Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. október 1979 Alþýðubandalagið í Reykjavík j Félagsf undur fimmtudagskvöld kl. 20.30 á Hótel Esju. Umræðuefni: Atburðirnir i rikis- stjórninni. Stjórnin Verkakvennaf élagið Framtíðin Hafnarfirði i Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs félags- ins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1979 liggja frammi á skrifstofu félagsins Strandgötu 11, frá og með þriðjudeginum 9. okt. til fimmtudagsins 11. okt. kl. 17.00. öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 11. október og er þá fram- boðsfrestur útrunninn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félaga. Verkakvennafélagið Framtíðin | Mroskahjálp á Vesturlandi Aðalfundur félagsins verður haldinn i Snorrabúð Borgarnesi, laugardaginn 13. október og hefst kl. 14.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin F ramhaldsstofnfundur félags áhugafólks og aðstandenda þeirra er eiga við geðræn vandamál að stríða, verður haldinn i kvöld, þrd. 9.10 i Hreyfilshúsinu kl. 20.30. Undirbúningsstjórn. Blaðberar óskast Austurborg: Bankastræti — Laugavegur 3 — 50. Laugavegur 103 — 163. Mávahlið — Reykjahlið DJOÐVIUINN Simi 81333 Auglýsingasúni: 'W'X Þjóðviljans er öl Jj<J KVEÐJA Alfreð Oskarsson fœddur 4.2. 1940 — dúinn 20.9.1979 Að morgni 20. september sl. barst mér sú harmafregn, aö Alli bróbir minn væri dáinn. Daginn áöur haföi hann veriö fluttur á sjúkrahús, en ekki reyndist i mannlegu valdi aö bjarga lifi hans. Margt er þaö sem leitar á hugann og margar spurningar vakna, sem engin svör fást viö, þegar hörmungin dynur yfir svo snögglega og óvænt. Hver er tilgangurinn og hvert réttlæti er þaö, þegar maöur i blóma lifsins meö fastmótuö framtiöaráform er svo skyndi- lega kallaöur á brott frá konu og börnum? Viö slikum spurningum kann ég engin svör. Margar eru minn- ingarnar frá ljúfum æskudögum á Eskifiröi, æskuleikirnir og stund- irnar heima I Sjóborg, svo og allar samverustundimar siöar, er ieiöir lágu saman aö nýju, móta sterk tryggöabönd. Söknuöurinn er þvi mikill og sár, en þökkin einnig mikil fyrir líf hans og þau gæöi, sem hann veitti svo ríku- lega. 1 þessum fátæklegu oröum sem ég nú rita um bróöur minn látinn, mun ég ekki reyna aö lýsa náiö verkum hans né manngerö, þaö heföi veriö litt aö hans skapi. Viö sem þekktum hann lengst og best munum öll geyma I hjarta minninguna um ljúfan og góöan dreng. Alfreö Óskarsson var fæddur á Eskifirði 4.2. 1940 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Halldóra Guöna- dóttir og óskar J. Snædal, sem eignuðust alls 7 börn og eru 5 þeirra nú á llfi, öll búsett á Eski- firöi. Haustiö 1955 hóf Alli nám viö Alþýöuskólann aö Eiöum og lauk þaöan gagnfræöaprófi næsta vor. bá þegar haföi hann ákveöiö aö gerast loftskeytamaöur og lauk hann prófi frá Loftskeyta- skólanum voriö 1959. Hann stund- aöi sjómennsku samhliöa náminu og var siöan loftskeytamaöur á togurum til haustsins 1965, er hann hóf störf viö fjarskipta- stööina I Gufunesi. Ariö 1966 lauk hann símritaraprófi I Reykjavik og prófi frá U.S. Coast Guard Training Center I New York voriö 1968. Þaö var haustiö 1961, er ég hóf nám viö Háskóla tslands sem leiöir okkar Alla lágu saman aö nýju eftir nokkra ára aöskilnaö. Viö tókum þá á leigu herbergi I Reykjavik, en hann var þá loft- skeytamaöur á b/v Hvalfelli. Samverustundir okkar þann vetur og siöar, er viö hjónin leigö- um herbergi hjá Alla og Oddnýju konu hans aö Asbraut 9 i Kópa- vogi, eru mér ógleymanlegar. Haustiö 1962, þann 20. október, kvæntist Alli eftirlifandi konu sinni, Oddnýju Sigriöi Gestsdóttir frá Sandgeröi. Þau eignuöust fjögur börn, öll hin elskulegustu og mannvæn- legustu. Þau eru: Óskar f. 1/7 1963, Aöalheiöur og Alfreö f. 1/4 1966 og Minerva f. 1/12 1967. Þau hjónin hófu búskap sinn haustiö 1962 aö Njaröargötu 31 i Reykjavik, en fluttust aö Asbraut 9iKópavogihaustiö 1964. lágúst 1967 fóru þau svo til búsetu vestur aö Gufuskálum viö Hellissand, þar sem Alli vann fyrst sem vakt- maöur og siöan varöstjóri viö Lóranstööina þar. I febrúar 1976 fluttust þau aftur suöur og settust aö i Garðabæ aö Skógarlundi 2, þar sem þau höföu reist sér fallegt og hlýlegt heimili. Þá hóf Alli störf sem varöstjóri viö Loranmonitorstöðina á Kefla- vikurflugvelli, þar sem hann starfaöi til dauöadags. Þau hjónin voru einkar dugleg og samhent um allt er laut aö heimilinu og framtiöinni. Oddný hefur lengst af unniö sem fóstra og forstööukona fyrir barnaheimilum og er nú forstööu- kona fyrir Dagheimili Vifils- staöaspitala. Eins og allir vita, sem þekktu Alla, var hann hæg- látur og dagfarsprúöur maöur, samviskusamur og traustur starfsmaöur og drengur góöur. Hann var frábær fjölskyldufaðir og heimiliö og ástvinir voru honum mest viröi. Megi þaö veröa Oddnýju og börnunum styrkur á þessum sáru stundum harms og trega, þakklætiö fyrir aö hafa átt svo traustan lifsföru- naut og elskurikan fööur. Megi heimili ykkar ætiö vera sá lundur friðar og hamingju sem hann óskaöi. A engan hátt er betur hægt aö varöveita ljúfa minningu um góöan dreng. Viö hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúö og biöjum ykkur blessunar um alla framtiö. Guöni Óskarsson Eskifiröi. Mér hefur sjaldan brugöiö jafn míkiö er ég frétti um lát Alfreös Óskarssonar er ég kom aö utan. Hann Alli dáinn gat þetta átt sér staö? Viö erum sjaldan viöbúin dauöanum og alls ekki þegar hann kemur svo skyndiiega og fyrirvaralaust. Hraustur og þróttmikill maöur eins og Alli var i okkar augum, gat hann veriö dá- inn? Mitt I blómaskeiöi lifs slna. En dauöinn gerir ekki boö á und- an sér og enginn veit sina ævina fyrr en öll er, eins og þar stendur. Hversu mikill sannleikur er ekki i þessum oröum. Þau Alli og Oddný voru nýkom- in úr yndislegu sumarfrii á Flór- ida, þar sem þau eyddu leyfinu saman ásamt öllum sinum börn- um, þeim Óskari, Minervu, Aöal- heiöi og Alla yngri. En þaö var einmitt þetta, sem einkenndi þessa fjölskyldu sér- staklega. Þaö var samheldnin, aö geta veriö saman, bæöi I hvers- dagslifinu og i sinum frlum. Þau lögöu kapp á aö komast i þessa ferö öll saman og unnu aö þvi sameiginlega aö hún gæti oröið þeim sem ánægjulegust. En þaö var ekki bara þessi ferö eöa þetta sumarfrl sem þau unnu sam- eiginlega aö heldur allt þeirra llf. Þau voru mjög samhent og allt þeirra llf og starf byggöist á þvi aö tryggja fjölskyldunni góöa framtið. Ég hef sjaldan kynnst samrýmdari hjónum og þvl verö- ur missirinn þeim mun tilfinnan- legri og meiri hjá Oddnýju og börnunum. Alli var sérstaklega dagfars- prúöur og rólyndur maöur. Hvenær sem hann kom i heim- sókn á barnaheimiliö til okkar var hann sama prúömenniö. En viö Oddný erum búnar aö vinna saman um nokkra ára skeiö og aldrei bar skugga á samband þeirra hjóna allan þann tima, sem ég hef þekkt þau. Allar ákvaröanir teknar i sam- einingu bæöi i smáu sem stóru. Snyrtimennska og fáguö fram- koma var höfuöeinkenni Alfreös, enda ber heimili þeirra hjóna þess glögg merki. Allt varð aö vera nákvæmt og vel gert I hvi- vetna. Hann stundaði vinnu sína af kostgæfni og vann oft mikiö til aö geta tryggt fjölskyldu sinni betri afkomu. Fjölskyldan var honum allt og hans lif og hugur snérist um hana. Missirinn er þvi mikill og vona ég aö guö muni styrkja Oddnýju og börnin til aö komast yfir þá miklu sorg, sem þaö hefur I för meö sér aö missa Alla. Enginn mun nokkru sinni fylla skarö hans, en tfminn læknar sárin og vona ég aö svo muni veröa I þessu tilfelli I framtföinni. Valborg S. Böövarsdóttir ÚTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i eftirtalda verk- og efnisþætti i 18 fjölbýlishús i Hólahverfi samtals 216 ibúðir: 1. Málun, úti og inni 2. Járnsmiði 3. Hreinlætistæki og fylgihlutir Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Mávahlið 4 gegn 20.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð þann 15.október. Stjórn Verkamannabústaða. RAUDA DAGATAUD Fæst i bókaverslunum Dreifing: Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.