Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 4
4 StDA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 14. september 1979 DWÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgetandi: Otgáfufélag Þjó&viljans FramkvKmdaitjöri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Arni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjéri: Vilborg Har&ardóttir Umsjónarmabur Sunnudagsbla&s: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormó&sson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphébinsson Afgrei&siustjóri: Valþór Hlö&versson Bla&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gu&jón Fri&riksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Gu&mundsson. tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson, Sævar Gu&björnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvör&ur: Eyjólfur Arnason Augiysingar: Sigrf&ur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guörún Gu&var&ardóttir, Jón Asgeir Sigur&sson. Afgrei&sla:Gu&mundur Steinsson, Kristín Pétúrsdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigri&ur Kristjánsdóttir. Bfistjóri: Sigrún Bár&ardóttir Húsmó&ir: Jóna Sigur&ardóttir P&kkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gu&mundsson. Ritstjórn, afgreí&sla og auglýsingar: Sl&umúla 6, Reykjavik, sfmi 8 13 J3. Prentun: Bla&aprent hf. Hvers konar fjölmiðlun? # Eftir hálfs mánaðar hlé koma blöðin út að nýju, og blaðamaðurinn verður aftur að nýtum þegni í þjóðfélag- inu, vinnandi verk sín í allra augsýn. Þetta útgáfuhlé sem blaðamenn og ritstjórnir báðu ekki um, hefur reyndar verið notað til ýmissar nytsamlegrar iðju hjá blöðunum: safna efni til síðari birtingar, raða heim- iidargögnum, hagræða vinnufyrirkomulagi og jafnvel hugsa skipulagið upp á nýtt. Það fer því f jarri að þetta hafi verið tími iðjuleysis á blöðunum, en vissulega mátti stöðvunin ekki lengri vera til að vinnustaðurinn færi ekki úr skorðum og menn dreifðust til annarra verkefna. # Onnur áhrif stöðvunarinnar eru öllu óhagstæðari. Fjárhagsvandi blaðaútgáfunnar, sem var hjá oss fátæk- um smáum ærinn fyrir, hefur auðvitað færst í aukana. Um það verður ekki rætt meira hér og nú, en hinir tryggu lesendur Þjóðviljans vita, að hér eftir sem hingað til eru það í rauninni þeir sem gefa út blaðið, og fjárhagur blaðsins er einnig þeirra áhyggjumál og úrlausnarefni. # Lesendur blaðanna: hvers hafa þeir farið á mis þenn- an hálfa mánuð? Fréttir? Fræðslu? Skemmtun? Upp- byggilegt og menntandi efni? — Sjálfsagt allt af þessu, en í mismunandi ríkum mæli, oq fer það bæði eftir því hvernig blöðin eru skrifuð og eftir viðhorfum lesenda. # Það er ekki okkar, sem eru málpípur blaðanna, að dæma um það hvort lesendur haf i saknað okkar, — í því máli höfum við ekkert úrskurðarvald. En umhugsunar- ef ni má það vera okkur, hve mikið er um þann almanna- róm semsegir: „Þaðer léttirað vera laus við blaðafarg- anið í bili". Þetta virðist ekki beinast gegn neinu tilteknu blaði sérstaklega, og menn eru ekki að f rábiðja sér blöð- in f yrir f ullt og allt, en fólki f innst þau ósköp þreytandi, — etv. í líkingu við það þegar foreldrar þreytast á börn- um sínum. # Hvernig má það vera að blöðin séu talin „fargan"? Er það ekki til vitnis um fjarlægð á milli lesenda og blaðanna? /E meiri fjölmiðlun ríður yfir þjóðfélagið og almenning. Fjölmiðlunin: miðlun frá fáum til margra, er ekki aðeins æskilegur og nauðsynlegur tengi- liður, heldur er hún líka til vitnis um að einstaklingarnir nái ekki hver til annars nema í gegnum þessa miðlun, hún felur því í sér aðskilnað og einangrun hinna mörgu frá hverjum öðrum. Nú getur fjölmiðlunin verið af mörgu tagi eftir tilgangi hennar og aðferðum. Við hér á Þjóðviljanum viljum að blaðið okkar sé rödd fólksins sjálfs í hagsmunabaráttu þess og menningarviðleitni. Við viljum eiga hlut aðþví aðef la f rjálst og sjálfstætt al- menningsálit á grundvelli upplýsingar og menntunar. # Þessu markmiði okkar verður vitaskuld ekki náð nema með virkri hluttöku lesenda okkar f sjálfri gerð blaðsins. Viðá ritstjórninni erum ekki þeir snillingar að geta matað fólk á öllu því efni sem blaðið þarf að f lytja. Við viljum ekki heldur gera það, því að blaðið okkar á ekki að vera einstefnufjölmiðill. Við leitumst við að miðla ef ni f rá fólki til f ólksins aftur, en ekki einlægt lesa því pistilinn „frá okkur til ykkar". # AAargir tala hástöf um um lýðræðisást sína án þess að sýna hana svo mjög í verki. Fjölmiðill getur eftilvill aldrei verið fyllilega lýðræðislegur, — það eru nefnilega svo veigamiklir þættir lýðræðisins sem liggja handan allrar f jölmiðlunar. Hins vegar getur f jölmiðill leitast við að vera lýðræðislegur með þvf að skapa lesendum sínum vettvang til skoðanaskipta og annarrar miðlunar. Það er brúarbygging sem er full þörf á í firringarþjóð- félagi nútímans. Ef þetta heppnast þolanlega vel, þá er ekki breitt bil á milli blaðsins sjálfs og lesenda þess, heldur skapast samstaða hóps þar sem hver og einn f inn- ur til samábyrgðar og segir „við", hvað sem líður form- legri verkaskiptingu. # Það er hollt að staldra við öðru hverju, gá til veðurs og athuga sinn gang. Nú röltir blaðið okkar af stað aftur, og ef lesendur sýna í verki að þeir haf i saknað blaðsins sins og f agni þvi að við hittumst á ný, þá er blaðið okkar á réttu róli: f jölmiðill til tengingar milli hinna mörgu. — h. Fréttir í verkfalli Báöar fréttadeildir rikisút- varpsins, hljóövarp og sjón- varp, féllu á prófinu, sem þau hafa þreytt siöustu 10 dagana, þá daga sem þetta voru einu opnu fréttastofurnar á landinu. Báöar þessar fréttadeildir störfuöu sem tilkynningastofn- anir fyrir mismunandi mikiö opinbera aöilja þessa daga og aö slepptum agnarlitlum fjör- kippum, svo sem upp á eitt stig á Richterskala fréttamennsk- unnar, stóö frumkvæöismælir fréttastofanna á núlli allan tim- ann. Jón Baldvin; heföi sómt sér vel hjá rlkisfjölmiölum. Þeim sem þekkja til á þessum stofnunum og vita eftir hvaöa leiöum fólk er þar valið til starfa, kom þetta ekkert á ó- vart. En þeir eru fáir. Þvi ætti útvarpsráöaö láta gera hávaöa- lausa úttekt á tilkomu frétta- manna inn á fréttastofurnar báðar og jafnframt könnurt á starfslegum áhuga þeirra sem þar híma. Skaðlaust væri aö athuga starfsgetu fréttamann- anna jafnframt. Fullyröa máaö alvöru frétta- stofur myndu taka niöurstööur könnunar þessarar til birtingar. Verkfallsblöð Nokkrir friölausir fréttamenn dagblaöanna, ásamt meö gróöahyggjumönnum Heim- dallar, réöust i blaöaútgáfu I verkfallinu og sendu á markaö- inn misjafnlega merkar rit- smiöar. Heimdallur stóö fyrir útgáfu Frétta-Póstsins og sá klippari aöeins eitt eintak hans og hefur ekki lengur undir höndum. Ekk- ert er minnnistætt Ur þvi blaði annaö en auglýsing frá Kaup- stefnunni i Laugardal. Kratar ætluöu aö nota nafniö Frétta-Póstur, sbr. Helgarpóst- ur, og höföu tilbUiö blaö meö þvi heiti þegar Heimdellingarnir höföu rutt Ut sinu blaöi. Breyttu Kratar þá heiti sins blaðs i „Nýjustu fréttir” og þótti frjó- semdarleg nafngiftin. Komu þeir út 2 tbl. Sjálfsdýrkun Nýráöinn ridstjóri Alþýðu- blaösins — fjórblööungsins — Jón Baldvin Hannibalsson, skrifar leiöara I Nýjustu fréttir. Úr honum verðu ekki klippt hér — menn veröa aö sýna nýliöum tillitssemi — (skilji hver á þann hátt sem hann er maöur til), annaö en sýnishorn af orögnótt- inni, klipptúr samhengi: ”... án þess aö dýsharmonia hags- munakllkanna reki upp eitt allsherjar skaöræöis rama- kv ein.” A baksiöu Nýrra frétta er siö- an „frétt” sem Jón Baldvin rit- stýrir, þar sem segir frá fá- dæma góöri frammistöðu Jóns Baldvins i sjónvarpsþætti um vaxta- og veröbólgumál. Klippari sér ástæöu til aö bjóöa Jón Baldvin hjartanlega velkominn til starfa viö Alþýöu- blaöiö, en bendir honum jafn- framt á, að þótt þaö blaö hafi ekki öllu jafnan siglt hrööum byri, þá heföi þó Jón frekar átt aöfá sér vinnu á rikisútvarpinu. Hinir líka Af ööru tölublaöi Nýjustu frétta er ljóst aö Jón Baldvin ætlar sér ekki aö sitja á friöar- stóli á Alþýöublaöinu og heggur hann þar til Björgvins Guö- mundssonar, borgarfulltrúa AI- þýöuflokksins. Klippum viö hér Ur blaðinu og birtum i heilu lagi lagiö aö Björgvini: „Vegna frétta um aö athugun færi nú fram á starfsafköstum Björgvins Guömundssonar, skrifstofustjóra viöskiptaráöu- neytisins, höföu Nýjustu Fréttir , tal af Björgvin og spuröu hvað hann heföi um máliö aö segja. „Ég vil fyrst segja þaö aö þessi frétt Visis hafði ekki viö nein rök aö styöjast. Þaö hefur ekki veriö f gangi nein athugun á minum störfum i ráðuneytinu, enda iiggur ljóst fyrir í hverju þau eru fólgin og hef ég ekki hlotið neina gagnrýni fyrir þau”, sagöi skrifstofustjórinn. Hann bætti viö: „Hinsvegar er þaö rétt aö eftir síöustu borg- arstjórnarkosningar jukust mín störf fyrir borgarstjórn Reykja- vikur. í þvi sambandi vil ég taka fram aö þaö er borgaraleg skylda aö taka viö kjöri borgar- fulltrúa og vinna þau störf sem þvi fylgir.” — Eru þau störf unnin i vinnu- tlma ráðuneytisins? „Borgarstjórnarfundir eru haldnir kl. fimm, eftir venjuleg- an skrifstofutlma ráöuneytisins, og standa oft fram á nótt. Nii, þauforsetastörfsem ég hef unn- iö eru unnin á kvöldin og um helgar.” — Eitthvaö er þó unniö á skrifstofutima ráöuneytisins? „Jú, ég hef einnig oröið að sækja ýmsa fundi á vegum borgarinnar I vinnutlma ráöu- neytisins. Og fyrir alllögnu siö- an geröi ég ráöherra grein fyrir þvi hvaöa fundi hér væri um aö ræða og aö eigin frumkvæði bauöég lækkkun á eigin launum af þessum sökum,” sagöi Björg- vin. Þá spuröu Nýjustu Fréttir hannhvaöa upphæö hér væri um aö ræða: „Eg sé ekki ástæöu til aö fára út i' þaö á þessu stigi.” — Hefuröu þá tekið saman hve vinnuvika þln er löng i ráöu- neytinu? „Já, ég hef látið ráöherra hafa nokkurs konar töflu þar um.” — Hve löng er vinnuvika þin þá? „Um þaö vil ég ekkert segja, enda tillaga min á umræöustigi milli min og ráöherra.” Nýjustu Fréttir spuröu þá Björgvin hvorthann ynni meira en hálfan dag I ráöuneytinu. Hann kvaö svo vera, og bætti þvi viö aö vel mætti athuga störf ýmissa annarra stjórnmála- manna hjá opinberum fyrir- tækjum.” Björgvin; vill ekki segja hvaö hann vinnur lengi né mikiö I vinnutimanum. Önnur i uppátæki Starfsmenn Þjóöviljans sendu frá sér fjölritaö blaö og stálu nafninu frá einni af merkari blaösiöum Þjóðviljans — Notaö ognýtt —ogbrugöuþar fyrir sig betri fætinum og geröu grin aö öllu og öllum. En fyrstu verðlaun fyrir frækileg viöbrögö i verkfalli veröa aö Uthlutast til Dagblaös- ins, sem kom sér upp vegg- spjöldum viöa um landið llkt og Dagblaö alþýöunnar austur i Kina. Vonandi aö framhald verði á hjá þeim Dagblaös- mönnum aö sækja sér fyrir- myndir austur þangaö. — líþ. a 1 ■ 1 ■ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.