Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 1
DlOOVIlJINN Þriðjudagur 21. nóvember 1978—257. tbl. 43. árg. TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS UM AÐGERÐIR 1. DESEMBER Dregið verði úr hækkun peninga- launa en lífskjör launafólks tryggð A f lokksráðsfundi Alþýöubandalagsins sem haldinn var um helgina var samþykkt að benda á ýmsar ráöstaf- anir sem gera mætti vegna hins tfmabundna vanda sem við ríkisstjórninni blasir 1. desember. Meö þessum ráö- stöfunum væri stefnt aö því að draga úr þeirri hækkun peningalauna sem ella kæmi til framkvæmda l. desember en lífskjör launafólks tryggð í samræmi viö fyrirheit ríkisstjórnarinnar. I tillögunum er miöaö viö aö hækkun launa yröi um 6 til 7%. Með þeim ráðstöfunum sem hér um ræðir taldi flokksráöfundurinn aö takast mætti aö ná samkomulagi um sanngjarna fiskverös- hækkum Jafnframt þyrfti að fylgja þeim eftir meö lækkun vaxta af rekstrarlánum atvinnuveganna eöa annars tilkostnaöar til samræmis viö loforö I stjórnar- samkomulagi. Ráöstafanir sem flokksráöfundurinn benti á eru þessar. 1. RlkissjóAur greiði niöur sem svarar ikaupi.3.5% 2. Lækkaðir verði beinir skattar á launafólki eins og sjiíkratrygg- ingargjaid og tekjuskattur á lægstu tekjur sem metið yrði Ikaupi 2.0% 3. Rikisstjórnin skuldbindi sig til að koma f framkvæmd félagsleg- um réttindamálum iaunafólks eftir nánara samkomulagi sem metin yrðu I kaupi.....................2.0% 4. Komið verði f veg fyrir hækkun landbúnaðarvara sem svarar I kaupi................................ • • • ®-5% 5. Atvinnurekendur beri án heimildar til þess að velta át 1 verðiag . 2.0% Flokksráðsfundurinn lagöi áherslu á að þau félagslegu réttindamál sem um getur i liö 3 hér að framan yrðu framkvæmd undanbragða- . laust. Miklar umræður urðu um það hvaða atriöi væru brýnust i sambandi við réttindamál launafólks og hvaða umbætur hægt væri að meta jafngildi launahækkana. Var það almennt mál manna að þann óskalista mætti gera mjög langan og nauösynlegt væri aö hafa samráö við samtök launafólks um það hvaða réttindamálum yrði hrint i framkvæmd nú á móti framangreindum ráðstöfunum. í stjórnmálaálytkun flokksráðsfundar kemur einnig fram, að Alþýðubandalagið telur sjálfsagt að þeir aldraöir og öryrkjar sem aðeins njóta tekjutryggingar fái við þessar efnahagsaðgerðir meiri verðbætur en gert er ráö fyrir á almenn vinnulaun, enda sé ljóst að lifs- kjör þessa fólks verði ekki tryggð með öðrum hætti. Þá er lögð áhersla á að jafnhliða ákvörðunum um skammtima ráð- stafanir þurfi að taka ákvarðanir um aðgerðir i efnahagsmálum sem hafi varanlegt gildi til þess að vinna á verðbólgu. Einnig er tekið fram að Alþýöubandalagið hafni algjörlega þeirri kenningu að orsakir verðbólgunnar séu of há laun vinnandi fólks og standi fást á þvi grund- vallaratriði stjórnarsáttmálans aö rikisstjórnin standi vörö um þau lifskjör og þann kaupmátt sem samiö var um árið 1977. — ekh. A flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins um helgina voru 115 fulltrúar af 146 sem rétt höfðu til fundar- setu, en veður og lé|pg færð torvelduöu allmörgum að sækja fundinn. Stjórnmálaályktun flokksráðs- fundarins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur. A myndinni má meðal annarra sjá Guðjón Jónsson, formann Sambands málm- og skipasmiða, á tali við Guömund Hilmarsson formann Féiags bifvélavirkja, á fundinum. — Ljósm. eik. Tillögur Alþýðuflokksins kynntar á ríkisstjórnarfundi í gær: Gera ráð fyrir 3,6% launahækkun 1. des. Framsóknarflokkurinn leggur fram sínar tillögur í dag A fundi rikisstjórnar i gær- morgun lagði Alþýðuflokkurinn fram ákveðnar tiilögur um að- geröir I efnahagsmálum 1. desember n.k. að þvi er Tómas Arnason fjármálaráðherra stað- festi i samtali við Þjóðviljann I gærkvöld. Ekki náðist i ráðherra Alþýðuflokksins en Þjóðviljann hefur fregnaö eftir öðrum leiðum að lagt sé til að laun hækki um 3,6% 1. desember n.k. en siöan um 4% ársfjórðungslega á næsta ári. Gert er ráð fyrir að launþeg- ar slái 5% af launum bótalaust en 5,5% fái þeir i formi annarra ráö- stafana svo sem aukningu niður- greiðslna og lækkun tekju- skatts. Þá mun Alþýðuflokkurinn leggja til aö gefin verði loforö i húsnæðismálum, öryggismálum á vinnustöðum o.s.frv. t samtali við Þjóðviljann i gær- kvöldi sagöi Karl Steinar Guðna- son alþingismaöur að þingflokkur Alþýðuflokksins hefði samþykkt ákveðnar tillögur en vildi ekki meira um þær segja. Karl Steinar hélt þvi reyndar fram að tillög- urnar yrðu lagðar fyrir rikis- stjórnina í dag. Tómas Arnason sagði að Fram sóknarflokkurinn væri búinn að ganga frá sinum tillögum og þingflokkurinn aðsamþykkja þær en sagöist ekki geta sagt frá i hverju þær lægju. Þjóðviljinn hefur fregnaö aö þingfundum verði frestaö I dag að beiðni stjórnarflokkanna til þess að þeir geti þingað um fram- komnar tillögur. —GFr Kauphækkun verði 6-7% Atvinnurekendur beri 2% Auknar niðurgreiðslur 1 % Skattalækkun 2% Búvörur hækki ekki 0,5% Félagslegar umbætur 2% Alþýðubatndalagið skorar á vinstri menn i öllum stjórnarflokkunum: Látum ekki hægri öfl ónýta ríkisstjórnina t lok stjórnmálaályktunar flokksráðsfundar Alþýöubanda- lagsins er það tekið fram aö flokkurinn hafi leitast við að móta stefnu sina i sambandi við rikisstjórnarþátttöku á þann veg að um hana ættu vinstri menn að geta sameinast. //Alþýðubandalagiö skorar því á vinstri menn í öllum stjórnarflokkun- um að snúa bökum sam- an og styðja núverandi ríkisstjórn til þess að L fylgja fram vinstri ! stefnu. Að öðrum kosti ■ munu hægri öfl innan og - utan stjórnarflokkanna | ónýta þessa ríkisstjórn og - koma í veg fyrir að henni | takist að renna traustum ■ stoðum undir íslenskt I efnahagslif." A flokksráðsfundinum komu " fram I máli manna talsverðar Z áhyggjur um að Ihaldssjónar- | miö áhrifamanna innan sam- ■ starfsflokkanna i rlkisstjórnihni | myndu torvelda henni aö ná ár- ■ angri i viðfangsefnum sinum. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.