Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 Hringt í BOÐVAR GUÐMUNDSSON Sannsögulegar æviminningar skrifaðar af sannleiksást Böövar Guömundsson er löngu landskunnur fyrir söngvasmíði, Ijóöa- gerð og leikritaskrif. Hins vegar er hann öllu óþekktari sem smá- sagnahöfundur eða frá- sagnaritari. I tílefni hinn- ar nýútkomnu bókar „Sögur úr seinni strföum/ hringdi Þjóðviljinn norö- ur til Akureyrar og spuröi skáldiö og menntaskóla- kennarann nánar um til- urð þessa smásagna- safns. — Elsta sagan er frá árinu 1970. AstæBan fyrir þvf, að htin var skrifuB, er sú, að ég var beB- inn aö koma og skemmta á Al- þýðubandalagshátiö i Reykja- vik. ÉJg var þá nybyrjaöur a& raula lög eftir sjálfan mig, og átti ekki svo ýkja mörg i sar pin- um, svona ein tvö eða þrjd, minnir mig. Eg var búinn að kyrja þær vísur hjá Hernáms- andstæðingum áður, og þar sem þetta er mest sama fólkið eins og þú veist, vildi ég helst hlifa samkomunni við f rekari söng af minni hálfu. Nú — ég var nátt- urulega fátækur af efni, og það varð úr að ég settist niöur og skráBi endurminningar minar 1 sannri frásögn, skrifaBri af mikilli sannleiksást. Þetta var sagan „Lftil saga, sent endar vel". (Sjá söguna til hliöar) Hinar sögurnar hafa oröiB til öBru hverju sÍBan. Þessi bok er BöBvar Guðmundsson eiginlega úrval af ýmsum frá- sögnum, sem ég hef veriB aB berja saman siBustu árin. — A bókarkápu segir, aB þarna segi frá ýmsum striðum, allt frá sírlBi, sem menn heyja gegn annarlcgum óargadýrum I kálgarBinum heima hjá sér til tvísýnnar baráttu um sálir þeirra sem taldir haf a smokrað sér I skollabuxur. En væri hægt að fá nánari útskýringu á titlin- um „Sögur ilr seinni strfðum"? — Já. Hann Þorleifur (Haukssoni Máli ogmenningu) var búinn aB skrifa ágætis um- sögn á bókarkápuna, þar sem drepiB er á samnefnara sagn- anna, þeas. skiptinguna I hinar tvær yeraldír, hina æskilegu eða draumaveröldina og svona hina raunverulegu veröld, sem við búum i. Þá stakk ég upp á þvi, að við kðlluBum bókina „Tvennir heimar". En þá sagði Þorleifur aB þaB væri ó- mögulegt, bókin yrði tekin sem spirilistabók. Þar meB breyttist bæði umsögnin á bókarkápu og sjálfur titillinn. — Eru ailar smásögurnar endurminningar? — ÞaB másegja þaB, já. Þær eru aB vlsu frá ýmsum skeiðum ævi minnar, en aB vfsu er tán-, ingaárunum sleppt. ÞaB er best að þegja yfir þeim. Eina sogu sagBi mér reyndar maður, sem býr fyrir norBan og ein saga er frá Grænlandi, en hana upplifBi ég einnig, og þvi telst hún sann- söguleg. Þetta eru ekki smásög- * ur i eiginlegum skilningi, heldur frásagnir. ÞaB er aðeins ein til- raun i bókinni til smásagna- gerðar, og það er sagan sem þiB ætliB að vera svo elskulegir að birta. En öll er bókin skrifuB meB mikilli virBingu fyrir sann- leikanum. Og nú verðurBu aB fyrirgefa, en þaB standa sölu- börn hérna fyrir utan og eru aB selja jolakort til styrktar sykur- sjúklingum, og þvl vil ég ó- möguíega missa af. Vestu sæll og blessaöur. _ im Lítil saga sem endar vel Þeir þættir, — eða réttara sagt þáttaskil, I lffi fólksins góða I upp- sveitum Borgarfjarðar, sem standa mér hvað greinilegast fyrir hugskotssjónum, erubundn- ir tilkomu tveggja aðfluttra menningarfyrirbæra. Annars vegar var um aB ræöa mjög já- kvætt menningarfyrirbæri sem auBveldaBi fólki lifsbaráttuna og bætti þaB sem brotiB var, I orð- anna fyllstu merkingu. Þessi merki framfærandi menningar hlutgerðist i lfki lltiilar llmtúpu, og var I daglegu máli kallaður „limið sem limir allt". Eg man nefnilega svo langt aftur að neysluþjoðfélag hafBi enn ekki haf ist á íslandi, — aB þaB var ólán aB týna vettlingi eBa brjóta disk. Þegar slfkt gerBist var leitað aB hinum týnda vettlingi uns hann fannst, — eBa þá aB maBur sann- færoist um aö hvarf hans var yfir- nátturulegt, ekki af mannavöld- um. Bryti maður disk viö upp- vaskið voru brotin hirt vandlega ogþeim raðaðsaman. Sfðan voru þau boruð meö al, sem var mikið yfirleguverk, — og loks saumuð saman með seglgarni — eBa sel- garni eins og bað hét I minni sveit. Allt fram á fulloröinsár hélt ég að selir væru veiddir á færi úr þessu niBsterka garni. 1 æsku minni var þaB ómissandi & hver j- um bæ. Með tilkomu „ltmsins sem limir allt" hófst nýtt blómaskeiB I viB- gerBum á brotnu leirtaui. Þótt diskur eBa jafnvel bolli, brotnaBi mélinu smærra var nú unnt að llma meB þessu undralyfi þaB sem vonlaust hefBi veriB meB öllu að bora. Margar voru þær ferB- irnar sem börn voru send meB túpuna góBu á milli bæja, ýmist til að fá að láni eða lána. Þetta var á hinum sælu tlmum sam- hyggju og félagsanda, — áBur en einstaklingshyggja hófst til sveita meB viBeigandi samkeppni og hagvexti. Þannig þjónaBi „llmiB sem llmir aUt" ekki einungis efnahagslegum tilgangi heldur lfka félagslegum. En svo gagn- merktsemhiBágætalIm var, laut þaB aB lokum I lægra haldi fyrir markaBssjónarmiBum neyslu- þjóðfélagsins sem engum boBum lýtur nema þeim tveimur töfra- orBum, framboBi og eftirspurn. Ég var enn ekki vaxinn upp Ur sIBustu stuttbuxunum mfnum þegar hætt var aB gera viB hluti sem biluBu eöa hr ukku I sundur — og fariB að kaupa nýja f staBinn. Þvi verður ekki haldið lengra á- fram að sinni að segja sögu lims- ins góða sem llmdi allt, — heldur snúið að hinum þáttaskilunum I lífi Borgfiröinga, og reyndar allr a Islendinga, — hinu neikvæBa menningarfyrirbæri sem þvert ofan f gerBir limsins góða táknaBi blóö, skelfingu og dauða. Fyrirbærið hlutgerðist I litlum, loðnum ferfætlingi, hvers nafn var I fyrstu aldrei nefnt upphátt heldur hvIslaB með skelfingar- hrolli, — og hljómur þess voða- orös var slikur að kettir reistu burst á baki og kolgrimmir Bækur á vetrar- markaði hundar stungu skotti á milli fóta, börn leituðu sér skjóls við pilsfald móður sinnar. Minkur, — hræðilegt nafn á enn hræðilegra dýri. Þetta var kvik- indi sem landnámsmenn flyðu forðum tið iskógum Skandinaviu, kvikindið sem þeir frómu forfeð- ur okkar á þjððveldistima álitu svo hættulegt að þeir settu það I lög sln að hver sá maður, sem sannur yrBi aB þeirri sök aB flytja þaB lifandi til landsins, skyldi réttdræpur. SjálfstæBi íandsins glopruBu þessir okkar góÐu for- feBur aBvísuniBur, en kvikindinu vörBu þeir ströndina allt þar til erlendir aBilar tóku aB sér land- varnir íslendinga. ÞaB sem siBar gerBist þarf vist ekki að segja neinum. — Ekki heldur þaB hvernig vargurinn lagBist á varnarlausa pjóðina. ÞaB hefur reyndar orBiB fólki helst til varn- ar að þjappa sér saman I hnapp á Suðurnesjum. Sorgarsagan um fólksfækkun I sveitum landsins eftir landgöngu minksins skal þó ekki rakin lengra að sinni. Mln fyrstu kynni af dýrinu þvi voru reyndar sögur fullorðins fólks. Víðreist fólk, sem kom & heimili foreldra minna, haföi gjarnan skelfilegar sögur aB segja af framferBi villidýrsins. Hvar sem heiBarlegar varphænur fyrirfundust smaug djöfsi inn til þeirra, beit þær á barkann og drakk úr þeim blóBiB og raBaBi þeim svo I tvöfalda röB dauBum á gólfið I hænsnakofanum. Við han- anum snerti hann aldrei — og ég minnist þess að um amk. einn fróman og grandvaran bónda var sagt að hann hefði úrvinda af sorg og harmi snúið einstæðan hanann úr hálsliBunum yfir jarB- neskum leifum stoltrar hænsna- hjarBar. EBa þá um sauBburBinn. Þar sem óvætturinn var á annaB borB sest aB hirti þrælbeiniB hvert lamb um leiÐogþaB fæddist, beit bað á barkann, drakk úr þvl blóð- ið og smaug svo ofan I jörðina meB hrollvekjandi dhljdði. Austur I Arnessýslu var sagt aö dýrið hefBi dreBiB hest, klifraB upp afturfætur hans og klórað gat & kviBinn svo að i&rin félluút. Vest- an af Snæfellsnesi bárust fréttir af gömlum manni sem hafði hlot- iB sömu örlög og hesturinn i Arnessýslu. Jafnvel blessaBar kýrnar fengu ekki aö vera I friði fyrir vágestinum. Það þótti aö vfau öruggt að hann gæti ekki grandað þeim, en þar sem það bar viB að nyt datt úr kúm um sumartlma þá gátu menn sér þess til að helvlskur væri kominn á spena, enda alveg eftir öðru I fari hans að girnastspenvolga mjólk. Hroðalegastar þóttu þó aðfarir hans úti I hinni óspilltu náttiiru. Hann át eggin úr hverju einasta fuglshreiBri, hann settist að I fiskisælum &m og hirti hverja einustu bröndu sem þangað leit- aði og fyndi hann ekki lengur neitt kvikt til að nlðast á, þá beit hann gras og klóraði rof I svörBinn, guBi til skapraunar ogfjandanum til gleöi. En hvernig voru nú bændurnir búnir undir að verja sig og slna fyrir vágestinum? Sumir vel, aðrir illa eins og jafnan ber við. Menn eitruBu fyrir kvikindiB. Minkurinn leit ekki viB eitrinu, — úrvals smalahundum þótti þaö ISLENSKAR ÆVISKRÁR &3±$fc'- að geyma æviskrár nær 8000 ís- lendinga frá landnámstimum til ársloka 1965 og er ritið eitt mesta verk sem nokkru sinni hefur verið gefið út hér á landi um ættfræði og persónusögu. „-^, Hið íslenska fi^Tvl bókmenntafélag , ^ ' Vonarstræti 12,Reykiavík,sími 21960 ~ Ég óska inngöngu I HiB islenska bókmenntafélag SendiB mér 6 bindi a! ISLENSKUM ÆVISKRAM gegn póstkröfu. Verö til félagsmanna: ib. kr, 24.000.- + sölusk. Verð til utanfélagsmanna: A ib. kr. 30.000.- -t- sölusk. ATH! Þetta verö gildir aðeins meðan upplag endist. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.