Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvember 1978 ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ: Alþýðubandalagið í Kópavogi — Félagsfundur Alþýöubandalagiö I Kópavogi heldur almennan félagsfund i Þinghól miövikudaginn 22. nóv. um stjórnarsamstarfiö og efnahagsmálin. Frum- mælandi veröur Hjörleifur Guttormsson iön- aöarráöherra. — Gils Guömundsson alþingis- maöur og Benedikt Daviðsson formaöur verka- lýösmálaráös Alþýöubandalagsins munu mæta á fundinum. — Félagar eru eindregiö hvattir til þess aö fjölmenna og taka þátt i umræöum. Fundurinn hefst kl. 20.30. — Stjórn ABK Hjörleifur. Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum — Félagsmálanámskeið. Alþýöubandalagið 1 Borgarnesi og nærsveitum gengst fyrir félags- málanámskeiöi dagana 26. til 28. nóvember næstkomandi, sem hér segir. Sunnudaginn 26. nóv. frá kl. 15 til 19. Mánudaginn 27. nóv. frá 21 til 23 Þriðjudaginn 28. nóv. frá 21 til 23. Námskeiöiö fer fram á skrifstofu Alþýðubandalagsins Kveldúlfsgötu 25. — A námskeiöinu veröur lögö megináhersla á ræöugerð, ræöuflutn- ing og fundarreglur. Leiöbeinandi er Baldur óskarsson. — Þátttaka til- kynnist sem fyrst Grétari Sigurðssyni eöa Jenna R. Ölafssyni Borgarnesi. — Stjórn Alþýöubandalagsins i Borgarnesi og nærsveitum. Alþýðubandalagið i Reykjavik IV. deild IV. deild Alþýöubandalagsins 1 Reykjavík (Fossvogs- Smáibúöa- Háaleitis-og Alftamýrarhverfi) boöar til fundar I kvöld kl. 20.30. Rætt verður um niöurstööur flokksráösfundar Alþýöubandalagsins um helg- ina og um vetrarstarf deildarinnar. ólafur Ragnar Grlmsson, alþingis- maöur, mætir á fundinn. Fundarstaöur: Þjóöviljahúsiö Slöumúla 6. - Stjórnin Alþýðubandalagsfélagið í Hveragerði — Spila- keppni. Alþýðubandalagsfélagiö I Hverageröi gengst fyrir þriggja kvölda spilakeppni I Félagsheimili Olfyssinga. Fyrstu tvö kvöldm veröa 17. og 24. nóvember. Keppni hefst kl. 21. öll kvöldin. Góð verölaun öll kvöldin. Lokaverölaun: vikudvöl I Munaöarnesi. Fjölmenniö. Allir velkomnir. — Skemmtinefndin. Samtök herstöðvaandstæðinga Akureyri Samtök herstöðvaandstæöinga á Akureyri boöa til fundar I Alþýöubandalagshúsinu Eiösvallagötu 1 miövikudaginn 22.nóv. n.k. til aö ræöa undirbúning fyrir 1. desember. — Allir féiagar hvattir til aö mæta. SAMTOK HERSTÖÐVAAN DSTÆÐING A Aðalfundur Aðalfundur Vinumálasambands Sam- vinnufélaganna verður haldinn fimmtu- daginn 23. nóvember nk. að Hamragörð- um, félagsheimili samvinnumanna, Há- vallagötu 24. Rvík, kl. 9.30 árdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum Vinnu- málasambandsins. Fjallað verður m.a. um tillögur til breytinga á samþykktum VMS. Vinnumálasamband Samvinnufélaganna. i4 Blikkiðjan Ásgaröi 1- Garðabæ W ónnumst þakrennusmiði og * uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 AUGLY SINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 Athugasemd vegna skrifa um Kvikmyndasafn t skrifum um Kvikmyndasafn tsiands I slöasta sunnudagsbiaöi Þjóöviljans uröu undirritaöri á ýmis mistök. Vil ég mælast til þess aö þau séu fremur flokkuö undir fljótfærni en illmennsku. Af þessu tilefni birtist hér á eftir bréf, sem Erlendur Sveinsson sendi mér, meö ýmsum athuga- semdum. Eg tek undir gagnrýni hans og biö lesendur afsökunar um leiö og ég hvet þá til aö hafa þaö heldur, er sannara reynist. Ingibjörg Haraldsdóttir. Kæra Ingibjörg, Þaö er þarft aö vekja athygli á stofnun og væntanlegri starfsemi Kvikmvndasafns tslands og ber aöþakka framlag þitt I þá veru i Þjóöviljanum I dag.En þar sem ég ber ábyrgö á meginefni greinarinnar.varö mér nokkuö hverft viö aö uppgötva, aö nokkurs misskilnings gætti I grein þinni og sé ég mér ekki annaö fært en aö leiörétta hann, þótt seint sé. Þegar ég geröi Hallgrim Einarsson, ljósmyndara á Akur- eyri, aö umtalsefni, þá var þaö I þeim tilgangi aö benda á nýlegt dæmi um þaö, hversu þekking okkar á Islenskri kvikmynda- sögu er I miklum molum. Þaö var óvænt uppgötvun aö átta sig á framlagi þessa manns til Islenskrar kvikmyndasögu, þegar Arni Björnsson benti á til- vist kvikmynda I vörslu Þjóö- minjasafns, sem reyndust vera eftir Hallgrím. Þetta var enn ein staöfesting þess, hversu mikil- vægt þaö er aö hefjast handa um upplýsingaöflun og skrásetningu íslenskra kvikmynda á meöan þekkingin er enn fyrir hendi, þvl aö sjálfsögöu er ættingjum Hall- grlms fullljóst hver hlutur hans er I' þessum efnum. A grund- velli kvikmyndaskrár, sem m.a. heföi aö geyma ástandslýsingu kvikmyndanna yrði slöan skipu- lega ráöist I aö láta endurkóplera þær og foröa þeim frá eyöilegg- ingu. Landsbókasafn nefndi ég I þvi sambandi aö I dagblööunum, sem þar er aöstaöa til að fletta, er unnt aö fá mikilsveröar upplýs- ingar til viöbótar þeim sem fólk viösvegar um land býr yfir og varðar íslenskar kvikmyndir. Þaö er hins vegar algjör mis- skilningur aö viö heföum grafiö upp kvikmynd eftir Hallgrim á Landsbókasafni, eins og segir I viðtalinu. Ég gat þess hins vegar, aö nánast ógerningur væri t.d. fyrir skólafólk aö fjalla um Islenska kvikmyndasögu, á meöan frumrannsóknum væri ólokiö, likt og dæmiö um Hallgrim sannar. Það er einnig mishermi aö ég og Siguröur Sverrir heföum feng- iö styrk frá menntamálaráöu- neytinu, „til að koma þessu I gang.” Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráð- herra, skipaöi á sinum tima nefnd til að undirbúa löggjöf um kvik- myndasafn og sjóð. Það er hins vegar rétt að viö fengum styrk frá menntamálaráöuneytinu til aö takast á hendur leit og skráningu gamalla islenskra kvikmynda á meöan allt var óvlst um stofnun kvikmyndasafns, en fjárveiting- in var af skornum skammti, svo að ekki reyndist unnt að takast á viö þetta verkeíni af neinum krafti. Þó svo aö viö heföum jafn- framt haft aöstöðu til aö vekja svolitla athygli á ástandi gamalla islenskra kvikmynda I kvik- myndaþáttum okkar eins og fram kemur I viðtalinu, þá má ekki gleyma viöleitni fleiri aöila I þessa átt, þeirra á meöal Magnúsar Jóhannssonar, sem á sæti I nýskipaðri stjórn kvik- myndasafnsins. Nú er stofnun kvikmyndasafnsins oröin raun- veruleiki og veröur höfuöverkefni þess til aö byrja meö úttekt á öll- um tiltækum islenskum kvik- myndum og kvikmyndum sem snerta Islensk efni. Viö ræddum lltils háttar kvik- myndasýningar á vegum safnsins I nefndu viðtali,enda hlýtur þaö aö veröa mikilsveröur þáttur I starfsemi þess, þegar fram I sækir. 1 þvi sambandi verö ég aö leiðrétta þaö sem stendur undir mynd af Fjalakettinum, sem birtist með grein þinni. Þar sagöi: „Fjalakötturinn. Þar var rekið elsta kvikmyndahús I heimi.” Þetta er aö sjálfsögöu ekki rétt. Þaö sem ég gaf hins vegar I skyn; var aö miklar llkur væru til þess aö ekki heföi varö- veist til okkar dags jafngamalt kvikmyndahús I vlöri veröld. Hitt er staðreynd aö kvikmyndahús- rekstur var ekki hafinn meö ýms- um virtum kvikmyndaþjóöum á þeim tlma sem Reykjavlkur Bfgraftheater hóf starfsemi sina I nóvember áriö 1906. Lesendur Þjóðviljans eru beönir velviröingar á þessum glappaskotum okkar Ingibjargar. Hafnarfiröi. 19. nóv. 1978 Eriendur Sveinsson Fjárhagsaðstoð Framhald af bls. 2 Aö lokum spuröi Markús borgar- stjóra og formann borgarráös til hvaða aögeröa yröi gripiö ef slíkt endurtæki sig. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, sagöi aö þessar aö- geröir starfsmannanna væru vltaveröar, og þegar heföi veriö gerö grein fyrir þvl aö starfs- menn heföu komiö á sinn fund. A þeim fundi var fariö yfir störf þeirra og reynt aö leita skýringa á þvl hvers vegna gripiö var til þessara aögeröa. Þaö er auövelt aö kasta hnútum, sagöi borgar- stjóri, og mún ég ekki gera þaö hér. Starfsmennirnir hafa fengiö slna aövörun, og komi til slikra aögeröa aftur mun veröa tekiö á málum eftir þvi. Daviö Oddsson þakkaöi upp- lýsingarnar sem fram heföu kom- iö en taldi þær ekki tæmandi. Björgvin Guömundsson, formaö- ur borgarráös upplýsti aö fyrir borgarráöi lægi nú ný beiöni Félagsmálaráðs um aukafjár- veitingu og heföi verið ákveöiö aö borgarstjóri og borgarritari skil- uöu umsögn um hvernig snúist skyldi viö f járhagsvanda stofnunarinnar. Sagöist Björgvin eiga von á aö tillögur þeirra yröu lagöar fyrir næsta borgarráös- fund og taldi ekki ástæöu til aö tjá sig um efni þeirra fyrr. —AI leigumi&lun Ókeypis ráðgjöf fyrir alla leigjendur. Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar Leigjendasamtakanna, sem opin er alla virka daga ki. 1—5 e.h. Argjald kr. 5000.- Leigjendasamtökin Bókhlöðustíg 7, Rvk sími 27609 ráögjöf SWÓflLEIKHÚSiS SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS I kvöld kl. 20 laugardag kl. 20 KATA EKKJAN Aukasýning miðvikudag kl. 20 Slöasta sinn. tSLENSKI DANSFLOKKUR- INN OG ÞURSAFLOKKUR- INN fimmtudag kl. 20 A SAMA TtlMA AÐ ARl föstudag kl. 20 Litla sviöiö: MÆÐUR OG SYNIR miövikudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. SANDUR OG KONA fimmtudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miöasala 13.15 - 20. Slmi 1- 1200. LEIKFRIAC REYKIAVÍKUR LIFSHASKI 4. sýn. I kvöld, uppselt, blá kort gilda. 5. sýn. fimmtudag kl. 20.30, gul kort gilda. 6. sýn. laugardag kl. 20.30, græn kort gilda. SLALD-RÓSA miövikudag kl. 20.30, 70. sýn. sunnudag kl. 20.30. VALMUINN föstudag kl. 20.30, örfáar sýningar eftir. Miöasala I Iönó kl. 14-20,30, simi 16620. Aðflutningsgjöld Framhald af bls. 6. Helgi itrekaði aö nauösynlegt væri aö þessar leiöréttingar á reglum um niöurfellingu gjalda af bifreiöum og hjálpartækjum til fatlaöra tækju gildi fyrir næstu úthlutun. Vaxa afskornir limir aftur? Stefán lýsti nokkuö ástandinu I málefnum fatlaöra og þvi skiln- ingsleysi og erfiðleikum sem þeir mættu hjá þeim stofnunum sem þó ættu aö liösinna þeim. Hann tók til dæmis hvernig Póstur og Slmi heföi brugöist viö tilmælum um talstöövar fyrir bæklaö fólk. Þessu heföi veriö hafnaö. Þá rakti Stefán hvernig málum væri hátt- aö I afgreiöslu Tryggingastofn- unar rikisins á umsóknum fólks meö gervilimi um nauösynlegar viögeröir og viöhald þeirra. Stefán sagöi aö þaö væri engu llk- ara en gert væri ráö fyrir þvl aö afteknir limir yxu á fólk aftur, þvl skv. reglum stofnunarinnar þyrftu menn nýtt vottorö frá lækni I hvert sinn sem þeir þyrftu á viðgerð eöa endurnýjun þessara hluta aö halda. Stefán, sem talaöi þarna af eigin reynslu kvaöst þó engan veginn vilja kenna Trygg- ingastofnuninni um þetta allt,því vera kynni, að henni væri ekki nógu vel búiö. Að lokum talaöi flutningsmaður og þakkaöi hann þingmönnum stuöning og undirtektir. Slysavarnafél. Framhald af bls. 7 félag^r llkja núverandi ástandi viö einskonar „útsölu” á Islenskri kvikmyndgerö. Þetta megi e.t.v. rekja til þess aö eftirspurn eftir gerö heimildarmynda hefur veriö lltil, og aö I mörgum tilfellum er þaö kvikmyndageröarmaöurinn sjálfur sem falast eftir sllkum verkefnum, en þaö geri samningsaöstööu hans erfiöari. Vanmat á kostnaðinum getur leitt til lélegri gæöa, og þar meö skaö- aö bæöi kvikmyndageröarmann- inn og kaupanda. Þessu veröur ekki breyttnema menn fáist til aö horfast I augu viö raunverulegan kostnaö. Þrátt fyrir þennan fyrirvara þeirra félaga er rétt aö taka þaö fram, aö myndinni var mjög vel tekiö á frumsýningunni, enda er I henni lýst sögu og starfi Slysa- varnafélagsins á greinargóöan og skemmtilegan hátt. ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.