Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. september 1979 Pétur M. Jónasson kynnir rannsóknina i Norræna húsinu. A fremsta bekk má m.a. sjá iönaðarráðherra og þá Jón ólafsson og Hákon Aðalsteinsson sem voru fastir starfsmenn við rannsóknina auk dönsku sér- fræðinganna. Ljósm. Leifur. 4. september s.l. afhenti Pétur M. Jónassori/ for- stööumaöur Vatnalif- fræðideildar Hafnarhá- skóla, islendingum niður- stöður 9 ára rannsókna á lífríki Mývatns og Laxár í 300 blaðsiðna bók, sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn hefur gefið út. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra og Vigfús Jónsson á Laxamýri þökkuðu Pétri/ sem veitt hefur rannsókn- unum forstöðu/ en 15 sér- fræðingar/ íslenskir og danskir, hafa lagt hönd á plóginn í rannsókninni. A sérstökum kynningarfundi sem haldinn var I Norræna húsinu og fjöldi náttúruvisindamanna, landeigenda nyöra og áhuga- manna um náttúruvernd sótti voru sýndar myndir úr bókinni og niðurstööur kynntar. Þær stað- festa það sem menn hafa talið sig vita um vatnasvæði Mývatns og Laxár, að það er einstakt að allri gerð og óvenju verðmætt frá Hf- fræðilegu sjónarmiði ekki siður en jarðfræðilegu. Deilurnar um virkjun Laxár hleyptu rann- sóknunum afstað Upphaf þessara rannsókna má rekja aftur til ársins 1970 þegar Þingeyingar óskuðu eftir þvf að vistfræðileg úttekt yrði gerð vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda, sem þeir óttuðust að skaða myndu lifriki Mývatns og Laxár. Tók iðnaðarráðuneytið forystu I máli þessu og skipaði hóp manna til að gera áætlun um heildarrannsókn á svæðinu. Var þetta upphaf fyrstu heildarúttekt- ar á Islensku vatnasviöi, sem staðið hefur i 9 ár, en þess má geta að Liffræðideild Háskóla íslands undir forystu dr. Arnþdrs Garðarsonar prófessors vinnur nú að áframhaldandi rannsökn- um á þessu svæði i hinni nýju rannsóknarstöö við Mývatn. Náði áætlun iðnaðarráðuneytis- ins til þriggja ára og var Jón ólafsson haffræðingur ráðinn i fulla stööu til að standa fyrir eðlis- og efnafræðirannsóknum og Hákon Aðalsteinsson liffræð- ingur i hálfa stöðu til gagnasöfn- unar nyrðra. Pétur M. Jónasson var fenginn til að veita rannsókn- unum forstöðu og gekkst hann fyrir þvi að Kaupmannahafnar- háskóli lét i té 3 ólaunaða sér- fræðinga, þ.á.m. hann sjálfan, á- samt aðstöðu til úrvinnslu, að- stoðarfólk og tækjakost en auk þess komu til liðs 10 islenskir náttúruvisindamenn og skrifuðu yfirlitsritgerðir hver um sitt sér- svið. Sigurður Þörarinsson pófessor skrifar um jarðfræöi svæðisins, Markiis A. Einarsson. veðurfræöingur um veðurfar og sólmælingar, Sigurjón Rist FRÆÐA- FÉLAGIÐ GEFUR ÚT MÝVATNS- BÓK og fiski frá aldamótum til 1960 og dr. Arnþér Garðarsson prófessor um núverandi andastofn saman- borið við fyrri rannsóknir. Merkar niðurstöður Pétur M. Jónasson þakkaði þessum mönnum öllum þeirra hlut og frábæra samvinnu þeirra i milli. Ennfremur Þingeyingum og Mývetningum sérstaklega, Arna Þ. Arnasyni, skrifstofu- stjóra iðnaðarráðuneytisins, og Þessi mynd sýnir nokkrar bækur sem Hið fslenska fræðafélag I Kaup- mannahöfn hefur gefið út og fremst á myndinni og fyrir miðju aftast er bók Péturs um Mývatn. Félagið var stofnað 1912 og hefur bað gefið út fjölmargar merkar bækur á starfsferli sinum. Ljósm. Leifur. Niðurstöður 9 ára rannsókna á lífríki Mývatns og Laxár vatnamælingamaður um sveiflur á vatnsyfirborði Mývatns, isafar og vatnamælingar i Laxá, dr. Finnur Guðmundsson fuglafræð- ingur um stofnsveiflur á fuglum iönaðarráðherrum. Rannsóknin leiðir m Mývatn er Isi lagt 190 og er framleiðni I va lega mikil með tilliti a. iljós, að daga á ári tninu ótrú- til þeirrar staðreyndar. Mývatn er i regn- skugga Vatnajökuls og er svæðið mjög sólrikt og þar rignir litið. Uppgufun fer þvi fram úr regni og er svæðiö eyðimörk skv. skil- greiningu þess orðs, þó hitastig loftsins sé að sjálfsögðu breyti- legt. Hitastig vatnsins er hins vegar stöðugt þó grunnt sé vegna stöðugs aðstreymis heits og kalds vatns. Lifmagnið i Mývatni er með þvi mesta sem þekkist I sambærileg- um vötnum og auk framan- greindra þátta ræðst það af þvi að aðstreymisvatnið, sérstaklega hið heita, er mjög rikt af næringarefnum, fosfati, nitrati og kisil. Vatnið hefur algjöra sér- stöðu að þvi leyti að orkuflæðið fer eftir botninum en ekki efstu lögunum og er undirstaða þess blágrænþörungar eða svonefndur kúluskltur, lirfur mývargsins sem vatnið dregur naf n sitt af auk krabbadýra. Þar er að finna upp- sprettu fæöukeðjunnar sem silungurinn og endurnar nærast á. Þetta mikla llfmagn vatnsins skilar sér siðan I Laxána með frá- streymisvatninu. Mývatn er einnig sem kunnugt er eitt mikilvægasta varpland anda i Evrópu og það sem veldur sérstöðu andalifsins er að af 15 tegundum sem þar verpa eru 3 af ameriskum uppruna. Pétur M. Jónasson sagðist vona að bókin verði til þess að halda verndarhendi yfir þessu einstæöa lifriki Islands og kveikja löngun visindamanna til áframhaldandi rannsókna. Svæðið hefur nú verið friðlýst. Samvinna islenskra aðila og Vatnaliffræðideildar Hafnar- háskóla mun halda áfram og hefur þegar verið unnið aö rann- sóknum á Þingvallavatni undan- farin 5 ár. SUk vinnubrögð þarf að viðhafa mun viðar Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra tók næstur til máls og þakkaði Pétri og sam- starfsmönnum hans þessa glæsi- legu bók. Sagði hann íjóst a* verkið yki stórlega við þekkingu okkar á þessu svæði, sem væri mjög mikilvægt sökum ein- stæörar náttúru og Hfrifrlkis. Rakti hann hlut iðnaðarráðuneyt- isins i rannsöknum þessum, en það kostaði þær fyrstu 4 árin. Sagði hann að þegar sættir hefðu loks tekist I deilunum um virkjun Laxár, heföu aðrir góöu heilli tek- ið við og haldiö f jarmögnun rann- sóknanna áfram. Burðarásinn hefði verið Pétur M. Jónsson og áhugi hans og stuðningur Kaup- mannahafnarháskóla hefði riöið baggamuninn. Ráðherrann sagði að rannsókn- ir sem þessar væru undirstaða fyrir skynsamlegri nýtingu landsins og landsgæða. Slik vinnubrögð þyrfti að viðhafa r.iun viðar en þvi miður væri stað- reyndin sú að mestu átök Islendinga á þessu sviði til þessa væru tengd mannvirkjagerð af einhverju tagi. „Við höfum ekki borið gæfu til að stuðla að al- mennum grundvallarrannsókn- um", sagði ráðherrann, „og ekki haldið á þessum málum sem skyldi". Sagöi hann ljóst að stórá- taks væri þörf á sviöi slfkra rannsókna. Vigfús Jónsson á Laxamýri tók einnig til máls og fyrir hönd land- eigenda og færði Pétri rósavönd úr heimabyggð sinni. Hér á landi sér Sögufélagið um dreifingu bókarinnar, sem er á ensku og ber heitið Lake Mývatn. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.