Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 12
12S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3 mal 1979. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar Hver er þáttur landbúnadaiins Aðalfundur BUnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri 28. og 29. mars sl. Kom þar m.a. fram i skýrslum ráðunauta að ræktunarfram- kvæmdir á sambandssvæðinu voru mun minni á s.l. ári. Alls voru mældar nýræktir 133 ha. og grænfóðurarkar 210ha. Aftur á móti er nokkur aukning i endur- vinnslu túna. Byggingar og búfé Byggingaframkvæmdir voru nokkru minni á árinu 1978 en á árinu 1977. Heysýni voru tekin hjá 144 bændum á svæöinu. Er það svipaöur fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Aö meðaltali þurfti um 1,8 kg. i fóðureiningu. Er þaðheldur betraenárið 1977, en nokkru lakara en áriö 1976. Búfé hefur heldur fækkað á milli ára aö undanteknum hrossum, en þeim fjölgar jafnt og þétt. Heyfengur varð heldur minni en 1977, og er minnkunin mest i hreppunum norðan og vestan Akureyrar, en á þvl svæði bar nokkuö á kali i túnum. Afurðiir í sauöfjárræktar- félögunum voru heldur meiri haustið 1978 en árið áður. Voru meðalafúrðir eftir hverja á nú 24,6 kg. Af þeim, sem höföu y fir 100 ær á skýrslu, voru bestar afurðir hjá Hreini Kristjánssyni Hríshóli i Saurbæjarhreppi, eða 30,3 kg eftír ána. Meðalnyt árskúa á sam- bandssvæðinu var á sl. ári 4.053 kg og hefur ekki áöur komist svo hátt. Eru nú á skýrslum 5.730 kýr og fjölgaði þeim nokk- uð á milli ára. Mesta meöalnyt eftir árskú er i Grýtubakka- hreppi eöa 4.747 kg , en sá bóndi sem mest leggur inn eftir árskú i atvinnuupp- byggingu þéttbýlis i héraðinu? er Kristinn Sigmundsson, Arnarhóli i Ongulsstaðahreppi, en hann leggur inn 4.900 kg og er þetta annað áriö i röð sem hann er með mest innlegg eftír árskú.Skýrslufærðar kýr eru nú 73,7% af heildarfjölda kúa á svæðinu. Tillögur Á fundinum voru rædd ýmis mál er varða stöðu bænda i dag og samþykktar tillögur þar að lútandi, sem fylgja nokkrar hér með: 1. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 28. og 29. mars 1979 telur nauðsynlegt að vinna bet- ur en nú er gert að markaðs- málum landbúnaðarins. Sér- staklega er nauðsynlegt að gera stórátak i kynningu og sölu á unnum vörum. Má i þvi sambandi benda sér- staklega á eftirfarandi: Auka hlutdeild landbúnaðarvara i Vörumarkaði Frihafnarinnar I Keflavik. Gera flugfélögum og skipafélögum skylt að nota inn- lend matvæli. Ganga frá samningum við varnarliðið um aö einvörðungu verði notuð inn- lend matvæli á Keflavikurflug- velli. 2. Aðalfundurinn... samþykkir að beina bvi til stjórna vinnu- stöðva landbúnaðarvara, að reikna aöeins lágmarksafskrift- ir, ef ekki næst fullt grund- vallarverð fyrir afurðir bænda. 3. Aöalfundurinn.. felur stjórn Búnaðarsambandsins að beita sér fyrir þvi, að gerð verði út- tekt á þættí landbúnaðarins i at- vinnuuppbyggingu þéttbýlis i héraðinu. Veröi i þvi máli leitaö samstöðu viö forsvarsmenn launþegasamtaka og vinnslu- stöðva á svæðinu. 4. Aðalfundurinn.. mótmælir harðlega ákvörðun land- búnaðarráöuneytisins frá I nóv. 1978 að ekki skyldi fara fram tviböðun ásauðféáþeim svæð- um, þar sem kláða hefur orðið vart, eins og áður hafði verið auglýst. Vill fundurinn mót- mæla allri tilslökun við útrým- ingu óþrifa á sauðfé og geitum. 5. Aðalfundurinn... telur aö ekki sé samræmi I ullarmati milli ullarmatsmanna. Skorar fundurinn þvi á ullarmatsfor- mann, aðhann beiti sér fyrir úr- bótum í þvi. 6. Aðalfundurinn.. skorar á Græn metisverslun land- búnaðarins og umboðsaðila hennar, að þeir láti bændur skil- yrðislaust sitja fyrir um mót- töku á kartöflum og verði þeim aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta i þvi sambandi, gerð grein fyrir þeirri ákvörðun I tima. 7. Aðalfundurinn... skorar á fjárveitingavaldið að veita fé til byggingar tilraunaf jósa á MöðruVöllum, þannig að hægt verði að ljúka við bygginguna árið 1980, og taka hana I notkun fyrir tilraunastarfsemina. Um leið er nauösynlegt að sér- fræðingur i fóðurfræði fáist til starfa á stöðinni. Fundurinn telur eölilegt aö uppbyggingu tilraunastöðvanna verði haldiö áfram og að það sé forsenda fyrir þvi, að sem marktækastur árangur náist I rannsóknarstarfinu og verði islenskum landbúnaði til fram- dfáttar. 8. Fundurinn... beinir þeim tilmælum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins að komið verði á fót útibúi frá Grænmetis- verslun landbúnaðarins i Eyja- firði. Verði haft samráð við nú- verandi söluaðila á Noröurlandi um staðsetningu og fyrirkomu- lag. 9. Fundurinn... skorar á Alþingi aö endurskoða lög um Grænmetisverlsun land- búnaðarins, meðþaö fyrir aug- um að tryggja neytendum val- frelsi við kaup á jarðávöxtum og framleiðendum jafnréttisað- stööu á markaði. 10. Aöalfundurinn... skorar á landbúntóarráNierra og yfir- stjórn Seðlabankans að hlutast til um að rekstrarlán verði veitt til kartöfluræktenda og afuröa- lán aukin f rá þvf, sem nú er, svo að greiða megi framleiðendum allt að 80% af grundvallarverði strax að hausti, enda verði framleiðslumagn hvers bónda kannað af ábyrgum aðilum. 10. Aðalfundurinn lýsir á- nægju sinni meö brautryðjenda- starf Kaupfélags Svalbarðseyr- ar i iðnaði úr islenskum kartöfl- um. Jafnframt skorar fundurinná Iönþróunarstofnun Islands að hraða athugunumá þeimmögu- leikum, sem til greina koma I slikum iðnaði. —mhg Steinólfiir Lárusson skrifar: Virkjun HvammsQaröar og brú á Gilstjöröinii Þær hugmyndir Steinólfs bónda Lárussonar i Fagradal á Skarösströnd sem hér birtast eru upphaflega settar fram i bréfi til Hjörleifs Guttorms- sonar, iðnaðarráðherra. Góð- kunningi ráðherrans sá bréfið hjá honum og þótti þar drepið á umhugsunarverö atriði. Hann fékk þvl leyfi viðkomandi aðila tíl þess að senda Landpóstí bréf- ið. Fara hér á eftir hlestu efnis- þættir þess: Brúargerð og lífriki Ég var á fundi i haust suður I Búðardal. Hann fjallaði um verndun Breiöíifjaröar, lifriki hans o.fl. Þar töluöu margir á- gætir menn margt fróölegt, en ekkert var minnst á lifriki fjarðarins i sambandi við mannvirkjagerö. Það liggur ljóst fyrir að það þarf á næstu árum að brúa Gils- fjörð, milli Króksfjarðamess og Kaldrana i Saurbæ. Furöulegt aðaldreieráþaöminnst. Hefja þyrftí mjögfljótlega rannsóknir á Hfriki fjarðarins i sambandi við gerð brúarinnar, hvort hún yrði á stöplum eða að mestu leyti grjótgarður. Þarna er út- firi mikið á stórstraumsfjöru, aðeins um 30 m áll óvæður. Stór- grýtisuröir eru beggja vegna fjarðarins. Varðandi vegagerö vestur á firði væri skynsamlegast aö brúa fyrir mynni fjarðanna þriggja: Þorskafjaröar, Djúpa- fjarðar og Gufufjarðar. Siðan veg yfir Kollafjarðarheiði i Isa- fjarðardjúp. Vegalengd til þess að loka afþessaþrjáfirði, erum 2 km , mesta dýpi er 14 m. Geysilegar urðir eru beggja megin við þetta sund. Þetta verður einhverntfma framkvæmt. Þarna er heillandi verkefni fyrir liffræðinga. Fiskirækt rnætti hafa I þessum jyem fjöröum og mikill jarðhiti er Ikringum þá.Þaö þarf þegar istað aðhefja rannsóknir i sam- bandi við þetta, þær geta tekið svo langan tima. Fjölda margar eyöijarðir eru ikringumþessafiröi. Rikið þarf þegar I stað að kaupa þessar jarðir svo aö þær fari ekki I vargakjafta. Virkjun Hvammsfjarð- ar Nú kem ég að öðru, sem ég er lengi búinn að velta fyrir mér fram og aftur. Það er virkjun Hvammsfjarðar. Eins og þú veist, er hann mikið lokaður af eyjum. Þar af kemur, aö straumur er gifurlegur i sund- unum milli þessara eyja og er svokölluð Hvammsfjarðarröst þeirra mest. Þar er um 18 milna hraði á straumnum þegar hann er mestur, en munur flóös og fjöru er að mig minnir um 6 metrar á þessu svæði á stór- straumum* Egheld að flatarmál fjarðar- ins sé 69 ferkm innan við eyja- klasann I mynni hans. Marg- faldað sinnum meðalhæöarmis- munur fjórum sinnum á sólar- hring eru þó nokkuö margir sek. ltr. Þó að ekki næðist nema 30% nýtanlegt afl úr þessu væru þarna möguleikar á gifurlegri virkjun, sem eingöngu ættí að nota tíl vetnisframleiðslu. Við sjávarfallavirkjanir eru mestu erfiöleikarnir liggjand- inn, ögurstundin og svo þessi minnnkandi og vaxandi straum- þu ngi. En hvað Hvammsfjörð varðar er hægt að kaupa af sér þessi vandkvæði meö þvi, að gera eina hressilega stiflu i Galtadal, sem er skammt frá röstinni, og dæla sjónum I dal- inn með afli úr röstinni. Þessar dælur yrðu að vera svo afkasta- miklar og þannig samstílltar, að úr lóninu gæti runnið aö túrbfn- unum til rafmagnsframleiðslu af fullu afli meðan á liggjanda stæði. Þá minnkaði vitanlega i lóninu, en dælurnar bættu það siðan upp á aöfalli og útfalli. Ég ætlast tíl að dælurnar i röstinni dældu sjónum i hæð, sem væri aöeins meiri en á stiflunni i dalnum. Siðan rynni sjórinn sjálfkrafa i dalinn i stað þess að þí-ýsta honum þangaö. Svo yrðu kapaltúrbinur I stfflunni sjálfri eða sú gerö, sem best nýtti fall- þungann. Flýta þarf lifríkisrann- sóknum Þama yrði ekki vatnsskortur- \ inn og e.t.v. orsakaði daduút- búnaðurinn ekki truflanir á lif- rikinu en það þarf að rannsaka og byrja á þvi strax. Þó aö þessi hugmynd min sé e.t.v. tóm vitleysa verður fjörð- urinn virkjaður. En vitanlega þarf að miða lifrikisrannsókn- irnar við það, hvernig fram- kvæmdin veröur hönnuð. Ég held að Sigurjón Rist afi eitt- hvaömæltþarnai straumunum, en þaö er langt siðan. Ég lýsti þessari hugmynd minni fyrir Guðmundi prófessor Bjömssyni og reyndi aö egna hann til að fara að röstinni og skbða allar aðstæður. Hef ekki hitt hann lengi, en held, að hann hafi farið á staðinn.Ég skrifaði lika Steingrimi Hermannssyni um þessa virkjun meöan hann var i Rannsóknarráöi, en hann misskildi mig. Þurrkari Eitt enn. Graskögglaverk- smiðja er hér i Saurbænum og brennir svartoliu. Ég á að heita istjórn þessafyrirtækis, sem er rikisrekið.Ég hef áhuga á aö fá smiöaðan hér á landi þurricara, sem einungis notaði rafmagn, hvort sem það yröi nú framleitt með gufú eða á annan hátt. Ég held, aðvið búum yfir þekkingu og tækni til þess að smiða slikan þurrkara, en kostar sjálfsagt mikið. Myndir þú, sem iönaðarráð- herra, vera meðmæltur slikri smfiii? Þessi þurrkari, sem hér er á staðnum og brennir svart- oliu, hefur tveggja tonna ein- ingargetu á klst.Ég mundi vilja að rafmagnsþurrkari afkastaði heldur meiru. Steinólfur Lárusson Fagradal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.