Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. desember 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 þvl betra. Menn komu sér upp kolgrimmum hundum af blób- hundakyni sem kostuðu offjár og voru liðónýtir I smalamennskum. Gamlir bændur, sem vanir voru góöumhundum, urðunií sjálfir að hlaupa i smalamennskum upp og ofan snarbrattar skriður svei- andi og antignandi þessum fram- andi hundum sem hlupu stein- þegjandi á eftir ánum og rifu þær ogbitu til óbóta þegar þeir náöu i þær. Margur var sá aldurhniginn bóndisem hneigniður sprunginn i miðri skriðu oghét á andskotann gráti nær og með blóöbragð i munni aö hirða bæði hund og ær og sjálfan sig lfka. Aldrei heyrði ég þess getiö að slikur hundur yrði mink að bana. Sumir hinna tæknisinnaðri bænda komu sér upp gildrum til að veiöa I minkinn. Þessar gildr- ur voru hræðileg morðtól með svo sterkri fjöður að nægöi til að klippa I sundur kUstskaft ef mað- ur rak þaö í agnUann. Einn bóndi missti framan af fjórum fingrum hægri handar þegar hann var aö egná gildruna. Aldrei heyrði ég minnst á að minkur veiddist i slika gildru, en fyrir kom aö flækingskettir létu þar lif sitt. Og svo voru það skotvopnin. Flestir bændur áttu — og eiga enn, — töluvert vopnasafn, — það er nU einu sinni starf bóndans að drepa það sem ætt er, lömb, kálfa, folöld og annað sláturfé — ogsvoauðvitaðrjúpuá vetrum og álft og gæs á sumrum. Hófet nU mikill vopnaburöur i sveitum, og sattaðsegja varpUðurog blý hið eina meöal sem einhverja raun gaf. Já, menn fóru vopnaðir á milli bæja i þá daga, einkum eftir að fréttist um afdrif gamlingjans á Snæfellsnesi. Það er nefnilega aldrei að vita hvar og hvenær stundin rennur upp, eins og stend- ur í Hávamálum: Övist er aö vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Þeir sem álpuöust óvopnaðir á milli bæja i ljósaskiptum sáu gjarnan glóra i rauðar og blóð- þyrstar glyrnur morðvargsins til hliðar við götuslóöann og margur kom þá hartnær sprunginn i hlað. í hugarheimi mínum, sem var ennþá barn þegar hér er komið sögu, — var þó minkurinn varla til, öðru vísi þá en eitthvað í lik- ingu við galdranornina vondu i sögunni af Hans og Grétu. Ég átti möo. tæpast von á þvi að hann holdgaöist fyrir augum mér fremur en hún. Eöli beggja þekkti ég af frásögn og vissi aö þaö var flátt. Um harðvituga baráttu viö meinvættið upp á lif og dauða dreymdi migaldrei enda var faö- ir minn friðsamur maður og fyrir annaö þekktari en vopnaburð. Aö visuáttihann amk. þrjúskotvopn en litt voru þau fallin til sigurs I nútimastríði. Hið elsta þeirra var reyndar gamall framhlaöningur af sömu gerð og þeirri sem Frakkar öxluðu austur I Rúss- landi árið 1812. Hann var nærri þvi tveir metrar á lengd. Upphaf- lega var þetta kúlubyssa, en þeg- ar hætt var að nota hana á Rússa hafði hún veriö boruö upp fyrir haglahleöslu og not- uð á rjúpu enda þarf mun minni skammt af blýi i þær en Rússann eins og allir vita. Nú var þessi mikla byssa ryðguð i köku og aldrei notuð nemabvaðvið krakkarnir æfðum okkur I stangastökki á henni upp á háalofti þegar rigndi og viö gát- um ekki verið úti. Riffil, 22 kali- ber eins og þaö heitir á fag- mannamáli, átti faöir minn einn- ig. Hann var aldrei notaður til annars en að afllfa ær og stór- gripi, sigtin voru lögnu dottin af honum og þvl ógerningur að hitta nokkurt kvikindi meö honum nema hlaupið væri sett þétt að enni fórnardýrsins. Drottning skotfæranna á bæn- um var haglabyssan. Faðir minn hafði fengið hana eftir látna álfta- skyttu handan ár. Alftirnar eru svona einhversstaöar mitt á milli rjúpu og Rússa að lifseiglu og þurfa þvi högl af sérstakri stærð. Þau högl steyptu karlarnir sjálfir og kölluðu rennilóö. Rennilóðin slitu byssunum fljótt, pollar komu I hlaupið og það vlkkaöi I framendann. Þessar byssur urðu þvi meö timanum ákaflega kraft- litlar. Þar á móti kom svo aö þær settu dreift og var lltill vandi að hitta með þeim, — kæmist skytt- an nógu nálægt. Pinninn I byssunni hans föður mlns var oröinn ákaflega slitinn og stóð stundum á sér nema ef hlaupinu var beint upp i loftið. Það kom reyndar aldrei aö sök þar sem faðir minn var fuglavin- ur og byssan því aldrei notuö, nema hvað við krakkarnir feng- Birt smásaga úr bók Böðvars Guðmundssonar ,,Sögur úr seinni stríðum”, sem Mál og menning gefur út um að skjóta úr henni einu skoti á gamlárskvöld, — en það er al- kunna að þá þyrstir börn venju fremur i hávaða. Svo er það einn sólskinsfagran morgun i ágústbyrjun að ég heyri að hún móðir mín kallar úr ád- húsinu meö bældri rödd bæöi á minn himneska fööur og hinn jarðneska. Þegar mikil öriög ráð- ast er okkar himneski faöir gjarnan vlðs fjarri, enda kom það nú í hlut hins jaröneska að meta ástandið og taka ákvarðanir. Fyrir utan eldhúsgluggann á flöt- inni suður af húsinu sat sem sagt grámórauður ferfætlingur, tor- kennilegur I útliti með ljósan kvið og langa búk og geröi kúnstir i morgundögginni. Þið eruð reyndar áreiðanlega búin aö gera ykkur ljóst hver þarna var á ferðum, — hitt hafa menn kannski ekki séð að annars vegar sat i varpa sjálf ógæfa landsins, — hins vegar var lltið, friðsælt heim ili sem nú skyldi far- ast eða komast af. Upp á tugt og arbeiöi var yngra heimilisfóiki haröbannað að gefa frá sér nokkurt hljóö eða hreyfa sig út fyrir dyr — meðan faöir minn læddist uppá háaloftogblés rykiö úr hlaupinu á rennilóða- byssuna, setti I hana skot og tvö önnur I vasann og lokaði á eftir sér bænum Meö fingurinn upp i mér og titrandi eins og asparlauf stóð ég viö gluggann og horföi á hann föður minn laumast fyrir húshomið, setjast á hækjur sfnar miða vel og vandlega og hleypa af. — En þvl miður, — pinna- fjandinn stóð á sér eins og vana- lega þegar hlaupinu var ekki beint upp á viö. Til þess að bana mink meö þessari byssu hefði hann þurft aö vera fleygur. Og nú varð minkurinn var við hann föð- ur minn og þeir horföust i augu góða stund meðan faðir minn spennti aftur hanann á byssunni. innan víð gluggann spennti ég greipar og baðst fyrir.1 Sú bæn heyrðist vist aldrei á æðri stöðum, það reyndist meö öllu ó- gerlegt að fá skot úr byssunni og þar kom aö minknum leiddist þóf- ið og smaug undir girðinguna kringum heimakálgarðinn, þar sem kartöflugrasið náði mér i hné. Viö noröurenda kálgarðsins var skjólveggur gegn noröanátt- inni, hlaöinnúr torfi og grjóti. Inn i hann smaug nú minkurinn og kvaddi hinn sýnilega heim. Varnú þessiorrusta töpuð? Var nú vágesturinn sestur aö þarna i kálgarösveggnum, albúinn þess að eyöileggja kartöflurnar um ó- komna framtiö? Nei, — þessi orr- usta var ekki töpuð, ekki enn. Ég veit ekki hvernig á þvi stóð, — Framhald á 11. slðu i j 8. 1 ft M' A >> ’V ‘é.r' * ' V Elsku bragðaðu nú á öllum tegundum Kókoskökuir •Spesíur ►Kókostoppar ►Vanilluhringir mmwmmmwh. 1 4SF m ~ m fjég. 3^ Z vrfL w KEXVERKSMIÐJAN FRÓN 0* wfcz mF' w>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.