Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — 81ÐA 3 Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Tveir ef togarar brenna svartolíu í staö gasolíu sparast i gær kom til umræðu á Alþingi þingsálytkunartil- laga Braga Sigurjónssonar ofl. um orkusparnað. Að lokinni framsögu Braga tal- aði Hiörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra. I ræðu hans kom f ram að nú er unnið að víðtækri orku- sparnaðarherferð á vegum iðnaðarráðuneytisins. Her- ferðin mun til að byrja með einkum beinast að því að spara innflutt eldsneyti þe. olíu og hafa verið stofnaðir í því skyni fimm starfshópar á vegum ráðu- neytisins. 1 ræöu Hjörleifs kom fram aö lang veigamesti oliunotandinn er islenskur sjávarútvegur sem not- ar um 130 þús. tonn á ári. Ef islenski togaraflotinn tæki upp brennslu svartoliu i stað gasoliu sem flestir nota nú mundu spar- ast 2000 til 2500 miljónir á ári. Þessi sparnaður mundi jafngilda 7% hækkun fiskverös. Þá kom fram i máli iðnaðar- ráöherra aö hugsanlega mætti spara sem svarar 500 miljónum á ári meö þvi aö yfirfara kynditæki i húsum og stilla þau. Minnti iðn- aðarráðherra á framtak nem- enda og kennara Vélskóla tslands um árið, þegar kynditæki voru stillt á Akranesi með góðum á- rangri. Þegar Hjörleifur hafði lokið máli sinu tók til máls ólafur Jóhannesson. Kvaðst hann sér- staklega kominn þeirra erinda i ræðustól, að minna á Ólafs þátt Eirikssonar i þessu sambandi. Sagði ólafur að hann væri svo merkur að hann yrði að komast til skila. Olafur Eiriksson hefði staðið fyrir miklu umfangsmeiri athugunum og vinnu en fram hefoi komið. Nemendur Vélskól- ans hefðu lagt á sig mikla vinnu i þessu ma. farið i byggðarlög út á landi i páskafrfum til þess að stilla kyndikerfi. „Þeir eiga mik- inn heiður skilinn" sagði Ólafur Jóhannesson að lokum. KOMNIR UR JOLAFRIIIMU Þing kom saman að nýju i gær, að loknu jólaleyfi. Hér velta þeir vöngum yfir einhverju ólafur Jóhann- esson forsætisrábherra og Gils Gu&mundsson, forseti sameinaðs þings. Matthlas Bjarnason fylgist með andaktugur. Ljósm:-eik— 1900 lífeyrisþegnar í Reykjavík Fengu fasteigna- skatta lækkaða Fast að 1900 elli- og örorkulíf eyrisþega i Reykjavik fengu lækkaða fasteignaskatta sína á siðasta ári. Samtals nam fjárhæðin/ sem skattar þessara aðila lækkuðu um# rúmlega 38 miljónum kr. Það er framtalsnefnd borgar- innar sem yfirfer öll framtöl elli- og örorkulifeyrisþega og metur i hverju tilfelli hvort efnahagur og aðstæður þeirra séu þannig að fasteignaskattarnir skuli lækkaðir, skv. heimild i lögum um tekjustofna sveitarfélaganna. Þessi athugun nefndarinnar fer sjálfkrafa fram, þ.e. elli- og örorkulifeyrisþegar þurfa ekki að sækja um lækkun fasteigna- skatta, en vilji menn fara fram á lækkun útsvars, þarf að senda borgaryfirvöldum beiðni þar um. Framtalsnefnd borgarinnar hélt sinn fyrsta fund s.l. þriðju- dag, og var Ragnar ólafsson kjörinn formaður nefndarinnar.. Varaformaður er Sigurður Armannsson, en meðstjórnendur Kristin Guðmundsdóttir, Jón Gu&munssson og Björn Þór- halisson. Ekki hefur enn verið ákveöið við hvaða tekjumörk verður miðað við lækkun fast- eignaskattanna þetta árið, en framtalsnefnd mun taka til óspilltra málanna á útmánuðum, strax og öllum framtölum hefur veriö skilað. Nefndin hefur undanfarið fjallað um þúsundir mála árlega. —AI Umferðarslysin voru 6945 á siðasta ári: Eigna- tjón 1,4 miljarðar króna? tfrétt frá Umfer&arrá&i kemur fram að umfer&arslys urðu alls 6945 á sl&asta ári. Háöiö hefur áætla& a& me&aleignatjón I hverju slysi sé 200 þús. krónur og hafa þvi l,4miljar&ar króna farift i súginn í eignatjónum einungis á sl&asta ári. I þessum sfysum urðu meiðsli á mönnum I 479 skipti og þar af varð að leggja menn inn á sjiikra- hús i 266 skipti. Dauðaslys urðu 25. Erfitt er að meta hvað þessi slys hafa kostað i mannslifum, sjúkrakostnaði, örorku og lög- gæslu en þar mun eigi vera um allsmáar upphæðir a& ræ&a. •GFr Isafjörður: Haraldur Valsteins- son ráðinn útibústjóri Lands- bankans Bankaráð Landsbanka tslands samþykkti á fundi sínum 12. janú- . ar s.l. a& rá&a Harald Valsteins- son sem útibússtjóra vi& utibii bankans á tsafir&i frá og me& 1. marz 1979. Haraldur tekur vift starfi útibiisstjdra af Þór Guö- mundssyni, sem lætur af störfum I Landsbankanum aft eigin ósk. Haraldur Valsteinsson er fædd- ur 27. nóvember 1934 og hefur starfað við útibti bankans á Akur- eyri frá 1. september 1955, nú sið- ustu ár sem skrifstofustjóri úti- bilsins. m * I Bæjarverkfræðingurinn á Isafirði: íHrakinn úr starfi Undanfarin tæp 3 ár hefur Hallgrimur Axelsson verið bæjarverkfræðingur á tsafirOi og er þa& samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með störfum hans að hann hafi sýnt sérstaka hæfni, dugna& og óserhlífni i starfi. Sá er þó hængur á ráð hans a& dónii meiri hluta bæjar- stjórnar á tsafir&i a& hann er heldur rau&Iita&ur I skoðunum. Hefur honum þvi veriO gert lifift leitt á ýmsan hátt og nií um ára- mótin var hann hrakinn úr starfi sinu. Aiiir starfsmenn og verkstjór- I ar viO áhaldahds bæjarins, 16 I aO töiu, hafa nú skrifaO bréf til Allir starfsmenn Áhaldahússins skora á bæjarstjórnina að endurskoða afstöðu sína bæjarstjórnarinnar þar sem þeir skora á hanaaO endurskoOa afstöOu slna enda sé Hallgriur mjög hæfur starfsmaOur sem tsafjar&arkaupsta&ur megiekki vi& uft missa. Undir bæjarverkfræðing og tæknideild Isafjarðar heyra flestar opinberar framkvæmdir ¦á staðnum en þar eru nú einna hæstar meðaltekjur á öllu land- inu og þenst bærinn þvi út. Eru þvi ærin verkefni að fást við en samt sem áður hefur starfs- mönnum tæknideildar verift fækkað undanfarið og bæjar- stjornin verið sinnulaus um málefni hennar. Auk þess hefur hún tekið mikilvægar ákvaröan- ir án þess sem svo mikið að spyrja álits bæjarverkfræðings- ins þó að þær heyri beint undir starfssvið hans. Við þetta vildi Hallgrimur ekki una og samdi ýtarlega greinargerð um störf tækni- deildar, sem send var bæjarráöi jaf nf ramt þvi sem hann lýsti sig reiðubúinn til viðræðna við bæjarstjórnina um einstök at- riöi. Til áréttingar alvöru þessa máls sagði hann upp starfi sinu með 6 mána&a fyrirvara. 1 stað þess að taka upp við- ræður um vandamálin fór meirihluti bæjarstjórnar fram á a& Hallgrimur hætti strax um s.l. áramót en uppsagnarfrestur hans stóð fram til 11. mai i vor. Varð hann að sjaifsögðu við þeirri beiðni og hefur nií ráðiö sig i skipsrúm á rækjubát. Meirihluta bæjarstjórnar skipa 4 fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og 1 óháður én i minni hluta eru 2 frá Alþýöuflokki, 1 frá Alþýðubandalagi og 1 frá Framsókn. Forseti bæiarstjörnar er Guðmundur Ingólfsson sem jafnframt er bæjargjaldkeri. Ræður hann öllu sem hann vill I meirihlutanum enda þekktur fyrir ofriki ogyfirgang. Er hann heldur illa þokkaður á tsafirði og varla verður þetta siðasta af- rek hans til að auka vinsældir sinar. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.