Þjóðviljinn - 23.01.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 23.01.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJÚÐVILJINN Þriöjudagur 23. janúar 1979. af orlendum vettvangS Skæruhernaður er í undir- búningi 1 Kampútseu Laugardaginn 13. janúar til- kynnti vietnamska útvarpiö aö „byltingarhersveitirnar” heföu tekiö borgirnar Siem Reap og Battambang 1 Kampútseu vest- anveröri, og væru þar meö allar borgir og stærri bæir landsins i höndum þeirra, sem og hin ginn- helgu Angkor-hof, þjóöartákn Kampútseu. Sama dag haföi franska fréttastofan AFP eftir hinum nýju valdhöfum aö „ljósin kviknuöu nú á ný i Phnompenh”, höfuöborg landsins, enda borgar- búar farnir aö snúa heim, sam- kvæmt leyfi nýju ráöamannanna. Viðnám kampútseanska stjórnarhersins viröist þó ekki meö öllu þrotiö, en á hinn bóginn er ljóst aö Vietnamar eru þegar komnir um landiö þvert og endi- langt. Sunnudaginn 14. jan. heyröu vestrænir fréttamenn, staddir í tailensku smáborginni Aranjaprathet viö vestur-landa- mæri Kampútseu fallbyssudrun- ur miklar nokkrar klukkustundir um morguninn. Vietnömsku her- sveitirnar eru sem sagt þegar komnar aö vesturlandamærun- um, aöeins viku eftir aö þær tóku Phnompenh. Ekki fjöldaflótti Hinumegin landamæranna hjá Aranjaprathet er önnur smáborg, Poipet, auö aö mönnum eins og aörar borgir þar i landi. Þar sáu fréttamenn ekki aöra á ferli en nokkra hermenn hinnar nú land- lausu stjórnar. Hermenn þessir báðu Tailendinga aö taka viö um 300 særöum félögum til hjúkrun- ar, en fengu afsvar. Nokkur hundruö manns hafa flúiö yfir landamærin frá Kampútseu siö- ustu dagana, en enginn fjölda- flótti hefur oröiö eins og Tailands- stjórn haföi óttast. Sumir þeirra, sem flúiö hafa, eru stuðnings- menn Rauöu kmeranna og óttast um öryggi sitt, en aörir flýja Rauöu kmerana sjálfa. Nokkrir flóttamenn segjast hafa heyrt i útvarpinu aö Phnompenh væri failin. Aö sögn þeirra varö þá al- mennur fögnuöur i þorpinu, þar sem þeir bjuggu. Hermenn stjórnarinnar, sem þar voru staddir, reiddust þá svo mjög aö þeir hófu skothriö á þorpsbúa, sem flýðu þá til Tailands. Fleiri Kampútseumenn segjast hafa flúiö vegna þess, aöhermenn Pols Pot séu til alls visir á undanhald- inu. *■ Vfetnamar halda þvi fram, aö uppreisnir hafi veriö geröar á nokkrum stööum f Kampútseu til stuðnings sóknarhernum og aö landsmenn taki honum fagnandi. Vestrænir fréttamenn I Tailandi telja liklegt aö þar sé rétt meö fariö, og styöjast þar trúlega viö frásagnir kampútseanskra flótta- manna. Raunar er ólíklegt aö Vfetnömum heföi tekist aö her- taka landiö allt meö svo skjótum hætti ef stjórn Rauöu kmeranna hefði notiö verulegra vinsælda. Stjórn meö mikiö alþýöufylgi heföi trúlega haldiö út lengur, þrátt fýrir ofurefliö, þar sem Kampútesumenn eru þjóöhollir i besta lagi og þjóöernishyggja þeirra beinist ekki hvaö sist gegn Víetnömum, vegna væringa þess- ara þjóöa öldum saman. Herstjómarlist lótusblómsins Fréttamenn telja vist aö leift- ursókn Vietnama, sem kollvarp- aöi Rauöu kmerunum í einni svip- an, hafi verið vandlega undirbúin og segja hana hafa verið útfæröa af miklum dugnaöi og herkænsku. Víetnamar færöu sér þar i nyt reynsluna frá frelsisstriöi sinu, og i sókninni munu þeir hafa beitt svipuöum hernaöaraöferöum og i lokasókninni frægu 1975, sem batt endi á lif Saigon-stjórnarinnar. Vietnamar kalla þá aðferð „her- stjórnarlist hins blómgandi lót- uss.” Hún er þá á leið aö fyrst er árásum einbeitt að öflugustu stöövum óvinarins, og þegar þeim hefur veriö eytt sadcir sókn- arherinn fram sem viðast — breiðir úr séreinsoglótusblóm úr krónunni. Vélvæddar hereining- ar, fljótar i förum, geystust i gegnum riölaöar sveitir Kampút- seumanna áöur en þær fengu ráö- rúm til aö endurskipuleggja sig og sóttu geysihratt fram eftir vegunum. Aörir herflokkar, sem á eftir komu, þar á meðal eitt- hvert lið kampútseanskra upp- reisnarmanna, fengu svo þaö verkefni aö uppræta tvistraöar leifar Kampútseuhers, einangr- aöar aö baki viglinunnar, og koma upp nýju stjórnkerfi. Ein af ástæöum til þess, hve vörn Kampútseumanna brast skyndilega, kann að vera sú aö her þeirra hafi veriö oröinn mátt- vana þegar áöur en sóknin hófst. Bardagar hafa staðið svo aö segja látlaust yfir á landamærum Kampútseu og Vietnams siöan 1977 og stundum stórar orrustur, ef marka má tílkynningar striös- aöila. Kampðtseumenn hafa trú- lega haft siöur efni á þeim hern- aöi en Vi'etnamar, sem hafa af margfalt meiri mannafla aö taka og þar aö auki gifurlegum birgö- um bandariskra vopna, sem Saigon-stjórnin sáluga lét eftir sig. Skæruliðar í Kardemommu- fjöllum Hugsanlegt er aö Kampútseu- stjórn, sem væntanlega hefur verið liösmunurinn ljós, hafi þvi ekki komiö ósigur sinn mjög á óvart. Timaritiö Far Eastern Economic Review heldur þvi fram, aö þegar I september s.l. hafi Pol Potogfélagar hans hafiö undirbúning skæruhernaöar, sem heyja skyldi gegn Vietnömum er þeir heföu hernumiö landiö. Son Sen, varnarmálaráðherra Kamp- útseu, stjórnaöi aö sögn tlmarits- ins þeim undirbúningi meö stuön- ingi ráöunauta, sem Kinverjar lánuöu honum, auk þess sem þeir létu honum i té vopn og aörar birgöir. Aöalbækistöövar fyrir skæruhernaöinn kváöu vera i Kardemommufjöllum, en þau eru i landinu suðvestanveröu. Vietnamskar sveitirhalda til vlg- vallanna. Far Eastern Economic Review segir aö Son Sen stjórni skæru- hernaöinum, sem þegar sé haf- inn. Tvennum sögum fer af þvi hvar Pol Pot, flokksritari, forsæt- isráðherra og valdamesti maöur Kampútseu undanfariö, sé niöur- kominn. Fréttamönnum I Peking var 13. þ.m. afhent tílkynning i nafni hinnar hamingjulitlu stjórnar hans, þar sem stóö aö „allir leiötogarnir undir forustu Pol Pot... stjónuöu nú baráttu þjóöarinnar á helgri jörö Kampútseu.” Hinsvegar hefur áðurnefnt timarit þaö eftir kin- verskum heimildum, að Pol Pot hafi veriö fluttur — og ef tíl vill ekki bráöviljugur — meö kin- verskri flugvél til Peking þegar áöur en Phnompenh féll. Ct frá þvi er þess getið til aö kinverskir ráöamenn hyggist halda honum frá stjórnmálum eftirleiöis og láta hann falla i gleymsku. Vitaö er aö Ktoverjar hafa haft áhyggj- ur út af haröstjórn Rauöu kmer- anna eöakannski öllufremur þvi óoröi, sem sú haröstjórn hefur komið á Rauöa kmera og um leiö óbeint á valdhafana f Peking sjálfa, sem bakhjarla Kamp- útseustjórnar. Harðstjórnin í Kampútseu er einkum skrifuö á reikning Pol Pot, og er þvi ekki óliklegt að Kinverjar hyggist nú styöja til forustu meöal Rauöu kmeranna einhvern, sem hafi betra orö á sér, til dæmis Son Sen. Einnig má geta þess aö Khieu Samphan, sem mest bar á af fyr- irliöum Rauðra kmera i frelsis- striðinu gegn Bandarikjamönn- um og leppi þeirra Lon NoL en minna hefur heyrst frá siöan, mun ennþá vera I Kampútseu. Óþægilega í sveit settir Aö öllum likindum hafa Sovét- rikin og bandalagsriki þeirra vit- að um sóknina meö góöum fyrir- vara og jafnvel hvatt tíl hennar; til þess bendir þaö hve eldsnögg þau voru aö viöurkenna þá stjórn, sem kampútseanskir bandamenn Víetnama settu upp. A hinn bóg- inn er engum vafa bundiö aö Viet- namar hafa tekiö allar ákvaröan- ir i þessu sambandi fyrst og fremst að eigin frumkvæöi, en ekki i greiöaskyni viö Sovétmenn. Vietnömum finnst þeir óþægilega i sveit settir þar sem risinn Kina, erföaóvinur og kúgari þeirra i margar aldir, er oröinn þeim fjandsamlegur enn á ný, og þar viö bætist aö Bandarikin, sem sviöur sárt háöung hrakfara sinna i Indókina, tregöast viö aö taka upp eðlilegt samband viö Vi'etnam og leitast á ýmsan hátt viö aö einangra þaö, þó ekki á jafn áberandi hátt og Kúbu og Kina áöur. Nú þykjast Vietnamar væntanlega heldur öruggari en fyrr, þegar þeir hafa kollvarpað Kinasinnaöri Kampútseustjórn og hafa tvær hliðhollar rikis- stjórnir, Kampútseu og Laos, á milli sin og Bandarikjasinnaörar herforingjastjórnar i Tailandi. Eftirtektarvert er að rikin i Asean-bandalaginu (Tailand, Malasia, Singapúr, Indónesia og Filippseyjar) eru næstum þau einu, sem mótmælt hafa af ein- hverjum krafti innrásinni i Kampútseu. Tailendingar eru sérstaklega smeykir. Hinum hægrisinnuöu herforingjum, sem þar ráöa mestu, þótti gott meöan Vietnamar og Kampútseumenn bárust á banaspjótum og hvorug- ur virtíst geta á öörum unniö. Nú blasir það viö aö rikin þrjú, sem fyrrum mynduöu franska Indó- Idna, standi sameinuö undir for- ustu Vfetnama. Tailendingar eru á nálum um aö Vietnamar muni fylgja sigri sinum eftir meö stuðningi viö tallenska skæruliöa, sem einkum hafa fótfestu i norö- urhluta landsins. Skæruliöar þessir, sem eru vinstrisinnaöir, hafa náö talsveröu alþýöufylgi, enda félagslegt misrétti æriö I landinu og spilling embættis- manna griöarleg. Vietnamar, sem fyrir hvern mun vilja ná eðli- legu sambandi viö Asean-rikin, sem og Bandarikin sjálf og önnur vinariki þeirra, hafa heitið þvi aö styöja skæruliöa ekki, en þvi seg- ist Tailandsstjórn ekki þora aö treysta. Ætla má aö sú fráhverfa og kuldalega afstaöa, sem Asean-rikin meö Bandarikin á bakviö sig hafa tekiö gagnvart Vietnam, eigi sinn þátt i þvi aö Vletnamar færa sig stööugt nær Sovétrikjunum og gerast harö- drægari i skiptum viö granna sina. Hertaka Kampútseu er glöggt dæmi um þaö siöasttalda. 1 illdeilum' Vietnams og Kampútseu hafa Tailendingar verið hlutiausir, beinlinis vegna þess aö i þeim málum þora þeir i hvoruga löppina aö stiga. Ekki er talið óliklegt aö Kina muni fara þess á leit aö fá aö senda Son Sen ogskæruliöum hans vopn i gegn- um Tailand. Þaö getur oröiö erfit fyrir Tailandsstjórn aö segja þvert nei viö þeirri málaleitan, þar eö hún vill hafa Kinverja góöa ogþar aö aukieruBandarikin nú I raun bandamaöur Kina. Sihanouk fursti af Kampútseu hefur þegar hvatt Tailandsstjórn til þess aö „loka augunum fyrir” kinversk- um vopnasendingum gegnum Tailand. En taliö er vist aö tai- lensku hershöfðingjarnir séu of hræddir viö alla kommúnista jafiit tilþessaöþeir þori að styöja Rauöu kmerana til eins eöa neins. þvi fremur sem nokkur kunnings- skapur er sagöur vera meö fyrir- mönnum Rauöra kmera og skæruliöum i Tailandi. Fyrr i þessari grein er aö þvi vikið, aö öryggissjónarmiö muni hafa valdiðmiklu um þaö aö Viet- namar hertóku Kampútseu. Þesskonar er ekki nýtt i sögunni. En nú sem fyrr er ekki hægt aö réttlæta þaö, aö litiar þjóðir séu herteknar til þess aö tryggja Öryggi annarra stærri. dþ,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.