Þjóðviljinn - 03.12.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Page 5
Sunnudagur 3. desember 1978 IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 löndum. Þil manst eftir karlinum, sem var nappaöur fyrir að selja kindakæfu blandaða hrossakjöti. Viö yfirheyrslu hjd sýslumanni viðurkenndi karlinn að hlutföílin 1 kæfunni væru svona „einn á móti einum”. Við nánari rannsókn kom f ljós að hanh hafði notaö „eina kind á móti einu hrossi”. Þetta þótti viöskiptamönnum karls nokkuð strembið álegg. Þó hygg ég, að karlinn hafi meö meiri rökum getaö kalláð fram- leiöslu sfna kindakæfu, heldur en rikisstjórnin samstarfsyfir- lýsingu sina vinstri stefnu. Það sakár náttUrlega ekki að geta þess aö þetta „vinstri” stjórnar tal er ykkur Alþýöu- bandalagsráöherrum misjafn- lega tamt í munni. Að sjálfsögðu notar Ragnar þessa nafngift ykkar mest. „Kjörin settu á manninn mark”, og fimmtán ára brölt i þingsölum borgarastétt- arinnar á íslandi mótar augljós- lega orðhans og æði. Þið nýgræð- ingarnir þU og Hjörleifur eruð aftur á móti vart búnir aö læra málið ennþá, en þaö kemur, vertu viss. Náttúra og pólitík Annars er þetta dálítið sérstætt. þetta meö hann Hjörleif. Arum saman hefur hann staðið „al- votur upp aö knjám”, eins og 'klettur í miðju hafi islenskrar nátturuverndar, formaöur NAUST (NáttUruverndarsamtök Austurlands, stofnuö haustið 1970), fulltrUi Alþýöubanda- lagsins i Náttúruverndarráði um noldiurra ára skeiö, forstöðu- maður náttUrugripasafiis f Nes- kaupstað, siritandi um málefni náttUruverndar i blöð og timarit og hefur meira að segja samið heila bók um þetta hugöarefni sitt. Viðskulumfletta upp i henni tíl fróðleiks: „Viö skulum ekki láta háar tölur og stórkarlalegan belging um möguleika erlendu stóriðjustefnunnar á Islandi villa okkur sýn. Eflaust myndi hUn fóstra upp dágóöan hóp feitra þjóna, sem alltaf og alls staðar eru reiðubúnir aö skriða að kjöt- kötlunum, og nokkrir eru þegar f uppvexti. En fyrir allan þorra fólks á lslandi væri til hennar ekkert aö sækja utan verk- smiöjustrit i spilltu umhverfi.” (Hjörleifur Guttormsson: Vist- kreppa eða náttúruvernd. Mál og menning 1974). Þetta var nú nokkuö gott hjá Hjör- leifi. Ég heföi alls ekki trúað þvi að óreyndu að svona þenkjandi maður yrði i vandræðum með aö finna sér aöstoðarmenn við hæfi á með- al islenskra náttUruvernd- armanna. SU varð þó ekki raunin á. 1 „efnabræðshihelvitinu á vatnsbakkanum” (HKL), við kjötkatlana hjá Johns Manwille, þar var rétti maöurinn, væntan- lega „fullvaxinn”. Þaö var eins fallegt að hann hreppti ekki utan- rikismálin, þá hefði hann trUlega náð sér i einn „risavaxinn”. hjá Islenskum Aðalverktökum s.f. Auðvitaö getur tílhugsunin um aö leika aðalhlutverkið f kokk- teilnum herlega, þegar þeir kveikja upp i ofnunum á Grundartanga, um að þurfa að „vigja” og trúlega biöja bless- unar þessu bákni, sem allur þorri fólks á Islandi hefur ekk- ert til aö sækja „utan verk- smiðjustrit f spilltu umhverfi”, eða um glottandi smettin á þeim kumpánum, Muller og Meyer, valdiö þeim truflun- um á dómgreind ráöherr- ans, sem fram hafa komi, það væri svo sem ærin ástæða til. Hvort þessar eru ástæöurnar eöa einhverjar aörar, veit ég ekkert um ogmá einu gilda, en hitt veit ég, og þaö er, að ráðherra iðnaöarmála á íslandi veröur að teljast lánsamur maður, þrátt fyrir allt, á meöan Þorgeir Þor- geirsson sér ekki ástæðu til að fjaUa umhannábók. Af hinu illa Og vikur nú sögunni að sam- starfeyfirlýsingu rikisstjórnar- innar. „Efnahagsmálin skulu hafa algeran forgang” étið þiö hver eftir öðrum. Til að koma lagi á þau eru eftirtaldar kúnstir við- haföar: Gengiö er fellt um 15%. Gengishagnaöi öllum er úthlutaö til útgeröar og frystihúsaeig- enda !!! Rekstrarafkomu „at- vinnuveganna” á að bæta um 2-^9% með vaxtahækkunum og lækkun annars rekstrar- kostnaöar. Eins og talað út frá hjarta verkalýösstéttarinnar. Og það er meira blóö í kúnni. FeUdur er niður söluskattur á matvörum sem er inni i visitölunni og veldur þvf hækkun á launum á 3ja mánaöa fresti i kjölfar verð- hækkana. Lagður er á auka- skattur, semekki hefur áhrif á visitöluna. Með sköttum til rfkis- ins eru greiddar niður land- búnaðarvörur til þess að hækk- anir á þeim verði ekki til þess að laun hækki. Vfsitöluna á að taka til endurskoðunar fyrir 1. desember n.k. Efla skal stétta- samvinnu að miklum mun, sam- starfsnefiid um endurskoöun vísi- tölunnar, samstarfsnefiid til að hamlagegn verðbólgunni, „aukið atvinnulýðræöi”. Þetta er lag- legt. M.ö.o. verkalýösstéttin á ekki að treysta á eigiö afl, heldur rikisvaldið. Hún á aö vera „ábyrg”, halda „vinnufrið” og taka fullt tillit til „getu atvinnu- veganna”. Fyrirþessuá vinnandi fólk f landinu að hrópa húrra. Og af þvf aö tilþrifin eru svona m ikil f efnahagsmálunum þá sleppið þið bara NATO og hernum í þetta sinn. Ég segi njú bara eins og gamla fólkiö, guð hjálpi þér mannleg eymd. Samstarfsyfirlýsing rikis- stjórnarinnar er af hinu illa, höf- undar hennar allir hafa einsett sér að bjarga auöstéttinni í land- inu, hvaö sem það kostar, út úr þeirrikreppusemnú riöur húsum auövaldsheimsins, gegn því skil- yrði að fá aö vera ráðamenn á auövaldsbúinu. Þetta skal gert á kostnað verkalýösstéttarinnar og allrar alþýðu eins og ávallt, enda engin önnur leið til, nema að afnema auðvaldsskipulagið. Stór- felldar árásir eru þvl framundan af hálfu þessarar rlkisstjórnar á lifskjör alþýðu. Gegn rikisstjórn- inni veröur þvi verkalýösstéttin að hefja markvissa baráttu, bæði á hinu faglega og pólitfska sviöi. Sjálfsagt finnst þér þetta mikil kokhreysti hjá mér, þegar þú litur yfir sviöið af friðarstóli Alþýðubandalagsins og horfir á steindauða verkalýðshreyfinguna og forystu hennar rígbundna i fjötra stéttasamvinnunnar. En ekki er allt sem sýnist, „Um hjartavort þverter hræelduö vfg- lfnan dregin”, svo kveöur Sigfús Daöason. Og viglinan er til staöar. Það er að visu tlöindalitiö af vigstöðvunum i svipinn. En á sama hátt og það er lögmáls- bundiö i rfki náttúnmnar að logn er undanfari storms, þá er stéttabaráttan óaðskiljanleg fylgja auðvaldsþjóöfélagsins. Hvort sól þessarar rikisstjórnar kemst 1 hádegisstaö áður en hvessir, skal engu um spáð. En eitt er víst, fylkingum verkalýðs og auöstéttar lýstur saman fyrr eða siðar, svo i þessu landi sem I öðrum. Og þaö þarf ekki að spyrja aö leikslokum. 1 striðinu þvfveröur þeirra hlutskipti verst, sem eiga lögheimili sitt á „einskinsmannslandinu”, þeir geta hvorki dáið hetjudauöa né lifaö af viö sæmd. Galtarvita I oyrjun nóvember, þinn einlægur, ölafur Þ. JOnssen, vitavöröur. DeaTrierMorch Vetrarbörn Mary Stewart Tvífarinn „Ég efast um aö til sé bók sem á jafn sannfærandi hátt veitir okkur innsýn í líf sængurkvenna: biöina, kvíöann, gleöina, vonbrigóin." J. H. / Morgunblaöið. „Mér fannst Vetrarbörn skemmtileg, fróöleg og spennandi bók.“ S.J. / Tíminn. „Vetrarbörn, eftir Deu Trier Morch, er yndisleg bók.“ S.J. / Dagblaðiö. „. . . myndir Deu Trier Morch. Þær eru fjarska áhrifamiklar og magn- aðar og auka gildi bókarinnar mjög.“ D.K. / Þjóöviljinn. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Mary Stewart kann þá list aó segja spennandi og áhrifamiklar ást- arsögur. Bækur hennar í skjóli nætur og Örlagaríkt sumar eru gott vitni um þaö. Og ekki er þessi síóri: Ung stúlka tekur aö sér hlutverk annarrar konu sem hefur horfiö sporlaust, en hlutverkið reynist flóknara og hættulegra en hún hafði gert sér grein fyrir. Innan skamms taka ótrúlegir atburöir aö gerast sem óhjákvæmilega munu hafa afdrifarík áhrif á líf hennar — ef hún fær aö halda lífi. Eins og fyrri bækur Mary Stewart mun þessi án efa viöa kosta and- vökunótt. LISTMUNAMARKAÐUR í gamla Þjóðviljahúsinu, Skólavörðustíg 19 SKEMMTILEGAR OG ÓDÝRAR JÓLAGIAFIR SEM GLEÐJA AUGAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.