Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 gætum auðvitaö steypt öllum býlum á Islandi saman i nokkur stórbu sem framleiddu allar nauösynlegar búsafuröir fyrir landiö. En meö slikum búskap héldist ekki lengur dreifö byggö á Islandi, sveitabúskapurinn einsog viö þekkjum hann i dag myndi hverfa og meö honum sú islenska lifsmenning sem hefur verið liísakkeri þjóöarinnar. — Uröuð þiö afskiptir á einhvern hátt sem þóttuö rót- tækir á þessum dögum? — Minn pólitiski ferill var svo litill nema þátttakan i Kommúnistafélaginu á sinum tima. En ég var náttúrulega stimplaður algerlega ófor- betranlegur um hrið og galt þess á stundum. Ég átti oft erfitt með að ná tiltrú manna af þeim sökum og það kom mér illa, t.d. viö að fá jarönæði og lán til bús- auka. Þó verð ég aö segja aö sá maður sem ég sótti mest undir, Þorsteinn Jónsson kaupfélags- stjóri á Reyöarfirði, feyndist mér ævinlega vel og bar til min fullt traust. — Þaö hefur margt breyst síö- an Kommúnistafélag Eiöaþing- hár var upp á sitt besta. Hvað finnst þér um pólitikina i dag? — Ómengaöir kommúnistar eiga litlu fylgi að fagna nú á dögum og Alþýðubandalagið er aö vissu leyti ekkert nema krat- ismi númer tvö. En sigur þess er auðvitað góður og það er alveg vist að mikið af fylginu vill róttækar aðgerðir þvi hver hugsandi maður sér að þetta stefnir beina leið til helvitis varðandi þjóðfrelsi okkar og þjóðartilveru. Það sem skiptir höfuðmáli er að einangra og uppræta arðræningjana — af- ætulýðinn. Þeir eru mannlifinu hættulegri en fjallarefur i fjár- hjörð. — Þú vilt þá efla Alþýðu- bandalagið til góöra verka? — Já, þeir hafa átt sinn kjarna i verkalýðsmálum og eru nú að snúa sér að málefnum bænda, sem betur fer vil ég segja. Þeir eiga góða menn hér i kjördæm- inu, einsog hann Helga sem er mikill ágætismaður. Lúðvik þekki ég aftur minna, við höfum ekki spjallað saman nema i ör- fáar minútur og þá fann ég strax að við áttum ekki saman i öliu, enda urðum við ásáttir um að ræða málin siðar i góðu tómi. Ég læt sem sagt ekki hræra i hausnum á mér einsog grautar- potti. Snjallastur allra hér eystra er þó Bjarni Þórðarson ritstjóri Austurlands. — Hvað fannst þér um frammistööu Framsóknar I kosningunum siöustu? — Framsókn fékk nú alveg sérstaklega æskileg úrslit. Þeir sjá þarna svart á hvitu að rót- tækir samvinnumenn og einlæg- ir hernámsandstæöingar vilja ekkert með þá hafa lengur. Meginhluti flokksins hefur verið alWróttækur, en það eru þessar gorkúlur ofaná' sem eru búnar að spila rassinn úr buxum Framsóknar. A sinni tið hafði ég mikla samúð með Framsóknar- flokknum en nú er þetta allt annar hattur. — Hvaö með hægri flokkana? — Uss, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkurinn eru náttúru- lega eitt og sama eplið. Og það er vitað mál, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur beinlinis stuðl- að að þvi að ljá fylgi sitt yfir á Alþýðuflokkinn bara til að eiga hækjuna visa. — En hvernig list þér annars á þróunina i heimspólitikinni? — Mér list nú ekki vel á þró- unina, t.d. i Kina, þ.e. þá menn sem þar eru sestir að völdum. Ég held aö blessaðir Kinverj- arnir hafi krossfest sinn krist þegar þeir einangruðu frú Maó. Hún var önnur hönd manns sins og átti drjúgan þátt i starfi hans og stefnu. Nú er hún úthrópuð likt og Stalin á sinni tið. Almennt sýnast mér ljótar blikur á lofti, og eigi mannkynið einhverja framtiðarvon, þá er það kommúnisminn. Auðvalds- pressan er sterk og sleppir engu með góðu. Allt bendir til þess að hún i örvæntingu sinni gripi til þeirra aðgerða er splundrað geta jarðkúlunni. En hvernig sem þeim hildarleik lýkur er eitt vist: filabeinskastalar kapital- ismans verða þá jafnir jörðu. Sjónvarps- kvikmynd eftir „Lilju” Halldórs Laxness frumsýnd í kvöld i sjónvarpi Það gerist ekki á hverjum degi að frumsýnd er ný íslensk sjón- varpskvikmynd. I kvöld veröur þó frumsýnd „Lilja”, en kvik- myndin er byggð á samnefndri smásögu Halldórs Laxness, og gerðu þeir Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson kvikmynda- handritiö, en Hrafn er jafnframt leikstjóri. Efni sögunnar ætti aö vera óþarft að rekja, enda er hún flest- um vel kunn, en Halldór hefur sagtum uppruna sögunnar m.a.: ,,Ég var nýkominn að utan og var til húsa á hóteli i miðbænum um skeið. Þessi saga vaktist upp hjá mér við stöðugar likhrlnglngar úr Dómkirkjunni”. Hlutverk eru i höndum 14 leik- ara en auk þess kemur fifem nokkur fjöldi aukaleikara i smærri hlutverkum. Leikstjóri er sem fyrr sagði Hrafn Gunnlaugsson, en aðstoð- arleikstjóri er Guðný Halldórs- dóttir. Kvikmyndun annaðist Snorri Þórisson, en hljóðupptöku Ekki Jónas heldur Dylan Hvalirnir eru að verða að eftir- lætisdýrum heimspressunnar og listamanna ýmissa þjóða, ef við eigum að taka sænska dagblaðið „Dagens Nyheter” trúanlegt. Ný- lega birti blaðið stutta grein um haustsýningu sænskra lista- manna, sem að öllum jafnaði er haldin i Konungslundinum i Stokkhólmi. Meðal verka gaf á að lita mikla styttu af hval og ef betur var að gáð, kom i ljós, að inn i hvalnum sat maður. „Aha”, hugsuðu lista- gagnrýnendur með sér. „Mynd- höggvarinn hefur náttúrulega bú- iðtil höggmynd um goðsögnina af Jónasi og hvalnum.” Þessu svar- aði sænski listamaðurinn, Anders Aberg neitandi. (Sá sami átti reyndar risa harmóniku i Norræna húsinu i sumar). Hann kvaðst hafa verið á hljómleikum með Bob Dylan i sumar i Gauta- borg, og fundist hann svo déskoti góður. „Þess vegna er þetta Dyl- an en ekki Jónas, sem er inni hvalnum”, sagði listamaðurinn. Þessi mynd var tekin meðan á upptöku „Lilju” stóö. Ljósm. sjónv og hljóöblöndun þeir Jón Þór Hannesson og Marinó ölafsson. Jón Þór Hannesson klippti mynd- ina. Gunnar Þórðarson gerði tón- listina og annaðist jafnframt all- ar útsetningar. Myndin er sýnd I litum og er hálftima löng, en sýning hennar hefst kl. 20.30 og lýkur kl. 21.00. Bókin sem beðið hefur verið eftir Upplýsingar \ um yfir 10 \ þúsund V aðila, yaldrei \ fleiii í komin emni Sparið tíma og fyrirhöfn \ fiettið upp \ í Viðskipti N og þjónustu þar er svarið • Starfsgreinaskrá • Umboðaskrá segir þér h verjir g eta hugsan- með yfir 4000 umboð á tslandi lega boðið þér það sem þú leitar að hverju sinni. • Kort sýna þér hvar viðkomandi er sta ðsettu r. • Skrá yfir islensk sendiráð og 160 • Aðalskrá ræðismannsskrifstofur erlendis v eitir u pplýsingar um heimili, sima, nafn o.fl. Uppsláttarrit fyrir alia jafnt fyrirtæki, sem einstaklinga • Söiuskattsnúmeraskrá ásamt nafnnúmerum. • Útflyt jendaskrá A Ð 11T TV' U/T7 Pósthólf 669, Sími 83205, Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.