Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 var makrll. En viö veiöi á þorski og ufsa er taliö aö nota megi slika gervibeitu ilr plasti. Umboöiö fyrir þennan veiöi- búnaö hefur Asiaco h.f. i Reykjavík sem veitir allar upplýsingar. íslenskir innflytjendur með vörur viðsvegar að Fyrirtækiö Kristinn Gunn- arsson & Co,Reykjavik, sýndi á sjávarútvegssýningunni fisksjá og sónar-fiskileitartæki frá þýska fyrirtækinu Krupp Atlas Elektronik. Þetta eru mjög full- komin fiskileitartæki. Þetta Sónarsfiskleitartæki er nú i nokkr um aflaskipum loönuflotans, en þau eru Börkur frá Neskaupstaö, Vikingur, Pétur Jónsson og Óli óskarsson. Fyrirtækiö I.B.M. á Islandi er meörafeindavigtar tölvur, tölvu- banka sem tekur á móti upplýs- ingum og geymir þær o.fl. Starfs- menn fyrirtækisins hér hafa komiö sér niöur á kerfi og unniö þaö iþágu frystihúsanna hér, sem hjálpartæki viö rekstur og vinnslu, meö notkun tölvu. Þetta er nú komiö I notkun hjá tsbirn- inum i Reykjavik, hjá frystihúsi Útgeröarfélags Akureyringa og mun eftir þvi sem mér var sagt fljótlega veröa upptekiö í frysti- húsi Sildarvinnslunnar 1 Nes- kaupstað. Þá hef ég einig heyrt aö frrystihús á tsafiröi hafi pantaö slfkan búnaö. Fyrirtækiö Pétur O. Nikulássen er meö margskonar útgeröar- vörur á sýningunni, m.a. rat- knúinn lyftara til notkunar innan- húss sem lyftir 2 1/2 tonni. Þá er fyrirtækiö meö pækilkör úr stáli, 90 litra fiskikassa úr plasti franska, sem eiga aö taka 60 kg, af isvöröum fiski o.fl..Kristjan O. Skagfjörö er meö fjölbreyttar út- gerðarvörur á sýningunni, frá mörgum löndum. Meöal annars má nefna net og (steinateina) á net þar sem i staö steina kemur innlagt blý i hvern þátt teinsins. Þetta gerir netin auöveldari i drættioglagningu ekki sist ef þau eru lika meö flotteini. Þá má nefna plast hliföarföt fyrir sjómenn meö ifestum björgunar- vestum o.fl. . Magnús ólafsson umboös og heildverslun Reykjavik sýndi þarna Bukh og MINNING: A myndinni sést hvernig leitar- geislarnir frá sónar -fiskileitar- tækinu dreifast I hafdýpinu. Grena diselvélar frá Danmörku. Þetta fyrirtæki er meö marg- breytilegar útgeröarvörur frá ýmsum löndum. Harald St. Björnsson umboös og heildsala var þarna lika meö margskonar vörur á sýningunni. Má þar nefna fiskvinnslukerfi — borö og færi- bönd, þar á meöal úrriöfrlu stáli. Skuröarborö, áfyllingavélar fyrir glös og dósir, ásamt lokunar- vélum, segulkrana og m.fl. Ólafur Gíslason & Co. Reykjavik var meö rafeindavogir á sýning- unni. í sama sýningarbás var bll- smiöjan Völundur meö sjálfvirka rafeinda-innvigtunarvog. Þá var fyrirtækiö Neptúnus Ltd. meö roöflettivél á sýningunni og öryggistæki fyrir línu og neta- vindur til aö hindra slys. Þetta fyrirtæki heftir umboö fyrir hinar þekktu sænsku Arinco síldar- vinnslu-vélar og margar fleiri. Þá kynnti Kúlulegusalan vörur sínar svo sem Tæknibúnaöur, Hilti umboöiö, meö rafknúin vinnu- tæki svo sem bórvelar og fl. Þá var fyrirtækið Björn & Halldór Reykjavlk meö Cummmings dlsilvél á sýningunni þetta er bandarisk vél. Aö slöustu vil ég þakka fyrir sjá varútvegssýninguna. Karlinna G. Jóhannesdóttir Fœdd 7. febrúar 1896 — Dáin 10, ágúst 1979 Á kreppuárunum milli 1930 og hinar sömu, gestrisni og fágæt hjónum vai J A kreppuárunum milli 1930 og 1940 áttu margir erindi i húsiö Fjaröarstræti 29 á Isafiröi. Segja mátti aö stööugur straumur fólks lægiþangað, rétt eins og um opin- bera stofnun væri að ræöa. Hyerskonar hús var svo þetta, og hvaöa fólk var þar á ferö? Skemmst frá aö segja, þá voru þar á feröinni ungir og gamlir, allir brennandi I andanum um frelsun heimsins, kommúnistar og annað róttækt fólk. í húsi þessu bjuggu hjónin Karlinna G. Jóhannesdóttir, sem nú er nýlátin og hér veröur minnst, og Jón Jónsson, klæöskeri. Ég verö aö biöjast afsökunar á þvi hve lengi hefur dregist hjá mér, aö minnast þessarar ágætu konu, sem þarna ,,réöi rikjum” ásamtmannislnum.og tóká móti og veitti beina „kommalýönum” ísfirska, og taka veröur viljann fyrir verkiö, þvi ekki er rit- færninni fyrir aö fara hjá undir- rituöum. Ég var einn I hópi þeirra ótal mörgu, sem svo að segja daglega og stundum vel þaö, naut alúöar og gestrisni hjónanna aö Fjaröar- stræti 29 og er þaö ljúf skylda min er leiðir skiljast, aö þakka fyrir mig og „mitt fólk” fyrir allt, er viö urðum aönjótandi á þessu „öðru” heimili okkar. 7. febrúar 1896 fæddist hjón- unum Guðfinnu Siguröardóttur og Jóhannesi Guömundssyni dóttir, er i skirninni hlaut nafniö Karl- inna Grein. Þau voru þá búsett I Bolungarvlk. Móðir Karlinnu var ættuö úr Súgandafiröi, en faöir hennar innan úr Isafjarðardjúpi. Þau munu aöeins skamma hrlö hafa dvalist í Bolungarvik, þvi fljótlega fluttust þau aö Engidal I Skutulsfiröi og enn siðar að Selja- landi, býli nokkru innan Isa- fjarðarkaupstaöar, og varö Selja- land æskuheimili Karlinnu allt til fullorðinsára. Snemma munu hafa komið I ljós þeir eiginleikar Karlinnu, sem áttu eftir aö einkenna öll hennar störf: frábær dugnaður reglusemi ásamt einstakri sam- viskusemi I hvlvetna. Til marks um þetta skal þess getið, aö ungri að árum var henni falin forsjá sjúkrahússins á Isafirði, sem nú er elliheimili. Skyldi hún annast um alla matreiöslu ásamt hjúkr- un sjúklinga, og þareö hún var ólærð hjúkrunarkona er augljóst aö þar fór engin meöalmann- eskja, sem læknir og aörir ráöa- menn fólu slika ábyrgö .á hendur. Karlinna giftist eftirlifandi manni slnum, Jóni Jónssyni, ætt- uöum úr Dýrafiröi, 27. október 1919. Þaö vantaöi því aöeins rúma tvo mánuöi upp á sextiu ára hjú- skaparafmæli þeirra hjóna. Þess má geta hér, aö þegar þau hjóna- leysin opinberuöu trúlofun slna var mannsefniö staddur I Eng- landi, en þar dvaldist hann lang- dvölum á stríðsárunum fyrri, en konuefniö beiö hans heima á Fróni. Eftir aö þau hjón hófu búskap munu þau um nokkurt skeiö hafa búiö á sjúkrahúsinu, þar sem Karlinna vann, en fljótlega flutt- ust þau I Fjaröarstræti 29, þar sem þau bjuggu alla tiö siöan, jjar til þau fluttu til dætra sinna i Hverageröi fyrir um þaö bil tveimur árum siöan, en þá munu hafa verið liöin 55 ár frá þvl þau fluttu I Fjaröarstræti 29. Eins og getiö er um I upphafi þessarar greinar, var heimili Karlinnu og Jóns nokkurs konar miðstöð allrar róttækrar starf- semi á ísafiröi um árabil. Þaö sem olli þessu fyrst og fremst, var aö hinir rauöu, illræmdu kommar tóku á leigu herbergi (sal eins og viö sögöum) hjá þeim hjónum, og var þar fundarstaöur okkar um nokkurt skeiö. Þetta var kveikjan aö þvl aö ég og margir fleiri tóku aö venja komur slnar á heimili þessara ágætu hjöna. Oft minnist ég þess aö þétt var setinn bekkurinn hjá þeim hjónunum I Fjaröastræti 29. Þangaö var gott aö koma og greinilegt aö maöur var vel- kominn. Viötökurnar voru ávallt hinar sömu, gestrisni og fágæt alúö einkenndi bæöi hjónin, og þvl laðaðist fólk ósjálfrátt aö þeim. Þarna skiptist á létt hjal og um- ræöur um alvarleg mál. Þessir samfundir eru mér ofarlega I huga er ég kveö húsfreyjuna aö Fjaröarstræti 29 hinstu kveöju og svo mun vera um fleiri. Einn er sá þáttur, er ekki má gleymast þegar Karlinnu er minnst, en það er framlag hennar til fegrunar Isafjaröar. Þau hjón- in munu hafa verið aöalfrum- kvöðlar aö stofnun Blóma- og trjáræktarfélags Isfiröinga. Jón var aöaldriffjöörin I ræktun blóma- og trjágarðsins, er blasir viö augum, þegar gengiö er niöur á eyrina. Þar stóö Karlinna viö hliö manns sins og víöar, og- verkin sýna merkin um aö þar hefur margt handtakiö veriö unniö og nærfærnar hendur Karl- innu hlúð aö ungum og veikburöa gróöri. Einnig önnuöust þau hjónin, aö þvi er ég best veit, aö miklu leyti um skrúögaröinn viö Austurveg. Karlinna var gæfumanneskja i slnu einkalifi. Hún eignaöist fagrar hugsjónir og barðist ótrauð fyrir þeim, hún eigaöist ótai vini og kunningja, sem aö henni löðuðust vegna látleysis hennar og alúöar. Hún eignaöist ágætan eiginmann, og gæfa þeirra var, aö þau stóöu ávallt fast saman á hverju sem gekk uns yfir lauk. Slöast en ekki sist, þeim hjónum varö fjögurra barna auöiö, sem öll eru hiö ágætasta fólk. Sannast þar hiö fornkveðna, aö sjaldan fellur epliö langt frá eikinni. Börn þeirra hjóana eru þessi: Margrét, garöyrkjufræöingur aö mennt, gift Skapta Jósepssyni, garðyrkjufræöingi. Þau eru búsett I Hveragerði. Þórarinn, múrarameistari, búsettur I Reykjavík, kvæntur Hönnu Bjarnadðttur, söngkonu. Kristln, gift Sigmundi Guömundssyni, garðyrkjumanni, en þau eru búsett I Hveragerði, og Siguröur Albert, sem er yngstur þeirra systkina, ' garðyrkjufræöingur, kvæntur Sigrúnu óskarsdóttur og eru þau búsett I Reykjavik. Fyrir nokkrum árum áttum við hjónin leiö um tsafjörö. Þá bar svo viö siöla kvölds aö.viö vorum á gangi um Fjaröarstrætiö. Datt okkur þá I hug aö gaman væri aö heilsa upp á gömlu hjónin, en þareö viö vissum aö heilsa Karl- innu var hnignandi, vorum viö á báöum áttum hvaö gera skyldi. Við létum þó slag standa og knúö- um dyra þótt áliðiö væri kvölds. Ekki leið á löngu þar til upp var lokiö og okkur fagnaö sem inni- lega velkomnum gestum. Mikiö voru þau gömlu hjónin lik sjálfum sér, sama glaöværöin, sama einlæga alúöin eins og I gamla daga, veitingar á borö bornar, og þeim gerö góö skil. Þetta voru siöustu samfundir okkar Karlinnu og þvl eru þeir mér einkar hugstæöir nú, er ég kveö vinkonu mina Karlinnu hinstu kveðju. Aö lokum þetta: Karlinna, haföu hjartans þökk fyrir alúöina, hlýleikann og glaöværöina sem ég og aðrir áttum aö mæta I svo rikum mæli hjá þér. Eftirlifandi eiginmanni hinnar látnu sómakonu, vini mlnum Jóni, vottum viö hjónin okkar inmlegustu samúö. Sömuleiöis börnum þeirrá hjóna, tengda- börnum, barnabörnum og ööru venslafólki. Minningin um góöa konu mun lifa, þótt hún hverfi af sjónar- sviðinu. Guömundur Bjarnason Björgunarsveitir á Hornafirdi: Næsta verkefni jöklabúnaöur uppá 2 milj. Á undanförnum árum hafa Björgunarfélag Hornafjaröar og slysavarnadeildin Framtiöin unniö ötullega aö uppbyggingu björgunar og slysavarnastarfsins i Hornafiröi. Félögin hafa nú lokiö viö aö reisa 160 fermetra björg- unarstöö, sem hýsir búnaö björgunarsveitarinnar, jafnframt þvi, sem I húsinu er aöstaöa til fé- lagsstarfa deildanna, fundarsaiur og eldhús. Þá hafa félögin komiö sér upp góðum búnaöi til björgunarstarfa bæöi á sjó og landi s.s. slöngubát m/vél og nýrri björgunar- og sjúkrabifreiö, sem koma mun I þessari viku. Félögin eiga all- góöan sjúkrabúnaö og ýmis önnur björgunartæki. Starfssvæöi björgunarsveitar- innar á Höfn er eitt hiö stærsta á landinu, og á þvi liggur Vatnajök- ull, en á hann aukast nú stööugt mannaferðir. Til jöklabjörgunar er sveitin vanbúin og er kaup á slikum búnaöi þvl næsta stór- verkefni félaganna, en nauðsyn- legur búnaöur til sllks kostar a.m.k. 1 1/2*2 milljónir. Skólafólk — verkafólk, ath.! RAUDA DAGATALID Fæst í bókaverslunum Dreifing: Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.