Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. október 1979 4sháh Umsjón: Helgi ólafsson^ Portisch efstur að ellefu umferóum loknum í Rio de Janeiro Ungverksi stórmeistar- inn Lajos Portisch er kom- inn i efsta sæti á milli- svæðamótinu í Rio de Jan- eiro/ eftir að hafa lagt að velli sovéska stórmeistar- ann Balashov í elleftu um- ferð. Áður hafði hann sigr- að Sovétmanninn Vaga- nian. Virðist hann ætla að leika sama leikinn og Tal í Riga/ þ.e. að leggja sovésku stórmeistarana að fótum sér. t skák þeirra Portisch og Balashov tókst þeim fyrrnefnda mjög vel upp, náöi sér i auka- drottningu og braut með þvi varnir Sovétmannsins niður. Helstu keppinautar Portisch, Þjóðverjinn Hiibner, náði aðeins jafntefli við Ungverjann Sax. Röð efstu manna er nú þessi: Portisch ...........7.5v. Hilbner.............7 v. Sax.................6 v. Vaganian............6 v. Petrosian...........6 v. Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch Urslit i elleftu umferð urðu annars eftirfarandi: Herbert og Petrosjan jafntefli, Portisch vann Balashov, Velmirovic vann Khosrow Harindi, biðskák hjá Bronstein og Sunye, einnig hjá Kagan og Garcia, en þeir Shamkivich og Timman gerðu jafntefli, einnig þeir Torre og Vagainan, og HUbner og Sax og Ivkov og Smejkal. Útvarps- skákin Hv.: Hanus Joensen Sv.: Guömundur Agústsson Svartur lék á sunnudag: 13... Bxd5,en i gær lékhvitur: 14. Bc4 og er þá staðan svona: ÉORÐSENDING j til þeirra, sem sildveiðar stunda “ i hringnót. Ákvæði leyfisbréfa um leyfilegan há- marksafla skýrist þannig, að hætta ber veiðum annað hvort, er afli nemur 250 lestum án tillits til aflaverðmætis eða þeg- ar aflaverðmætið nemur 26,5 miljónum króna, miðað við ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins, um sildarverð timabilið 1. okt. - 31. desember 1979. 1 siðarnefnda tilvikinu skal afli þó aldrei vera meiri en 300 lestir. Sjávarútvegsráðuneytið, 8. október 1979. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða bókara. Til greina kemur hálft starf. Þjálfun i bók- haldsstörfum er nauðsynleg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild blaðsins fyr- ir 14. október n.k. merkt „Skrifstofustarf 4340”. n; V erd á erlendum kartöflum 1 Greinargerö frá Uppl.þjónustu landbúnaöarins Það er ekki laust við að kartöflur hafi staöið i ýmsum nú undanfarið. Er svo sem ekki betra að veröa fyrir þvl óhappi en sumum öðrum. Upplýsinga- þjónusta landbúnaöarins vill fyrir sitt leyti reyna að koma I veg fyrir frekari slys af þessu tagi og hefur i þvi augnamiði sent frá sér eftirfarandi greinargerö: „Nokkra undanfarna daga hafa orðiö nokkur blaöaskrif og umræður um verð á erlendum kartöflum hér á landi. Þvf hefur verið haldiö fram, að Græn- metisverslun landbúnaöarins geri óhagstæð innkaup á kartöflum og álagning sé óeöli- lega mikil. Þessar staðhæfingar eru byggðar á ókunnugleika og sennilega röngum upplýsingum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir innflutningi og verði á er- lendum kartöflum sem Græn- metisverslun landbúnaðarins hefur selt siðan innlendu kartöflurnar frá i fyrra þrutu. Innf lutningur á kartöflum Umsjón: Magnús H. Gíslason Grænmetisverslun land- búnaöarins leitar ávallt að hag- stæöustu verði á fyrsta flokks kartöflum Kartöflurnar eru keyptar þar sem veröið er lægst á hverjum tima, nema þegar stjórnvöld hafa fyrirskipað Grænmetisversluninni aö kaupa kartöflur annarsstaðar frá vegna viðskiptasamninga. Alagning á kartöflum Þvi hefur verið haldið fram, að heildsöluálagning Græn- metisverslunarinnar væri óeðli- lega mikil. Nefndar hafa verið tölur allt að 50%. Heildsölu- alagning á islenskum kartöflum er föst en hiin er 9,25%. Nokkuð hefur hún verið breytileg á er- lendum kartöflum, þvi það er miðað við sömu krónutölu i álagningu og á islensku kartöfl- unum. Heildsöluálagning á er- lendum kartöflum hefur verið frá 4% og upp i 15%. A sendingu sem kom með Háafossi 26. sept. sl. var álagn- ing 12,2%. Innkaupsverð á kartöflum I þessari sendingu var kr. isl. 85 pr. kg. Flutnings- kostnaður og vátrygging hækk- ar verðið um 38 kr. hvert kg. Siöan bætist við 4% tollur. Þá eru lögð á ýmis sjóðagjöld, sem eru Grænmetisversluninni óviö- komandi samtals 3,75%. Enn- fremur er tekið gjald i flutn- inga- og veröjöfnunarsjóð. Þá eru ýmsir aðrir liðir eins og er- lend sérfræðiþjónusta en það er opinbert eftirlit meö kartöflum þaðan sem þær eru keyptar hverju sinni. Uppskipun.akstur, vörugjald, leyfisgjald banka- kostnaður, vextir og innlent matsgjald legst siðan ofan á veröið og þegar allt þetta hefur verið lagt saman er verðiö kom- iö upp 1171 kr. kg. Þá er reikn- að með rýrnun á kartöflum frá þvi að þeim er skipað út og þar til þær eru komnar i geymslu Framhald á 13. siðu Fyrstu erlendu kartöflurnar á þessu ári voru settar á markað- inn 10. ágúst. Það voru italskar kartöflur , en af þeim voru fluttar til landsins 660 tonn. Fyrstu nýju kartöflurnar sem neytendur i V-Evrópu fá á sumrin, eru yfirleitt frá ltaliú, þar er verðið hagstæðast. Þegar séö varð, aö ekki yröi nóg framboö á islenskum kartöflum fyrr en i fyrsta lagi um miöjan sept. var leitað til- boða i kartöflur frá Hollandi og Danmörku. Veröið i þessum löndum er venjulega hag- stæöast, heilbrigðiseftirlit gott og samgöngur örar til tslands. Akveöið var aö taka hollenska tilboðinu þar sem verðið var 8 kr. lægra á hverju kg. en frá Danmörku. Þá var miðaö við afbrigöið Bintje og stærðarflokk 38 mm og upp úr. Sökum verk- falls hafnarverkamanna i Hollandi reyndist ekki unnt að fá kartöflurnar þaðan i tæka tiö. Þvi voru keyptar kartöflur frá Danmörku á kr. d. 1.20 hvert kg. samtals 75 tonn. Þar sem verkfallið dróst á langinn i Hollandi var fengin önnur sending frá Danmörku. Verðiö var það sama og á fyrri sendingunni. Afbrigðið var Bintje og lágmarksstærð 40 mm. Verð á kartöflum i Vestur- Evrópu hefur haldist hátt leng- ur fram á haustiö en venja er. Það er um að kenna óhagstæöri veöráttu s.l. vor og I sumar. Fram undir þetta hafa kartöflur verið seldar á svokölluðu sumarveröi. I Danmörku og Hollandi fer veröið lækkandi á kartöflum. Ragnar Hlnriksson á Fróða frá Asgeirsbrekku. Mynd: Sigurg. Sigurj.s. Eiðfaxi á fullri ferð FWEAYIF1 IhI Ul # m/VI ILi Uppskerustörfum er lokiö og framboö er nægilegt. Græn- metisverslun landbúnaðarins fékk tilboð frá dönskum út- flytjanda „Interfrugt” fimmtu- daginn 4. okt. sl. Veröið er d. kr. 1,17 á kg. I Kaupmannahöfn miðað viö Bintje, lágmarks- stærð 38 mm. Samtlmis býður fyrirtæki I.C. Thorsen sem lengi hefur selt kartöflur og annaö grænmeti til Islands, Bintje, lágmarksstærö 40 mm á kr. d. 1.07. Næsta send- ing a erlendum kartöflum verður frá Hollandi en það eru kartöflur sem fest voru kaup á fyrir verkfall hafnarverka- manna. Þær eru á svipuðu verði og danskar kartöflur nú, en skráð verð á kartöflum hefur lækkað verulega i Hollandi . I dag (föstudaginn 5. október.) er verðið á Bintje 32 gyllini fyrir 100 kg en það svarar tilumd. kr. ■ 85. (Jt er komið 8/9 tbl. Eiðfaxa. Er þar úr ýmsu að moða að venju. Megingreinarnar mega teljast: (Jtflutningurhrossa og ræktun islenska hestsins erlendis, forystugrein, eftir Þorvald Arnason. Evrópumót islenskra hesta I Uddel i Hollandi 24.-26. ágúst 1979, eftir Pétur Behrens. Hrollvekja i Hollandi og er þar átt viö það, að hestarnir héðan að heiman, sem keppa áttu á Evrópumótinu, urðu óvfgir vegna inflúensu. Er af þvi tilefni rætt viö Magnús Yngvason hjá Búvörudeild SIS, sem skipu- lagði flutning Islensku hestanna til Hollands. „Þá sá ég að ég yrði áð blindhleypa og taka sénsinn” nefnist viðtal Valdi- mars Kristinssonar við Ragnar Hinriksson, nýbakaðan Evrópu- meistara i hestaiþróttum. Metin fjúka á Vindheimamelum, frá- sögn af kappreiöum Léttfeta og Stiganda i Skagafirði „á Melunum” um verslunar- mannahelgina I sumar. Sagt er frá þátttöku Hornfiröinga i kvikmyndun Paradisarheimtar i sumar, en þar mættu Horn- firðingar með 75 gæðinga. Rabbað er viö nokkra menn, sem fylgdust meö Evrópu- mótinu i Hollandi. Greint er frá hestaþingi Trausta á Laugar- vatnsvöllum 19. ágúst. Rifjaðar eru upp minningar um kapp- reiðarnar i Bolabás á Alþingis- hátiðinni á Þingvöllum 1930. Sveinn á Varmalæk segir frá feröum sinum með útlendingum á hestum yfir hálendiö. Sagt er frá móti sunnlenskra hesta- manna að Hellu 11.-12. ágúst. Auk þessa er i ritinu aragrúi smærri frétta og mikill fjöldi ágætra ljósmynda. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.