Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 16
UODVIUINN Föstudagur 14. september 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum_: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Þjóðviljiim sigraði á skákmóti Mjölnis Helgi ólafsson, skák- skýrandi Þjóðviljans og al- þjóðlegur skákmeistari, sigraði í Lækjartorgsmóti Mjölnis sem haldið var sl. þriðjudag í hretviðri haustsins, en Helgi keppti að sjálfsögðu fyrir Þjóð- viljann. Þetta er í þriðja sinn sem Lækjartorgsmót er haldið og í annað sinn sem Helgi sigrar á mótinu fyrir hönd Þjóðviljans. Allir sterkustu skákmenn landsins tóku þátt i mótinu. Tefld- ar voru 14 skákir i sjö umferöum þannig aö keppendur leiddu tvisvar saman hesta sina i 5 min- útna skákum. Helgi ólafsson hlaut 12,5 vinn- inga af 14 mögulegum og vann báða isl stórmeistarana i báöum skákunum. Annar varö Jón L. Arnason meö 10,5 v., þriöji Guð- mundur Sigurjónssonog i 4-5 sæti uröu þeir Friðrik ólafsson og Sævar Bjarnason. Aðrir sigrar i verkfallinu Þvi má bæta viö svona neðan- máls, að Þjóðviljinn vann aöra góöa sigra i verkfallinu. Hann komst i 12 liða úrslit I firma- keppni Golfklúbbs Reykjavikur; útlitsteiknari blaðsins sigraöi aöra útlitsteiknara i spurninga- keppni i útvarpsþættinum ,,í vikulokin” og siöast en ekki sist sigraöi Þjóöviljinn Morgunblaöiö i knattspyrnuleik, sem fram fór næstliðinn laugardag klukkan átta að morgni (Mbl. mætti ekki til leiks.). —úþ. Þing hefst 10. október Forseti Islands hefur gefiö út, aö tillögu forsætisráöherra, for- setabréf um aö Alþingi skuli koma saman til fundar miöviku- daginn 10. október 1979. Frá Lækjartorgsmóti Mjölnis. Helgi Ólafsson, skákskýrandí Þjóðviljans og sigurvegari á mótinu, teflir hér við forseta Fide, stórmeistarann Friðrik ólafsson. Tefldu þeir tvær skákir og vann Helgi báðar. Fjær sitja þeir Sævar Bjarnason og Jón L. Arnason. ( Ljósm. — eik.) Þorskaflinn þegar orðinn um 190 þús. tonn Allar botnfísktegundír vid ísland ofveiddar Kjartan Jóhannsson boðar nýjar friðunaraðgerðir Heildarþorskaflinn frá áramót- um og fram I fyrstu viku af sept- ember er orðinn um 187 þús.lestir. Eins og kunnugt er hafa fiski- fræðingar ekki talið óhætt að veiða nema um 190 þús tonn af þorski á þessu ári, svo stofninum verði ekki stefnt i voða. Þorskaflinn i ágústmánuöi sl. var um 15 þús tonn miðaö viö sið- asta ár, en fiskifræöingar töldu ekki ráölegt aö veiöa nema um 40 þús tonn af öörum botnfiski þetta áriö. Þaö má þvi segja aö um ofveiöi sé aö ræöa i öllum botnfiskteg- undum sem veiðast hér viö land. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra hefur hafiö viöræö- ur viö alla hagsmunaaöila sjáv- arútvegsins, um auknar aðgeröir til verndar fiskstofnunum. I útvarpsviötali i gærkvöld sagöi Kjartan að allar hugsanleg- ar leiöir kæmu til greina varöandi auknar friöunaraögeröir. Ekki mætti draga aögeröir öllu lengur. Heildarbotnfiskaflinn frá ára- mótum og til ágústloka þetta ár, er orðinn um 450 þús. lestir, en var á sama tima I fyrra 374 lestir. t ágústmánuöi var botnfiskafl- inn um 43.600 tonn samkivbráöa- birgöatölum Fiskifélags Islands, en endanlegar tölur fyrir sama tima I fyrra eru 42.063 tonn.-lg. Átta Nató-herskip til íslands Islendingar geta varpað önd inni léttar i næstu viku, óhræddir viö áreitni Sovétmanna eöa annars kommúnisks illþýöis. Þá siglir nefnilega inná Reykja- vikurhöfn óvigur her nokkurra þúsunda hermanna, á átta skipa flota NATÓ. Þrátt fyrir öryggiö, sem mörgum þykir faliö i heim- sókninni, lét Svavar Gestsson ráöherra færa mótmæli sin viö heimsókninni til bókar á rikis- stjórnarfundi. Hingaö eru skipin komin til aö herlaus smáþjóö geti skoöaö hversu mikildásemd fylgir þvi aö eiga vel búinn her, og kanski ööl- ast smásnert af þeirri hetjutil- finningu sem hlýtur aö fylgja þeim bjargvætti sem plægir úfin höf til að bjarga litlum þjóöum undan framsókn heimskommún- ismans. 1 fréttatilkynningu sagði líka, aö meö heimsókninni fengju dátarnir tækifæri til að „taka þátt I ýmsum iþróttaviöburöum” en þaö þykir þeim feikn gaman. Ef hins vegar er reynt aö skýra komu skipanna út frá sömu rök- fræöi og Morgunblaöið notar þeg- ar skip frá Rússum eöa annarri Austur-Evrópuþjóð kemst i kall- færi viö landiö, þá er nærtækast aösegja, aö skipin séu hér „til aö venja islendinga viö komu þeirra hingað og viö erlenda dáta á göt- unum”. Þarmeö er plægöur akur- inn fyrir innlimunina, eöa hvaö? Þess má geta aö i fyrri heim- sóknum NATÓ-flotadeilda til tslands hafa margir veriö ó- feimnir viö aö mála óánægju sina meö þær sterkum litum — á siöur skipanna. —óS Frá flotaheimsókn NATÓ 1968 — ljósm. vh Mjög dræm loðnuveiði Loðnuveiðin hefur gengið treglega þaðsem af er veiði- timanum. Alls hafa nú veiðst um 60 þús tonn og er aflinn i engu samræmi viö vonir mann I upphafi veiðanna. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagöi aö hin dræma veiði stafaöi hvorki af slökum gæftum né þvi að loönan væri of dreifö, heldur væri einfaldlega ekki búiö aö finna meiri loönu enn sem komiö væri. Hann sagöi aö þaö væri erfitt aö bera veið- arnar i ár saman viö veiö- arnar I fyrra, þar sem þær hófust mánuöi fyrr. Þó kvað hann alveg ijóst, að veiðin væri fráleitt viöunandi, en kvaöst vona aö hún glæddist senn. Að sögn Andrésar eru nú hæstu bátar meö 2-3 þúsund tonna loönuafla. — ÖS Smygl í F ossum Fundist hefur talsvert magn smvglvarnings I Skógafossi og Lagarfossi, en skipin komu til landsins 11. og 12. þ.m. Að sögn Kristins Ólafs- sonar tollgæslustjóra er rannsókn málsins ekki lokið, en fundist hafa auk áfengis og tóbaks 50 bjórkassar, 2 útvarpsmagnarar og eitt- hvað af skinku. Kristinn sagði aö eigendur varnings- ins væru bátsmaður, háset- ar, tveir stýrimenn og smyrjari. _AI Litlar pöddur skriðu út er sprett var ú kýlum Fyrr i vikunni kom maður inná slys avaröstofuna i Reykjavik ogkvartaöi undan eymslum og kláða I rauöum bólum á handleggjum. Þegarstungiö vará kýlunum kom Iljós að I þeim var ekki gröftur, heldur ultu þar út litlar pöddur. Þjóöviljinn fékk staðfestingu á þessari fregn á slysavaröstofunni en fékk ekki frekari upplýsingar um málið, utan að pöddurnar voru glærar og hvitar og flutu I einhvers konar vilsu. Sá er haföi hýst kykvendi þessi haföi ekki feröast er- lendis og þvi ekki oröiö sér úti um óþverrann þar. Aftur á móti hefur Þjóöviljinn sannfrétt, aö systir viökom- andi hafi nýlega komiö frá Jamaica og fært honum ein- hverjar flikur aö gjöf. Mun taliö, aö úr þeirri gjöf hafi uppruni paddanna stafaö. — ÖS Blaðamenn ræða um kjaramálin Búið að salta um 4000 tunnur af síld Nú er búið að salta um fjögur þúsund tunnur af sild á liornafirði og Fáskrúðsfirði aö sögn Gunnars Flóvenz hjá Slldarútvegsnefnd. Fitan hefur farið hækkandi og I siöustu mlingum var fitumagnið frá 14,4%-16,6%. Gunnar sagöi aö rúmlega tutt- ugu bátar væru farnir til sild- veiöa. Sildin sem heföi veriö sölt- uö ætti aö fara á jólamarkaö i Finnlandi og væri sykursöltuö. Saltaö væri á Hornafiröi, Fá- skrúösfiröi og söltun væri aö hefj- ast á Eskifiröi. Húsvikingar hafa veitt nokkra sild til reynslu og i ljós hefur komiö aö hún er mun stærri og feitari þó sú sild sé sumargotssild aö sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræöings. Gunnar sagöi, aö svo virtist sem nokkur sfld væri fyrir norö- austan og noröan land, en sér vit- anlega heföi þaö ekki veriö rann- sakaö. Menn heföu viöa oröiö var- ir viö vaöandi sild á þessum slóö- um. Þess má geta aö i gær var vaöandi sild útaf Stokksnesi og varö Landhelgisgæslan hennar vör. — ÖS. Samningar blaðamanna hafa nú verið lausir i þr já og hálfan mánuð, eða frá 1. júni sl. Blaðamenn halda félags- fund i dag kl. 4, þar sem staðan I kjaramálunum veröur rædd og ákveðið, hvort gripið skuli til ein- hverra aðgerða til að knýja á um lausn samningamál- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.