Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 | Alþýðubandalagið hafnaði kröfunni um að kaupið hækkaði ekki vegna nýju skattanna: \ Verðhækkanir verða allar bættar í launum • Nýju skattarnir fara í hœrri olíustyrk, •s ** *' ' haföi veriö ákveöiö. Þar er um aö niöurgreiðslur á búvörum, hœkkaöa vexti 7 kvnda hus sin meo oliu og aukin mmm Nýjar skattbyröar í formi hækkaðs söluskatts og vörugjalds dundu yfir meðan blöðin komu ekki út og þar sem í ríkisfjöl- miðlunum hefur einungis verið gerð grein fyrir af- stöðu f jármálaráðherra og stjórnarandstöðunnar til þessara mála sneri Þjóð- viljinn sér í gær til Lúðviks Jósepssonar formanns Al- þýðubanda lagsins og spurði hann um afstöðu flokksins til þessarar nýju skattlagningar. Viö Alþý&ubandalagsmenn er- um siður en svo hrifnir af þessari skattlagningu, sagöi Lúövik, enda leiðir hvoru tveggja hækkun á söluskatti og vörugjaldi til hækk- andi verðlags og aukinnar verð- bólgu. Þessar veröhækkanir verð a þó bættar i kaupgjaldi en sam- starfsflokkar okkar i rikisstjórn- inni höfðu sett fram kröfu um að svo yröi ekki. Það fer ekkert milli mála aö ef um hefði veriö aö ræða óhjákvæmilega skatttöku heföum viö kosið aö farnar hefðu veriö aðrar leiöir en hækkun þessara skatta. —Er þessi tekjuöflun þá ekki nauðsvnleg aö vkkar mati? Afstaöa okkar var sú að óhjá- kvæmilegt væri aö afla rikissjóöi viöbótartekna vegna tveggja á- A fundi meöblaöamönnum i gær. Frá vinstri: Sveinn Einarsson Þjóöleikhússtjóri, Arni Ibsen, nýráöinn leikhúsristari, Stefán Baldursson leikstjóri og Halldór Ormsson miöasölustjóri. Ljósm.Leifur ÞJOÐLEIKHUSIÐ: Fimm íslensk leikrít verda frumflutt í vetur Nýtt leikar er nú aö hefjast i Þjóöleikhúsinu. Af þvi tilefni boö- aöi Sveinn Einarsson blaöamenn á sinn fund I gær og skýröi þeim frá verkefnum sem tekin veröa fyrir. — betta er afmælisar hjá okkur, — sagði Sveinn, — Þjóö- leikhúsiö veröur þrltugt 20. april n.k. Viö höldum upp á þaö meö þvi aö vera meö mikiö af ís- lenskum leikritum i vetur. Frum- flutt verða fimm islensk verk. tslensku leikritin eru Hvaö sögöu englarnir?eftir Ninu Björk Arnadóttur, sem sýnt veröur á litla sviöinu, barnaleikritiö Óvitar eftir Guörúnu Helga- dóttur, sem væntanlega veröur frumsýnt i nóvember á stóra sviðinu, Snjór eftir Kjartan Ragnarsson og 1 öruggri borg eftir Jökul Jakobsson, sem bæöi veröa á litla sviöinu, og loks Smalastúlkan og útlagarnir eftir Sigurö málara Guömundsson i leikgerö Þorgeirs Þorgeirssonar, sem verður afmælissýning i april. Tvö erlend nútimaverk veröa sýnd: Leiguhjallur, sem er nýj- asta leikrit Tennessee Williams, og Gamaldags komedia eftir Sovétmanninn Alexei Arbúsof, en það leikrit var frumsýnt á Austurlandi s.l. vor. 1 svartasta skammdeginu verö- ur Þjóöleikhúsiö meö sýningu sem á aö létta mönnum skapiö, aö sögn Sveins: Tveir farsar, eftir Dario Fo og Feydeau. Þá veröur sýnt sigilt verk leikbókmennt- anna, sem aldrei hefur verið sett upphérálandi: Sumargestír eftir Maxim Gorki. ópera er einnig á dagskrá: Orfeus og Evdis eftir Gluck, og verður frumsýnd á ann- an i jólum. Ballettsýning er fyrir- huguö i nóvember, og veröur hún trúlega boöin skólum, einsoggert var i fyrra. Loks veröa sýndir tveir jap- anskir einþáttungar á litla sviö- inu, „lýriskir og gamansamir”. Frá fyrra leikari veröa tcknar upp aftur sýningar á Stundarfriði, Fröken Margréti og Segðu mér söguna aftur. Flugleikur, sem sýndur var i tjaldi i Laugardal meðan Alþjóö- lega vörusýningin stóö yfir, verö- ur tekinn upp aftur á Kjarvals- stööum siöar i haust. — ih iReykvíkingar eru jafh\ Uúsugir ogSkagamenn'i j Sögusagnir um merkilega spænska lús í höföi manna á Skaga bábiljur I ■ I ■ I i ■ i ■ I L ,,Ég held það sé bara ekkert meiri iús á okkur Skagamönn- um en Reykvlkingum,” svaraði heilsugæslulæknir Akurnesinga, þegar Þjóðviljinn leitaði stað- festingar á staðhæfingum óljúg- fróðra heimilda um iúsafarald- ur á Akranesi. „Þaö var aö visu talsvert mikil lús á Akranesi I vor, en þaö er allt aö ganga niöur. Viö höfum sent dugandi lúsaleitara inn i skólana i tilefni af þessu, og þaö viröist sem betur fer aö hún sé i rénum.” Blaðamaður hafði fregnaö aö lús Skagamanna væri af suö- rænum stofni, hingaö borin af ógæfusömum sólarlandaförum og þvi allmiklu æöri þeirri góöu gömlu sem saup á blóöi forfeöra várra. „Það er af og frá,” sagöi læknirinn er viö spuröum hvort þetta fengi staöist. „Þaö voru einhverjir aö halda þvi fram aö þetta væri spönsk lús, minni og ööru visi en okkar lús. En svo er ekki hægt aö sjá af þeim sem viö höfum fengið til meðhöndlunar. Þetta er ekkert merkilegri lús en þessar venjulegu.” Hann greindi blaöamanni frá þvi, aö hlypi lús i höfuö honum, skildi hann þvo það vandlega með Queliat-áburöi, helst tvis- var, og hafa viku á milli. Nitina gætu menn séð sem hvitar, flösulikar agnir, einkum bak viö | eyrun. Aburöurinn fæst i apó- J| tekum og þarf ekki lyfseöil uppá ■ hann, þó magnaður sé. — ÖS í iMiaiiHiiaiiaiiHi nl I ■ I i ■ I '■ I útgjöld þar sem ákveöiö var að hætta viö að minnka niöurgreiðsl- ur á landbúnaðarafuröum. Viö i Alþýöubandalaginu höföum staö- iö aö þessum samþykktum og teljum þær hafa verið algjörlega óhjákvæmilegar. Vegna þessara auknu útgjalda samþykktum viö i þingflokki Alþýðubandalagsins aö fallast á tillögu fjármálaráö- herra um hækkun hins tima- bundna vörugjalds sem þessu næmi. Kröfur fjármálaráðherra um enn auknar tekjur umfram þetta voru hins vegar af öörum toga spunnar og m.a. tilkomnar vegna mikilla hækkana á vaxtagreiðsl- um rikissjóðs sem er bein afleiö- ing af þvi aö kndin var fram vaxtahækkun sem viö i Alþýöu- bandalaginu vorum á móti. Nú er svo komiö aö vaxta- greiöslur rikissjóös nema 16,3 milljöröum króna á ári og það er aö okkar dómi litiö vit i þvi aö knýja fyrst fram hækkun á vöxtum eins og samstarfsflokkar okkar hafa gert, en koma svo nokkrum mánuðum siöar og heimta hækkun á söluskatti til aö geta greitt vextina. Afleiöingarn; ar af sliku eru auövitaö aukin veröbólga eins og reyndar vaxta- hækkunin ein og sér. Viö töldum okkur þvi ekki geta staöiö aö samþykkt á hækkun söluskatts nema um leiö yröi samiö um ráöstöfun á útgjöldum rikissjóös á næsta ári. Þegar samkomulag haföi tekist um meginatriöi i okkar kröfum varö- andi ráöstöfun þeirra útgjalda þá féllumst viö á þessa söluskatts- hækkun. Ég vil þó taka fram að hækkun á söluskatti nú er all- mikiö annars eölis en áöur var, þar sem söluskattur hefur nú ver- iö felldur niöur af allri matvöru. Ahrifin af söluskattshækkun eru þvi um helmingi minni i fram- færsluvisitölu en fyrir þá breyt- ingu. —Kalla ekki þessar ráðstafanir á hækkað verðlag og aukna verð- bólgu? Jú, það fer ekki á milli mála. Þaö er taliö aö hækkunaráhrifin i framfærsluvisitölunni muni nema 1,6%. Þetta er misjafnt eftir vöruflokkum, en þær vörur sem bera fullt vörugjald og sölu- skatt hækka um 5-8%. Meðal þeirra eru ýmsar mjög naúðsyn- iegar vörur. Viö Aiþýðubandalagsmenn vilj- um undirstrika aö þessi skatt- lagning er okkur sannarlega ekki aö skapi, en nú eins og áöur hefur strandaö á þvi aö samstarfs- flokkar okkar neita öörum leiöum til tekjuöflunar fyrir rikiö. Þaö skortir sjaldnast á af þeirra hálfu að tala um áhuga sinn á barátt- unni gegn verðbólgunni, en sá áhugi birtist á býsna furöulegan hátt að okkar dómi. Hann kemur m.a. fram i þvl að knúin er fram ákvöröun um miklar vaxtahækk- anir, sem allar fara út i verölagiö, —hann kemur fram i þvi aö vöru- gjald og skattar mega hækka þó verölag hækki af þeim sökum, og hann kemur fram I þvi aö ekki má hreyfa viö t.d. þeim mikla dreif- ingarkostnaöi sem bundinn er i oliudreifingarkerfinu og ýmsu fleiru, sem varöar verölagsmál. Hins vegar stendur ekki á á- huganum þegar um þaö er aö ræöa aö verölag hefur hækkaö og komiö er aö þvi aö hækka kaupiö i samræmi viö þaö, —þá er talaö um aö þaö veröi aö setja stopp. Viö Alþýðubandalagsmenn er- um auövitað ekki ánægöir meö þessa stefnu I verðbólgumálunum og teljum að þvi miöur hafi litill árangur náöst i þeim efnum. vegna þess að ýmsum tillögum okkar um sparnaö og minnkandi milliliöakostnaö hefur veriö hafn- aö, en hins vegar hafa deilur allar snúist um kaupgjaldiö. —En nú hækkar kaupið til sam- ræmis viö þessar hækkanir? Jú, það var ein krafa af hálfu samstarfsflokkanna aö verö- hækkanir sem leiddu af þessari nýju gjaldtöku yröu ekki bættar i kaupgjaldsvisitölu, en þeirri kröfu hafnaði Alþýöubandalagiö algjörlega og neitaöi aö ræöa um lausn á þessu máli á þeim grund- velli. Af þeim ástæðum veröa veröhækkanirnar bættar eins og aörar skv. gildandi samninga- reglum. — AI f stuttu máli Aftur smokkur eftir 14 ár Sjaldséöur gestur hefur heimsótt Biiddæli nú aö und- anförnu þar sem er smokk- fiskurinn. Aö þvi er Guö- mundur Pétursson hjá Hrað- frystihúsinu á Bildudal tjáöi okkur er nú búið að frysta þar 75 tonn. Veiöin var ágætum siðustu helgi og framan af vikunni og bárust þá aö landi á Bildudal 10-12 tonn á dag, en nú hefur verulega úr henni dregiö. Smokkfiskurinn er frystur i beitu. Að þvi er Guömundur Pét- ursson sagði okkur eru nú liðin 12-14 ár frá þvi aö smokkfiskur veiddist þarna að nokkru marki a.m.k. Aöur var venjan aö tvö veiöiár komu i senn á svona 5 ára fresti, en minna þess á milli. Töluvert mun hafa veriö um innflutning á smokkfiski á undanförnum árum. Nokkuö af smokkfiski hef- ur veriö landaö á Patreks- firöi en þó mun minna en á Bildudal. Aftur á móti er búið aö landa um 40 tonnum af smokki á Þingeyri. Þótt nokkuö hafi nú dregiö úr smokkfiskveiöinni eru Vestfirðingar þó engan veg- inn vonlausir um aö hún kunni aö vara eitthvað enn. — mhg. Aðbúnaöur og öryggi hafnar- verkamanna Umræöufundur meö hafnarverkamönnum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað veröur haldinn á vegum Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik á Grettisgötu 3, uppi, i kvöld, föstudag og hefst kl. 20,30. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Vilja ekki kjósa um áfengið Bæjarstjórn Selfoss felldi á fundi sinum að láta fara fram atkvæöagreiðslu um hvort opna skuli útsölu Afengis- og tóbaksverslunar rikisins i bænum. Fjöldi bæjarbúa haföi skrifað undir áskorunarskjal um atkvæöa- greiöslu og einnig nokkrir ibúar i nágrenni Selfoss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.