Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 12
Tiu íslenskum fulltrúum var boðið í síðasta mánuði á Heimsmót æskunnar á Kúbu. Meðal þeirra var Róska og Dagbjört Gunn- arsdóttir formaður Vin- áttufélags íslands og Kúbu. Dagbjört: Heimsmótið stóð i tvær vikur, frá 22. júli til 5. ágúst. Um 20 þúsund þátttakendur frá tæplega 130 löndum sóttu mótið. Eins og nærri má geta var mikið á döfinni en i megindráttum var fundarhöldum og pólitiskri um- ræðu skipt niður i 5 miðstöðvar, og störfuðu þar nefndir alla daga. Á hverjum degi voru svo haldnir ýmsir stuðningsfundir. Róska: Heimsmótið hófst á heljarmikilli opnun i Olympiu- leikastil, þar sem fulltrúar allra landanna gengu um iþróttaleik- vanginn i Havanna i stafrófsröö. Aftast gengu svo Kúbumenn, gestgjafarnir, en næstsiðastir voru Austur-Þjóðverjar, sem voru siðustu gestgjafar, og þá sovésku fulltrúarnir, en þeir voru i sérstökum heiðri hafðir vegna þess, að i landi þeirra var fyrsta sósialiska byltingin gerð. Fulltrúar ýmissa landa voru i skrautlegustu búningum bæði einkennisklæddir og grimuklædd- ir, og dönsuðu og sungu og hlaust af þessu mikil stemmning Dagbjört: Við ferðuðumst lika um og skoðuðum ýmsa staði. Nokkrir fulltrúar okkar skruppu til Furueyjar, þar sem hið fræga fangelsi stendur, sem byltingar- menn Castros voru settir eftir Mocadoárásina. Eyjan hefur nú verið skirð Eyja æskunnar. Róska: Fyrir utan pólitiska fundi var mikið um alls konar sýningar, Iistaviðburði og iþróttasamkomur. Margar þjóðir voru einnig með eigin sýningar, Kastró heldur lokaræöuna á Kúbanir samankomnir á útisamkomu á Byltingartorginu I Havanna. Stúlkan fremst á myndinni heldur Heimsmótinu. (Ljósm. Róska). á fánum með táknmynd heimsmótsins, en i bakgrunni sést I margra hæða stórt veggspjald af félaga Che. (Ljósm. Róska). „Kúbumenn leggja adal- áherslu á framtídina” þótt við höfum mest séö þær kúbönsku. Þarna var lika mikil kvik- myndahátið, sem hófst á morgn- ana með umræðum um kvik- myndagerðarlist, en sjálfar sýningarnar voru á kvöldin i þremur kvikmyndahúsum, og voru tvær sýningar i hverju bió- húsi. Þarna voru sýndar bæði leiknar myndir og heimilda- myndir frá fjölmörgum löndum. Sérstaklega var þó áhugavert að horfa á myndir frá vanþróuðu þjóðunum, sem manni gefst sjaldan tækifæri á að sjá annars. Þarna voru t.d. myndir frá Palestinu, Alsir, ýmsum löndum Suður-Ameriku og Afrlku og Alsir og Morokkó. Þarna var lika ein mynd frá Chile, sem verður mér sérstaklega minnisstæð: Óðurinn frá Chile eftir Guzmann, og er það heimildarmynd, sem fjallar um valdaránið 1873. Mér fannst það athyglisverðast viö kvikmyndaiðnaöinn i þriðja heiminum, að hann stendur tæknilega á líku stigi og hjá ís- lendingum. Munurinn er bara sá, að þessar þjóöir notfæra sér kvik- myndina. sem skýrandi tjáningarform tilað auka skilning þjóðarinnar á sögu sinni, þjóð- félagsstöðu og sósialiskri baráttu. I umræðunum sem, ég minntist á Róska (Ljósm. IM). Dagbjört Gunnarsdóttir (Ljósm. IM). Þrir Kúbumenn, sem voru tslendingunum innan handar: Túlkurinn Marta, sem er kennslukona á listaháskóla, þá ónafngreindur yfirmað- ur búðanna og loks efnaverkfræðingurinn Carmen, sem veitti islensku sendinefndinni leiðsögu. (Ljósm. Róska). Rœtt við Rósku og Dagbjörtu Gunnarsdóttur um dvöl þeirra á Kúbu nú í sumar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.