Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. desember 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 bækur Mother Ireland. Edsa O'Brien. With Photo- graphs by Fergus Bourke. Penguin Books 1978. Minningabók og ferðasaga þar sem irskar þjóösögur og skáld- skapur er ofin i persónulegar minningar frá barnæsku og tengdur irskum nútima og hinni eilifu baráttusögu. Myndirnar auka á áhrif textans. Höfundur- inn er löngu fluttur frá írlandi og býr nú I Lcndon, vel kunnur fyrir sögur sinar og skáldsögur. Political Power: USA/USSR. Zbigniew Brizezinski and Samuel P. Huntington Penguin Books 1978. Between Two Ages. Ameriva's Role ia the Techno- tronic Era. Zbigniew Brzezinski. Penguin Books 1978. Fyrri bókin kom fyrst út 1964, sú seinni 1970. Þessar bækur hafa báoar verið endurprentaöar mörgum sinnum og margt af efni þeirra er ennþá timabært þótt framtioarspárnar hafi nokkuð fölnað eftir Viet Nam styrjöldina, Nixons ævintýrin og þar meo hrun þeirrar myndar sem reynt var að móta af Bandarikjunum sem boðbera frelsis og frjáls- lyndis. Draumarnir um mengunarlausa tæknivæðingu mannheima eru einnig fölnaðir. Málalengingar eru miklar i þess- um ritum og samanburðartöflur og hagtöflur, sem oft verða til þess að mynda moldviðri en skýra og útlista þaö sem þeim er ætlað. Höfundarnir hafa báöir lagt mikla stúnd á alþjóðamál og alþjóöaviðskipti og starfa viö Harvard og Columbia háskólana. Talsverður hluti beggja ritanna er gott dæmi um hversu bækur geta oröio úreltar á fáúm árum. Ný breiðskíf a með Gunnari Þórðarsyni Nýlega sendi Gunnar Þórðar- son frá sér aðra breiðskffu sina, er hann nefnir ,,Gunnar Þórðar- son". Hér er um að ræða tvær plötur i albúmi. Fyrri platan er með enskum textum en sú sfðari er með Islenskum textum. A henni er efni sem Gunnar hefur samið á slðustu árum t.d. fyrir sjónvarpið. Plötur þessar eru að mestu leyti teknar upp I Banda- rfkjunum I júll, ágiist, september og október á þessu ári og nýtur Gunnar aðstoðar þarlendra hljiið- færaleikara. Við upptökur þær, sem fóru fram i Hljóðrita i april og mai, nýtur hann aðstoðar Sigurðar Karlssonar, Pálma Gunnars- sonar, Jakobs Magntissonar, Þóris Baldurssonar og Halldórs Haraldssonar pianóleikara. Einnig aðstoða Ragnhildur Gisla- dóttir og Björgvin Halldórsson i nokkrum lögum. Textar plötunn- ar eru gerðir af Gunnari, Toby Herman, Hrafni Gunnlaugssyni og Þorsteini Eggertssyni. Upptökumenn voru James Kay i Hljóðrita, Roger Paglia7 Raghu og Ritchie Moore í Redondo Pacific Studios í Los Angeles, Loyd Clifft í Amigo Studios i Los Angeles, Brir n Levi i Star Track Studios i Los Angeles og Elvin Campell i C.I Studios i New York. Diddú ogEgill Koinin er á sjónars viðiö hljóm- . plata peirra Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur og Egils Ólafssonar, sem ber nafnið ,,Þegar mamma var ung" og inniheldur hún þrettán lög úr nokkrum revlum frá tima- bilinu 1938—1946, sem oft er talið gullöld reviunnar. Hvaö snertir hljómflutning á þessari plötu, þá sér Arni Elfar um planóleik, Grettir Björnsson leikur áharmonikku, Guömundur R. Einarsson leikur á trommur, Sigurður Riinar Jónsson annast fiðluleik o g á bassann leikur Helgi Kristjánsson. Höfundar eru þeir Bjarni Guðmundsson, Haraldur A. Diddú og Egill Sigurðsson, Morten Ottesen, Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Tómas Guðmundsson. Stjörn upptöku annaðist Valgeir Guöjónsson og upptöku- maður var Sigurður Bjóla. Til áskrifenda að tímaritinu 3. hefti 1978 verður póstlagt 4.-6. desember nk. Þeir áskrifendur sem flutt hafa á árinu eru vin- samlegast beðnir að tilkynna breytt heimilisfang i sima 8 13 33 i Reykjavik, eða að fylla út meðfýlgjandi eyðublað. Tímaritiö Réttur Pósthólf 310, 121, Reykjavík Nafn_________ Fyrra hei nilisf. Nýtt heimilisf. póstnúmer AUGLÝSINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.