Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJODVILJINN Simmida^m 27. Jgúst I07K Frá grunnskólum Hafnarfjarðar Kcnnaralundir verða i skólunum föstu- daginn 1. september og hefjast klukkan 14.00. Engidalsskóli, Víðistaðaskóli, Öldudalsskóli: Mánudaginn 4. septeniber mæti nemendiit i skólana sem hér segir: Nemendur 1. bekkja (7 ára) klukkan 10.00 Nemendur 2. bekkja (8 ára) klukkan 11.00 Nemendur 3. bekkja (9 ára) klukkan 13.00. Nemendur4. bekkja (10 ára) klukkan 14.00 Föstudaginn 8. september mæti i skólana: Nemendur 5. bekkja (11 ára) klukkan 10.00 Nemendur 6. bekkja (12 ára) klukkan 11.00 Mánudaginn ll. september mæti i skól- ana: Nemendur 7. bekkja (13 ára) klukkan 10.00 Nemendur 8. bekkja (14 ára) klukkan 11.00 Nemendur Engidalsskóla eiga að mæta i Viðistaðaskóla. Lækjarskóli: Vegna bygginga- og viðhaldsfram- kvæmda getur Lækjarskóli ekki hafist fyrr en hér segir: Mánudaginn 11. september mæti i skól- ann: Nemendur 4. bekkja klukkan 10.00 Nemendur 3. bekkja klukkan 11.00 Nemendur 2. bekkja klukkan 13.30 Nemendur 1. bekkja klukkan 14.30 Þriðjudaginn 12. september mæti i skól- ann: Nemendur 8. bekkja klukkan 10.00 Nemendur 7. bekkja klukkan 11.00 Nemendur 6. bekkja klukkan 13.30 Nemendur 5. bekkja klukkan 14.30 Föstudaginn 15. september mæti 6 ára nemendur i skólana klukkan 14.00 Nýir nemendur, eða forráðamenn þeirra, eru beðnir að hafa samband við skólana sem fyrst vegna innritunar. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Til leigu er gamalt timburhús i vesturbænum. í húsinu eru 3 herb. og eldhús á hæð, 4 litil herb. i risi, geymsla og þvottahús i kjall- ara. Húsið hefur ekki verið endurnýjað að ráði nýlega og býður þvi ekki upp á öll nútimaþægindi. — óskað er eftir reglu- sömum leigjendum er vildu ganga snyrti- lega um húsið og garðinn. Leigutimi til að byrja með 1. okt. 1978 — 31. júli 1979 en gæti að öllum likindum framlengst um eitt ár. Þeir er kynnu að hafa áhuga á að taka húsið á leigu eru beðnir að leggja nafn sitt og heimilisfang ásamt hugmyndum sinum um leigukjör og einhverjum fróðleiks- molum um sig og sitt fólk i lokað umslag merkt „gamalt” og senda það á afgreiðslu blaðsins fyrir 31. ágúst. \ h- i ; — . vs Þórariun Kldjárn (Mynd: IM) „Hafði hug á að gera epískt ljóð” Um miðjan september gefur bókaútgáfan Iðunn út nýja Ijóðabók eða rímnabók eftir Þórarin Eldjárn. Hin nýja bók nefn- ist Disneyrimur, og kom Þjóðviljinn að máli við Þórarin á dögunum og spurði hann nánar um þessa nýju bók hans. — Ég byrjaði á þessu verki fyrir uþb. 2 árum. Ég hef ekki unnið stanslaust við að skrifa bókina, heldur tekið þetta i áföng- um. Rimurnar eru sex alls, og er hver rima 50-60 erindi, þannig aö alls eru i bókinni um 340 erindi. — Bókin nefnist Disneyrimur. Fjallar hún eingöngu um persónu Walt Disneys? • — Það má segja, aö rimurnar fjalli ekki beinlinis um Disney sem persónu, þótt þær reki lif hans og starf. Þær fjalla meira um Disney sem menningardreifi og fyrirtækisstjóra. — Liggur mikil fræðivinna aö baki riinunum? — Ég hef stuðst við um 20 fræöi- rit i þessum rimum. Fræðibók- menntirnar skiptast eiginlega i þrjá hluta: Bækur um bragfræði islenskra rimna, fræðibækur um teiknimyndasögur og hugmynda- fræði Disneyframleiðslunnar og svo ævisögur um Disney sjálfan. Ég vona þó, að þótt talsverð uppsláttarvinna liggi að baki rimunum, þá þurfi lesendur ekki lykil að þeim fræðibókmenntun, en að rimurnar skýri sig sjálfar. — Nú hefur þú stúderað Disney náið. Hvert er álit þitt á honum? — Það er ekki mikið. Þetta var náttúrulega maður, sem vann á gifurlega effektifan hátt og rak fyrirtæki sitt mjög vel. Hins vegar er innihald Disneyfram- leiðslunnar ákaflega niöurdrep- andi. Annars er það mest áber- andi, við nánari athugun á fram- leiðslu Disneys, að hann gerði ekkert handtak sjálfur, en hafði ótrúlegt lag á að fá aðra til aö starfa fyrir sig. Þaðeralltaf talaö um Disney og verk hans. Þetta er mesta firra. Hann hefur ekki gert neitt af þessu sjálfur. Afturámóti varð öll vinna i fyrirtækinu að verkum Disneys. Þetta breyttist ekkert við dauða hans. Eftir 1927 dregur hann ekki linu. Hæfileikar hans leyndust hins vegar i þvi að fá gott sam- starfsfólk. Fyrirtæki hans var segir Þórarinn Eldjárn um nýju kvæðabókina sína, Disneyrímur rekið eftir hákapitaliskum að- ferðum. Eitt klassiskt dæmi um það er hvernig hann fór meö teiknarann Carl Barks. Barks var einn besti teiknari Disneys, og gerði stórsnjallar myndasögur af Andrési Ond og félögum. Fólk tók fljótlega eftir þessum sögum og menn tóku að spyrja um þennan frábæra teiknara og söguhöfund. Disney fékk þá sérstakt starfs- fólk, sem gerði ekkert annað en að koma i veg fyrir þaö, aö Barks kæmist að vinsæidum sinum. Hann bjó uppi i sveit og vann þar myndasögur sinar, og Disney greiddi honum 11 dollasa fyrir siðuna, sem hann seldi siðan i miljónatali um allan heim. Walt Disney afhjúpaður I rimum — Hvers vegna valdirðu rfmna- formiö? — Það var þannig, að ég hafði lengi haft hug á þvi, að gera episkt ljðð. Þegar ég var að spekúlera i þessu, komst ég að þeirri niðurstöðu, að rimnaformið væri hentugt, þar sem það er sérislenskt, episkt form. Þetta er eins konar tilraun, hvort hægt sé að nota þessa fornu menningar- hefð. Ég hef talsvert mikið stuðst við eldri rimur, og yrki undir hefðbundum háttum. Þannig hef ég notað mansöngva, sem er ljóð- rænn inngangur að hverri rimu og er 6-10 erindi, og er það frekar stutt miðað við það sem oft var áður. Þá má nefna, að rimur höfðu eitt séreinkenni, en þaö var, aö þær voru ortar upp úr öðrum bókmenntum, eins og t.d. tslend- ingasögunum. Það sama má segja um Disneyrimur, þær eru ortar upp úr fræöibókmenntum, eru eins konar heimildarimur, og ég hef ekki spunnið upp neitt sjálfur. — Nú þykja rimur ekki sérlega góður kveöskapur. Jónas Hallgrimsson veittist t.d. mjög að rimnakveðskap á sinum tfma. — Rimurnar voru oft þannig, aö þær voru mestar aö magni og á siðari timum hafa verið uppi áhöld um gæöi þeirra. Þessi gagnrýni er i raun og veru háö sinum tima, rimurnar urðu einfaldlega að vikja fyrir breytt- um þjóöfélagsháttum. Jónas var boðberi nýrra strauma, og vildi ráðast harkalega á það, sem fyrir var. 1 dag er ekki hægt að fara i þessa gömlu umræðu, það hefur gerst ákveðin þróun. Hins vegar ber að nefna, að vinsældir rimn- anna breyttust ekkert meðal alþýðu manna, þótt menntamenn fettu fingur út i þær. Það voru einnig mörg virt skáld, sem tóku upp hanskann fyrir rimurnar, menn eins og Þorsteinn Erlings- son og Einar Ben. Þorsteinn not- aði formið sjálfur i mörgum kvæðum og lausavisum. Einar Ben orti Olafs rimu Grænlendings undir sléttubandahætti. Sigurður Nordal sagöi reyndar um þessa rimu, að sléttubönd, þótt vel væru gerð, yrðu aldrei neitt nema trúð- leikur. — Eru þinar rimur jafn dýrt kveönar? — Nei, ekki get ég sagt það. Það dýrasta, sem ég kveð i þessum rimum eru hringhend gagaraljóð. —IM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.