Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3 mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ¦þrottirjA Gunnar örn Kristjánsson skoraöi sigurmark Vlkings úr vitaspyrnu og þar meo var fyrsta tap Vals f vor oroio staðreynd. Óvænt tap Vals Vfkingar geröusér litiðfyrir og sigruöu Valsmenn á Reykjavlk- urmótinuiknattspyrnuog hleypir þessi sigur nokkurri spennu i mótið þvi Fram getur náo Val að stigum ef þeir sigra I innbyrðis- U-ik þeirra.sem fram fer á sunnu- daginn. Vikingur Iék undan norðangjól- unni i fyrri hálfleiknum, en það voru Valsmenn sem fengu dauða- færin, fyrst Ingi Björn og siðan Jón Einarsson. Vikingarnir áttu aðeins eitt sæmilegt skot á mark Vals I fyrri hálfleiknum, sem einkenndistmestaf háloftaspyrn- um og miðjuþófi. I seinni hálfleiknum bjuggust flestir við þvi að Valur mundi skora grimmt með goluna i bakið, en það var öðru nær. Vikingarnir voru mjög ákveðnir i vörninni og skyndisóknir þeirra voru ákaf- lega hættulegar. í einni slikri var Hinrik Þórhallsson felldur innan vitateigs og Guðmundur Haralds- son, dómari dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu. Gunnar Orn tók spyrnuna og skoraöi af öryggi, 1-0. Þó munaði ekki miklu að Guðmundur, markvörður Vals næði að krafsa i boltann. Eftir þetta gerðist fátt markvert og leikmenn og krókloppnir áhorf- endur voru þvi fegnastir þegar flautað var til leiksloka. Vlkingur kom nokkuð á óvart i þessum leik, en þeir hafa verið ótrúlega slappir upp á siðkastið. Vera má að leikurinn boði betri tíð með blóm i haga r44 þeim Hæðargarðsmönnum. Valsmennirnir virtust ekki finna sig i leiknum og náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit. Eflaust hefur þar verið um aö kenna veð- urofsanum og baráttu Viking- anna. Staðan i Reykjavikurmótinu er nú þessi: Valur 5 4 0 1 10:4 10 Fram 5 3 2 0 9:5 8 KR 6 3 12 11:6 8 Fylkir 5 2 1 2 6:3 5 Þróttur 5 1 1 3 6:7 4 Vikingur 5 1 2 2 4:8 4 Armann 5 0 14 2:11 1 Þess má geta I framhjáhlaupi, að Valur hefur sigrað I meistara- keppni KSt, en þeir gerðu jafn- tefli við IBK i síðasta leiknum. Þá ber þess einnig að geta, að Breiðablik og IBK gerðu jafntefli 1-11 litlu bikarkeppninni en leik- urinn fór fram i fyrradag. IngH Liverpool öruggt um sigur Meistarar Liverpool virðast nú svo gott sem öruggir með sigur I 1. deildinni ensku eftir að hafa burstað Bolton 4-1 i fyrrakvöld. Leikmenn Liverpool sáu um að skora öll mörkin, David Johnson, Ray Kennedy (2) og Kenny Dal- glish i mark Bolton, en Graeme Souness i eigið mark. Tveir aðrir leikir voru á dag- skrá i fyrrakvöld. WBA sigraði Everton á heimavelli þeirra sið- arnefndu 2-0. Þá vann Manchest- er City Birmingham með 3 mörk- um gegn 1 og vakti það athygli, að Pólverjinn Deyna skoraði 2 af mörkum City, en hann er greini- lega að ná sér á strik eftir heldur dapra byrjun með liðinu. I gærkvöldi voru nokkrir leikir á dagskrá I breska fótboltanum og urðu þessi úrslit helst: 1. deild: Aston Villa — Ipswich 2:2 NottForest—Southamton 1:0 2. deild: Newcastle — Bristol R 3:0 SheffU— Blackburn 0:1 Skotland: Aberdeen — Hearts 5:0 Celtic —Hibs 3:1 Motherwell — Rangers 1:2 St Mirren — Partick Th 1:1 IngH íþróttir (fj Kallí Ben með Framarana Týndir sauðir snúa til föðurhúsanna Nú mun það nokkuð Ijóst, að sá frægi handboltaþjálfari Karl Benediktsson mun þjálfa 1. deild- arlið Fram næsta vetur. Karl hef- ur náö einna bestum árangri Is- lenskra þjálfara og vænta Fram- arar mikils af starfi hans með lið- ið. Það hefur heyrst að einhverjir leikmanna Fram hyggist snúa til föðurhúsanna og eru þeir Andrés Bridde og Hannes Leifsson eink- um nefndir I þvl sambandi, en þeir félagar leika nú með Þór frá Vestmannaeyjum. Þómun ekkert veröa ákveðið i þessum efnum fyrr en Þór hefur leikið báða leiki sina gegn HK um laust 1. deildar- sæti. Ekki er vitað hvað Jón Arni Rúnarsson gerir, en hann hefur undanfarna vetur leikið með KA á Akureyri. - IngH Hollendingar topiiðu Pólverjar gerðu sér Htið fyrir I gærkvöldi og sigruðu silfurliðið frá slðustu HM, Hol- land með tveimur mörkum gegn engu, en þessi leikur var einn af 6 leikjum sem fram fóru I Erópukeppni knatt- spyrnuiandsliða I gærkvöldi. A 19. min skoraði Boniek fyrra mark Pólverjanna og i seinni hálfleiknum skoraði varamaðurinn Mazur annað markið úr vitaspyrnu. Þess má geta, að Pólland og Hol- land eru með tslandi i þessum riðli. I Wrexham i Wales áttust við liö heimamanna og fyrrum heimsmeistara Vestur-Þjóð- verja og urðu þar nokkuð óvænt úrslit. Walesbúarnir sóttu nokkuð til að byrja með, en á 29. min. tókst Zimmer- mann að skora fyrir Þjóðverja og eftir það réðu þeir gangi leiksins að mestu. í seinni hálflciknum bætti Fischer öðru marki við. Bæði liðin hafa nú 3 stig eftir 3 leiki Irar unnu góðan sigur gegn frændum vorum i Dublin, 2 — 0. 1 fyrri hálfleiknum sóttu Danirnir án afláts og var hinn frægi Allan Simonsen I miklu stuði og gerði hvað eftir annað mikinn usla í vörn tranna. Undir lok hálfleiksins tókst Gerry Daly að skora og um miðbik seinni hálfleiksins skoruðu trar sitt annað mark og var Don Givens þar að verki. Norður trland er nú með forystu i riðlinum með 7 stig eftir 5 leiki og enskir eru með 5 stig eftir 3 leiki. trland (suðurhlutinn) er i þriðja sæti með 5 stig eftir 4 leiki, en þeir sigruðu Búlgari 2 — 0 á útivelli i gærkvöldi og skoruðu Chris Nicholl og Gery Armstrong mörkin. Belgiumenn þóttust heppnir að sleppa frá Austurriki með Framhald á blaðsiðu 14 Allan Simonsen átti mjög gdöan leik I danska liðinu I gærkvöldi og hrelldi vörn tranna oftsinnis með hraða sinum og leikni. 1X2 - 1X2 - 1X2 V1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - f siðustu leikviku kom i fyrsta sinn I nokkurn tima fram seðill með 12 réttum, og var vinningur á hann 800 þús. Með 11 rétta var 21 röð og vinningur á hverja um 16 þús. Getraunaseðillinn fyrir laug- ardag er sá siðastiáþessari ver- tið, en i þessari viku eru 10 ár siðan getraunastarfseminni var hleypt af stokkunum i sambandi við heimsókn Arsenal hingað til lands. Arsenal lék þá við is- lenska landsliðið og sigraði 3-1, en íslendingarnir þóttu sýna frábæran leik og var skrifað um leikinn i Þjv. undir fyrirsögn- inni tslensk knattspyrna hefur rétt úr kútnum. Hemmi Gunn skoraði mark landsliðsins með hörkuskoti, sem hafnaði upp við samskeyti Arsenalmarksins. Og þá er það siðasta get- raunaspá vetrarins: Birmingham — Arsenal 1 Arsenal hefur gengið afleit- lega siöustu vikurnar og tapað hverjum leiknum á fætur öðr- um. Þeirra hugur er allur við úrslitaleikinn i bikarnum þann 12. Tapi þeir þar, getur svo farið að þeir komist ekki i Evrópu- keppni næsta ár. Hvað um það, þá held ég mig við sigur Birm- ingham. Bolton — Aston Villa X Bolton beið hlálegan ósigur fyrir Liverpool á heimavelli i fyrrakvöld, en nú eru andstæö- ingarnir ekki eins sterkir og óhætt að tippa á jafntefli eða jafnvel sigur Aston Villa, þvi þeir lifa enn i voninni um sæti i Evrópukeppni. Chelsea — Ipswich 2 Ipswich hefur hresst nokkuö upp á siðkastið, en meiðsli lykil- manna gætu sett strik i reikn- inginn varðandi þennan leik. Útisigur. Coventry — Wolves 1 Úlfarnir sigruðu Nott Forest i vikunni auðveldlega, en hætt er við að gegn Coventry á útivelli verði róðurinn þyngri. Derby — Middlesbro X Middlesbro vann heimaleik sinn gegn Derby fyrr i vetur 3-1, en áranpur Boro á útvöllum er svo slakur aö þeir hreinlega geta ekki unnið og er þá sama hvað andstæðingurinn er slak- ur. Leeds — QPR 1 Liklegt er að von QPR um að halda sér i 1. deildinni hverfi á Elland Road á laugardaginn, þvi að Leeds ætlar áreiðanlega að tryggja sér Evrópusæti og sýnir öngva miskunn. Liverpool — Southamton 1 I siðustu viku léku þessi lið og varð þá jafntefli 1-1. Nú ér leikið á Anfield, og. þaöan hafa fáir riðiö feitum hesti. Liverpool hefur I rauninni þegar tryggt sér enska meistaratitilinn og keppir aðeins að þvl að slá tvö met, annarsvegar met Nott Forest frá þvl i fyrra, en þá fengu þeir aðeins 20 mörk á sig I 421eikjum (Liverpool er með 16 I 38 leikjum), og hins vegar að slá stigamet Leeds, sem er 67 stig. Man City — Bristol 1 Manchester City hakkaði Birmingham I sig i fyrrakvöld, og ætli ekki sé óhætt að spá þvi, aö sú máltíð haldi áfram á laug- ardaginn og smakkist vel. Norwich — Nott Forest 2 Nottingham Forest er ekki beint sannfærandi þessa dag- ana, en þó ættu þeir að leggja Norwich að velli. Þó ber þess að geta, að Forest leggur ekki mikla áherslu á þennan leik vegna úrslitaleiksins I Evrópu- keppni meistaraliða gegn Malmö og að Norwich hefur oft- Getraunaspá IngH sinnis sigrað þá stóru á heima- velli. Tottenham — Everton X Þessi lið hafa verið óútreikn- anleg i leikjum sinum siðustu vikurnar og sett allt „tippiri" úr skorðum. Jafntefli er hér góð málamiölun, enda varö sú raun- in i fyrri leik liðanna (1-1). WBA — Man Utd 1 Albion heldur enn i þá veiku von að sigra i 1. deildinni og ætti þvi að sigra United. Fyrri leikur þessara liða var frábær eins og sjónvarpsáhorfendur eflaust muna, en WBA sigraði þá 5-3. Notts C — Stoke 2 Þetta er siðasti leikur Stoke i 2. deildinni, og þeir verða að sigra til þess að tryggja sér ör- uggt 1. deildarsæti að ári. Úti- sigur. Ofanritaður þakkar lesendum þá þolinmæði að umbera get- raunaspár vetrarins, eða eins og kerlingin sagði: Allt er betra en bert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.