Þjóðviljinn - 11.10.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 11.10.1978, Page 5
Miövikudagur 11. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Innanlandsflug Flugleiða Vetraráætlun gengin í gildi Vetraráætiun innanlandsflugs Flugleiöa hófst hinn 1. október og er nú viðameiri en nokkru sinni. Ólöf Haröardóttir og Magnús Jónsson i hlutverk- um sinum i Kálu ekkjunni. Síðustu sýningar á Kátu ekkjunni Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar á hinni vinsælu óperettu Þjóðleikhússins, Kátu ckkjunni, sem sýnd hefur verið nær 40 sinnum. Næsta sýning er á miðviku- dagskvöldið, næst siðasta sýning á sunnudagskvöld og siðasta sýning föstudaginn 20. október. Sýningin á Kátu ekkjunni er i hópi þeirra söngleikja- sýninga, sem hvað mesta að- sókn hafa fengið i leikhúsinu. Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson fara með aðalhlutverkin, Hönnu Gla- wari og Danilo greifa, en með önnur stór hlutverk fara Ólöf Harðardóttir, Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson. Einnig má benda fólki á, að draga ekki of lengi að sjá sýninguna Mæður og syni á Litla sviðinu, þvi að sýning- um á þeim einþáttungum fer senn að fækka. Sú sýning hefur hlotið afbragðs dóma og undirtektir en það eru þær BrietHéðinsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen, sem fara þar með aðalhlutverk. Alls verða farin frá Reykjavik 82 flug á viku. Til samanburðar má geta þess að brottfarir frá Reykjavik voru 78 á viku sam- kvæmt áætlun i fyrra. Áfanga- staðir eru hinir sömu og áður, þ.e.a.s. Reykjavik, Patreks- fjörður, Þingeyri, ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsa- vik, Egilsstaðir, Hornafjörður, Fagurhólsmýri og Vestmanna- eyjar. Með þessari upptalningu er þó aðeins hálf sagan sögð, þvi i framhaldi af innanlandsfluginu frá Reykjavik flýgur Flugfélag Norðurlands til staða á Norður- og Austurlandi og Flugfélag Austurlands frá Egilsstöðum til margra staða austanlands. Flug- félag Norðurlands flýgur nú i fyrsta sinn áætlunarflug milli Akureyrar og Siglufjarðar en aðrir áfangastaðir eru tsafjörður, Grimsey, Húsavik, Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopna- fjörður og Egilsstaðir. I sambandi við innanlandsflug Flugleiða til Egilsstaða flýgur Flugfélag Austurlands til sjö áfangastaða. Nú er i fyrsta sinn tekið upp áætlunarflug til Breið- dalsvikur, en aðrir áætlunar- staðir eru Bakkafjörður, Borgar- fjörður eystri, Djúpivogur, Vopnafjörður, Hornafjörður og Norðfjörður. Frá Reykjavik verður flogið með Fokker Friendship skrúfu- þotum Flugleiða, Flugfélag Norðurlands flýgur Twin Otter skrúfuþotum og Chieftain flugvél, Flugfélag Austurlands flýgur Piper Navajo og Islander flugvél. Ferðir frá Reykjavik verða sem hér segir: Til Akureyrar verða fimm ferðir á föstudögum, fjórar ferðir mánudaga, fimmtu- daga og sunnudaga, en þrjár ferðir aðra daga, samtals 26 ferðir i viku. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag, samtals 14 ferðir á viku. Til tsafjarðar verða tvær ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum, en ein ferð aðra daga. Samtals 11 feiðir á viku. Til Egilsstaða verða tvær ferðir á Framhald á 14. siöu Háskóla- fyrirlestur Otmar Werner, prófessor i mál- visindum við háskólann i Frei- burg i Vestur-Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur I boði heim- spekideildar fimmtudaginn 12. oktöbcr 1978 kl. 20.00 i stofu 101' i Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Saman- burður á færeysku og islensku máli” og verður fluttur á is- lensku. öllum er heimill aðgang- ur. (Frétt frá Háskóla Islands) SÍLDARtJTVEGSNEFND: Athyglisverö skýring á undirboðum Kanadamanna Síldarverðið þar á s.L ári aðeins fjórðungur af íslenska meðalverðinu 1 sambandi við undirboð Kan- adamanna á saltsildarmörkuðun- um i Evrópu og Bandarikjunum, hefir Sildarútvegsnefnd gert ýmsar kannanir á þvi hvernig Kanadamönnum sé mögulegt að selja saltsildina á svo lágu verði sem raun ber vitni. Endanlegar niðurstöður liggja enn ekki fyrir varðandi nokkur atriði, en ljóst er þó, að meginá- stæðuna má rekja til hins óeðli- lega lága verðs, sem kanadiskar söltunarstöðvar greiða fyrir fersksildina. Samkvæmt samanburði, sem SÚN og fulltrúar stjórnvalda á Nýfundnalandi hafa nýlega gert, greiddu vinnslustöðvarnar vestra á s.l. ári aðeins rúml. fjórðung þess verðsfyrir fersksildina, sem söltunarstöðvarnar hér greiddu. Við þann samanburð var tekið til- lit til útflutningsgjalda á Islandi, en ekki framleiðslustyrkja Kan- adamanna, þannig að hinn raun- verulegi mismunur er enn meiri. Einn liðurinn i könnun Sildarút- vegsnefndar var sá að bera sam- an verð á þorski og sild á árinu 1977 i Kanada og nokkrum Evrópulöndum, þ.á.m. Islandi. Niðurstöður af þeirri könnun leiddu m.a. eftirfarandi i ljós: 1. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lags Islands um aflaverðmæti árið 1977. var meðalverð á fersksild hérlendis kr. 68/89 pr. kg., en á þorski (miðað við óslægðan fisk) kr. 71/36 eða 3,59% hærra en á sild. (Ath. : Útflutningsgjöld, sem i raun- inni eru hluti fiskverðsins, eru i hvorugu tilfellingu meðtalin. Aftur á móti eru greiðslur til stofnfjársjóðs fiskiskipa með- taldar I báðum tilfellum.t 2. I Danmörku var meðalverð á fersksíld sama ár d. kr. 2/76 pr. kg (isl. kr. 91/38) og á óslægð- um þorski d.kr. 3/64 (isl. kr. 120/52) eða 31,89% hærra en á sild. 3. I Hollandi var meðalverð á fersksildárið 1977 h. fl.0/92pr. kg (isl. kr. 74/61) og á óslægð- um þorski h.fl. 1/86 (isl. kr. 150/85) eða 102,18% hærra en á fersksild. 4. Á austurströnd Kanada var á s.l. ári hæst greitt fyrir fersk- sildina á Nýfundnalandi eða 5 kanadisk sent pr. lb. (isl. kr. 20/63 pr. kg ). A sama ári var greitt þar fyrir óslægðan togaraþorsk 12 1/2 sent (isl. kr. 51/59 pr. kg ) eða 150% hærra verð en íyrir fersksildina. t öllum framangreindum tölum er meðalgengi ársins 1977 lagt til grundvallar. f vrstur á slysstað hvað gcrir þú? Getur þú hafist handa og veitt fyrstu hjálp af kunnáttu og öryggi? Hjálp í viölögum getur þú lært í Bréfaskólanum. Þú færö kennslubók Jóns Oddgeirs og sex kennslubréf. II • - i__• X _ I . I ______ 5L> " ‘ og allar helstu nýjungar sem fram hafa komið á þessu sviöi undanfarió. Bréfaskóiinn Suóurlandsbraut 32. 105 Reykjavik. Simi 812 55

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.