Þjóðviljinn - 09.01.1979, Síða 16
Verslið í sérvershm.
með litasjónvörp
og hljómtæki
Skipholti 19, R.
simi 29800, (5
Atvinnulausir á skrá siðasta
dag desembermánaöar voru alls
1088 og haföi fjölgaö um 444 frá 30.
nóvember. Atvinnuleysisdagar i
mánuöinum voru 13.972 en i
nóvember voru þeir 9058. Aukiö
atvinnuleysi er sérstakiega áber-
andi I Keflavik, Njarövik,
Grindavfk, Akranesi, Ólafsfiröi,
Húsavik, Seyöisfiröi, Bildudal,
Drangsnesi, Raufarhöfn, Þórs-
höfn, Vopnafiröi og Bakkageröi.
Flestir atvinnuleysisdagar
voru i Reykjavik i desember eöa
2219 og þar var 191 á skrá i lok
mánaöarins en höföu veriö 149
mánuði áöur. Næstflestir at-
vinnuleysisdagar voru i Keflavik
eöa 1301 og þar voru 117 á skrá
(áöur 23). Þá kemur Raufarhöfn
meö 904 daga og 53 á skrá (áður
34), Húsavik 881 dag og 90 á skrá
(áður 7), Seyðisfjöröur 662 daga
framhald á bls. 14
hefur veriö viö borun á Sval-
baröseyri. Hann festist rétt fyrir
jólin en sömu sögu er aö segja um
hann, aö starfsmenn hafa veriö i
leyfi undanfariö og þvi ekkert
veriö unniö aö losun.
Viö spuröum Isleif hverjar
væru ástæöurnar til þessara tiöu
festinga i Eyjafiröi og sagöi hann
aö liklega væru hægt aö segja aö
jarölögum i iörum Eyjafjaröar
værióvenju hrungjarnt. Á Lauga-
landi kæmi heita vatniö upp viö
bergganga sem I upphafi heföu
veriö gosrásir meö bráöinni
kviku. Þegar kvikan storknaöi
drægjust þeir saman, sem or-
sakaöi aö bergiö í kring um þá er
mjögsprungiö ogbrotiö. Þaö væri
svo aftur sumpart þess vegna,
sem heita vatniö fyndist þar. Viö
spuröum aftur hvort hlutfall vel-
heppnaðra borhola væri alls-
staöar jafnslæmt og i Eyjafiröi.
Þvi svaraöi Isleifur aö svo væri
alls ekki. Þar sem mest heföi ver-
iö boraö og bormenn heföu mesta
reynslu, væri þetta hlutfall allt
upp i 100%, t.d. i Mosfellssveit.
Borfréttir úr Reykjavík
Við vikum nú talinu aö þeim
holum sem veriö er aö bora i
Reykjavik.
tsleifur sagöi aö Jötunn, sem
veriö hefur aö dýpka holu neöan
viö Sjómannaskólann yröi nú
fluttur I holu, sem boruö var á slö-
asta ári af Dofra, noröan viö
Suöurlandsbraut gegnt HÓtel
Esju. Holan viö Sjómannaskól-
ann heföi tekist vel og vatn heföi
fundist neöan viö 2000 m. dýpi.
Gufuborinn, sem nefndur er
Dofri, er nú ekki i notkun, en
ráðageröir eru uppi hjá Hitaveitu
framhald á bis. 14
Karl Jóhann Norömann
Ingvi Sævar Ingvason
Þjóðviljinn leitaði í gær
fregna hjá Isleifi Jónssyni
á Jarðborunum Rikisins
hvernig gengi að losa tvo
af borum Orkustofnunar
sem fastir eru í holum sín-
um norður i Eyjafirði.
Borinn Narfi festist á Lauga-
landi, þegar veriö var aö hifa aö
lokinni borun á 1600 metra
djúpri holu sem var mjög efnileg.
Losnaöi borkrónan og nokkrar
ne&stu stengur frá og tókst ekki
þrátt fyrir Itrekaöar tilraunir aö
„fisktf'þær upp úr holunni.
Bormenn á Narfa eru nú nýlega
farnir noröur aftur aö loknu jóla-
leyfi og er ekki séö fyrir endann á
losunartilraunun þeirra. Annar
bor Orkustofnunar, af Vabco gerö
Vel heppnað ball í Tónabœ:
Dansgólfið fullt allan tímann
óOOunglingarskemmtusérkonunglega í húsinusem stendurautt allar helgar
600 unglingar á aldrinum 15-17
ára fylltu Tónabæ á skömmum
tima s.i. föstudagskvöid, þegar
hljómsveitin Brunaliðiö gekkst
þar fyrir unglingadansleik.
Aö sögn Jóns Ólafssonar,
umboösmanns hljómsveitarinnar
var skemmtunin öllum aöilum til
sóma. Ekki sást vin á manni i
húsinu og hin frægu Tónabæjar-
læti voru hvergi sjáanleg. Uppselt
var strax klukkan hálf ellefu og
eftir aö dansleiknum lauk kl. 1 um
nóttina fór hver til slns heima.
Jón sagöi aö áberandi heföi veriö
hvaö krakkarnir voru vel tO fara
og hversugóö nýting heföi veriö á
dansgólfinu. „Þaö var fullt allan
timann og greinilegt aö krakk-
arnir kunnu vel aö meta þá til-
breytingu aö fá aö fara einu sinni
á ball i Reykjavik,” sagöi Jón.
„Þaö er áhugamál okkar aö
krakkarnir fái aö skemmta sér
hér i borginni,” sagöi Jón, ,,og
persónulega væri ég til I aö taka
Tónabæ á leigu af Æskulýðsráöi
oghalda uppi skemmtunum fyrir
krakkana. Ég er viss um aö
hljómsveitirnar væru lfka tU l
það.Þetta eru nú einusinni okkar
stærstu kúnnar og hér i' bænum er
ekkertfyrir þessa krakka aö vera
viö. Þau fara i stórum hópum út
fyrir bæinn um hverja helgi, til
Keflavikur og viðar og sú
skemmtun kostar 4000 krónur auk
2000 króna fargjalds.”
„Þaö voru aliir farnir af
svæöinu fyrir klukkan tvö,” sagöi
einn starfsmanna Útideildar
Æskulýösráös i samtali viö Þjóö-
vUjann i gær. „Þaö var geysUegt
fjör og krakkarnir skemmtu sér
konunglega. „Þeir sem viö
töluöum viö voru á einu máli um
aö þessu ætti aö halda áfram, en
þó fannst þeim aðgöngumiöarnir
of dýrir, en þeir kostuöu 3000
krónur.” —AI
Æskulýðsráð viU ekki halda dansleiki sjálft
"" A fundi Æskulýösráös i gær
var felld tillaga frá Margréti S.
Björnsdóttur og Kristjáni Valdi-
marssyni um aö ráöiö stæöi fyr-
ir dansleikjahaldi I Tónabæ
meðan enn væri óráöiö hvaö
gert veröur viö staöinn.
Vitnuöu þau I góöan árangur
dansleikjarins s.l. föstudag og
töldu sýnt aö dansleikjahald
fyrir 15-17 ára unglinga væri vel
þegið i borginni.
Þess i staö var samþykkt aö
Jóni Olafssyni skyldi veitt leyfi
til annars dansleiks 26. janúar
n.k. en fyrir fundinum lá um-
sókn Jóns þar um. A ballinu s.l.
föstudag var seldur aögangs-
eyrirfyrir 1.8 miljón krónur. Af
þvi renna 300 þúsund til Æsku-
lýösráös i leigu fyrir húsiö, 300
þúsund er ætlað aö fari i sölu- og
skemmtanaskatt og 300 þúsund
tilauglýsinga. Afgangurinn , 900
þúsunfi eru laun til þeirra sem
aö dánsleiknum stóöu.
- AI
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 —12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa
tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
DJOÐVIUINN
Þriöjudagur 9. janúar 1979.
Þær voru gæfar, gæsirnar á Tjörninni þegar Krist
inn Pétursson var að gefa þeim brauðmoia í gærdag.
Ljósm. Leifur.
2 bátar strönduðu
við Rif
Örsökin
ónógar
upp-
lýsingar?
Tveir bátar strönduöu um helg-
ina á sama staö, svokallaöri
Tösku, skeri viö innsiglinguna i
Rifshöfn, og er ekki annað aö sjá
en aö orsökina megi rekja til
ónógra upplýsinga til sjófarenda.
Loönuskipiö Skarösvik strand-
aöi á Tösku aöfaranótt sunnu-
dagsins, enmb. Brimnes á sunnu-
dagskvöld. Skarösvikin var á til-
tölulega litilli ferö og náöi sér
meö eigin afli af skerinu. Kom i
ljós er búiö var aö kafa og skoöa
botn skipsins, aö á þvi hafa oröiö
tiltölulega litlar skemmdir.
Skemmdir á Brimnesinu eru
hinsvegar ókannaöar, en taldar
talsveröar þar sem þaö lá lengi
fast og varö aö fá aöstoö.
Þegar þessi óhöpp uröu var Ijós
á bauju viö Tösku dautt og sömu-
leiðis ljós á syöri hafnargaröinum
viö Rif. Mun Ijósiö viö Töskuhafa
slokknað nóttina sem fyrra
strandiö varö, en ljóslaust haföi
veriö á hafnargaröinum amk. 1-2
sólarhringa.
Enn bættist viö, aö svokölluö
ytribauja viö Rif haföi veriö færö
i haust án þess að auglýst væri, en
framhald á bls. 14
Heldur skrattinn í krónurnar?
Tveir borar fastir
í Eyjafirði
Narfí á Laugalandi
annar á Svalbardseyri
Tveir piltar týndir
Hafa ekki sést siöan á laugardag
Tveir unglingspiltar, frændurn-
ir Ingvi Sævar Ingvason, 14 ára,
til heimilis aö Miklubraut 56 og
Karl Jóhann Norömann, 15 ára,
til heimilis aö Kötlufelli 5 fóru frá
ömmu sinni aö Miötúni 30 ki. 15 á
laugardag en siöan hefur ekkert
til þeirra spurst.
Lögreglan byrjaöi aö svipast
eftir þeim þegar á laugardag og á
sunnudag fékk hún upplýsingar
um aö rauöur „stationbill” hefði
hleypt út tveimur piltum á Hellis-
heiöinni, rétt fyrir ofan Skiða-
skálann i Hveradölum, um 6-leyt-
iö á laugardag. Fór þá Hjálpar-
sveit skáta á snjósleöum til leitar
um Hellisheiöarsvæöiö og einnig
flaug þyrla Landhelgisgæslunnar
þar yfir. 1 gærkvöldi gáfu sig hins
vegar fram tveir piltar, sem fóru
úr rauöa bilnum á Hellisheiöi.
Hjálparaveit skáta og Slysavarn-
arfélagiö eru nú tilbúin tii aö
hefja viötæka leit um leiö og ein-
hverjar frekari visbendingar
fást.
Ingvi Sævar Ingvason er um 176
cm aö hæö, grannur og dökkskol-
hæröur. Hann er klæddur i ljós-
bláa úlpu, bláar gallabuxur og
græn reimuö stigvél og er meö
svarta og rauöa hanska.
Karl Jóhann Norömann er
mjög grannur og lágvaxinn
dökkskolhærður. Hann er klædd-
ur i appelsinugula úlpu meö blá-
um röndum, bláar gallabuxur og i
svörtum stigvélum, meö svarta
hanska.
Þeir Ingvi og Karl eru ósköp
venjulegir reykviskir piltar sem
hafa ekki átt þaö til aö leggjast út
hingað til.Þess skal getiö aö Ingvi
er blaöberi Þjóöviljans.
Þeir sem einhverjar upplýsing-
ar geta gefiö um feröir þeirra eft-
ir kl.15 á laugardag vinsamlegast
láti lögregluna i Reykjavik vita.
— GFr