Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. janúar 1979. A tvinnurekendur Spá 40% hækkun framfærslu vísitölu Samkvæmt spá sem Vinnuveitendasamband tslands hefur látið gera um þróun framfærsluvlsitöl- unnar, launa og doUara- gengis fram til ársbyrjunar 1980. mun hækkun fram- færsluvlsitölunnar frá 1. nóvember 1978 til 1. nóvem- ber 1979 veröa 40%, en hækkun launa frá og me6 1. desember s.l. til ársloka 1979 um 45%. Jafnframt er gert ráö fyrir, aö verö dollarans hækki um 42% frá þvi sem þaö var 9. janúar s.l. fram til áramóta. Þær forsendur sem gengið er útfrá við gerö spárinnar erum.a. þær, aðlaunahækk- anir 1. marsn.k. verði 5% og verðbætur á laun l. júni 1. september og 1. desember verði greiddar samkvæmt verðbótavlsitölu á hverjum tima en ekki komi til neinná grunnkaupshækkana á árinu. Jafnframt er gert ráð fyrir þvi, að niðurgreiðslur haldist óbreyttar og viðskiptakjör verði lakari en á árinu 1978 vegnahækkunar á olíuverði. Að lokum er rétt að geta þess aö atvinnurek- endur reikna með þvi að launahækkunum og auknum útgjöldum fyrirtækja verði velt út i' verðlagið. Sést þetta á þvi, að ein forsendan sem þeir geía sér i spánni er, aö beinn kostnaöarauki fyrir- tækja vegna nýrra álaga komi fram i verði á vöru og þjónustu á árinu. Þær ályktanir sem at- vinnurekendur draga af niðurstöðum spárinnar eru m.a., aö slöustu aögerðir rfkisstjórnarinnar dragi lltil- lega úr hraða verðbólgunnar miðaö við fyrri spá VSI, en hins vegar telja þeir ekkert benda til þess, að þær breyti nokkru um hraða verðbólg- unnar þegar til lengdar lætur. isg Starfsmenn Fjárlaga- og hagsýsltistofnunar: Ingibjörg Björnsdóttir, Brynjólfur Sigur&sson, hagsýslu- stjóri, Héöinn Eyjólfsson, Magnús ólafsson, Jón Böðvarsson, skrifstofustjóri og Linda Einarsdóttir. A mvndina vantar Magnús Pétursson. Ljósm.—eik. Fjárlaga- og hagsýslustofnunin kynnt: Fjárlagasmíðin tekur bróðurpartínn úr árinu Blaðamönnum var kynnt starfsemi Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar s. I. þriðjudag. Frá því s.i. haust hefur Brynjólfur Sigurðsson gegnt störfum hagsýslustóra, en Gísli Blöndal hefur fengið leyfi frá störfum í hálft þriðja ár. A Fjárlaga- og hagsýslu- stofnuninni vinna 9 manns, og þar fer fram öll undirbúningsvinna fjárlaganna, og er það meginstarf stofnunarinnar frá þvl I byrjun júnl hvert ár fram til áramóta, þegar fjárlög eru afgreidd frá Al- þingi. Fjárlaga- og hagsýslustolnunin heyrir beint undir fjármálaráð- herra og starfar hún I nánum tengslum viö fjárveitinganefnd alþingis, einkum meðan fjárlögin eru til umfjöllunar I þinginu. 1 rauninni hefst vinna við f jár- lagafrumvarpið I marsmánuði, þegar eyðublöö fyrir fjárbeiðnir eru sendar til ráðuneytanna. Beiðnirnar eiga að hafa borist stofnuninni fyrir 1. júnl.en þá eru þær yfirfarnar og sniðnar til eftir þeim ramma sem tekjuáætlun rikisstjórnar setur, svo og þeirri efnahagsstefnu sem stjórnvöld hyggjast fylgja. Fjármálaráð- herra og rikisstjórn fjalla slðan um þessi drög og pegar naðst hef- ur samkomulag um efni frum- varpsins er það sett I prentun og liggur venjulega á boröum al- þingismanna snemma á haustin. Eitthvað fór nú þetta vinnuplan úr skoröum á nýliðnu ári, þvi fjárlög voru ekki lögö fram fyrr en I desembermánuði og lánsf jár- áætlun rikissjóðs hefur enn ekki verið lögö fram, enda þurfti nýr fjármálaráðherra og ný rikis- stjórn nokkurn tima til að setja sitt mark á f járlagadrög fyrrver- andi fjármálaráðherra. Drög stofnunarinnar að láns- fjáráætlun liggja mi fyrir og þá geta starfsmenn einhent sér i önnur verkefni þar til ný fjár- lagasmið krefst allra krafta þeirra. Meöal verkefna stofnunarinnar þessa dagaiia er samning áætlunar um nýtingu 12 miljóna króna, sem veittar eru A fjárlögum til þess að kaupa utanaðkomandi rekstrartækni- þjónustu, og er ætlað til almennra umbóta I rikissrekstinum. Stofnunin sjálf sinnir einnig hag- ræðingarverkefnum, en I raun er þo ekki nema einn starfsmaður, Jón Böðvarsson, skrifstofustjóri sem aö þvl vinnur. Meðal þeirra verkefna sem stofnunin hefur unnið að a þessu sviði er endur- skipulagning umdæmaskiptingar Pósts og sima, bygging varnar- garösins við Kísilverksmiöjuna, hagræðing á rekstri Frlhafnar- innar, upptaka tölvubókhalds hjá Flugmálastjórn, o.fl. Nú er unnið að undirbúningi flugstöðvarbyggingar I Reykja- vik I samráöi við samgönguráðu- neytið, og innan tiðar verður farið að vinna að ýmsum verkefnum fyrir dómsmálaráðuneytið og heilbrigðismálaráðuneytið. Þó eru verkefni Fjárlaga- og hagsýslustofnunar ekki öll talin enn, þvl I verkahring hennar er einnig könnun leiguhúsnæðis og leiguskilmála sem Ráðningar- nefnd rikisins fjallar um fyrir stofnanir ríkisins. Þá hefur stofnunin yfirumsjón með allri bifreiðaeign rlkisins og bifreiöanotkun á þess vegum, svo sem hvaða tegund bifreiðar er keypt og samningsgerö um notk- un eigin blla starfsmanna. A veg- um stofnunarinnar starfar einnig samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, og eru þar geröir verksamningar og framkvæmda- áætlanir fyrir sameiginlegar framkvæmdir rlkis og sveitar- félaga. Þurfum ekki að auglýsa lausar stöður sögöu yfirmenn utanríkisráöuneytisins Utanrikisráðuneytið er eina opinbera stofnunin sem ekki þarf að auglýsa stöður, en þar starfa nú 32 manns og hjá utanrikisþjón- ustunni erlendis 56 manns hjá 12 sendiráðum og fastanefndum. Hefur enda oft þótt órka tvjmælis um stöðuráðningar á vegum ráðuneytisins og ekki laust við að þar hafi verið vænlegra að vera I réttum flokki hvert sinn en hafa einhverja sérstaka menntun eða reynslu. t gær fóru blaðamenn I enn eina ráðuneytisheimsóknina, en til þeirra er boðið I tilefni af 75 ára afmæli Stjórnarráðs Islands. Að þessu sinni var utanrfkisráðu- neytið sótt heim en það er til húsa I lögreglustöðinni viö Hverfis- götu. Var blaðamönnum boðið til sætis I fundarherbergi varnar- máladeildar þar sem þeim var veitt limonaði meðan Hendrik Sv. Björnsson kynnti starfsemi ráðu- neytisins. Utanrikisráöuneytiö tók til starfa á árinu 1940 þegar tengslin milli Islands og Danmerkur rofn- uðu vegna hernáms þjóöverja. Ráðuneytið hefur með höndum yfirstjórn utanrlkisþjónustunnar og sér um svo til öll samskipti Is- lenska rfkisins við erlend rlki. Meðal þeirra mála sem ráðuneyt- iö hefur umsjón yfir eru ýmiss konar samningar við önnur riki, aö gæta réttinda Islendinga og is- lenskra hagsmuna erlendis, og siðast en ekki slst sér ráðuneytiö um framkvæmd varnarsamnings Islands og Bandarlkjanna. Frskveiðilögsaga og varn- armál. Ráðuneytinu er skipt I 4 deildir 5em eru allar undir stjórn ráðu- neytisstjóra. Hins s.k. almenna deild fjallar um öll fjármál, kjararnál og húsnæðismál utan- rikisþjónustunnar. Upplýsinga- og menningarmáladeildin sér um Hendrik Sv. Björnsson, rá&uneytisstjóri, Magnús Torfl Ólafsson, blaðafulltriii rlkisstjórnarinnar og tveir deildarstjórar I utanrikisráðu- neytinu upplýsa blaðamenn um starfsemi ráðuneytisins. tengslin við innlenda og erlenda fjölmiðla eins og nafnið gefur til kynna. Þær deildir sem mest mæöir á eru vafalaust alþjóða- deildin og varnarmaladeild utan- rikisráðuneytisins. Sú fyrrnefnda sér um pólitisk málefni rlkisins út á við bæði gagnvart einstökum rikjum og alþjóðastofnunum. Hafa samskipti við erlend rlki vegna fiskveiðilögsögu lslands verið snar þáttur i starfsemi þessarar deildar. Varnarmála- deildin hefur þá sérstöðu að hún starfar að mestu beint undir utanrikisráöherra, en hlutverk hennar er að fjalla um öll málefni sem varða herstöðina á Keflavlk- urflugvelli og herstöðvarsamn- inginn. Töluverð hreyfing á starfsmönnum I ráðuneytinu starfa alls 32 manns en I utanrikisþjónustunni erlendis starfa 56 manns hjá 12 sendiráðum og fastanefndum. Ölfkt þvl sem gerist I öðrum ráðu- neytum er töluverð hreyfing á starfsmönnum utanrikisráðu- neytisins, þvl þeir eru ýmist við störf hér heima eða erlendis. Framhald á 14. siðu Rútuhíla- stríö á Laugar- vatni 1 allan vetur hefur verift háð strlð á Laugarvatni um akstur til og frá Laugarvatni milli Sérleyf- isferðar Selfoss og ólafs Ketils- sonar. Þannig er nú málum háttað að ólafur missti sérleyfið á slðasta ári og Sérleyfisferö Selfoss fékk sérleyfið. Var mikið deilt um þá ráðstöfun, þar sem Ölafur hafði haft sérleyfið I mörg herrans ár. En Olafur var ekki af baki dott- inn, hann er búinn aö láta rútubll- stjórana sina keyra I allan vetur milli Reykjavikur og Laugar- vatns eins og ekkert hafi I skorist. Eftir þvl sem blaðið kemst næst styðja flestir ef ekki allir á Laugarvatni Ólaf I þessari baráttu, og þar af leiðandi hefur Selfossbillinn komið að tómum kofa. Eftir áreiðanlegum heim- ildum hefur ólafur ætlð fengið hópferðarleyfi þangað til eftir jól, að honum var synjað um það af umferðarmáladeild á þeim for- sendum að hér væri um hreina sérleyfisferð að ræða þar sem nemendum sé smalað I rúturnar. t þvi sambandi haf&i blaðið sam- band við einn nemanda á Laugar- vatni. Hann sagði: Þaö er algjör samstaða um að styðja Olaf I þessu. Þaö sést best á þvi, að yfirleitt kemur sérleyfis- ferð Selfoss hingað tóm og fer tóm. Bílstjórar Olafs keyra þannig enn og ekki er séð fyrir endann á þessu striði milli rútueigenda. - GG Smátölvu- sýning t dag föstudag kl. 13.15 verður opnuð I húsi Raunvlsinda- og verkfræðideildar Háskóla islands sýning á smátölvum sem skýrslutæknifélag tslands gengst fyrir I samvinnu viö Reiknistofnun Háskólans og Verkfræöiskor. Þarna eru sýnd um 20 kerfi frá ýmsum umboðsmönnum. Sýnd eru smátölvukerfi, boör- tölvur, tölvur til heimilisnota og örtölvur með fjölbreyttum tengiútbúnaði óg hugbúnaði. Sýningin er opin til 7 í dag og 13-19 bæði laugardag og sunnu- dag. Hún er til húsa á jarðhæð i byggingu 2. Námsmanna- handbókin Ct er komin á vegum Mennta- málanefndar Stúdentaráðs Háskólans Námsmannáhand- bókin 1979. Fjögur ár eru nú liðin siðan bók þessi kom si&ast út, og hefur hiin þvl aö geyma fjölda nýrra upplýsinga um framhaldsnám bæ&i hérlendis og erlendis. Hókinni er ætla& a& gefa nokkra mynd af náms- möguleikum þeim sem til boða standa I dag. Fjallað er um nám I ein- stökum námsgreinum innan Háskólans og einnig nám við aðra innlenda skóla, t.d. Kennarahaskólann, Leiklistar- skólann, Tækniskólann og Fisk- vinnsluskólann. 1 henni er fjallað um nám erlendis, bæði einstök lönd og einstakar náms- greinar sem eingöngu er hægt að stunda nám I erlendis. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta, nokkr- um bókaverslunum og sumum framhaldsskólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.