Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þr»öjudagur 9. október 1979 Kristján Thorlacius. Hvad er framundan í launamálunum? Ekkl farið að ræða við BSRB Menn velta því nú tyrir sér hvað sé framundan í launamálum, eftir að krat- ar hafa sprengt stjórnar- samstarf ið með svo óvænt- um og fyrirvaralausum hætti. K jarasamningar margra stéttarfélaga eru nú lausir og þar á meðal samningar opinberra starfsmanna. Kristján Thorlacius formaður BSRB var i gær spurður um stöðuna í kjaramálun- um. — baö hefurekki verið haldinn samningafundur siðan í sumar, sagði Kristján. — Rlkisstjórnin hefur lýst þvi yíir, aö stefna henn- ar sé að hækka ekki grunnlaun á þessu ári. Við ályktuðum á sam- eiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB i september, að fjármálaráðherra beri að leggja fram gagntilboð við okkar kröfum, sem við höfum lagt fram. Við höfum lagt alveg sérstaka áherslu á það, að við viljum ræða um samningstimabilið og aö lög- um verði breytt þannig, að samn- ingstimabilið verði framvegis samningsatriði, en ekki bundið til tveggja ára. Við teljum það mjög óhagstætt að vera bundnir við tveggja ára samningstimabil, ekki sist á veröbólgutlmum. Kristján sagði að þau svör hefðu fengist, að fljótlega yrði rætt viö BSRB, en eigi að siöur væru slíkar samningaviðræður ekki komnar i gang. — Það er hætta á þvi ef stjórnarslit veröa, að starfandi rikisstjórn telji sig hafa litið vald til þess aö semja, sagði Kristján. — Eigi aö siöur hljótum við að móta okkar afstöðu hverju sinni, burtséð frá þvi hvort stjórn situr sem styðst við meirihluta eða minnihluta á þingi. Fyrir okkar samtök, eins og alla aðra I land- inu, þá er þetta náttúrlega mikiö óvissuástand, þegar svona staða kemur upp eins og núna. —■ eös VAT N Á MYLLU HÆGRIAFLA — segir í fundarsamþykkt Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um stjómarslitatillögu Alþýðuflokksins A sunnudaginn var hélt Verkamannafélagið Dags- brún almennan félagsfund og samþykkti fundurinn eftirfarandí ályktun: „Eitt af fyrstu verkum núver- andi rikisstjórnar var að setja kjarasamninga verkalýðsfélag- anna, spm gerðir voru i júni 1977, i gildi að nýju, en þeir höfðu með lögum veriö stórlega skertir af fyrrverandi ríkisstjórn. Verka- lýðshreyfingin fagnaði þessari ráðstöfun rikisstjórnarinnar, svo og þvi fyrirheiti hennar, að kaup- máttur láglaunafólks skyldi hald- ast miöað viö samningana frá júni 1977. Vegna andstæðrar þróunar i verðlagsmálum fyrir launþega, nú siðast sökum mikillar hækk- unar á landbúnaðarvörum hefur kaupmáttur launanna farið'lækk- andi. bá blasir nú við, vegna tengingar viðskiptakjara við visi- töluna, aö kaup láglaunafólks fái 2% lægri verðbætur hinn 1. desember n.k. en kaup hinna hærra launuðu. Fundurinn mótmælir harölega að þessi lagaákvæði verði látin koma til framkvæmda. Hann tel- ur þvert á móti mikla nauðsyn til bera, að kaup láglaunafólks verði bætt til muna og komið á meira jafnrétti I launamálum. Fundurinn leggur áherslu á að það er verkafólki mikið hags- munamál aö reynt verði að stöðva hinn öra vöxt verðbólg- unnar, en i þvi efni varar fundur- inn við þeim áróðri að kaupgjald láglaunafólks sé verðbólguvaldur og að það verði að skerða til að ná tökum á verðbólgunni. Verkalýösfélögin standa nú frammi fyrir þvi, að samningar þeirra verða lausir um áramótin og gera þarf nýja samninga til að bæta kjör almenns verkafólks. Með þetta I huga og stöðu launa- fólks i landinu yfirleitt, þá lýsir fundurinn furöu sinni á að þing- flokkur Alþýöuflokksins skuli nú hafa ákveðið að rjúfa samstarf stiórnarflokkanna. Slík ráðstöfun er aöeins vatn á myllu hægri afl- anna i landinu, en getur með engu móti þjónað hagsmunum launa- fólks og verkalýöshreyfingarinn- ar. Fundurinn telur það skyldu stjórnarflokkanna að nota stjórnaraðstöðu og þingstyrk.til að standa vörð um hagsmuni launafólks I landinu, og þá eink- um hinna lægst launuðu og skorar á þá að reyna til þrautar að ná samkorhulagi um leiðir til lausn- ar þvi verkefni. Jafnframt skorar fundurinn á alla félagsmenn i verkalýðshreyfingunni, án tillits til stjórnmálaskoðana að vera vel á veröi gegn hvers konar tilraun- um til skeröingar á kaupi iág- launafloks.” Þessi mynd var tekin er Benedikt, Vilmundur og Sighvatur komu á flokksstjórnarfundinn 20. ágúst 1978. A þann fund barst á siöustu stundu tilboö um stuöning viö minnihlutastjórn Alþýöuflokksins frá Sjálf- stæöisflokknum. Eru kosníngakröfurnar bara sýndarmennska? Vill Geir enn styðja krata? Ræður Benedikt engu? Aö þvl er Þjóöviijinn kemst næst tjáöi Benedikt Gröndal Ólafi Jóhannessyni si. föstudag aö nokkur óróieiki væri I þingflokki sinum, en ekki taldi hann ástæöu til að gera veður út af þvi. Slðan bar Benedikt sjálfur upp á þingflokksfundinum tillögu um að hætta stjórnarþátttöku, þing- rof og nýjar kosningar. Haft er eftir forsætisráðherra að Bene- dikt hafi borið þvi við á eftir aö hann hafi séð að ekkert yröi ráðið við ungu mennina I þingflokkun- um og þeir strekktu svo ákveöiö út úr stjórninni að hann heföi séð sér þann kost vænstan að slást i hópinn, og hafa þá forystu um brotthlaupið úr því sem komið var. Sýnir þetta best hvernig for- ystumálum Alþýðuflokksins er komið. — ekh Fer Jón Baldvin gegn Bene- dikt? Ýmsir hugsa sér til hreyfings ef til kosninga kemur á næstunni. Munu margir telja sig kallaða til æðstu metorða meðal krata. A Vestfjörðum vega þeir Karvel og Sighvatur hvor annan I mesta bróöerni, en fyrrverandi fall- kandidat Jón Baldvin Hannibals- son er flúinn þaðan suöur til Reykjavikur. Hann hefur nú kast- aö mæðinni og sleikt sárin og hyggur á nýja landvinninga. Hafa menn fyrir satt að kappinn sé að búast til bardaga gegn Benedikt sjálfum Gröndal flokksformanni og aetli fram I Reykjavlk, þótt Benedikt þurfi að fjúka fyrir vik- ið. — eös Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisf lokkur eru nú sam- stiga um að kref jast þing- rofs og nýrra kosninga. Þeir eru þó margir sem telja ekki ástæðu til þess að taka þessar yfirlýsingar mjög hátíðlega. I þeirra hópi mun vera forsætis- ráðherra Olafur Jóhannes- son sem telur að skammt muni vera í sinnaskipti hjá Geir Hall’grímssyni formanni Sjálfstæðis- f lokksins. Jafnvel þótt stóri björninn i islenskum stjórnmálum hafi legið I hlöi sinu og fitnað á ósamkomu- lagi stjórnarflokkanna allt siðasta ár og sjái fram á mikla fylgisaukningu nú þegar kosn- ingamöguleiki rumskar við hon- um eftir vetrarsvefninn er ekki þar með sagt aö allt sé fullkomn- aö. Það getur borið að með ýmsum hætti hvernig stjórnin fer frá og hvað við tekur. Ólafur Jóhannes- son forsætisráöherra getur ekki samkvæmt samkomulagi rofið þing nema með samþykki allra stjórnarflokkanna. Hann á þær leiðir helstar að knýja fram vantraust á stjórnina á þingi eöa segja hreinlega af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þá væri eðlilegt að kannað væri hvort meirihluti væri fyrir hendi á Alþingi, eða mögu- leika á myndun minnihlutastjórn- ar sem fengi starfsfrið fram að kosningum. Hvernig sem þetta veltist nú allt saman er liklegt að það taki nokkurn tima, og þá fara kosningar fyrir jól að verða æ ósennilegri. Vitað er að Geir Hallgrfmssyni er það ekki fjarri skapi að styðja minnihlutastjórn krata fram á vor. Ýmsir aðrir i þingflokki Sjálfstæöisflokksins eru þvi hins- vegar mjög andvlgir og vilja ekki koma nálægt ábyrgð á landsmál- unum fyrr en að afloknum kosn- ingum. En illa ferst Ge,ir Hallgrimssyni I landsföðurhlut- verkinu þegar upp er komin stjórnarkreppa sem dragast kynni á langinn ef hann fer ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn sem ábyrgan stjórnmálaflokk sem véröi að hugsa um þjóðarhag og láti ekki atkvæðavon leiða sig út I ævintýramennsku. Minna má á að 1959 studdi Sjálfstæöisflokkurinn minni- hlutastjórn krata um skeið, svo- kallaða Emiliu, og varð þaö undanfari 12 ára stjórnarsam- starfs Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins,' en til fyrstu fimm áranna I þvi samstarfi hef- ur Vilmundur Gylfason vitnað æ oftar I seinni tið. Atakafundur var I flokksstjórn Alþýðuflokksins I gær, en eru menn búnir að gleyma flokks- stjórnarfundinum sem haldinn var miövikudaginn 30. ágúst slðastliðinn? Þá samþykkti flokksstjórnin málefnagrundvöll nýrrar rlkisstjórnar með 30 at- kvæðum gegn 12. 1 hópi þeirra sem greiddu atkvæði á móti yfir- Framhald á bls. 13 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.