Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Nú var tekiö aö hanna mannvist þar i neöraog voru margir fegnir aö geta nú loksins um frjálst höf- uö strokiöog veriö algjörlega ör- uggir. Varnarsamningur var geröur viö Bandarikjamenn, sem hétu N JB fullkomnum vörnum og þótti sá samningur mikiö ágæti, þvi aö um þetta leyti var fremur öfriövænlegt i heiminum. Þvi neöar sem dró, jókst hitinn og orka reyndist næg til raf- magnsframleiöslu i stórum stil, auövelt var aö bora eftir aukinni orku i gervi gufu og vatn var nægilegt. Nú fannst stór hellir þarna neöanjaröar og svo reynd-, ust margir fleiri þegar neöar var komiö, svo aö uppgröfturinn varö minni heldur en fyrirhugaö haföi veriö. Skeljalög fundust á 500 metra dýpi, sem reyndust svo mikil, aö ákveöiö var aö stofna sementsverksmiöju, svo aö bygg- ingarefni var á staönum. Rýminu varskiptupp i fjölda hæöa. Þarna skapaöist smátt og smátt land, sem varö mjög eftirsótt af vissum aðilum ofanjaröar. Leitaö var eftir lysthafendum og reyndust þeir fyrst i stað 55.553, en þaö var tala kjósenda sjálfræöismanna þegar óttinn viö yfirvofandi árás Rússa var sem mestur i landinu. Byggö tók nú að myndast i stór- um stil, fjöldi manna flutti niöur. Hraöbrautir voru geröar, bila- eignin jókstvið fullkomnar sam- göngur og reyndust vegalengdir litlu skemmri en tvöfaldur hring- vegur umhverfiö landið ofanjarö- ar. Hraöbrautirnar voru skipu- lega hannaöar og allar steyptar, bilabióum var komið upp og sjoppur voru fjölmargar. Sjoppurnar og bilabióin voru vitaskuld rekin af oliufélögunum; nú voru þau ekki þrjú heldur niu. Glöggir athafnamenn höföu feng- iðný umboö og stofnuðu hér útibú vel rekinna alþjóðlegra oliufé- laga. Þessi nýju fyrirtæki juku fjármagnsmyndunina, atvinnuna og tilbreytni þjónustunnar. Stjórnunarfélag Islands átti hér nokkurn hlut aö máli, með aukn- um áhrifum þess félagsskapar og skynsamlegum uppástungum þess vikkaði athafnasvið frjálsr- ar samkeppni aö mun. Bilabióin urðu ákaflega vinsæi og undu mennsér i fritimum sinum viö að aka út um hraðbrautirnar meö fjölskyldu sinni og fara i bió milli þesssem horft var á fagurt lands- lag og hvilst i sjoppunum og borð- aðir hamborgarar og drukkiö kók. Siöan voru sólarlönd útbúin, þar sem fólk gat legið á baðströnd og horft út á málað blátt hafið og látiö sig dreyma um viöernin úti i hafsauga. Sterk gervisólin gerði fólk brúnt og ekki var langt að fara, aðeins i gegnum þær ágæt- lega reknu ferðaskrifstofur sem leigöu mönnum lúxus-gistihús og baðströnd fyrir hæfilega þóknun. Þarna skein sólin lika nótt og dag. Atvinna vár yfirdrifinhandaöllum og verksmiöjubúskapur sá Ibúun- um fyrir nægri fæöu. Hvatar- og magnáburöur var nýttur og upp- skeran varö margföld á viö þaö, sem geröist ofanjaröar. Markaö- urinn fýrir þungt vatn og ýmis eiturefni varlengivel stöðugur og eins og einn af frumkvöölunum sagði: ,,Hér er framtiöarriki þjóðhollra íslendinga”. Reykurinn úr hinum mörgu verksmiöjum var nýttur til eitur- efnaframleiöslunnar. Mikill kippur kom i niöurflutn- inginn þegar Frambjóöendakór sjálfræðismanna ákvaö að fara niöur og festa sér þar iand og hefja atvinnurekstur. Mörgum þótti þaö fögur sýn, þegar Fram- bjóðendakórinn hélt áleiöis niöur I NJB, syngjandi og glaður I bragöi. A áratug skapaöist þarna riki i rikinu, meðaltekjurnar voru helmingi hærri heldur en ofan- jarðar og vinnutiminn einnig helmingi lengri, þarna höfðu menn allt, fólk gat ekiö hundruð kflómetra eftir steyptum hrað- brautum og voru akstursgang- arnir skreyttir með fögrum landslagsmyndum, svo þetta var eins og aö aka um fagurt lands- lag, baöstrendur sólarlanda biöu bak við næstu dyr og skemmti- staöir og glæsileg veitingahús voru á hverju strái. Sport var iðk- að af miklum krafti, bilasport, sandspyrnukeppni og rally og i hvert sinn sem ný tegund bila eða hraðbátasports var tekin upp i Bandarikjunum var tekið að stunda sömu grein i NJB. Neðanjarðarvötnum var komiö upp og þar blómgaöist seglbáta- og hraöbátasport, gerö var eftir - likingaf ósum Elliöaárog þar var komiö upp höfn fyrir sportsigl- ingamenn, stórkostlegir blásarar voru notaöir viö siglingasportiö. Þaö sem gladdi marga fyrrver- andi eldri borgara höfuöborgar- innar var aö Tjörnin var sköpuö aftur I sinni nákvæmu frummynd, þarna niöri, og ekki gleymdu for- ráöamenn fuglunum, þarna voru endur og þýskir svanir og kriur, en þaö þurfti aö blinda þær og lama vissar hreyfitaugar þeirra til þess að þær gætu setiö þarna i hólmanum, gömlum höfúöborg- arbúum til yndisauka. Þegar frá leiö mátti sjá ibúana ganga með börn sin niður aö tjörninni meö brauöpoka og strá brauömylsnunni og kalla bra bra, og endurnar og blindar kriurnar komu og nutu vistanna. Ekki má gleyma veiöisvæðun- um i' rýminu. Þaö voru útbúnar heiðar og mýraflákar, reyndar nokkuö takmörkuð aö viðáttu. Siöan voru keyptar endur og hænsnfuglar, sem voru ekki leng- ur nýtanlegir til eggjafram- leiðslu og sleppt á heiöarnar og svo hófst veiöitiminn. Áhugi á veiðiskap var mjög almennur og flestir sportmennirnir kusu held- ur aö veiöa niöri heldur en aö veiöa ofanjaröar, þeir virtust yfirleitt hæfa mun betur bráöina i neðra. Laxaklak var hafiö i neöanjarð- ar-ánum, svo aö þeir sem áhuga höföu á laxveiöum uröu ekki af- skiptir þegar timar liöu. Sumir Bandarikjamenn sem komu, sögöu ibúunum til mikillar ánægju, að þeim findist eins og þeir væru komnir heim til sin, þetta væri svo likt. Og svo var þarna endalaus vinna og allt næturvinna, sam- kvæmt ofanjaröartaxta, þvi aö skipting i dag og nótt var ekki fyrir hendi þarna og nætur- vinnutaxtinn var hæstur. Verk- takar höföu úr nógu aö moöa, endalaus útboö. Niöurlag i næsta sunnudagsblaöi. Dömur athugið! Námskeið hefst 4. september. Leikfimi, dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinn um í viku. Sturtur, sauna,, ljós, sápa, shampoo, olíur og kaffi innifalið í verði. Vigtað í hverjum tíma og megrunarkúrar. Nudd eftir timana og sér eftir pöntunum. Tíu tíma nuddkúrarán leikfimi. innritun í síma 86178. Ath. Karlatímar í leikfimi á föstudögum. Opið í nuddi og sauna fyrir karlmenn alla föstudaga frákl. 4 5.00. Innritun í síma 86178. \Simi42360-86178.1 Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 heima daglega íslenskt rúgkex med smjöri, osti, (t.d. kúmenosti )> kæfu eda eggi og síld. Berdu þad saman vid hrökkbraud til sömu nota og vittu hvort hefur vinninginn. KEXVERKSMIÐJAN FRON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.