir að viðhorfið til kvenna i Norð- ur-Afriku er ekki nauðsynlega tengt trúarbrögðum. Varnaglar af þessu tagi, sem franskir vinstri menn slógu þegar þeir fordæmdu mannránið i Mon- treal voru mjög gagnlegir — en i ljós kom reyndar, að hvað snerti hægri menn og fleiri voru þeir ó- þarfir. Glæpur athafnamannsins mikla Messaoud Zeghars virðist litið hafa verið notaður til beinna árása á Araba og trú þeirra eða menningu. Eins og áður var sagt, kom i ljós, að vegabréfaeftirlits- menn og tollverðir, sem gjarnan taka arabiska feröamenn misk- unnarlaust til bæna, voru mjögó- hnýsnir þegar i hlut átti miljóna- mæringur og eigandi margra fyr- irtækja. Og svo hefur virst siðan sem yfirvöld á Vesturlöndum hafi helst viljað forðast að styggja þennan volduga vin Búmediens: a.mlc. hefur ekki frést að alþjóð- leg handtökuskipun hafi verið gefin út vegna mannránsins. Vesturlandabúar báru litla virð- ingu fyrir siðum Araba þegar i hlut áttu fátækar nýlenduþjóðir og notuðu þá gjarnan sem réttlæt- ingu fýrir nýlendukúguninni, en fulltrúi hins gifurlega oliuauðs Araba fær aðra meðferð. (Stuðst við heimildir i „I.e Nouvel Observateur") e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.