Þjóðviljinn - 11.10.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 11.10.1978, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudaf<ur 11. október 1978 Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu Farandsýning og les hringur um Afríku Aðalfundur Baráttu- hreyfingar gegn heims- valdastefnu verður haldinn á laugardaginn, 14. október kl. 14.00 i Fé- lagsstofnun stúdenta. Að sögn Arnar Ólafssonar for- manns samtakanna, er markmið þeirra að fræðast um bakgrunn frétta þeirra sem dynja yfir okk- ur i fjölmiðlum. Fréttir þær sem við fdum utan úr heimi eru yfir- leitt sundurlausar og slitnar úr öllu samhengi. Er þvi erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér grein fyrir hvað raunverulega fer fram. Hlutirnir gerast i mikilli fjarlægð frd okkur og vita fæstir hvers vegna einhver Juan fer i hungur- verkfall i Suður-Ameriku eða hvaða dstæður Hggja að baki þvi, þegar frumbyggjar Ródesiu skjóta d flugvélar stjórnarinnar. Atburöir sem okkur tslendingum eru fjarlægir snerta bræður okkar úti i heimi jafn mikið og far- gjaldahækkun hjá SVR snertir okkur sjálfa. Við erum jafnvel enn ein- angraðri en ndgrannar okkar að þessu leyti, t.d. vegna þess að hér búa engir flóttamenn frá Chile sem miðlað gætu okkur af reynslu sinni. Við verðum aö lesa okkur til um þessa hluti og það oft á miili linanna. t nágrannalöndum Órn Olafsson lormaður Baráttu- hre.vfingar gegn heimsvalda- stcfnu. okkar starfa flóttamenn i baráttunefndum með þarlendu fólki og kemst það þvi f nánari snertingu við atburðina.ekki sist vegna persónulegra kynna við flóttamennina. Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu er þvi ekki samtök sérfræðinga um er- lend málefni, heldur fólks sem fræðast vill um þessi mál. Eitt stærsta verkefni hreyfingarinnar er útgáfa timaritsins Samstöðu, einmitt i þeim tilgangi að miðla þekkingu á þessum málefnum. A fundinum sem haldinn verður á laugardag verður lesin upp skýrsla formanns um starfsem- ina á siðasta ári. og rætt verður um áframhaldandi starf samtak- anna. Til tals hefur komið að halda leshring um Afriku og þá sérstaklega suöurhluta álfunnar, Zimbabwe, Namibiu og Suð- ur-Afriku sem nú er mikið i brennidepli. Sérstakur leiðbein- andi verður og stuðst við greinar sem birst hafa um Afriku i Sam- stöðu. t fyrra var leshringur um Rómönsku Ameriku og er vonast til að grundvöllur verði fyrir öðr- um slikum nú i vetur. Leiðbein- andi hópsins i fyrra var Ingibjörg Haraldsdóttir og verða einnig i vetur leiðbeinendur sem sérstaka þekkingu hafa á málum þeim sem tekin verða fyrir. örn skýrði einnig frá þvi að i undirbúningi væri farandsýning um Afriku, sem sett yrði upp i skólum og öðrum stofnunum. Sýning þessi kemur frá London, og samanstendur hún af áttatiu myndum og textum til skýringar þeim. Vonast er til að fjölmenni verði á fundinum á laugardag og að fólk sem áhuga hefur á þvi sem gerist aðeins lengra i burtu en nef þeirra nær, veigri sér ekki við að mæta vegna fáfræði sinnar um þessa hluti. (E.S.) brosið Visnavinir. Frá vinstri: Gisli Helgason, Jakob S. Jónsson, Guðmundur Arnason og Hanne Juul. Byggðastefna I as Vísnavina Söngferdalag um Austurland Dagana 12.-16. október mun félagsskapurin n Vísnavinir gang- ast fyrir söngferðalagi um Aust- urland. Þarna veröa á ferðinni þau Gisli, lielgason Hanne Juul og Gumundur Arnason ásamt Jakobi S. Jónssyni, en þau munu flytja innlendar og erlendar visur við jafnt eigin tónlist sem ann- arra. Félagsskapurinn Visnavinir starfar um öll Norðurlöndin, og margir þekktir visnasöngvarar liafa fetað sin fyrstu spor á snær- um þess félagsskapar. Má nefna sem dæmi Lillebjörn Nilsen frá Noregi og Cornelis Wreeswijk frá Sviþjóö. Visnavinir hér á landi hafa starfað nú um nokkurt skeið og haldið geysifjölmennar visna- stundir meðal annars i Norræna húsinu, auk þess sem visna- söngvarar, sem i félaginu eru, hafa komið fram viða um land. Það efni, sem Visnavinir flytja er mjög fjölbreytt, og má nefna sigild lög Islenskra tönskálda, stjórnmálakveöskap og grálynd- ar gamanvisur. Þau GIsli, Hanne og Guðmund- ur hafa starfað saman i Sviþjóð og Danmörku og hlutu hvarvetna mjög góðar móttökur. Jakobhef- ur iðkað visnasöng hér á landi um nokkurtskeiö ogflutteigið efni og annarra. Hluti þess efnis sem þau þremenningarnir flytja er einnig frumsaminn. Þvi má skjóta að, að trúlega minnast margir aust- Félagsstofnun stúdenta Ráðstefna i dag kl. 14 hcfst ráöstefna um málefni Félagsstofnunar stú- denta, i tilefni af 10 ára afmæli stofnunarinnar. Káðstefnan verð- ur haldin i Félagsbeimilinu við Hringbraut og er hún ölium opin. Gert er ráð fyrir að fuiltrúar menntamála- og fjárinálaráðu- neytis, Háskóians og Reykjavik- urborgar, auk stúdenta, taki þátt i umræðum á ráðstefnunni. Gylfi Þ. Gislason, fyrrverandi menntamálaráðherra, mun segja frá aðdraganda stofnunar FS og Jóhann G. Scheving, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar segir frá starfsemi hennar i tiu ár. Þá munu þeir Bolli Héðinsson, formaður SHl og Asgeir Daniels- son, formaður stjórnar FS, einnig flytja erindi, og að lokum verða umræður. Ráðstefnunni lýkur eigi siðar en kl. 17. firðingar þess, er þeir bræður, Arnþór og Gisli Helgasynir voru þar á ferð fyrir rúmum tiu árum á vegum Hjálparsjóðs Æskufólks. Vi'snastundirnar, sem haldnar verða f Austfjarðaferðinni verða alls fimm, og verður sú fyrsta i Sindrabæ á Höfn I Homafirði, fimmtudagskvöldið kl. 20.30, en siðan verða þær sem hér segir: Skrúður, Fáskrúðsfirði, föstu- dagskvöld kl. 20.30, laugardag á Eskifirði kl. 15.00, sunnudaginn i félagsheimilinu á Stöövarfirði kl. 21.00 og á mánudagskvöldið i Egilsbúð, Neskaupsstað kl. 21.00. Jarðhæð óskast Höfum kaupanda að 3ja herb. kj. eða jarðhæð t.d. i Vestur- borginni. útb. 11. inilj.. 2ja herb. íbúð óskast Höfum góðan kaupanda að 2ja herb. ibúð á hæð. Sérhæö eða raðhús ósk- ast. Höfum kaupanda að góðri sér- hæð eða raðhúsi i Austurborg- inni. Há útb. i boði. Raðhús óskast Höfum fjársterkan kaupanda að raðhúsi á Seltjarnarnesi. Raðhús í Fossvogi ósk- ast. Höfum kaupanda aö raðhúsi i Fossvogi. Skipti á 4ra herb. ibúð i sama hverfi kæmi vel til greina. Höfum kaupanda að raðhúsi i Norðurbænum i Hafnarfirði. Höfum kaupanda að einbýlishúsi i Garðabæ. Góð útb. i boði. Verslunarpláss óskast. Höfum kaupanda að 40-80 ferm. verslunarplássi sem næst miðborginni. Skoðum og metum samdægurs VONARSTRÆTI 12 simi 27711 Solustjóri; Sverrír Kristfnssan ____SigurAur Ólasov hrl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.