Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 2
2S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN— Fimmtudagur 11. janúar 1979 Ólafur Ragnar Grímsson: Efnahagsstefna Alþýðubandalagsins. I kosningunum á sl. ári lagði Alþýöubandalagið fram ýtar- lega stefnu i efnahags- og at- vinnumálum. Hún hefur mótað afstöðu og tillögur flokksins i núverandi rikisstjórn. Þessi stefna fól I sér tvfþætta hernað- aráætlun I atlögunni við verð- bólguna og baráttunni fyrir var- anlegum kjarabótum. Fyrri þáttur þeirrar hernað- aráætlunar miðaðist við að rjúfa vitahring sjálfvirkninnar semá undanförnum árum hefur leitt til sifelldra gengisfellinga og sett allan eðlilegan ákvarð- anagrundvöll hagkerfisins úr skorðum. Tillögur Alþýöu- bandalagsins um einstaka liöi i framkvæmd þessa þáttar hafa mjög mótað aðgerðir rikis- stjórnarinnar á fyrstu mánuö- um ferils hennar. Með aðgerö- unum i septmeber og desember, með beitingu millifræslu til að hamla gegn verðhækkunum á nauðsynjavörum, með marg- þættri skattastefnu sem i senn fjármagnar striðskostnaðinn i veröbólgubaráttunni og flytur byrðarnar y fir til hátekjufólks, eignamanna og fyrirtækja, með nýafgreiddum fjárlögum og fjölmörgum öörum aðgeröum hefur rikisstjórnin stigið mynd- arlega á bremsuna og skert til muna svigrúm hins sjálfvirka vítahrings. Þessi þáttur hernað- aráætlunarinnar markar þó aðeins fyrstu sporin. Til að ná varanlegum árangri þarf mun umfangsmeiri og flóknari að- gerðir. I samræmi við efnahags- stefnu Alþýðubandalagsins verður siðari þáttur hernaöar- áætlunarinnar i verðbólgubar- áttunni að felast i umsköpun á framleiðslu- og fjárfestingar- kerfi landsins, samhæföri stjórn á peningamálum, rikisfjármál- um og gjaldeyrismálum, veru- legri eflingu afkasta hjá Is- lenskum útflutningsgreinum og alm. samkeppnisiðnaði, bættri stjórnun og virkara skipulagi til að grundvöllur veröi innan tiðar fyrir raunverulegri aukningu velsældar alls almennings og vfetækum félagslegum framför- um. t þessu skyni þarf að koma á sterkri fjárfestingarstjórn, beita sér fyrir framkvæmd nýrrar atvinnustefnu og leggja á myndarlegan hátt til atlögu gegn yfirbyggingarbákninu sem á undanförnum árum hefur tek- ið til sin æ stærri hluta vinnuafls og fjármagns sem betur hefði veriö varið i þágu gjaldeyris- skapandi atvinnugreina. Þessar þrjár meginforsendur — sterk fjárfestingarstjórn, ný atvinnustefna, atlaga gegn yfir- byggingunni — þurfa að móta efnahagsstefnu rikisstjórnar- innar á nýbyrjuðu ári. í tilefni af viðræöum rikisstjórnarflokk- anna um útfærslu á seinni hluta hernaðaráætlunarinnar I verð- bólgubaráttunni skulu hér rif juð upp nokkur meginatriði i þeirri efnahagsstefnu sem Alþýðu- bandalagið bar fram til sigurs i kosningunum sl. vor. Fjárfestingarstjórn — Lánastefna. Til að tryggja framkvæmd markvissrar framleiðslustefnu er nauðsynlegt aö taka upp gerö þjóðhags- og framkvæmdar- áætlana til langs tima. Sllkar áætlanir verði grundvöiiur meginákvarðanatöku i efna- hagsmálum. Þær taki mið af framleiöslugetu bjóðarbúsins, hóflegri nýtingu auölinda og mikilvægum félagslegum markmiöum i umsköpun þjóðfé- lagsins f samræmi við hagsmuni launafólks. Innan ramma þess- ara áætlana verði gerðar árieg- ar fjárfestingaráætlanir fyrir allar höfuðgreinar atvinnulifs- ins og opinbera starfsemi. Leit- ast verði við aö miða fjárfest- inguna einkum við gjaldeyris- skapandi og gjaldeyrissparandi greinarsem i senn styrkja efna- hagslega stööu þjóöarinnar gagnvart umheiminum, skapa í þinghléi meira öryggi og treysta efna- hagslegt sjálfstæði. Þegar slikar áætlanir hafa verið gerðar verði skipan lána- mála breytt á þann veg að tryggt sé að allar meiriháttar lánveitingar — bæöi hjá bönk- um, fjárfestingarlánasjóðum og öðrum meiriháttar lánastofn- unum — verði metnar i ljósi fjárfestingaráætlana I viðkom- andi atvinnugreinum. Þær framkvæmdir einar sem þjóna markmiðum áætlana fái aðgang að nauðsynlegu opinberu fjár- magni. Tryggt verði að ýtarlegt mat á framlagi hverrar nýrrar meiriháttar fjárfestingar til umsköpunar atvinnulifsins liggi fyrir áður en ákvörðunin um lánveitinguna er tekin. Jafn- framt skuli þær framkvæmdir sem stuðla að aukinni útbreiðslu félagsiegra eignarforma, sam- runa fyrirtækja og nýjum sam- vinnuformum f rekstinum hafa að öllu jöfnu forgang í lánveit- ingum. Mikilvægur þáttur nýrrar lánastefnu verði beiting sveigj- anlegra vaxta sem verði mis- munandi eftir útlánategundum. Við mótun hinnar nýju lána- stefnu verði einnig tekið miö af þvi að tilteknir útlána flokkar verði látnir bera fulla verð- tryggingu og sparisjóöaeigend- um verði tryggðar sérstakar verðbætur. Ný atvinnustefna Á sl. ári flutti Alþýðubanda- lagiö ýtarlegar tillögur um nýja atvinnustefnu sem gefiö var heitið tslensk atvinnustefna. Á þvi ári sem nú er hafiö hlýtur það að vera meginverkefni rfk- isstjórnarinnar aö tryggja framkvæmd slikra breytinga á atvinnulifi landsmanna. Grund- vallaratriöi islenskrar atvinnu- stefnu eins og hún hefur verið boðuð af Alþýðubandalaginu eru: 1) Aö skapa sem viðtæk- asta samstöðu um.að atvinnulif á fslandi verði f höndum inn- lendra aðila, íslensk atvinnu- stefna kemur þannig i stað þeirrar erlendu stóriðju sem siðustu valdhafar höfðu f háveg- um. 2) Aö áætlunargerð og skipulagshyggju, markvissum rannsóknum, markaðsleit og virkum stuðningi hins opinbera veröi beitt I þágu meiriháttar uppbyggingar Islenskra at- vinnuvega. 3) Framleiðslan veröi endurskipulögö i þvi skyni að draga úr sóun, óhagkvæmni og yfirbyggingu sem aukist hef- ur á undanförnum árum og stuðlað þannig að alhliða fram- förum I rekstri. 4) Til að auka forræði fólksins sjálfs yfir fram- leiðslutækjum og vinnuskipu- lagi verði félagsiegur rekstur látinn hafa forgang f uppbygg- ingu atvinnulifsins og jafnframt þeir framleiðslumöguleikar sem I senn eru arðvænlegir fyrir þjóöarbúiö og henta vel sem hæfileg viðfangsefni fyrir sam- tök fólksins viðsvegar um landið. t framhaldi af þessum al- mennu grundvallarmarkmiðum felur fslenska atvinnustefna, sem Alþýöubandalagið hefur boðað, f sér sérstaka áherslu á uppbyggingu ákveöinna greina atvinnulifsins. Það er höfuðat- riöi aö í stefnumótun stjórn- valda fyrir nýbyrjað ár veröi á skýran og glöggan hátt kveðið upp úr meö það hvaða atvinnu- greinar skulu hafa forgang og verða burðarásari þeirri þróun sem f senn á að efla atvinnuvegi landsmanna og stuöla að varan- legum framförum i almennum lifskjörum. Skoöun Alþýðu- bandalagsins er að það dugi hvergi nærri að beita eingöngu alm. aðgerðum I þágu iðnaðar- uppbyggingar og betri nýtingar sjávarafla heldur verði aö taka skýrt af skarið um það hvaða iðngreinar og hverskonar end- urnýjun I fiskiönaði skuli sér- staklega settar á oddinn. Fjár- magni og kröftum stjórnkerfis- ins veröi siðan beitt af alefli I þágu slikra forgangsgreina. Atlaga gegn yfirbygging- arbákninu Á undanförnum árum og ára- tugum hefur hlaðist hér upp margslungin yfirbygging, gróðabákn, sem i reynd er að sliga fólkið i landinu. Þessi yfir- bygging mótast mjög af óeöli- legum vexti margvislegrar milliliðastarfsemi. Hana þarf að taka til allsherjar uppskurð- ar. í þvi skyni hefur Alþýðu- bandalagið lagt rlka áherslu á að dregið verði úr óhagkvæmni I rekstri og forræöi einkafjár- magns á sviði mikilvægrar milliliðastarfsemi. Eitt oliu- sölufélag á vegum opinberra aðila taki að sér allan innflutn- ing á sölu á oliu og oliuvörum, tryggingafélögum verði fækkað með auknum félagslegum rekstri á þvi sviði, flutnings- kostnaður skipafélaga verði iækkaður með margvislegu endurskipulagi á starfsemi þeirra, svo að nokkuö sé nefnt. Meiginþátturinn I tillögum Al- þýðubandaiagsins um niður- skurö yfirbyggingarbáknsins fellst hinsvegar i nauðsyn á end- urskipulagningu innflutnings- verslunarinnar. Stefna verður aðverulegri fækkun þeirramörg hundruð heildsölufyrirtækja sem nú eru i landinu og. stuðla að mjög óhagkvæmum vöruinnkaupum til landsins og eru mörg hver flækt i margvis- legt gjaldeyrissvindl og ýmis- konar brask sem þróast hefur á undanförnum árum. I efna- hagstillögum Alþýðubandalags- ins er bent á nauösyn þess að boðinn verði út innflutningur á mikilvægum vörutegundum og verði þeir útboðsskilmálar i samræmi við lægsta verö á er- lendum mörkuöum. Berist eng- in tilboð á slikum lágmarks- kjörum þá verði opinberir aðii- ar að annast slikan innflutning. Viötækt útboðskerfi af þessu tagi er óhjákvæmilegt tæki til þess að hrista innflutningsversl- unina svo til aö nauösynleg hag- kvæmni náist útúr hinu óhóflega milliliðabákni á þessu sviði. Jafnframt veröi tekin upp samræmd innkaup á helstu vöruflokkum sem rikisstofnanir og aörir opinberir aðilar þarfn- ast til alm. rekstrar og fram- kvæmda. Innflutningsstarfsemi á lýöræöislegum samvinnu- grundvelli verði efld til muna til þess að veita einkabröskurun- um aukið aðhald. Gliman við hið margvislega misferli og spillingu sem þróast hefur I heildsölukerfi landsins verður varla árangursrlk nema beitt sé mjög grimmum refsing- um gagnvart gjaldeyrissvikum, skattsvikum og öörum vafa- sömum rekstraraðferðum fyrir- tækja 1 þessum greinum. Þaö kemur fyllilega til álita að svipta fyrirtæki sem verða upp- vis að sliku misferli öllum rétt- indum til áframhaldandi inn- flutningsstarfsemi. Jafnhliöa þessum aögerðum sem beinast aö þeim þætti yfir- byggingarbáknsins sem tengd- ur er mjlliliöagróðanum telur Alþýöubándalagiö nauðsynlegt að endurskipuleggja bankakerf- ið sem sameiningu banka og endurbótum á starfsháttum þeirra. Jafnframtverði rekstur umfangsmikilla rikisstofnana að takast til ýtarlegrar skoðunar og endurskipulagningar. Al- þýðubandalagið hefur i þessu sambandi bent sérstaklega á starfsemi stofnana og fyrir tækja á sviði orkumála og heil- brigðismála, starfsemi Pósts og sima, Landhelgisgæslunnar og fjölmargra annarra aöila. Það hlýtur að verða meiriháttar verkefni þeirra sem fara með stjórn landsins á næstu mánuð- um og misserum aö hafa for- göngu um sllka uppstokkun og endurskipulagningu starfsem- innar hjá rikinu sjálfu til þess að veita i senn verðugt fordæmi öðrum til eftirbreytni og til aö geta enn frekar knúiö á um hlið- stæðan uppskurð á öörum þátt- um yfirbyggingarbáknsins. 81333« Sjómaður spyr: Hvert fara Nú undanfariö hefur mjög borið á þvi að togarar og önnur fiskiskip hafa siglt með afia sinn óunninn og selt i erlendum höfnum. Samtimis getur að litá „fréttir” I Mogga um aukið at- vinnuieysi landverkafólks, sem auðvitað eiga að gera vinstri stjórnina tortryggilega I augum lesenda. Af þessu tilefni langar mig til þess að gera eftirfarandi fyrirspurn til þeirra sem svar- að geta: 1. Þegar fréttir birtast um sölur fiskiskipa erlendis, er ævinlega greint frá brúttóveröi sem fæst fyrir aflann. Hvert er hiö raun- verulega verð sem fyrir fiskinn fæst, ef tekið er tillit tii upp- skipunarkostnaðar erlendis, oliukostnaðar við að sigla veiði- skipunum út og heim og veiði- taps og vinnulauna áhafnar meðan á söluferð stendur? 2. Hvað eru það háar fjárhæðir sem útgerðarmenn sleppa við að greiða i sameiginlega sjóði vegna þessara söluferða? 3. Hvað er útflutningsverðmæti þeirra fiskafurða sem fást mundu úr þeim afla sem ævin- týramenn selja nú erlendis? Margar fleiri spurningar mætti setja fram, en þessar nægja i bili, þvi svörin viö þess- um munu sýna, ef þau fást.aö hér er útgeröin að stela eins oe oft endranær. Það eru gömul sannindi, að allur gróöi er af- rakstur vinnu, og enginn út- gerðarmaður ætti skip ef ekki væri fyrir gegndarlaust strit sjómanna. Með von um að Þjóðviljinn birti þetta; kærkveöja. Sjómaður. Vér mótmælum! Við getum ekki orða bundist yfir kiausu nokkurri sem birtist i Þjóðviljanum hinn 30. des. 1978, þar sem kona að nafni „E.K.” iýsti þvi yfir, að henni fyndist „fjandi góð” viðbygg- ingin sem rlsa á viö Hótel Borg. Þessa viðbyggingu teljum við I hrópandi andstöðu við um- hverfið, þar sem fyrirhugað er aö hún risi. Teljum við þessa konu, sem og svo marga fleiri af hennar sauðahúsi, alls ekki hafa neina tilfinningu fyrir formi og listrænu gildi gamla bæjarhlut- ans. Gott dæmi um þessa smekkleysu er, þar sem Iðnað- arbankahúsið og Nýja Bió standa eins og skókassar uppúr þessu fallega hverfi sem er, þvi miöur, óöum að missa sinn gamla sjarma vegna sifelldra og óhugnanlegra breytinga. „E.K.” segir I grein sinni, að óþarfi sé að eltast viö stil Hótel Borgar, sem reist var um 1930 og I anda þess tlma. Það er firra. Við endurtökum: Að sjálf- sögðu verður húsiö umfram allt að falla inn i umhverfi sitt. — Tökum ekki þá stefnu að bæta nýbyggingum inn i gamalgróin, stilhrein hverfi, og eyðileggja þannig heildarsvip þeirra. Sigriður H. Gunnarsdóttir Gerður Stefánsdóttir Nina Heigadóttir Samtök heimsfriöar og sameiningar: Unificatíon Church hefur veriö hreinsuð Vcgna- Islenskra blaðaskrifa þám. i Þjóðviijanum um 3 hin svökölluðu Moon samtök (Uni- fication Church) hafa Samtök heimsfriðar og sameiningar á Is- landi, sem eru hiuti af Unification Church, óskað eftir að birt verði sem athugasemd frá þeim eftir- farandi grein, sem byggð er á frá- sögn New York blaösins „The New World” 3. des. sl. Til frekari uppiýsingar skal þess getið, að forystumaöur samtakanna hér- lendis er Halvard K. Iversen. „Dómsmálaráðuneyti Bandarikj- anna hreinsar „Unification ChurcE’eftir rannsókn FBI.” Dómsmálaráðuneyti Banda- rikjanna hefur ekki fundið neina visbendingu sem gefur ástæðu til frekari löglegra rannsókna, vegna ákæruá hendur „The Uni- fication Church”, varðandi heila- þvott, nauðungarkyrrsetu og mannrán, segir fulltrúi rikissak- sóknara Benjamin R Civiletti. Ekkert kom fram sem gaf tilefni til að fella starfsemi hreyfingar- innar undir athæfi sem varða við lög, eða gaf ástæðu til frekari rannsóknar. Þetta var niöurstaða af ná- kvæmri rannsókn á Sr. Moon og „The Unification Church”, fram- kvæmdri af FBI frá árinu 1977. Þeir Robert Giaimo, D-Conn, ogLeo Ryan, D-Calif. komu sam- an ásamt fulltrúum sakamála- deildar dómsmálaráöuneytisins, þann 17. mai ’77, til viðræðna um ásakanir á hendur hreyfingar Sr. Moon og annarra trúflokka, varð- andi heilaþvott og önnur álika at- hæfi. Þeir kröfðust lagalegra að- gerða gegn hreyfingunni. Giaimo skipaði þrjá sérfræð- inga til þessa dómsmálafundar: Dr. Margrét Singer, sálfræðing frá Berkeley Calif., sem er sér- fróö um heilaþvott, og bar m.a. vitni i réttarhöldunum yfir Patriciu Hearst; Professor Rich- ard Delgado frá Lagaháskóla Washington, sem rannsakaö hef- ur lagalegar hliðar á hugstjórn- um, og Dr. Colin Williams frá Yale Divinity School. Siðan bað dómsmálaráðuneytið FBI að rannsaka sakagiftir. Arangur þessara rannsókna var birtur opinberlega af dómsmála-. ráðuneytinu eftir morðiö á Leo Ryan og fjöldasjálfsmöröunum i Guyana. Rannsóknin leiddi i ljós, að einginn fótur var fyrir þeim á- sökunum og ákærum á hendur hreyfingunni. „Þaö hefur verið reynsla okkar, að meölimir þess- ara trúfbkka séu bersýnilega sjálfbjarga, sjálfráöa fulltiða fólk.” Til að draga saman afstööu dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Civiletti aöstoðar rikissak- sóknara: „Maöur ákærir ekki fólk fyrir þaö sem það hugsar, heldur þaö sem það framkvæmir.” ”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.