Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. september 1979 helganrídialíð Ég hef mælt mér mót við Morten Lange klukkan hálf f imm. Við komuna til Norræna hússins fæ ég hins vegar upplýst að prófessorinn sé enn ókominn úr ferð sinni til Akraness. Til að eyða tímanum sest ég inn á kaffiteríuna og er rétt byrjaður að hnitmiða árás á smurbrauð/ þegar Erik Sönderholm forstjóri hússins kemur móður og másandi inn og segir mér að Morten Lange hafi verið í herbergi sínu allan tímann. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Blaöamanni er snarlega hleypt inn i gestaherbergið og tekur i hönd Langes og frUar meðan hann reynir að kyngja rúgbrauðsleifunum. Lange er brosmi'dur og rauðbirkinn i andliti, hvort sem það stafar af islenskri haustsól eða hálf- kláruðu viskiflöskunni á borð- inu. Svo erum við allt i einu farnir að tala um sveppi. Morten, sem er prófessor i náttúrufræöi og einn helsti sveppasérfræðingur Norðurlanda i dag, fræðir mig um alls kyns ætisveppi i ná- grenni Reykjavikur. — Norðurlandabúar hafa aldrei étið sveppi að neinu ráöi, segir hann. Þaö er til orðtak sem segir: „Bóndinn étur börk- inn en ekki sveppinn”. Heldur sultu menn I hel áður fyrr en aö leggja sér sveppi til munns. Bodil kona hans gengur um gólf og ihugar alls kyns grös og mosa sem hún hefur tint i ferð- inni fyrr um daginn. Hún kinkar kolli stöku sinnum eöa stingur inn i einsatkvæðisoröum til að undirstrika orð manns sins. — Kona min er mosafræðing- ur, segir Morten og brosir. Lektor við Háskólann i Kaup- mannahöfn. — Faðir þinn, Jakob Lange, var einnig þekktur náttúrufræð- ingur. Þessi fræðigrein er kannski arfgeng? Morten horfir kankvislega á mig. — Ja, ég verð að viðurkenna að ég er fimmta kynslóö náttúru- Morten teygir sig i litskrúðug- an bækling, slær honum upp og segir svo: Já, hérna er það: Lúmusveppur. Hann réttir mér bókina og ég les: Lummusvepp- ur. A latinu: Paxillus involutus. — Þetta er dálitið undarlegur sveppur, segir Morten. Þú getur étið hann einu sinni og þá gerist ekkert. En ef þú bragöar hann 1 annaö skipti þá er dauðinn vis. En það er vist litil hætta á að ís- lendingar leggi sér sveppi til munns. Undirritaður reynir nú að taka upp hanskann fyrir sveppasiöi landa sinna. — En fornmennirnir lögðu sér berserkjasveppi til munns til að öðlast hreysti og vigamóð. — Nei, nei, þetta er tóm vit- leysa, segir Morten og kveikir sér i vindli. Berserkjasveppur- inn, sem kallaður er á dönsku rauður flugusveppur, hefur allt önnur áhrif en svonefndan ber- serksgang. Þessi sveppategund inniheldur hreint eitur, sem get- ur framkallað alls kyns ofsjónir hjá þeim sem snertir á honum, en hleypir viðkomandi alls ekki I vigaham. Þetta er snarvitlaust nafn á islensku að kalla svepp- inn Berserkjasvepp. Ég hugsa að berserksgangurinn hafi hreinlega stafað af mjöð- drykkju! Þetta er dálitið leiðin- legt, vegna þess að sveppaút- skýringin er svo skemmtileg og auðfengin. Ja, det er sku skam! — En það eru margir æti- sveppir á Islandi? — Jú, jú! Fleiri tegundir af svonefndum pipsveppum, sér- staklega þar sem birki vex og einnig I gömlum fjárhúsum og 1 ■ Sveppafræði og sósíalismi fræðinga. Þetta er engin ný fluga i fjölskyldunni. Og dóttir min er einnig náttúrufræðingur. Faðir minn var sveppafræöing- ur eins og ég, en afi var mosa- fræðingur eins og konan min. í dag eru fimm núlifandi náttúru- fræöingar i fjölskyldunni. Ég spyr sveppafræöinginn af hverju Norðurlandabúar borði ekki sveppi að öllu jöfnu. — Það er enginn sem veit. Ef- laust hafa þeir alltaf talið alla sveppi eitraða, og það er nátt- úrulega rétt, að sumir sveppir eru eitraðir. Það er ekki far- ið að borða sveppi i Skandi- naviu fyrr en Karl Jóhann Svia- konungur, sem reyndar var franskur, tekur upp þennan sið aö hætti evrópskrar yfirstéttar, að Sviar byrja aö leggja sér sveppi til munns. Og eins og ail- ar góðar hugmyndir, sem yfir- stéttin tekur upp, náði sveppaát einnig kjölfestu hjá alþýðunni. Það er ekki laust viö að sið- ustu setningunni fylgi örlitill hæðnistónn. Nú verður Morten alvarlegur aftur. — En enn þann dag i dag eru Norðurlandabúar dauöhræddir viö- sveppi. Hinsvegar er litið um matareitrun af völdum sveppa, og andlát sem orsakast af sveppaáti eru nær óþekkt fyrirbrigði á Noröurlöndum. Hinsvegar deyja menn i Pói- landi stundum vegna þess að þeir hafa borðað rauðan flugu- svepp, sem er baneitraður. þess háttar stööum. Það eru einnig margar tegundir æti- sveppa i túnum. Yfirleitt eru þetta stórir sveppir, þannig að fimm stykki ættu að vera nóg i soðið. Þú ert reyndar með ágætis bækling i höndunum, sem heitir „Sveppakverið” og er eftir Helga Hallgrimsson. Þar stend- ur það helsta um islenska sveppi. Ég litá titilsiðu bókarinnar og les: „Leiðarvisir um greiningu á Islenskum stórsveppum, eink- um matsveppum.”. Morten Lange er ekki einung- is frægur fyrir sveppafræði, hann hefur tekiö virkan þátt I dönskum stjórnmálum. — Já, segir hann og hallar sér aftur i rúminu. Ég var meðal þeirra sem stofnuðu Sosialistisk Folkeparti 1958 og sat á danska Þjóðarþinginu i 15 ár. Þú getur skrifað að við sem stofnuðum SF vorum ekki dyggir bolsévik- ar og klufum okkur út úr Kommúnistaflokknum danska. Við erum reyndar fyrsti visir að Evrópukommúnismanum. SIÖ- ar gekk samsvarandi alda yfir mörg lönd Evrópu. Hermansson i Sviþjóð var á sömu linu, en honum var ekki kastað út úr flokknum. Og nú er bros Mortens einna helst i ætt við glott. — Hvernig stendur SF í dag? — Uha, uha, heyrist i Bodil, þar sem hún grúfir sig yfir grös- in sin. — Venstre hefur ef til vill gef- ið SF ákveðiö tækifæri, en mér finnst flokkurinn okkar hafa klofnað allt of mikið I minni pólitiskar einingar. Sem dæmi getum við tekið að hluti flokks- ins berst aðeins fyrir kvenna- pólitik. Ég er ekki að segja að jafnréttisbarátta eigi ekki rétt á sér, en þetta kalla ég sértrúar- stefnu, þegar þýöingarmiklum málum er vikið tii hliðar. Mál eins og umræða um efnahags- legt lýðræði fellur alveg i skugg- ann, umræða sem sósialisminn byggist á. Við verðum að ræða grundvöll okkar og horfa fram I timann. Allt annað skiptir minna máli. — Og hvernig er efnahagslegu iýðræði háttað i Danmörku á liðandi stund? — Vandamálin snerta einkum hina praktisku framkvæmd. Aöalatriðið er að launþegar krefjist fullkomins lýðræðis I efnahagsmálum. Sú efnahags- stefna, sem hefur ekki rætur i kröfum alþýðunnar.er tilgangs- laus og forkastanleg. Þess vegna er t.d. hin gamla krafa kommúnista um heildarþjóð- nýtingu úrelt og \ ekki áhuga - verð. — En áhrifin af danskri aðild að EBE i ljósi reynslunnar? — Það er efnahagskreppa I heiminum I dag. Miðað við skandinavisk lönd stendur Dan- mörk þolanlega, þótt Sviþjóð hafi kannski spjarað sig best, ef til vill vegna þess að eiga ekki aðild að EBE. Ég verð þó að segja að aðild okkar að EBE hefur styrkt danskan landbún- að, þar sem auknir markaðir hafa opnast. Hins vegar tel ég að i framtiðinni ætti að koma á laggirnar sameiginlegum nor- rænum markaði fyrir landbún- aðarvörur, en það hefur aldrei verið til umræðu hingað til. — Muntu snúa þér að stjórn- málum að nýju? — Nei! Svarið er ótvirætt og óneitan- lega sannfærandi. — Ég hef ekki hugsað mér meiri afskipti af pólitik. Ég lit á mig fyrst og fremst sem vis- indamann, og reyndar vann ég alltaf sem slikur og hélt prófess- orsembætti minu á meöan ég sat á þingi. En i framtiðinni mun ég einbeita mér að rann- sóknum I fræðigrein minni. 15 ár á þingi er alveg nóg. Þá hefur maður gert skyldu sina. — Þú hefur verið prófessor, þingmaður og lést af embætti rektors Kaupmannahafnarhá- skóla i vor. Þú hefur lifað fjöl- breyttu lifi? Morten kimir. — Ef maður breytir ekki til i lifinu, drepst maöur úr leiðind- um. En nú sný ég mér heilshug- ar að rannsóknum og kennslu. Það er að vissu leyti einnig breyting. Umbreytingar eru nauðsynlegar! Og það er hægt að sinna hinum fjölbreyttustu atvinnugreinum ef maður á góðan og hraðskreiðan bil sem hægt er að skjótast milli vinnu- staða á. — Er stúdentabyltingin end- anlega dauð? — Tja. Stúdentabyltingin færði með sér aukiö lýðræði stúdenta við háskóla. Gallinn við hana var einungis sá, að stú- dentarnir einblindu alltof mikið á ákveðin málefni eins og aukna aðild að stjórn háskólans. Þeir hreinlega gleymdu öðrum þátt- um eins og að tryggja sér efna- hagslegan grundvöll. Stúdentar búa við mjög slæman fjárhag i dag. Lánin eru litil og óhagstæð og erfitt er fyrir stúdenta að fá sér vinnu. Og þessi hlið stúd- entabaráttunnar hefur ekki heppnast — þvert á móti. Stúdentarnir geröu eina kór- villu, þeir tryggðu sér ekki fylgi alþýðunnar. Gjáin milli stúd- enta og verkafólks hefur ekki minnkað. En hún kemur til með að gera það. Einfaldlega vegna þess að i dag ljúka 50% ung- menna stúdentsprófi. Talan er reyndar 80% I New York. Þetta gerir það að verkum að mennt- un verður ekki lengur yfirstétt- arfyrirbæri. Þegar ég kveð þau hjón, biðst ég afsökunar á þvi að hafa kom- ið hálftima of seint vegna mis- skilnings starfsmanna hússins sem héldu að Morten Lange væri ekki við. — Morten Lange svikur aldrei neitt sem hann hefur bundið fastmælum, segir hann og opnar fyrir mér dyrnar. — ^Eru eitraðir sveppir á ís- Spjallað við fyrrv. rektor Hafnar- iandi, spyr blaöamaður fávis- X U •/ j Skíyrhe rÞa5 háskóla, prófessor Morten Lange

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.