Þjóðviljinn - 31.08.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 31.08.1978, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmludagur 31. ágúst 1978 ■"".i »//, AÐ ÞROSKA, ÞJÁLFA HUG HENDUR OG Eins og sagt var frá i Þjóðviljanum á laugardag- inn voru í siðustu viku um 400 starfandi kennarar í endurmenntun á nám- skeiðum, sem voru haldin á vegum Kennaraháskóla íslands. Þegar Þjóðviljamenn litu inn á mynd- og hand- menntarnámskeið, sem fram fór í Ármúlaskóla, urðu á vegi blaðamanns þeir Þórir Sigurðsson, námsstjóri í mynd- og handmennt, og Júlíus Sigurbjörnsson, \ sem er í starfsnefnd mynd- og handmenntar. Þeir sögðu að námskeið sem þetta hefði verið ár-- legur þáttur i endurmennt- un kennara, síðan 1972. Mynd- og handmennt er sam- þætt námsgrein sem felur i sér hannyrðir, smiði, teiknun og vefnað, sem nú er tengdur áður- nefndum greinum i samræmdu námi i 1. og 2. bekk og er sérstök valgrein i 7.-9. bekk grunnskóla. Ástæðan fyrir þvi að áðurnefndar greinar fá sameiginlegt heiti, er sú að þær eru á margan hátt mjög skyldar, hafa sömu heildarmark- mið og styðja hver aðra. Markmid kennslunnar Draga má markmið mynd- og handmenntarkennslu i nokkra meginþætti. Að þroska og þjálfa hug og hendur nemandans til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu i margskonar efnivið með viðeig- andi vinnubrögðum. Að efla hugmyndaflug, sköp- unarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemandans. Að stuðla að þvi að nemandinn tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái að þeirri hæfni að verða sjálfbjarga i verki. Að vekja, hlúa að og efla áhuga nemandans fyrir nytsömu þrosk- andi tómstundastarfi. Skólaárið 1978-1979 er i fyrsta skipti gert ráð fyrir að mynd- og handmenntakennsla fari fram i öllum skólum landsins, i 1. og 2. bekk. Þeir bórir og Július sögðu, að námskeið sem þetta hefði geysi- mikla þýðingu, bæði fyrir kenn- arana og skólastarfið sjálft. Félagslegi þátturinn væri mjög mikilvægur, þvi menn frá mis- munandi landshlutum hittust, kynntust mjög mismunandi við- horfum og kynni sem þessi vektu upp stéttarlega samkennd. Breytingin i skólastarfinu er slik að nauðsynlegt er fyrir kennara að koma á námskeiö, þvi annars dregst hann aftur úr fyrr en varir. Fjölbreytt námskeiö A námskeiðinu i Armúlaskóla voru um 200 manns, og voru námsþættirnir alls fimm, en litil- lega verður fjallað um hvern fyrir sig. Mynd- og handmenntarnám- skeið kennara 1. og 2. bekkjar grunnskóla sóttu um 50 manns. Þar voru námsþættir smiöi, vefn- aður, leikmótun, frjáls saumur, teiknun og málun. Þátttakendur voru látnir gera kennsluáætlanir. umræður voru um skipulagningu kennsluhúsnæðis og aðstöðu til mynd- og handmenntakennslu. A námskeiðinu i málmsmiði voru um 30 kennarar af báðum kynjum. Þar var unnið i fyrsta skipti úr áli. Alið er nýjung á þessu sviði, og virðist ætla að gefa mjög góða raun. Það er gott að forma það, og beita má aðferðum sem hverjum best likar við vinnslu þess. Einnig er ýmsum hlutum, sem venjulegast er hent, svo sem niðursuðudósum, breytt i listaverk, eða nýtilega hluti t.d. öskubakka. Útsaumsnámskeiðið sóttu rúm- lega 60kennarar. Þar voru ýmsar nýtiskulegar útsaumsaðferðir kenndar, og hefðbundnum að- ferðum beitt á nýjan hátt. Einnig var þar kennd munsturgerð. Um 30 sóttu námskeið i mynd- mótun. Þar var unnið úr hinum fjölbreytilegustu efnum m.a. við sköpun þriviðra mynda. Jarðleir, sandsteinn, pappamassi, gifs og fleiri efni fengu á sig ýmsar kynjamyndir. Námskeið i vefnaði sóttu tæp- lega 20. Vefnaður er valgrein i 7.— 9. bekk og þáttur i mynd- og hand- menntarnámi i 1. og 2. bekk. Vefnaðarkennsla hefur aukist mikið i grunnskólum á siðustu ár- um. Má i þv- sambandi geta sýningar sem þessa dagana stendur yfir á Kjarvalsstöðum og ber yfirskriftina „Börnin vefa”. Áhugi mynd- oghandmennt- arkennara er mikill, eh kennslunni er þröngur stakkur skor- inn í skólakerfinu Viðmælendur okkar ráðlögðu fólki eindregið að fara og sjá þessa sýningu, þvi hún væri allrar athygli verð. Nauösynlegt að fylgjast vel meö Er við gengum um Ármúlaskól- ann undir leiðsögn bóris og Júli- usar tókum við nokkra kennara- nemendur tali. Fyrst var á vegi okkar Steinunn Ingimundardóttir kennari við Digranesskóla i Kópavogi. Hún sagðist fara mjög oft á námskeið, annað hvert ár að minnsta kosti. — Námskeið hefur mjög mikið gildi fyrir okkur kennarana, þvi alltaf er eitthvað nýtt að koma i greinina. Það er nauðsynlegt fyrir kennara að fylgjast vel meö, þvi annars staðna þeir, sagði Steinunn að lokum. 1 útsaumsstofunni hittum við Helgu Garðarsdóttur kennara við Stóra-Tjarnarskóla, Ljósavatns skarði. — Siðastliðin þrjú ár hef ég farið á námskeið, en árin þar á undan fór ég á tveggja til þriggja ára fresti. Ég er mjög ánægð með námskeiðið, maður kynnist nýj- um félögum og lærir mjög mikið, þvi leiðbeinendurnir eru mjög hæfir. Það ættu allir kennarar að sækja námskeið sem þetta, svo þeir einangrist ekkij sagði Helga. Ætla aö breyta miklu — Þetta er i fyrsta skipti sem ég fer á námskeið, sagði Ólafur Eggertsson kennari við Barna- skólann Hamraborg Berunes- hreppi. — Ég er eini kennarinn við skólann svo að maður verður að fylgjast með i öllum greinum. Námskeiðin eru ákaflega góð. leiðbeinendur mjög hæfir, og opna manni nýjar brautir. Ég hef haft mikið gagn af þessu, og ætla að breyta kennsluaöferðum mik- ið, svo ég geti gefið minum nem- endum innsýn i það sem ég hef lært. Það vantar, finnst mér, sameiginlega innkaupastofnun fyrir grunnskólana, þar sem maður gæti fengið efni og tæki til kennslunnar, sagði Ólafur að lokum, þar sem við hittum hann við nám sitt i málm- smiðinni. 1 lok námskeiöisins var haldinn fundur með leiðbeinendum og þátttakendum, þar sem m.a. var rætt um nauðsyn þess að stofna félag mynd- og handmenntar- kennara. Komiö veröi á fót innkaupastofnun og námsstjórn A fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar. Fundur haldinn á námskeiði mynd- og handmenntarkennara ályktar að nauðsyn beri til aö Konur voru engir eftirbátar karlanna við smfðarnar. I -Wím. Leir er al|taf vinsælt viðfangsefni. mynd- og handmennt verði tekii; upp i kjarna menntaskóla og fjölbrautaskóla. Komið verði á fót sérstakri ihn- kaupastofnun, er annist öll kaup á efni og tækjum fyrir mynd- og handmenntargreinar i islenskum skólum, og verði námsstjórar i mynd- og handmenntargreinum ráðgefandi um slik efniskaup. Fundurinn skorar á mennta- málaráðherra að koma nú þegar á fót námsstjórn i mynd- og hand- mennt, er nái yfir framhalds- skólastig allt að háskólastigi. Mynd- og handmenntarkenn- arar eru ákaflega óánægðir með þá timaskerðingu, sem er oröin viða i grunnskólum landsins i mynd- og handmenntargreinum, þar sem kennslutimum fjölgar ekki i samræmi við aukinn nem- andafjölda og námsefni. Timaskeröingu mótmælt Mynd- og handmenntarkenn- arar harma að itrekaðar tilraunir á leiðréttingu þessara mála hafa ekki borið árangur. Þeir minna á, að i nýútkominni námsskrá i mynd- og handmennt er námsefn- ið i hannyrðum og smiði miðað við tvær kennslustundir vetrar- langt á nemanda. Mynd- og handmenntarkenn- arar vilja þvi undirstrika að áðurgreind timaskerðing á engan rétt á sér, og skipting nemenda i hannyrða- og smiðanámi er ekki timabær, fyrren timum hefur verið fjötgað um helming. Litiö inn á 200 manna endurmenntunarnámskeið í Armúlaskóla Fiinmtudagur 31. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Áhyggjur af sprengjufarmi frá síðari heimsstyrjöld LONDON, 29/8 (lteuter) — Skips- flak sein legið hefur við árósa Thames frá siðari heimsstyrjöld veldur inörgum Hretum áhyggj- um. Skipið 7000 tonna bandarlskt vopnaflutningaskip, var á leið til Cherbourg i Krakklandi með 2.893 tonn af sprengjum þegar það sökk árið 1944, og óttast menn að þær kunniaðgera nokkurn óskunda ef þær spryngju. Sprengjuserfræðingur að nafni l)avid Cotgrove hefur bent á að sprengjurnar séu vatnsheldar og innihaldi auk þess TNT sem helst virkt þrátt fyrir að það blandist vatni. I timariti lögreglunnar segir að farmurinn sé enn mjög hættuleg- ur. Hingað til hafa bresk yfirvöld þó veigrað sér við að hrófla nokk- uð við flakinu. Nú er það óðum að falla saman, en mastriö stendur upp úr yfirborðinu og er vel þekkt leiðarmerki. Skipsflak þetta liggur i tveggja kilómetra fjarlægð frá bænum Sheernessog fáeina kilómetra frá stórri oliuhreinsunarstöö á fjöl- farinni oliuflutningaleiö. Ef flakið yrði fyrir farartækjum sem fram hjá fara eða skemmdarverkum, þannig að sprengjurnar fuðruðu upp, er hætta á að nærliggjandi svæði yrðu hörmulega útleikin. Timarit lögreglunnar leggur til að allt fólk verði flutt frá svæðinu og siðan gæti floti hennar hátign- ar annab hvort sprengt flakið eða fjarlægt sprengjurnar. Arið 1973 ályktaði varnarmála- ráðuneytiöaöof hættulegt væri að hreyfa við farminum og byggöi það á rannsóknum sem gerðar voru. Nú er ætlunin að kanna á ný hvort mögulegt sé að fjarlægja sprengiefniö. Faderni frægra lista- verka dregið í efa LONDON, 29/8 (Reuter) — Að minnsta kosti fjórtán málverk og skissur sem eignaðar haf a verið breska listmálaranum John Constable eru nú talin vera verk sonar hans. Daily Telegraph hef ur þetta eftir tveimur sérfræðingum. Sonurinn Lionel sem sagður er eiga heiðurinn af verkunum fæddist árið 1828 og var þvi niu ára gamall þegar faðir hans dó. Hann var einnig listmálari eins og faðirinn fram til ársins 1855, en þá á hann að hafa misst áhugann. Auk hans átti John Constable þrjá aöra syni og eina dóttur sem einn- ig fengust við málun. Verkin sem um er að ræða seldu barnabörn Johns Constable á árunum 1880- 1924 en er þó haldið að seljend- urnir hafi verið alls óafvitandi um raunverulegan höfund verkanna. Jafnvel er haldið að fleiri verk sem hingað til hafa verið eignuð John Constable séu ekki eftir hann heldur eftir ættmenni hans. Verk þessi eru á söfnum i Bret- landi, Bandarikjunum og Þýska- landi. Daily Telegraph hefur eftir listfræðingi i London aö hugsan- lega séu mörg verk eignuð John Constable gerð af börnum hans og það gæti tekið heilan mannsaldur að komast til botns i þeim rugl- ingi. IDAHO FALLS 29/8 (Reuter) — Lögreglan i Idahofylki leitar nú dyrum og dyngjum að dularfull- um manni sem krotaði með. sápu á spegil i hótelherbergi „Forset- inn mun deyja á fimmtudaginn”. 1 morgun fékk hún liðsauka þvi aö bandariska leyniþjónustan slóst einnig meöileitina.Carter forseti er nú i sumarleyfi i vesturfylkjum Bandarikjanna og á hann að fljúga frá Idaho Falls til Was- hington á morgun, miðvikudag. Það var hótelþerna sem upp- götvaði þessa dularfullu áletrun, og sagöi hún i sjónvarpi aö maöur einn hefði krotað hana á spegil og hengt mynd af Carter viö hliðina, en þegar að honum var komið hefði hann slegið hana i kollinn með byssuskefti og lagt á flótta. Lögreglan sagði fréttamönnum að einu vegsummerkin sem hún hefði fundið væru brunagat á rúmdýnu, og kann leitin að þess- Carter. um grunsamlega krotara þvi aö revnast erfið. Dularfull áletrun Jaröýtu beitt á fornminjar BRUSSEL 29/8 (Reuter) — Vega- gerðarmenn i Suðaustur-Belgiu fundu leifar af rómverskri höll, en fornminjaverðir náðu ekki að bjarga þeim frá jaröýtum. Gerard Lambert vörður i forn- minjasafni á þessum slóðum sagði blaðamönnum að hann heföi fariö á staðinn á laugar- daginn ásamt hópi nemenda i fornleifafræöi og hefði þeim rétt tekist að teikna uppdrátt af höll- inni áöur en vegagerðarmennir- nir réðust á hana með jarðýtum sinum og máðu burt öll vegsum- merki um hana.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.