Þjóðviljinn - 11.10.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 11.10.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. október 1978 FRÁ SÖNGSKÓLANUM í REYKJAVÍK: Skólastjóri Söngskólans, Garöar Cortes, lengst til hægri, og nokkrir kennaranna. Mynd: Leifur. „Þar, sem söngur sali fyllir” — Það hafði löngum verið áhugamái söngvara að komast undir eittogsama þakið og geta á þann hátt samræmt alla þætti varðandi kennslu I söng, þannig að ekki væri ástæða til að skil- greina á milli söngvara og ann- arra tónlistarmanna, eins og alltaf var gert. Þannig fórust Garðari Cortes, skólastjóra Söngskólans i Reykjavik-orð á fundi, sem hann, kennarar við skóiann og nemendur héldu meö frétta- mönnum i hinum nýju húsa- kynnum skólans sl. föstudag. Söngskólinn tók til starfa i sept. 1973 og var stofnaður samkvæmt þágildandi lögum um tónlistar- skóla og hlaut strax viður- kenningu yfirvalda menntamála. Frá upphafi hefur allt, sem viðkemur söng, verið kennt við skólann: nótnalestur, tónheyrn, tónfræði, hljómfræði, tónlistar- saga og hljóðfæraleikur. Nemendur hafa, undir hand- leiðslu Þuriðar Pálsdóttur, skrifað islenska tónlistarsögu, sem notuð er til kennslu við skólann. Próf frá skólanum eru tekin i tengslum við The Assosiated Board of the Royal Schools of Music, sem sendir, þegar skólinn æskir þess, prófdómara til þess að dæma um árangur kennslu i öllum námsgreinum skólans. Söngskólinn er eini tónlistar- skólinn á íslandi, sem veitir próf, sem eru ótvirætt viðurkennd um allan heim, þar sem farið er eftir alþjóðlega viðurkenndu pröfkerfi. Sl. ár luku 16 nemendur áfanga, sem kaliast 8. stig og veitir inngöngu i væntanlega kennaradeild skólans. Fyrsti prófdómari við skólann var Michael Head, frægt tón- skáld, planóleikari og söngvari, nú látinn: Hann dæmdi V. stig i söng, nemendur 19, 16 náðu prófi. Annar prófdómari var Robin Gritton organleikari, kór og hljómsveitarstjóri. Hann dæmdi V. stig i söng, nemendur 19, 15 náðu prófi, og einnig VI. stig i söng, nemendur 17, -15 náðu prófi. Þriðji prófdómari var Alex Kelly, frægur undirleikari og söngkennari. Hann dæmdi: IV. stig i söng, 4 nemendur, allir náðu prófi. V. stig i söng, 10 nemendur, allir náðu prófi. VI. stig i söng, 12 nemehdur, allir náðu prófi. VII. stig i söng, 16 nemendur, allir náðu prófi. VIII. stig i söng, 2 nemendur, báöir náðu prófi. Fjórði prófdómarinn var John Streets, yfirmaður óperudeildar Konunglega tónlistarskólans i London. Hann dæmdi: IV. stig i söng, 8 nemendur, 6 náðu prófi. V. stig i söng, 12 nemendur, llnáðuprófi. VI. stig i söng, 8 nemendur, 7 náðu prófi. VII. stig I söng, 11 nemendur, 10 náðu prófi. VIII. stig I söng, 13 nemendur, 12 náðu prófi. Sá nemandi, sem ekki náði VIII. stiginu hjá John Street, fór slðar til London og stóðst þar prófið með ágætum. Að loknu 8. stigi er stórum áfanganáð. Þaðgefurnemendum rétt til setu I nýstofnaðir kennara- og einsöngvaradeild en frá stofnun skólans hefur það verið markmið hans að veita nemendum sinum þá menntun, sem þarf til þess að Utskrifast með viðurkennt próf. Nám i þeim deildum tekur tvö ár. Aldurstakmark til inngöngu i skólann er bundið við 18 ár. Ekkert fornám þarf til inngöngu því byrjað er á undirstöðu- atriðum. I haust er gitarkennsla tekin upp við skólann. Kennarar eru nú 23. Nú hafa, með tvennum hætti, orðið þáttaskil i sögu skólans. Hann hefur flutt i eigið húsnæði, norska sendiráðshúsið við Hverfisgötu 45 og rýmist þannig mjög um starfsemina. Jafnframt var hinn 28. sept. sl. stofnað „Styrktarfélag Söngskólans 1 Reykjavik”. Það tekur nú við rekstri skólans og rekur hann sem sjálfseignarstofnun, en hingað til hefur hann veriðrekinn á eigin ábyrgð skólastjórans, Garðars Cortes. Að stryrktar- félaginustanda skólastjóri, kenn- arar, nemendur og þeir aðrir, sem greiða 25 þús. kr. árgjald. Eru þeir þá jafnframt orðnir aðilar að listaklúbbi þeim, sem getið var um hér i blaðinu á laugardaginn. Stjórn Styrktar- félagsins skipa nú: Garðar Cortes, Þuriður Pálsdóttir og Jón Asgeirsson en varastjórn Ólöf Harðardóttir, Margrét Eggerts- dóttir og Guðmundur Jónsson. Skólanefnd er skipuð tveim full- trúum frá Styrktarfélaginu, einum kennara, einum nemanda og einum fulltrúa frá Reykjavikurborg. t mikið stórvirki er ráðist með húsakaupunum. En mikill sam- hugur hefur rikt meðal kennara og nemenda og hefur það leitt til þess að skólinn hefur eflst að styrk og samstöðu með hverju ári. Treystir Styrktarfélagið þvi að stjórnvöld og áhugamenn um tðniist veiti liðsinni sitt og þess er vert að geta, að kennarar skólans hafa gefiö til húsakaupanna upphæð, sem svarar mánaðar- launum hvers og eins. „Þykir okkur vel við hæfi”, sagði Garðar Cortes, ,,að nýr kapituli i sögu skólans hefjist i nýju og glæsi- legu húsnæði”. — Fyrir daga Söngskólans fékkst kennsla I raddbeitingu einkum með þátttöku i kórsöng og með þvi að sækja einkatima, sagði Jón Asgeirsson. Það veitti þó aðeins undirstöðu, sem eftir var að byggja ofan á. Þeir, sem meira vildu læra, urðu að sækja þaðnámúrlandi. — Og, bætti Jón við, —■ frá sjónarhóli tónlistar- manns hefur Söngskólinn leyst þann hnút, sem söngkennarar hafa oftast hnotuð um; með þvi að byggja kennsluna upp frá grunni. Eftir nokkur ár, er öll námsstig skólans hafa verið út- færð, mun gefast tækifæri til að endurmeta stöðu skólans og skil- greina markmið hans betur. — Eitt af þvi, sem hefur gagn- tekið mig I samstarfi kennara og nemenda er eldlegur áhugi þeirra, sem fyrir mig er marktæk sönnun þess, að Söngskólinn komi i raun og veru til móts við djúp- stæða þörf manna fyrir söng, sagöi Jón Asgeirsson. — mhg ±k Kór Söngskólans framan við húsið að Hverfisgötu 45, en á þvi hefur skólinn nú fest kaup fyrir 40 miljónirkr. 1 húsi þvieru „margar vistarverur” eða ekkifærri en 18. Mynd: Leifur. Garðar Cortes og Þuriður Pálsdóttir. Garðar bendir blaðamönnum (sem auðvitað mynda ekki hver annan ef hjá verður komist) — á mannvirki það, sem hann nefnir: „Sálina I húsinu”, en hún er hér i liki mikilúðlegs> miðstöðvarketils i einu herberginu i kjaliara hússins. Mynd: Leifur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.