Þjóðviljinn - 20.11.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Þriöjudagur 20. nóvember 1979 Neituðu að fallast á tillögur Alþýðubanda- lagsins gegn dýrtíðinni I maimánuöi uröu talsveröar umræöur milli þáverandi stjórnarflokka um stööuna i efnahagsmálum. Þá þegar varö ljóst aö svonefnd ölafslög sem Framsóknarflokkurinn og Alþýöuflokkurinn töldu „byltingu i stjórn efnahags- mála” myndu engin áhrif hafa til þess að draga úr verö- bólgunni ekki einu sinni til þess aö h alda verðbólgunni niöri eins og tekist haföi á fyrsta hálfa ári vinstrist jórnarinnar. Viö þessar aöstæöur flutti Alþýðubandalagið enn nýjar til- lögur um lausn efnahagsvand- ans. Þær tillögur voru lagðar fram snemma i mai. Þar var gert ráð fyrir þvi að: a) öllum yröu tryggö 3% grunn- kaupshækkun meö lögum. b) aö vísitölubætur á hæstu laun yröu I krónutölu. c) aö verölag einstakra vöru og þjónustutegunda mætti ekki hækka umfram ákveöiö mark á hverju þriggja mánaöa ti'ma- bili. Var gert ráö fyrir lögbind- ingu þessa ákvæöis og að sett yröi þriggja manna nefnd á vegum rikisstjórnarinnar sem heföi allt vald i verölagsmálum og aö einungis yröu leyföar Tómas Arnason — stöðvaöi greiöslur til aldraöra og ör- yrkja. veröhækknar sem rekja mætti til erlendra hækkana. Afstaða hinna fiokkanna. Alþýöuflokkurinn neitaöi að Sighvatur Björgvinsson, leiö- togi skemmdarverkaliðsins i þingflokki Alþýöuflokksins. gefa það upp framan af timabili þessarar umræöu hvaö hann vildi gera. Loks kom fram aö hann væri þeirrar skoöunar aö ekkert ætti aö gera 1 málinu. Eölilegast væri aö láta allt dansa laust enda þótt séö væri hvert stefndi meö veröbólgu- hraðann sem þá fór mjög vaxandi. Framsóknarflokkurinn vildi ekki fallast á neinar tillögur aöraren þær sem bönnuöu kaup- hækkanir umfram áöurnefnd 3% Framsóknarflokkurinn vildi þannig svipta verkalýðshreyf- inguna samnings- og verkfalls- rétti. Flutti Tómas Arnason itrekaöar tillögur um þetta efni og þingflokkur Framsóknar- flokksins spilaöi undir. Þessi tillöguflutningur er ákaflega alvarleg áminning, en hann er þó sérstaklega fróölegur fyrir þá sök aö Framsókn virtist þá þegar,aöeins 10 mánuöum eftir kosningar, hafa gleymt ástæöunum fyrir þvi aö hún tapaði kosningunum 1978 . Niðurstaöa þessarar umræöu um efnahagsmál innan rikis- stjórna rinna r varö þvi engin svo sem jafnan siöar eftir aö Ólafslögin voru samþykkt. Eftir afgreiöslu þeirra var samstarfið eitrað af tortryggni og verkalýöshreyfingin hafði giataö þvi trausti og þeim vonum sem bundnar voru viö rikisstjórnina. Verkalýöshreyfingin ákvaö þvi sjálf aö leita eftir þvi viö atvinnurekendur aö þeir samþykktu 3% grunnkaups- hækkun. Þaö varö ofan á eins og kunnugt er. Af hverju ekki? Af hverju samþykktu þeir kratar og Framsóknarmenn ekki tillögur Alþýöubandalags- ins i efnahagsmálum? Astæðan fyrir afstööu Alþýöuflokksins var sú aö innan þingflokksins voru þegar hafin visvitandi skemmdarverk gegn vinstri- stjórninni. Forvigismaöur þeirra, einn óheiöarlegasti stjórnmálamaöur Islendinga um þessar mundir, Sighvatur Björgvinsson leiddi skemmdar- verkaflokkinn. Astæðan fyrir afstööu Framsóknar var sú aö hún var þá strax, aöeins nokkrum mánuöum eftir afhroöiö sem hún beiö i kosningunum 1978, búin aö gleyma lexiunni og þvi flutti hún tillögurnar um ofbeldisaögeröir gegn verka- lýöshreyfingunni. Tómas Árna- son fjármálaráöherra var þar mjög I fyrirrúmi. Stöðvaði greiðslur elii- lifeyris Tómas Árnason fyrrverandi fjármálaráöherra gekk svo langt i afturhaldspólitik sinni i stjórnarsamstarfinu aö hann stöövaöi greiöslur trygg- ingabóta til aldraöra og öryrkja snemma i september. Astæðan var sú að hann vildi setja þumalskrúfur á Alþýðuflokkinn sem fór með tryggingaráðu- neytiö. Magnús H. Magnússon lét setja á sig þumalskrúfur. Hann gafst upp fyrir Tómasi það var ekki fyrr en Alþýðu- bandandalagsmenn settu hnef- ann i borðið að Tómas lét af stöðvunarstefnu sinni — og aldraðir og öryrkjar fengu þær bætur sem þeim ber að lögum. Kolbeinn Friöbjarnarson formaður Verkalýösfélags Vöku, Siglufirði Leifturstríðið Kolbeinn Friöbjarnarson: t kosn- ingunum 2. og 3. desember n.k. geta þær tugþúsundir launþega sem eiga afkomu sina undir þvi hvernig þessum málum reiðir af, sameinast um aö styöja Alþýöu- bandalagiö til slikra þjóöfélags- áhrifa, aö þeirri hættu sem nú blasir viö veröi á þann auövelda hátt bægt frá. Brútus Þann dag, sem dagskrá sjón- varpsins var rofin og Ómar Ragnarsson tilkynnti þjóöinni glaöhlakkalega, aö þingflokkur Alþýöuflokksins heföi samþykkt aö slita stjórnarsamstarfinu, var ljóst, aö mikil og ill tiöindi höföu aö lokum veriö til lykta leidd á bak viö tjöldin i islenskum stjórn- málum. Á öllum gangi mála I stjórnar- tið siöustu vinstri stjórnar mátti ráða að verulegur hiuti af þing- flokki Alþýðuflokksins var stjórninni andvigur allt frá byrj- un. Hægra liðiö I þingflokknum meö þá Vilmund Gylfason og Jón Baldvin Hannibalsson I broddi fylkingar beiö þess eins aö fá grænt ljós fra Geir Hall- grimssyni til þess aö sprengja stjórnina. Þegar svo litiö marktæk skoö- anakönnun annars siödegisblaö- anna sýndi aö svo gæti farið aö Sjálfstæöisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta i kosningum, sem fram færu i skammdeginu, var ekki eftir neinu aö biða lengur. „Þumalfingursforysta” Sjálf- stæöisflokksins ofmat þessa marklausu niðurstööu skoðana- könnunarinnar og taldi sig nú geta tekið „rétta ákvörðun á réttu augnabliki”. Græna ljósið var kveikt á höf- uöbólinu og Brútus hjáleigunnar lagöi rýtingnum. Pilatus Þaö væri óréttlátur dómur aö flokka alla forystumenn Alþýöu- flokksins undir þetta Brútusar- hlutverk. Nokkur hluti kjósenda flokksins er enn trúr þeim gamla sósial- demókratisma, sem kenndur er viö Bernstein og felur i sér þá röngu niöurstööu aö hægt sé að þróa jafnaöarstefnu og sósial- isma innan hins kapitaliska þjóö- félags. (Þaö vaxa ekki rósir i freömýrinni) Þessi viöhorf er helst aö finna hjá kjósendum flokksins meöal almenns launafólks og hjá for- ystumönnum hans 1 verkalýös- hreyfingunni. Flestir forystumenn Alþýöu- flokksins i verkalýöshreyfingunni voru andvigir þvi Brútusarhlut- verki, sem hin ráðandi öfl i flokknum höfðu tekiö að sér, enda höfðu þeir ekki verið hafðir með i makkinu viö ihaldið. A flokksstjórnarfundi Alþýöu- flokksins, þar sem ákvöröunin um stjórnarslitin var endanlega tekin, skiluöu þeir auöum seölum I atkvæðagreiöslunni. Þó prýða margir þessara sömu manna framboðslista flokksins i komandi kosningum en aðrir voru skornir viö trog i prófkjörum flokksins, svo sem Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri. Auðu seölarnir á flokksstjórn- arfundinum segja aö visu sina sögu en ekki getur afstaðan talist .stórmannleg, sérstaklega með tilliti til þess, sem á eftir hefur fyigt. „Sýkn er ég af blóöi þessa sak- lausa mannsj’sagöi Piiatus á sinni tiö og þvoöi hendur sinar Þaö er ekki ótrúlegt, aö mörgu vinstrisinnuöu verkafólki, sem fram til þessa hefur kosiö Alþýöuflokkinn, þyki sem Vil- mundarnir i flokknum, hafi kom- iö þvi I alls óviöunandi aöstööu. Heiöarleiki þess er of mikill til þess, aö viöbrögðin verði ekki önnur en þau, að þaö þvoi hendur sinar. Blitzkrieg A blaöamannafundi, sem hald- inn var 8. þessa mánaðar kynnti Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæðisflokksins þjóöinni svo þær pólitisku fyrirætlanir flokks- ins, sem aö baki atburðanna liggja. Nafngift fyrirætlana þess- ara heitir i munni þeirra ihalds- manna „Leiftursókn gegn verð- bólgu”. Þessi nafngift ber óneitanlega keiim af annarri,sem vinir ihalds- ins, nasistarnir i Þýskalandi, not- uðu óspart I slðustu heimstyrjöld. Leifturstriö (blitzkrieg) sagöi Hitler þá. Leiftursókn segir Geir Haligrimsson nú. Þaö er meira en lltiö athyglis- vert hvaöa aögeröir eru fólgnar i Leiftursókn ihaldsins nú. En þær eru meöal annars þess- ar: 1. Opinberar framkvæmdir og þjónusta hins opinbera viö fólkiö i landinu veröi skorin niöur um hvorki meira né minna en 35 miljarða á einu ári. 2. Niðurgreiöslur nauösynjavarn- ings svo sem landbúnaöarvöru og annarra matvæla verði stór lega skertar. 3. Þjónustufyrirtæki rikisins, svo sem Pdstur og simi, Raf- magnsveitur rikisins og önnur slik veröi rekin hallalaust. 4. Peningastofnunum og við- skiptaaðilum verði gefiö sjálf- dæmi um vaxtakjör fjárskuld- bindinga. 5. Launþegar veröi sviptir öllum verðbótum á laun. 6. Létt veröi af fjáraflamönnum, atvinnufyrirtækjum og eigna- fólki sköttum samtals á milli 8- 10 miljöröum. Kolbeinn Friöbjarnarson. 7. Rikisfyrirtæki, mörg hver, veröi seld einkaaöilum, sér- staklega eru upptalin i Morgunblaöinu Landsmiðjan i Reykjavik, Slippstööin á Akur- eyri og Sigló-sild og Þormóöur Rammi á Siglufiröi. 8. Sköpuö veröi hérlendis aukin aðstaöa fyrir erlenda auö- hringa. Markmiðin Ekki þarf aö fara i grafgötur meö þaö hver markmiðin meö þessum fyrirhuguöu aðgeröum ihaldsins eru. Veröi stórlega dregiö úr niöur- greiðslum á landbúnaðarafurðum er augljós afleiðing þess geig- vænleg hækkun á brýnustu lifs- nauðsynjum almennings og um leiö er skvett bensini á veröbólgu- báliö. Ef reka á Rafmagnsveitur rikisins og Pósts og sima og aörar opinberar þjónustustofnanir hallalaust, þýöir það hreinlega stórlega hækkað verö á raforku og allri annarri þjónustu til al mennings og er þá aftur verið að skvetta bensini á veröbólgubálið. Það er svo dæmigert fyrir ófyrirleitnina i þessari leiftur- sókn Sjálfstæöisflokksins gegn lifsafkomu almennings, að sam- fara þessum miklu verðlags- hækkunum á aö afnema visitölu- bætur á laun. Ollum þorra almenns launa- fólks er ætlað aö axla þessar hækkanir á lifskostnaöi án nokk- urrar hækkunar launa. Hindrum áform íhaldsins um afnám verðbóta á laun í kosning- unum 2. og 3. des. Að visu er um þaö talaö, aö hluti þess fjár, sem sparast meö þvi aö niöurgreiðslum á nauö- synjavörum verði hætt eigi aö ganga i einhverju formi til lif- eyrisþega og láglaunafólks en allt er það tal bæöi þokukennt og óljóst og harla litls viröi sé tekiö mið af fyrri framkomu Sjálf- stæöisflokksins gagnvart þessum þjóðfélagshópum. Ýmsum kann aö finnast, aö jafnvel svartasta afturhaldinu I landinu fyndist nú nóg að gert gagnvart hinu almenna launa- fólki en svo er aldeilis ekki. Til viöbótar kemur svo niöur- skuröur opinberra framkvæmda og þjónustu um 35 miljarða á einu ári og má öllum ljóst vera aö slik ráöstöfun þýöir ekkert annaö en viötækt atvinnuleysi. En markmiö þessarar efna- hagsstefnu snúa ekki einvörö- ungu aö launafólki. Markmiöin snúa einnig að eig- endum Sjálfstæöisflokksins, svo- kölluöum athafnamönnum og fyrirtækjum þeirra og sé sú hliö á teningnum skoöuð lita málin tölu- vert öðruvisi út. Létta á af eigna. og tekjuskött- um hjá fyrirtækjum og eignafólki upp á 8-10 miljarða. Gefa á alla verslunarálagningu frjálsa og gefa þannig kaup- mönnum sjálfdæmi um verö þeirrar vöru sem þeir versla meö. Afhenda á þeim „athafna- mönnum” sem ekki hafa komist eins nærrikjörkötlum gróðans og hugur þeirra hefur staöiö til, vegna þeirra sem komnir voru aö þeim áður, flest rikisfyrirtækin i landinu. Skapa á erlendum auðhringum aukiðsvigrúm til atvinnurekstrar á Islandi og pilsfaldakapitalistun- um hér heima möguleika til enn aukinna umboðslauna og þjón- ustu viö þá. Inntak þessarar stefnu Sjálf- stæöisflokksins er slikt, aö það er framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.