Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Þessi unga stúlka sat fyrir framan hina frægu krá I Cohimar-þorpi, þar sem Hemingway svalaOi þorsta sinum, þegar hann vann aO bókinni „Gamli maOurinn og hafiO”. Inni á kránni héngu ljósmyndir úr sam- nefndri kvikmynd og myndir af sjálfu skáldinu. (Ljósm. Róska). Þennan vigalega Kúbumann hitti hópurinn i litlu þorpi, sem heitir Cohimar. Sveöjan, sem þorpsbúinn heldur á, nota Kúbumenn til aö höggva sykurreyr og gras, og beita honum af ótrúlega mikilli leikni aö sögn tslendinganna. (Ljósm. Róska) áöan var hið kapitaliska dreifikerfi vestrænna kvikmynda mikið til umræðu og sýnt fram á hvernig hægt er að nota kvik- myndina i sósialiskum tilgangi gegn þessu dreifikerfi. Dagbjört: Við höfðum mikið upp úr þvi að hitta fólk frá ýms- um löndum. Hinir pólitisku fundir vildu oft fara fram á dálitlu Sameinuðu Þjóðaformi — einum of stifir — og þess vegna fengum við oft mest út úr hinum daglegu samskiptum við fólk. Við bjugg- um i skólabyggingu ásamt full- trúum frá N-Vestur-Evrópu. Þó höfðum við nú minnst aö sælda við Skandinavana. Skemmtilegast var að fara i heimsóknir til CDR — (hverfa- nefndir til varnar byltingunni), en svo nefndust hverfasamtök þau i Havanna, sem buðu heim sendinefndum i ýmis bæjarhverfi höfuðborgarinnar. Okkur var boðið heim til hverfis, sem haföi stúderað tsland sérstaklega. Róska: Já, þarna var meira aö segja sýning um tsland. Búiö var að festa upp myndir af islenska hestinum, og Surtsey og öðru rammþjóðlegu. Heljarmikið fiskinet hékk uppi og tengdi sam- an myndirnar. Við vorum svo spurð spjörunum úr um land og þjóð og allir fulltrúarnir látnir segja frá starfi sinu og aðstæöum á tslandi. Dagbjört: Þarna dönsuðu og sungu litlar stúlkur til heiöurs okkur, og sem betur fór hafði Mál og menning gefiö okkur nokkrar- bækur um tsland, sem viö gátum fært þessu heiöursfólki i þakk- lætisskyni fyrir móttökurnar. Róska: Þaö er yfirleitt mjög auövelt að komast i samband við Kúbumenn. Alls staðar sem viö komum, gaf fólk sig á tal viö okkur, og sérstaklega voru börnin i kringum okkur og vildu fræöast um, hvaöan viö vorum pg hvaöa mál viö töluöum. Dagbjört: Börnin eru eiginlega uppistaöa þjóöarinnar. Tekist hefuraö mestu að koma i veg fyr- ir barnadauða, sem var geigvæn- lega mikill fyrir byltingu, og ólæsi er nær algjörlega búiö aö útrýma. Engu aö siður hefur eldra fólk, þótt þaö hafi lært aö lesa og draga til stafs, ekki haldið áfram menntun sinni, og getur þvi talist litt menntaö. Börnin hafa hins vegar fengið fulla menntun frá byrjun, og þvi má segja, aö ávextir byltingarinnar þroskist fyrst að öllu leyti meö þeirri kyn- slóö. Róska: Þó byltingin hafi veriö gerö á Kúbu, má þó segja aö þaö eimi eftir af gömlum ihaldssöm- um hugsunarhætti. T.d. er langt I land i jafnréttismálum. Staöa konunnar er enn hefðbundin i þjóðféiagi Kúbu. Viö hittum marga karlmenn þar, sem ekki gátu hugsað sér aö konan ætti að vinna úti, og enn siöur hugsað sér aö vinna sjálfir heimilisverk. Einnig eru lög á Kúbu, sem banna konum ýmsa erfiöisvinnu. Dagbjört: Já, segja má að Kúba sé þróunarsamfélag, og þaö er enn iangt i hiö fullkomna kynjajafnrétti. En sérstaklega þótti mér það aðfinnsluvert, aö ýmsir karlmenn, sem viö rædd- um við, neituðu að vandamálið væri til. Þeir könnuðust ekkert við neitt kynjavandamál margir hverjir. Og það ér gefið mál, aö á meðan vandamál eru ekki viöur- kennd, verða þau ekki leyst. En ég vil gjarnan minna á orð Kastrós i lokaræðunni sem hann hélt á Heimsmótinu, þar sem hann benti á, að leggja veröur aö- aláhersluna á framtiöar- hyggjuna, og verkefnin sem framundan eru. Viö megum ekki gleyma þvi þegar við gagnrýnum ýmsa þjóöfélagsþætti að bylting- in á Kúbu er ung. —IM itt skipti — tíOr'fS Rörin þola öll þau efni (sýrur og basa), sem eru í jarðvegi. Samsetningin (með gúmmíhring) er einföld, fljótunnin og algjörlega þétt. Margar lengdir, allt að 5 m. Slétt yfirborð innan í rörunum veldur litlu rennslisviðnámi. Rörin eru létt og auðveld í meðförum. PVC grunnaplastið endist og endist. Það fæst í byggingavöruverslunum um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.