Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir BREF úr Vestur-Húnavatnssýslu Kæra Kompa! Ég sendi að þessu sinni ferðasögu. Ég fór þessa öræfaferð dagana 29.-30. júlí með Alþýðubanda- laginu i Norðurlands- kjördæmi vestra. Seinast sendi ég lýsingu á skólanum minum, (Laugabakkaskóla), og ef ég mætti koma með tillögu ættu krakkar að senda lýsingu á sveitinni sinni. Mér finnst ekki gaman þegar rætt er við krakka — ja, það mætti t.d. vera lítil lengja með myndum af ýmsu og spurning vikunnar í Kompunni þar sem rætt er við krakka, bæði krakka úr Reykjavík og fréttir af islenskum at- burðum. Ég ætla að halda áf ram að skrifa í Kompuna þó ég eldist. Vertu sæþKompa, Þórhildur. Pórhildur sendi þessa failegu klippimynd. Þaðer skaði að ekki skuli hægt að prenta hana i lit, þvi hún er mjög skrautleg. utan af landi. Annars blaðið eða Kompuna, finnst mér allt í lagi með nema það vantar fleiri Kompan þakkar kær- lega fyrir þetta greinar- góða bréf og tillögur Þórhildar eru vel þegnar. Þið eigið einmitt að láta skoðanir ykkar koma f ram; til þess er Kompan. Þið eigið líka að halda áfram að skrifa í blaðið okkar, Þjóðviljann, þegar þið verðið stór. Hópurinn úr Norðurlandi vestra. Laugin á Hveravöllum. Konurnar, sem eru I lauginni heita Margrét Guðmundsdóttir, og Þórunn Theodórsdóttir. Þær eru báðar úr Alþýðubandalagi Kópavogs. og svo var keyrt í Þjófa- dali og tjaldað og matast, en þá var klukkan líka orðin sjö að kvöldi. Nú var ýmislegt skoðað og teknar myndir. Þarna sáum við Hrútafell. Seinna um kvöldið var byrjað að syngja og dansa, enda voru tvær harmónikkur og gítar með í ferðinni Það var líka mikið sungið og spil- að og svo var kveikt bál. Síðan tíndist f ólkið smám saman f bólið, en margir héldu áfram að spila og syngja fram á nótt. Um morguninn, þegar búið var að borða, voru tjöldin felld og fólkið fór að koma sér í rúturnar, þó var fyrst tekin mynd af fólkinu, sem var í ferðinni, úr Norðurlands- kjördæmi vestra, en Kópavogsbúar, Hver- gerðingar og Selfyssing- ar voru með á Hveravöll- um. Þeir höfðu komið þangað í rútum. Nú var haldið á Kerl- ingarfjöll. Þar sáum við Gýgjarfoss. Loks kom- um við í Hveradalina. Á leiðinni til baka var kom- ið við i skóla Valdemars örnólf ssonar. Þar var áð. Nú var dregið í happa- drættinu. Vinningarnir voru þessir: Ostur, þrjár peysur frá Hvamms- tanga og sex síldarpakk- ar frá Siglufirði. Þá var komið að heim- ferðinni, og þó ætti að keyra beina leið var nú samt stansað hjá styttu Geirs ZoSga og hring- sjánni þar. Um niuleytið komum við í sjoppuna hjá Löngumýri. Þar skildu leiðir.Rúturnar þrjár með Skagstrendinga, Blöndós- inga, Sauðkræklinga og Siglfirðinga og fólkið úr sveitunum héldu að Svart árbrú, en okkar rúta, sem kom frá Hvammstanga, hélt út og f ram dalinn og svo heim. Við vorum heppin með veður allan tímann, en þó komu smáskúrir á Hveravöllum, og það var rigning um kvöldið í Þjófadölum. Ég gleymdi að geta þess að við sáum ögmund, Snækoll og Loðmund, en þeir eru í Kerlingarfjöllum. Senni- lega hefði ég ekki vitað helminginn af öllum þessum örnefnum, ef mjög fróður ferðamaður hefði ekki setið við hlið- ina á okkur mömmu. Þeir sem aldrei hafa farið í svona skemmtilega ferð ættu að nota næsta tæki- færi og skella sér. Þórhildur Jónsdóttir Bjarghúsum Vesturhópi Vestur- Húna vatnssýslu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.