Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 4
4SÍÐA-ÞJÓÐVILJINN— Föstudagur 26. ianúar 1979. wmm Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: útgáfufélag >j<S6viljans Framkvæmdastjóri: EiSur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Har&ardóttir Rekstrarstjdri: OUar Þormóftsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Palsson. Afgreioslustjori: Filip W. Franksson Blaoamenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urOardóttir, Gu&jón Fri&riksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaour: Ingólfur Hannesson Þingfréttama&ur: Sigur&ur G. Tðmasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson. Sævar Gu&björnsson. Handrita- og prófarkalestur, BlaBaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir Elias Mar. Safnvörfiur: Eyjólfur Arnason. Auglýsíngar:Rúnar Skarphé&insson, Sigri&ur Hanna Sigurbjörnsdóttfir. Skrifstofa: Guorún Gu&var&ardóttir, Jón Asgeir Sigur&sson. Afgrei&sla: GuBmundur Steinsson. Kristfn Pétursdóttir. Slmavarsla: Úlöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bllstjorl: Sigrún'Bár&ardóttir. Húsmóftir: J6na Sigurbardóttir. Pðkkun: Anney B. Sveinsdöttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdtíttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgrei&sla og auglýslngar: SHSumula 6. Reykjavik, sfmi 81333 Prentun: Bla&aprent h.f. Lœrdómsrík auglýsingasaga • Það gerðist um daginn að Morgunblaðið neitaði að birta auglýsingu frá Alþýðuflokknum, þar sem flokkurinn vildi kynna hugmyndir sinar i efnahags- málum. Sú skýring var gefin, að Morgunblaðið birti ekki pólitiskar auglýsingar og vaninn sé ekki sá „að menn selji skoðanir sinar". • Eins og vonlegt var brást Alþýðublaðið reitt við þessari málsmeðferð. Það notaði tilefnið til að kalla Morgunblaðið þröngt og þröngsýnt flokksblað af lökustu tegund. Við þann reiðilestur hefði reyndar mátt bæta upprif jun á fyrri hegðun blaðsins i sam- bandi við „sölu skoðana". Ekki munum við betur en i miðju þorskastriði hafi blaðið birt, eins og ekkert væri, stóra auglýsingu þar sem rakin voru viðhorf breskra togaraeigenda til deilunnar. Þeir fengu að njóta góðs af frjálslyndisbrosinu. En þeir voru held- ur ekki á atkvæðaveiðum á Islandsmiðum, og það ræður mestu. • Þessi viðskipti Morgunblaðs og Alþýðuflokks minna þó fyrst og fremst á það, hvernig aðstæður eru á blaðamarkaði, og það mikla forskot sem Morgunblaðið hafði náð á þeim markaði hafa skap- að flokknum og hreyfingum gifurlega misjafna að- stöðu til að fylgja eftir þvi prentfrelsi sem i lög er fest. Við höfum oftar en ekki minnt á þennan vita- hring: auglýsingafjármagn tryggir hægriblöðum fjárráð til stækkunar og útbreiðslu, útbreiðsla þess- ara blaða tryggir það að viðhorf hægrisinna verða dagleg neysluvara á flestum heimilum. A meðan hefur fjárskortur skapað annarskonar vitahring, sem heftir mjög viðgang blaða sem tengd eru verkalýðsflokkum. Svo mjög reyndar, að jafnvel hinir öflugustu sósialdemókrataflokkar i Vestur- Evrópu hafa orðið að gefast við við rekstur margra blaða sinna. Saga Alþýðublaðsins er einmitt mjög ljóst dæmi um það hvernig þessi vitahringur fjár- hagsvandræða virkar. Um leið og hún minnir á það, að hnignun sósialdemókratablaða er að þvi leyti sjálfskaparviti, að þau hafa mörg hver farið illa á þvi, að reyna að svara örðugleikum sinum með þvi að likja sem mest eftir sölutækni og efnismeðferð borgarapressunnar og þar með glatað sérstöðu sinni. • Fátt hefur verið algengara I umræðu um blöð en að flokksblöðum væri hallmælt og þau jafnvel talin mesti óþarfi. Og það er ekki nema rétt, að timi flokksblaða I eldri merkingu orðsins er liðinn — sá timi að varla gat neitt komið á prent I blaði nema það sem viðkomandi flokki var beinlinis hagkvæmt, eða að minnsta kosti meinlaust með öllu. En það er margt úr blaðasögu allt I kring um okkur, sem og umrætt dæmi af Morgunblaðinu og Alþýðuflokkin- um, sem ætti að brýna það fyrir mönnum, hve nauð- synlegt það er vinstrisinnum að vera ekki upp á það komnir hvort stjórnendur fjársterkra og útbreiddra hægriblaða eru i frjálslyndisskapi eða ætla að beita stöðu sinni til beinnar og óbeinnar ritskoðunar á þau viðhorf sem þeir telja sér andstæð. Vinstrihreyfing, verkalýðsflokkur sem risa vilja undir nafni, verða að játa það afdráttarlaust sem eitt sitt brýnasta verkefni á hverjum tima að styðja við bakið á blaðakosti sinum með ráðum og dáð. —áb. Blaðamengi Fæstir taka eftir þvi, hvilik kynstur af blööum og timaritum koma út hér á landi. Mikið af þessu lesmáli er reyndar ekki til sölu og kemur hvergi á markað: þetta eru félagablöo sem helga sig fremur þröngum sviöum og eru rekin fyrir sérhæfðar aug- lýsingar, eða þá ao kostnaöur við útgáfuna telst til félags- gjalda. Mikiö af efni félagablaö- anna er fyrst og fremst annáls- ritun og ljósmyndasöfnun og þjónar þeirri viðleitni til að öðl- ast eilift lif á prenti sem er lygi- lega útbreidd I litlu samfélagi. Smábátabarátta Nýtt og herskátt félagsblaö bættist i stóran hóp fyrir skemmstu, það er Bátablaðið Sjósport og er gefiö út af Snar- fara, félagi sportbátaeigenda. Leiöarinn er skemmtileg blanda af málfari ungmennafélaga og verklýösfélags og fer hér á eftir, lesendum til tilbreytingar: „tsland er stór hrjóstrug eyja sem hefur nú veriö byggö I rúm 1100 ár. FólkiB sem biíið hefur landið hefur þrOast úr harðgerð- um vfkingum i nútimafólk sem lifir i siömenningu 20. aldarinn- ar. En hvaö skyldi það hafa verið sem hélt lifinu i þjóðinni á kulda- og kreppuárum? Svarið er margþætt, en stærsta atriðið er tvimælalaust sjOrinn og þau auðæfi sem hann hefur gefið og heldur vonandi áfram að gefa. Fiskurinn er undirstaða alls okkar þjóðlifs og þvi gefur augaleið aö sjómenn eru ein mikilvægasta atvinnustétt "á landinu. Allir íslendingar ættu þvi að kynnast sjónum af eigin raun. Það er ekki nóg aö horfa á hann, við verðum að þreifa á honum, tengjast honum per- sónulegum böndum. Augljós- asta aðferðin til þess er að eign- ast bát, bát sem hægt er að sigla á sjónum. Bátaeigendum á Islandi hefur farið ört f jölgandi á undanförn- um árum. En það sem ekki hef- ur vaxið I samræmi við báta- fjöldann er aðstaðan til aö iðka siglingar á sjó. Yfirvöld þéttbýl- iskjarna á tslandi hafa viðast ekki tekið tillit til smábátaeig- enda og því eru þeir nú á hrak- hólum með aðstöðu. Kæru félagar. Smábátahöfn er okkar fyrsta, annað og þriöja baráttumál. Beitum allir okkar orku að þessu takmarki og sig- urinn verður okkar." Heilbrigðistíðindi Vitanlega eru sum sérhæfð rit gagnlegri en önnur. Það er til að mynda eðlilegt aö fara lofsyrð- um um Fréttabréf um heil- birg&ismál, ársf jórðungsril sem gefiö er út af Krabbaneinsfélag- inu. Þetta er vandað rit og álit- legt, eitt af þeim sem fjölmiðlar geta margt sótt til af upplýsing- um sem hvern varða. I slðasta hefti má fá þær upplýsingar, að áskrifendur ritsins séu 4200, og það er hreint ekki svo lltið. Þeim er I tveim síðustu heftum boðið upp á alldrjúga fræðslu um reykingar, loftmengun, vöðvagigt, hormóna, c-vltamin, verkjatöflur, sykursýki. Af okk- ur sjálfum faum við m.a. þær fréttir að reykingar unglinga hafi dregist verulega saman á sl. fjórum áru. Heimur fer m.ö.o ekki allur versnandi. A hinn bóginn leiðir rannsúkn Hjarta- verndar á körlum 34 til 61 árs til þeirrar niðurstöðu, að þriðji hver sé of feitur og þar með sér- lega hætt við um tuttugu til- greindum kvillum og sjúkdOm- Eiríkur á Brúnum er hress Þá eru við lýði timarit sem flylja blandað efni af ýmsu tagi og koma stundum fyrir sjónir eins og einskonar minnisvarði um liöinn tima, þegar fáir lögöu I ferðalög, dagblöð voru lítil eða kannski ekki til ennþá, póst- samgöngur vesælar og útvarpið óleyst tækniþraut. Eitt slikt heitir reyndar Heima er beztog er það nafn einkar vel viö hæfi. Meðal efnis i nýlegu hefti þess eru ferðaþættir frá Kaup- mannahöfn frá árinu 1971, og er þar m.a. að finna þessa klausu undir fyrirsögninni Götulifið i Höfn: ,,Ef borið er saman götulif I Kaupmannahöfn og Reykjavlk er það furöu ólikt. 1 fyrsta lagi er fatnaður fOlksins býsna ólikur. í Höfn er fólk léttklædd- ara sem eölilegt er, vegna hit- í vissum götum, einkum Istedgade, Kolbjörnsensgadeog Helgolandsgade standa stúlkur og bjóða karlmönnum, er fram hjá ganga, I smáferðalög með sér fyrir lágt gjald, að þvi er þær segja. Kannski verður þeim eitthvað ágengt: ég veit það ekki. Stúlkur þessar nefna Danir luder. Er orðiö skylt þýzku sögninni laden: bjóða. Annað, og virðulegra, heiti bera þær, sem halda sig innan dyra á samkomustöðum og eru dýrar á blfðu sina: prostitueret kvinde. Þær eru ekki fyrir neina arm- ingja, slikar dömur." Svo sannarlega lifir Eirikur bóndi frá Brúnum góðu llfi enn meðal vor — og er sá karl reyndar sýnu viðfelldnari þátt- ur I okkar þjóðarsálartetri en þeir menn margir sem lifs- reyndir vilja teljast og færir i flestan sjó. Karvel rcer á aronskumiðin Einn slikur var að láta til sin heyra á Dagblaðinu i gær. Það er Karvel Pálmason, fyrrum þingmaður Samtaka frjáls- lyndra og siöan óháður. Grein hans heitir „Hvers konar þjóð- arstolt?".Þar er nokkrum sinn- um endurtekin með ýmsum til- brigðum sú hugsun, að amrlski herinn eigi aö borga hér ,,að- stöðugjald" og peningana eigi að nota til að bæta vegi og hafnir i dreifbýlinu. Þetta finnst Kar- vel liklega hið rétta þjóðarstolt, að minnsta kosti bregður svo undarlega við undir lokin, að hann fer að telja sina afstöðu gleðilega fyrir „heiðarlega og einlæga hernámsandstæðinga"! Hinsvegar býst þingmaðurinn fyrrverandi við þvi að „sjálf- skipaðir þjóðernisvitar" verði ekki eins hrifnir. Með öðrum oröum: Karvel finnst að aronska og „einlæg hernámsandstaða" fari prýöi- lega saman, hinsvegar eru and- stæðingar hins tilbrigðis við ar- onskuna „sjálfskipaöir þjóðern- isvitar" (og hljóta skv. orðanna HVERS KONAR WÓÐARSTOLT? Alltaf koma upp annað slagið um- ræður um veru og tilgang bandariska herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetla er ofurskiijanlegl þvi allt frá þvi að hernum var leyfð aðstaða hér á landi hafa verið um það skiptar skoðanir. hvort og þá með hvaöa hætli leyfa ætti hersetu i landinu. Meirihlutí þjöðarinn- ar með vestrænni samvinnu Vart blandast nokkrum hugur um ?að að meirihluti — iikiega mikill neirihluti — þjóðarinnar aðhyllisi Þessar raddir segja bcinlini; að samrýmist ckki okkar þjóí und eða þjóðarstolti en að (sle. seu skattpindir til þess að ba herlið geti hér notið stórkostlei inda. Óliklegt þykir mér að þ þann vcg farið i hugum almer landinu. Mér kæmi ckki á o- þctta fölk lcldi það ekki sam sinni þjóðcrnisvitund eða þjóð að almenningur s6 skattpíndur tíma og úllendingar gcti noiið h kostlegra frlðinda. Verðum við fjár- hagslega háðir? KarvelPálmason eður »iað ar á )vlið nála æða ¦i ao ) ans. 1 ööru lagi er hátterni eöa framkoma fOlksins langtum óþvingaðra en i Reykjavík. 1 þriðja lagi fer fólk meir eftir götuljósum. Þó sá ég ýmsa, einkum ungt fólk, ganga yfir götu á rauöu ljósi. En stórum hættulegra er að fara ekki eftir götuljósum i Hófn en I Reykja- vik, sökum þess hvað göturnar eru miklu breiöari. hljóöan aö vera skeífilegt fólk, samanber sjálfskipaða menn- ingarvita). Eins og Lási kokkur sagði/ „Þaö er ekki öll vitleysan hálf". Hitt er svo ljóst, hvar Karvel Pálmason verður að finna I næstu kosningum. Hann mun gera tilkall til aö verða móðurskip Stjórnmálaflokks ólafs Einarssonar inn á þing. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.